Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 26
VANDRÆÐI saksóknara í réttar-
höldunum yfir Slobodan Milosevic,
fyrrverandi forseta Júgóslavíu, héldu
áfram í gær en þá
varð eitt af vitnum
þeirra, Kosovo-
Albaninn Agim
Zeqiri, að yfirgefa
vitnastúkuna af
heilsufarsástæð-
um. Fyrir vikið er
ekki víst að dóm-
arar muni taka
gildan þann vitn-
isburð, sem hann
hafði þegar gefið fyrir réttinum.
Á miðvikudag hafði Milosevic tek-
ist að koma því þannig fyrir að dóm-
arar ákváðu að leyfa saksóknurum
ekki að kalla fyrir réttinn mann sem
stýrt hafði rannsóknum á meintum
stríðsglæpum hersveita Serba í Kos-
ovo. Mátu dómarar það svo að vitn-
isburður hans yrði einungis endur-
tekning á upphafsorðum saksóknara í
réttarhöldunum.
Saksóknarar lögðu síðar á miðviku-
dag spurningar fyrir Agim Zeqiri, 49
ára gamlan bónda frá Kosovo, en
hann sagði öryggissveitir Serba hafa
veitt honum áverka sem ollu varan-
legum nýrnaskaða. Zeqiri er frá
þorpinu Celina í Suður-Kosovo og
lýsti hann því hvernig Serbar gengu
berserksgang í þorpinu daginn eftir
að Atlantshafsbandalagið (NATO)
hóf loftárásir sínar á Júgóslavíu 24.
mars 1999.
Milosevic hóf að gagnspyrja Zeqiri
á miðvikudag og reyndi hann að sýna
fram á að íbúar Celina hefðu tengst
Frelsisher Kosovo (UCK), sem Mil-
osevic hefur kallað hryðjuverkasam-
tök. Hugðist Milosevic halda áfram á
sömu nótum við upphaf réttarhald-
anna í gær en Zeqiri baðst þá undan
frekari spurningum.
Steig í hans stað í vitnastúkuna
annar kosovo-albanskur bóndi, Feh-
im Elshani, sem reyndist Milosevic
mun tregari í taumi og svaraði spurn-
ingum hans fullum hálsi. „Þú hefur
framið ótrúleg illvirki,“ sagði Alshani
við Milosevic.
Baðst undan
spurningum
Milosevic
Haag. AFP.
Slobodan
Milosevic
ERLENT
26 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EGYPSKIR sérfræðingar hétu því
í gær að flýta rannsókn sem kostur
væri á tildrögum þess að rúmlega
370 manns létu lífið í eldsvoða um
borð í járnbrautarlest aðfaranótt
miðvikudags.
Tildrög eldsvoðans eru óljós en
talið er að gaskútur eins farþeg-
anna hafi sprungið með þeim afleið-
ingum að eldur breiddist út um sjö
af ellefu lestarvögnum.
Lestarstjórinn Mansour Youssef
el-Qams sagði í samtali við egypska
fjölmiðla að hann hefði í fyrstu ekki
áttað sig á því að eldur logaði í lest-
inni. Hann taldi að um 12 mínútur
hefðu liðið frá því eldurinn blossaði
upp þar til hann náði að stöðva lest-
ina. Hann sagðist ekki hafa heyrt
sprengingu, hvorki áður en eldur-
inn kviknaði né á meðan hann log-
aði, að því er segir í frétt AP.
Óttast að sorg breyttist
í reiði gegn yfirvöldum
Lestin var yfirfull af fólki og voru
margir farþeganna á leið til ætt-
ingja til að halda með þeim upp á
fórnarhátíðina, Aïd al-Adha, sem er
hátíð múslima og hefst í dag.
„Þetta er skelfilegur harmleik-
ur,“ segir Abdullah Muhammad
Abdullah, frá neyðarsviði egypska
Rauða hálfmánans. Hann bætti því
við að fórnarlömbin væru sennilega
frá níu héruðum, allt frá Al-Jeeza
til Aswan.
Ættingjar þeirra sem fórust söfn-
uðust í gær saman í aðallíkhúsi
Kaíró þangað sem líkamsleifar
fórnarlambanna voru fluttar. Höfðu
sumir meðferðis líkkistur til að
flytja heim ástvini sína til greftr-
unar. Sveitir óeirðalögreglu voru á
vettvangi ef ske kynni að sorgin
brytist út í formi mótmæla gegn yf-
irvöldum.
