Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LOKIÐ er tengingu hitaveitu við 6 býli af 7 en hitaveitan Kolviðarnes sf. var stofnað 1999 af eigendum 7 jarða í Eyjahreppi hinum forna. Snemma í maí 2001 var borað eftir heitu vatni í landi Kolviðarness. Skáborað var í hitasprungu sem liggur eftir göml- um vatnsbotni og var áformað að skera sprunguna í um 260 m dýpi. Það gekk eftir og gaf holan greini- lega verulegt vatnsmagn sem var um 60 gr. Þar sem uppstreymi úr sprungunni var um 69 gr. var ákveð- ið að bora 45 gr. skáholu og skera sprunguna í um 56 m dýpi. Sú hola er notuð nú og gefur um 65 gráðu heitt vatn með 1 m niðurdrætti þegar dælt er um 4 seklr. Reiknað er með að dýpri holan muni hitna með dælingu og verður hún prufudæld næsta sumar. Lokið er lagningu veitunnar sem er um 12 km löng. Það verk önn- uðust þrír félaganna. Heildarkostn- aður við borun og lagningu er um 21.000.000 og skiptist stofnkostnað- ur og rekstrarkostnaður jafnt milli félaga (lögbýla). Við hönnun veitunn- ar er gert ráð fyrir að hvert lögbýli fái sem svarar 30 kw orku og eru margar hugmyndir á lofti um nýt- ingu orkunnar en aðstaða býlanna er mjög misjöfn til þess nú. Rafmagn til dælingar veitunnar er áætlað um 5,5 til 6,5 kw þegar hún verður komin í fullan rekstur. Innan veitunnar eru 5 íbúðarhús sem notið hafa niður- greidds rafmagns til húshitunar. Undanfarin ár hefur hver hitaveit- an á fætur annarri fengið sem stofn- styrk 5 ára niðurgreiðslur frá við- skiptaráðuneytinu. Að sögn Höllu Guðmundsdóttur oddvita sótti Kol- viðarnes sf. um þetta, en þrátt fyrir ítrekaðar umsóknir, símtöl og eftir- grennslan er engin hreyfing á mál- inu í ráðuneytinu og bréfum ekki svarað. Finnst henni að umsóknar- ferlið og afgreiðsla þessara stofn- styrkja sé með fádæmum, en vænt- anlega yrði styrkurinn að fara í gegnum sveitarfélagið til sameignar- félagsins. Búið að tengja síðasta bæinn Eyja- og Miklaholtshreppur STOFNFUNDUR félags áhuga- manna um sauðfjársetur á Strönd- um var haldinn í félagsheimilinu Sævangi í Kirkjubólshreppi sunnu- daginn 10. þessa mánaðar. „Ég er bjartsýnn á að þetta gangi upp og menn virðast taka vel í verkefnið,“ sagði Jón Jónsson á Kirkjubóli, einn forgöngumanna um stofnun sauðfjársetursins en þrjátíu manns gengu í félagið á fundinum. „Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða ætlar að aðstoða okkur við undirbúning og áætlanagerð fyrir heilsársvinnustað sem við vonum að geti orðið í framtíð- inni.“ Hlutverk sauðfjársetursins er meðal annars að skapa atvinnu á svæðinu og treysta byggð, styrkja menningarlíf og mannlíf, auk þess að vinna markvisst að jákvæðri kynningu á sauðfjárbúskap. Þá verði félaginu heimilt að hafa samstarf við einstaklinga, fyr- irtæki, félög, stofn- anir, sveitarfélög og ríki. Nokkrir aðilar hafa nú þegar ákveðið að styrkja starfsemina, þar á meðal eru land- búnaðarráðuneytið, héraðsnefnd Stranda- sýslu og Kirkjubóls- hreppur. Anna Karlsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, hélt erindi og vakti meðal annars athygli á því að vax- andi áhugi væri á menningar- tengdri ferðaþjónustu og að upp- bygging menntunar í dreifbýli væri mik- ilvæg. Stjórn félagsins skipa: Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Kirkjubóli, formaður og meðstjórnendur eru Matthías Lýðsson, bóndi í Húsavík, og Sverrir Guðbrandsson á Hólmavík. Stefnt er að því að opna sýningu um sauðfjárbúskap fyrr og nú um miðjan júní næstkomandi og er áætlað að hafa sýn- inguna opna að sumrinu. „Við höf- um fengið Sævang til afnota fyrir sýninguna næstu fimm sumur en félagsheimilið er lítið nýtt á þeim tíma árs,“ sagði Jón. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsd. Fjölmenni var á stofnfundinum um sauðfjársetur í félagsheimilinu Sævangi á sunnudaginn. Matthías Lýðsson Stofnfundur um sauðfjársetur Strandir ELDUR kviknaði í steikingarpotti í íbúðarhúsi við Búhamar 68 í Vest- mannaeyjum í hádeginu á miðviku- dag. Að sögn lögreglunnar í Eyjum mun húsmóðirin á heimilinu hafa verið að hita feiti í potti og brugðið sér aðeins frá. Hún heyrði síðan brothljóð þegar eldhúsglugginn brotnaði vegna hita og var þá eldur búinn að læsa sig í innréttingar í eld- húsinu. Húsmóðirin reyni að ráða niðurlögum eldsins en brenndist við það á höndum. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðisin voru meiðsli konunnar ekki mjög alvarleg. Vegfarendur og nágrannar komu með garðslöngu og náðu að halda eldinum nokkuð í skefjum þar til slökkvilið Vestmannaeyja kom á staðinn. Það tók slökkviliðið skamm- an tíma að ráða niðurlögum eldsins. Að sögn lögreglunnar voru tölu- verðar skemmdir af eldi í eldhúsinu og einnig skemmdist íbúðin töluvert að sóti og reyk. Eldur í steikingar- potti Vestmannaeyjar VERIÐ er að byggja nýtt hús við sundlaugina í Laugargerði, en það gamla var komið til ára sinna og úr sér gengið. Nýja húsið er 77,3 ferm. og er teiknað af Hönnun hf., en verktakafyrirtækið Akur sér um byggingarframkvæmdir. Þegar fréttaritara bar að garði var verið að steypa gólfin og yfir ,,tímahylki“ sem látið var í grunninn. Í tíma- hylkinu eru ýmsir hlutir sem nem- endur og kennarar Laugargerðis- skóla hafa látið í það, m.a. skrif, bæði nafnlaus og undir nafni, um það sem efst er á baugi núna, ásamt fréttabréfum skólans. Hug- myndin er að grafa hylkið upp á 100 ára afmæli skólans, sem verður árið 2065. Hins vegar á nýbygg- ingin að vera tilbúin í lok mars og geta þá nemendur Laugargerðis- skóla sem og aðrir íbúar í sveitinni farið að stunda sund á ný. Morgunblaðið/Guðrún Vala Nýja sundlaugarhúsið í smíðum. Nýbygg- ing við sundlaug Eyja- og Miklaholtshreppur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.