Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ OWEN Wilson fer með hlutverk Chris Burnett, bandarísks orrustu- flugmanns, sem skotinn er niður yfir Bosníu eftir að hafa tekið myndir af fjöldagröfum. Hann neyðist til að nauðlenda inni á óvinasvæði og berst síðan við að halda sér á lífi meðal óvin- anna á meðan hann bíður björgunar. Gene Hackman leikur yfirmann hans, Reigart, sem þarf að ná honum lifandi út úr Bosníu. Þetta er söguþráður „Behind Enemy Lines“ sem frumsýnd verður í dag. Handritið skrifuðu David Veloz og Zak Pen upp úr sögu James Thomas & Johns Thomas. Framleið- andinn John Davis segir að fyrst og fremst hafi vakað fyrir sér að gera njósnaspennumynd í nútíma búningi. Í bland við tæknibrellur, bardaga og stjórnmál væri mannlega þættinum gert hátt undir höfði til þess að freista þess að reyna að koma því til skila hvaða áhrif nútíma stríðsátök kunna að hafa á menn og konur, sem eru að þjóna landi sínu og þjóð, að sögn leik- stjóra myndarinnar Johns Moores, sem er hér að leikstýra sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Í þessu fælist auð- vitað ákveðin ögrun og áskorun á að- standendur myndarinnar, sem fram- leidd er af Davis Entertainment Company. John Davis segir að Owen Wilson hafi fengið aðalhlutverk myndarinnar eftir þó nokkra yfirlegu og komi mjög á óvart í þessu hlutverki stríðshetju þar sem Wilson er einna best þekktur sem gamanleikari í myndum á borð við Meet the Parents, Bottle Rocket og The Royal Tenenbaums. „Owen veldur svo sannarlega ekki vonbrigð- um í hlutverki Burnetts. Hann hrífur áhorfendur með sér, er mjög skemmtilegur og leikur þar að auki mjög vel. Leikur Owens verður mjög eðlilegur og sannfærandi og minnir gjarnan á þá Jimmy Stewart, Gary Cooper og Steve McQueen þegar þeir voru upp á sitt besta.“ Wilson segist á hinn bóginn sjálfur vera hamingju- samastur með að hafa fengið tækifæri til að leika á móti Gene Hackman, sem lengi hafi verið eins konar fyr- irmynd í bransanum. „Maður ólst upp með myndum eins og „The French Connection“ og „Hoosiers“ með Hackman í aðalhlutverkum,“ segir Wilson, en geta má þess að þeirra samstarfi lauk ekki aldeilis með Behind Enemy Lines, heldur er von á annarri mynd í íslensku kvikmynda- húsin von bráðar þar sem þeir félagar fara með aðalhlutverkin. Það er gam- anmyndin „The Royal Tenenbaums“. Leikarar: Gene Hackman (The French Connection, Unforgiven, Bonnie and Clyde, I Never Sang for my Father, Miss- issippi Burning); Owen Wilson (Zoo- lander, Meet the Parents, Shanghai Noon, Armageddon, Breeakfast of Champions); Joaquim de Almeida (The Mask of Zorro, Desperado, Clear and Present Danger); David Keith (An Officer and a Gentleman, Men of Honor, The Two Jakes); Olek Krupa (Thirteen Days, Home Alone 3, Eraser). Leikstjóri: John Moore. Björgun í Bosníu Owen Wilson í hlutverki Chris Burnett, bandarísks orrustuflugmanns, í kvikmyndinni Behind Enemy Lines. Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna Behind Enemy Lines með Gene Hackman, Owen Wilson, Joaquim de Almeida, David Keith og Olek Krupa. Unglingasálfræðingurinn Nathan Conrad (Douglas) er beðinn um að taka að sér unglingsstúlkuna El- isabeth (Murphy) sem hefur ekki náð sér eftir að hún sá lest keyra yfir pabba sinn fyrir tíu árum. Um leið er dóttur hans Conrad rænt, en það er þá glæpahyski sem vill endi- lega ná sex stafa tölu úr ringlaða hausnum hennar Elisabeth. Og eins gott fyrir sála að