! "#$!%%&
! " # $ %! !$
&
! ! ' ( * + %
4
* %D
0 .#.
.366 4 6* ::
*
6
5 )*
%
3*#
4 * 84 . > .6
, -
.// : .6
! ' ' " # $ % &
' ( )
( .012'.
@ .6
E 6*
5 66
%
#
.. 8#* # *
)
3 34
#
. 4 . * 84
.#.* ) 4)
.#. 5
.
!
33 AB 4
5.
5
3*
4 5 334 %
4* F4* 4 4 #.636 .
' ; A= 6 4
$!!
! 334 7.
.66 45 ; <@ G 4
6
! 336 %
3*#
..
) 8! .6 5
3*
*
4 &D ; %
. 4 !6.* AB 6 G 4
7 !
8 77 &6. B<B
4
) .6
*4 4)
.66
*
4
H
89 546 43
5*
. * 6.
4 # % . 6 4) 4
4
#36 )* 84* 4.* 4G
. (*.1*(9* 2 ,9:.(.;<
Heita
skjótri
rannsókn
á eldsvoð-
anum
ÞAÐ grillir í hann í gegnum reykj-
arsvæluna, gráskeggjaðan og grá-
hærðan mann með kylfu að vopni.
Mohammad Nassim heitir hann og
hann trúir því, að regla eigi að
ríkja. Bendir hann á reynslu lands
og þjóðar síðustu 35 árin í því sam-
bandi. „Stoppið,“ hrópar hann og
hefur rauðmálaða kylfuna á loft en
bílarnir aka hjá eins og ekkert hafi í
skorist.
„Stoppið,“ hrópar Nassim aftur
og nú gengur hann í veg fyrir um-
ferðina. Leigubíll er stöðvaður, um-
vafinn svörtu útblástursskýi, en
aðrir bílstjórar sneiða bara hjá hon-
um og halda ferðinni áfram. Að því
kemur þó um síðir að umferðin
stöðvast og bílarnir úr hinni áttinni
komast þá yfir gatnamótin.
Embættið hans Nassims er lík-
lega eitthvert það vanþakklátasta í
Afganistan. Hann er umferðarlög-
regluþjónn í Kabúl, einn af 420, sem
daglega gera heldur árangurslitlar
tilraunir til að draga úr öngþveit-
inu í borginni. Í landinu hefur geis-
að stanslaust stríð í 23 ár og aug-
ljóst, að fólk hefur haft áhyggjur af
ýmsu öðru en umferðarreglum.
„Margir gegna mér bara alls
ekki. Svona er nú ástandið í þessu
landi,“ segir Nassim, sem hefur
ekki fengið nein laun í hálft ár, ekki
fremur en aðrir opinberir starfs-
menn.
Dagarnir eru langir fyrir mann,
sem litið er á sem öldung í Afganist-
an. Kuldinn læðist að honum á 10
tíma vaktinni og loftið, sem hann
andar að sér, er blanda af sótsvört-
um útblæstri og viðarreyknum, sem
leggur frá húsunum í kring.
Nassim kom til starfa í umferð-
arlögreglunni þegar hann var um
tvítugt og nú er hann um það bil
hálfsextugur. Aldurinn er alltaf dá-
lítið á reiki í Afganistan. Hann seg-
ir, að það hafi þó verið betra en bú-
skaparhokrið og auk þess var faðir
hans leigubílstjóri í Kabúl.
Gáfu ekkert
fyrir umferðarlög
Stundum líkaði Nassim starfið
vel, einkum þá sjaldan sem kyrrt
var í Kabúl og ökumenn fáir og til-
tölulega löghlýðnir. Stundum var
það ömurlegt. „Talibanarnir gáfu
ekkert fyrir umferðarlög,“ segir
hann. „Við gáfum stöðvunarmerki
en þeir sinntu því ekki.“ Á móti
kom, að umferðin var sáralítil í tíð
talibana. Stór hluti borgarbúa hafði
flúið land.
Síðan talibanar flúðu Kabúl í nóv-
ember hefur orðið sannkölluð
mannfjöldasprenging í borginni.
Flóttamennirnir hafa snúið aftur og
til borgarinnar streymir fólk, sem
hefur flosnað upp á landsbyggðinni.
Strætin eru yfirfull. Bílarnir keppa
um plássið við asna- og hestakerr-
ur, við reiðhjól, mótorhjól, hand-
vagna, hjólastóla og við fjalir á hjól-
um, sem örkumla betlarar nota sem
farartæki. Stundum ber kameldýr
fyrir augu eða uxarekstur.
Kurteisir útlendingar
Leigubílaflotinn í Kabúl er kom-
inn til ára sinna. Yfirleitt notaðir,
japanskir bílar, enn með japönsku
táknin á hliðunum og stýrið hægra
megin. Gamlir, yfirfullir strætis-
vagnar skríða eftir götunum á eftir
stóru aurugu trukkunum og síðan
eru það rússnesku Lödurnar, gaml-
ir Dodge Dart og nýju bílarnir, fjór-
hjóladrifnir Land Cruiser, far-
artæki hjálparstofnanafólksins.
„Útlendingarnir eru kurteisir
ökumenn en ekki þeir, sem búa
hér,“ segir Nassim. „Þeir eru ekki
einu sinni með ökuskírteini enda
hafa engin ökupróf verið haldin hér
í langan tíma. Þegar þeir telja sig
nógu gamla, þá setjast þeir bara
undir stýri og aka af stað.“
Eilíf umferðarteppa
Það er lítið um hraðakstur í Kab-
úl, heldur eilíf umferðarteppa.
Sumir halda, að þeir komist betur
áfram með því að aka á móti um-
ferðinni og menn eru ekkert að
setja fyrir sig umferðareyjar og
gangstéttar. Gangandi fólk stoppar
líka hvar sem er og ósjaldan endar
það með hávaðarifrildi, hrópum og
köllum og hávaða frá bílflautunum.
„Mitt verk er að koma á lögum og
reglu,“ segir Nassim. „Mér finnst,
að fólk ætti að skilja það.“
Í von um betri tíð
Mohammad Dulla, einn af um-
ferðarlögregluþjónunum, hefur
dottið ofan á snjalla lausn. Hún er
sú að mála hvítt strik eftir götunum
miðjum. Hann og félagar hans eru
búnir að mála á þrjár götur og hann
segist viss um, að fólk muni virða
línuna. Í þeim töluðum orðum er ek-
ið yfir hana nýmálaða og nýjar,
hvítar línur verða til á akbraut-
unum.
„Ég held nú samt, að borgin sé að
vakna. Kannski verður þetta allt
mjög gott á endanum, kannski að
fólk fari þá að aka eftir umferðar-
reglum,“ segir Dulla.
Með kylfuna á
lofti í umferð-
inni í Kabúl
Ljósmynd/Dough Struck
Umferðarlögregluþjónninn Mohammad Dulla við hvítu línuna á milli
akreina. Hann segist viss um, að ökumenn muni læra að virða hana.
Kabúl. Los Angeles Times.
’ Margir gegna mér bara alls ekki.
Svona er nú ástandið
í þessu landi ‘
ÍBÚUM Pelci í Lettlandi mun á
næstunni gefast tækifæri til að sjá
bæjarstjórann sjálfan sópa göturn-
ar en bæjarstjórinn, Gunars Sulcs,
var nýlega dæmdur til 250 klukku-
stunda samfélagsþjónustu. Hafði
Sulcs verið fundinn sekur um að
hafa ekið bifreið undir áhrifum
áfengis í annað skipti á einu ári og
missir hann ökuleyfi sitt, auk þess
sem hann þarf að inna af hendi áð-
urnefnda samfélagsþjónustu.
Ekki er að vísu alveg öruggt að
hlutskipti Sulcs verði að sópa götur
í heimabæ sínum þó að það sé lang-
algengasta verkefni þeirra, sem
dæmdir eru til samfélagsþjónustu.
Þannig háttar nefnilega til að það
er bæjarstjórans að ákveða hvaða
störf þeir skulu inna af hendi, sem
hljóta dóm sem þennan. Það mun
því í reynd falla í verkahring Sulcs
að ákveða eigin refsingu þegar og
ef hann tapar áfrýjun í málinu.
Bæjarstjórinn
sópi göturnar
Riga. AFP.