veiða tölurnar upp sem fyrst, því hann fær átta klukkustundir til að leysa verkið af hendi, annars verður dóttir hans drepin. Þessi mynd er byggð alveg á spennuformúlunni þótt hún eigi nokkra frumlega punkta. Sagan er áhugaverð og góðir leikarar gera hana sannfærandi. Þannig byrjar myndin nokkuð vel, en það sem hins vegar þjakar hana þegar á líð- ur, eru þó nokkrar fléttugloppur og nokkuð slök spenna. Hvað varð t.d. um hinn áhugaverða geðlækni dr. Sachs? Mann langaði að vita meira um þann mann, og hvað þá örlög hans, en hann bara gufaði upp! Einnig er Jennifer Esposito þarna í hlutverki rannsóknarlöggu, en hennar saga tengist svo lítið að- alsögunni, að bæði er hún óþörf (og hennar auma leikframmistaða!), auk þess sem maður verður svekkt- ur að hennar saga leiðir ekki til neins. Mér fannst samt nokkuð gaman að horfa á þessa mynd, og lét mér annt um fólkið og örlög þess. Eig- inkona Conrad (Famke Janssen) er í óhuggulegri aðstöðu, stelpan er al- gjört krútt, Sachs er furðulegur, Elisabeth áhugaverð, en Conrad er svo fullkominn heimilisfaðir að hann verður svolítið óþolandi. Það herðist á spennunni undir lokin, sérstaklega þar sem uppgjör- ið fer fram á býsna óhuggulegum stað, á Hart Island út fyrir New York sem er ein endalaus fjölda- gröf. Endirinn er samt alltof mikil klisja og „flash-backið“ kórónar hana alveg. Frumleiki í klisjunni KVIKMYNDIR Regnboginn og Smárabíó Leikstj: Gary Fleder. Handrit: Anthony Peckham og Patrick Smith kelly eftir skáldsögu Andrew Klavan. Kvikm.t: Amir M. Mokri. Aðalhlutverk: Michael Dougl- as, Sean Bean, Brittany Murphy, Skye McCole Bartusiak, Famke Janssen, Jennifer Esposito og Oliver Platt. USA 113 mín. 20th Century Fox 2001. DON’T SAY A WORD Hildur Loftsdóttir ROBERT Altman vekur alltaf at- hygli þegar hann sendir frá sér nýj- ar myndir, segir í einni erlendri gagnrýni um myndina Gosford Park, sem frumsýnd verður í Laug- arásbíó í dag og tilnefnd er til sjö Óskarsverðlauna, en Altman er ein- mitt leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur ásamt Bob Balab- an. Frá annars venjubundinni form- úlu, sem Altman hefur skapað sér í gegnum tíðina, víkur hann í tveimur veigamiklum atriðum frá hefð- bundnum stíl sínum. Í þetta sinn kallar hann til breska leikara í stað þekktra Hollywood-stjarna auk þess sem morðgátan í myndinni virðist nú fljótt á litið liggja í augum uppi í stað flókins ráðabruggs þar sem nánast allar persónur geta legið undir grun. Kvikmyndaferill Altmans er orð- inn langur, en hann er fæddur árið 1925 í Kansas í Bandaríkjunum. Meðal leikstjórnarverka hans má m.a. nefna hina geysivinsælu sjón- varpsþætti um MASH auk fjölda kvikmynda á borð við A Perfect Couple, Streamers, Secret Honor, Beyond Therapy, Cookie’s Fortune, Kansas City, The Player og Vincent & Theo. Gosford Park minnir um margt á sögu Agötu Christie um Tíu litla ind- íána þar sem morðgátan sjálf hrífur með sér áhorfendurna, en í þetta sinn gengur Altman aðeins lengra og notar morðgátuna sem tæki til að draga athygli áhorfenda að mann- legum tilfinningum og stéttamis- skiptingu. Eitt af því besta við myndina er hversu vel hún endur- speglar stéttamun og minnir í leið- inni á að oft vilji sú hárfína lína, sem dregin sé á milli húsbænda og hjúa, yfirmanna og undirmanna, víxlast, segir ennfremur í fyrrnefndri gagn- rýni. Sagan snýst um McCordle fjöl- skylduna og gerist upp úr 1930 á ensku sveitasetri þar sem húsráð- endurnir hafa boðið gestum til helg- ardvalar. Húsbóndinn hefur í gegn- um árin skapað sér það orðspor að hafa verið velgjörðarmaður margra vina og ættingja, en þegar á líður dvölina, koma ýmis leyndarmál, sem hafa verið vel falin fram að þessu, fram í dagsljósið. Allar persónur sögunnar, háttsettir sem lægra sett- ir, gætu vel þegið eitthvað af auð- æfum húsbóndans, en spurningin er, hversu langt menn væru tilbúnir til að ganga í þeim efnum. Leikarar: Michael Gambon (Christmas Carol, Boswell for the Defense, High Heels and Low Lifes, Dead on Time); Kristin Scott Thomas (Life as a House, Play, The Horse Whisperer, The English Patient); Camilla Rutherford (Picture Claire, Stardom, Je t’aime John Wayne); Maggie Smith (Harry Potter, The Last September, The First Wifes Club, The Secret Garden); Charles Dance (Dark Blue World, Don’t go breaking my heart, What Rats won’t do); Geraldine Somerville (Harry Potter, Jilting Joe, True Blue, Haunted). Leik- stjóri: Robert Altman. Bob Balaban, Ryan Phillippe og Jeremy Northam í kvikmynd- inni Gosford Park. Morðgáta á sveita- setri Laugarásbíó frumsýnir Gosford Park með Michael Gambon, Kristin Scott Thomas, Camilla Rutherford, Maggie Smith, Charles Dance og Geraldine Somerville. SAGA Alexandres Dumas um Greifann af Monte Cristo er um- fjöllunarefni samnefndrar spennu- myndar, sem Kringlubíó frumsýnir í dag, en Greifinn af Monte Cristo eða The Count of Monte Cristo, eins og hún heitir á frummálinu, er líklega með frægari bókmennta- verkum. Sagan fjallar um heiðar- legan ungan mann að nafni Ed- mond Dantes (Jim Caviezel) sem áformar að giftast hinni fögru Mercedes (Dagmara Dominczyk). Hann varar sig hins vegar ekki á grimmd annarra og svo fer að hans besti vinur, Fernand (Guy Pearce), svíkur hann þar sem hann ætlar sjálfum sér Mercedes. Afleiðingarnar verða þær að Ed- mond er dæmdur í ævilangt fang- elsi. Hann stendur uppi allslaus og unnustan, hin fagra Mercedes, lendir í klóm skúrksins Mondegos (Guy Pearce). Edmond situr lengi í fangelsi á hinni illræmdri fangaeyju Chateau D’If og það líða heil þrett- án ár þangað til honum tekst með aðstoð annars fanga langþráð ætl- unarverk sitt; að flýja og koma fram hefndum, dulbúinn sem hinn leyndardómsfulli og auðugi greifi af Monte Cristo sem jafnvel Mercedes þekkir ekki á ný þegar þau loks hittast eftir langan aðskilnað. Þetta er langt í frá að vera í fyrsta sinn sem sagan um greifann af Monte Cristo lendir á hvíta tjald- inu, en hins vegar fullyrða framleið- endur að hér sé á ferðinni ný nálg- un. „Þessi mynd er frábrugðin öðrum vegna þess að við tökum meira mið af bókinni en áður hefur verið gert auk þess sem við gefum persónunum mun meiri dýpt,“ segir Gary Barber, sem ásamt Roger Birnbaum og Jonathan Glickman stóð að framleiðslu myndarinnar. Kvikmyndahandritið skrifaði Jay Wolpert. Leikstjóri myndarinnar, Kevin Reynolds, er einna þekkt- astur fyrir að hafa leikstýrt kvik- myndinni um Hróa hött auk þess sem hann stóð ásamt Kevin Costn- er að gerð kvikmyndarinnar Wat- erworld. Leikarar: Jim Caviezel (High Crimes, Angel Eyes, Pay it Forward, Frequency, Ride with the Devil); Guy Pearce (Till Human Voices Wake Us, Rules of Engagement, A Slipping-Down Life); Dagmara Dominczyk (Rock Star, They); Richard Harris (Gladiator, Patr- iot Games, Unforgiven, The Bible). Leikstjóri: Kevin Reynolds. Svikinn og sviptur frelsi Dagmara Dominczyk, James Caviezel, Henry Cavill og Luis Guzmán í kvikmyndinni Greif- inn af Monte Cristo. Kringlubíó frumsýnir kvikmyndina Greifinn af Monte Cristo með Jim Cav- iezel, Guy Pearce, Richard Harris og Dagmara Dominczyk. SPY GAME byrjar með tilþrifum, loforðum um æsispennandi afþrey- ingu af gamla skólanum. Við fylgj- umst með mislukkaðri flóttatilraun manns, sem síðar reynist vera leyni- þjónustumaðurinn Tom Bishop (Brad Pitt), úr kínversku fangelsi. Sögunni víkur til höfuðstöðva CIA, Bandarísku leyniþjónustunnar. Verið er að pumpa gamlan og marg- reyndan starfsmann hennar, Nat- han Muir (Robert Redford), um samstarf hans og persónuleg kynni af Bishop. Myndin gerist uppúr 1990, verið er að koma á stjórnmála- og viðskiptasamböndum á milli Kína og Bandaríkjanna, mál Bishops er óþægilegur ljár í þúfu, Kínverjar vita að hann er leyniþjónustumaður og mikilir hagsmunir í húfi. Muir er á sínum síðasta vinnudegi fyrir þjónustuna og gerir sér grein fyrir að líf Bishops hangir á bláþræði. CIA er að finna veikan blett á ferli Bishops, hann er greinilega ekki ómissandi. Þótt andað hafi köldu á milli mannana tveggja síðustu árin, eru gömlu vináttuböndin sterkari, Muir nýtir alla sína kunnáttu til að bjarga Bishop frá aftöku í Kína, og hefur til þess sólarhring. Vönduð afþreying og áferðarfal- leg fyrir augað, gerist nú að mestu í afturhvörfum. Hefjast á því er Muir nýtur fyrst aðstoðar Bishops við af- töku á tímum Víetnam-stríðsins. Síðan þjálfar hann Bishop og að- stoðar við að ganga í leyniþjón- ustuna. Þeir eru samstarfsmenn á tímum kalda stríðsins í Berlín og Líbanon. Þar kynnist Bishop hjúkr- unarfræðing sem Muir hefur illan bifur á og verður ástasambandið til vinslita þeirra. Þessari sömu stúlku er Bishop að reyna að bjarga úr höndum Kínverjanna. Siðferðilegi þátturinn í uppgjöri Muirs við fortíðina er einsog flest annað í Spy Game, rétt á yfirborð- inu. Sagan er grunn og síknt og heil- agt slitin í sundur af endurhvörfum, persónuleg sambönd ná aldrei að festa rætur: Mannlegi þátturinn týnist mikið til í e.k. kattar- og mús- leikaðferðum Muir við drjólana á stofnuninni, í frásganarmáta Tonys Scott sem hefur, sem fyrr, mestan áhuga á skörpum fókus, flottum sjónarhornum og hávaðasömum fyrirgangi. Þannig er ástarævintýri Bishops og hjúkrunarfræðingsins (sem e.t.v. er njósnari), fljótfærnis- legt og innantómt. Því miður er það sem á að vera kjarni málsins, tengsl lærimeistarans og nemandans sem síðan verða nánir samstarfsmenn og vinir, á sömu lund, grípa mann vett- lingatökum. Annað talsvert pirrandi eftir því sem á líður, er sú staðreynd að þrátt fyrir að Spy Game gerist á heilum 25 árum líta persónurnar ætíð eins út. Redford jafnhálfsjö- tugur í upphafi sem í enda mynd- arinnar (ekkert að reyna að fela ald- urinn, sem betur fer), en Pitt alltaf jafnstrákslegur. Maður minnist samvinnu þessara höfðingja í The River Runs Through It, með ósvik- inni virðingu, þessi fyrnist fljótt þrátt fyrir fagmannlegt yfirbragð. Vopnabræður Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Leikstjóri: Tony Scott. Handritshöfundur: Michael Frost Beckner. Kvikmyndatöku- stjóri: Dan Midel. Tónlist: Harry Gregson- Williams. Klipping Christian Wagner. Að- alleikendur: Robert Redford, Brad Pitt, Catherine McCormack, Stephen Dikk- ane, Larry Briggman, Marianne Jean- Babtiste. Sýningartími 115 mín. Banda- ríkin. Universal 2001. SPY GAME (NJÓSNALEIKIR)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.