Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku Raggi minn. Það er sárt að
hugsa til þess að þú sért ekki meðal
okkar lengur. Þriðjudaginn 12. febr-
úar hefðir þú átt 27 ára afmæli. Guð
hlýtur að hafa þurft mikið á þér að
halda fyrst hann tók þig núna eftir
alla erfiðleikana sem þú hefur þurft
að kljást við á þinni stuttu ævi. Þú
getur ekki trúað því hvað þú gerðir
mig stolta, allur þessi kraftur og
ákveðni í að ná sér að fullu. Líklega
átti líka litli strákurinn þinn hann
Daníel Freyr – ljósið í lífi þínu – mik-
inn þátt í því.
Ekki má heldur gleyma ömmu og
afa, sem vildu allt fyrir þig gera. Það
eina sem ég get gert þessa dagana er
að rifja upp allar gömlu minningarn-
ar okkar saman og koma þá einna
helst upp í hugann sumarbústaða-
ferðirnar með ömmu og afa, það voru
skemmtilegir tímar.
Það var svo í fyrsta skipti í dálítinn
tíma sem þú talaðir við mig í jólaboð-
inu hjá Gilla frænda 25. desember sl.
Þú spurðir mig hvernig gengi í skól-
anum og í vinnunni og við spjölluðum
örlítið. En því miður var það í síðasta
skipti, ég mun hvorki sjá þig, heyra
rödd þína né spjalla við þig aftur því
núna ertu farinn frá okkur. Það eina
sem ég veit fyrir víst er að núna
muntu hitta pabba þinn aftur í fyrsta
skipti í langan tíma, því hann var rétt
eins og þú tekinn frá okkur mjög
snögglega.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
RAGNAR
JÓNSSON
✝ Ragnar Jónssonfæddist í Reykja-
vík 12. febrúar 1975.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 10. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Jón Sævar
Arnórsson, f. á Siglu-
firði 5. ágúst 1947, d.
28. febrúar 1994, og
Berghildur Gísla-
dóttir, f. á Hóli í
Ólafsfirði 28. desem-
ber 1954. Systir
Ragnars er Aðal-
heiður Jónsdóttir, f. í
Reykjavík 22. júní 1973. Börn
hennar eru Fanney Björk og Jón
Sævar. Ragnar lætur eftir sig son-
inn Daníel Frey, f. 14. mars 1996.
Útför Ragnars fer fram frá
Fíladelfíukirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku frændi, ég
mun sakna þín mikið og
aldrei gleyma þér.
Ég bið að heilsa Jóni
pabba þínum og ég vil
bara að þið munið eftir
því að hugsa til okkar,
alltaf.
Samúðarkveðjur til
Beggu, Heiðu, ömmu,
afa og annarra að-
standenda, megi Guð
styrkja ykkur á þess-
um erfiðu tímum.
Sofðu rótt, elsku
Raggi minn.
Þín frænka
Eva Karen Axelsdóttir.
Elsku Raggi frændi, nú hefur þú
yfirgefið þennan heim og hvílir hjá
eilífum og algóðum Guði. Lát þitt var
algjörlega óvænt og óskiljanlegt. En
þitt unga hjarta gaf sig fyrir ein-
hverjar sakir og því verða fjölskylda
þín og ungur sonur að kveðja þig nú í
blóma lífs. Allt lék í lyndi, mikið erf-
iðleikatímabil að baki og framtíðin
blasti loks við björt og full af fyr-
irheitum.
Þú varst alltaf hrókur alls fagn-
aðar og áttir auðvelt með að vinna
hug og hjörtu þeirra sem voru svo
heppnir að fá að umgangast þig. Þú
varst fljótur að tileinka þér nýjan
lærdóm og hafðir vakandi gáfur sem
fóru vel með þeirri kímnigáfu sem
fylgdi persónu þinni. En þín verður
fyrst og fremst minnst sem drengs
og ungs manns sem var einstaklega
hlýr og innilegur.
En ég mun líka minnast þín sem
besta æskuvinar og stóra frænda, þó
aðeins ár hafi skilið á milli. Stund-
unum, dögunum og heilu helgunum
sem við áttum saman var eytt í leik
og gaman sem mátti helst aldrei
enda. Í huga mínum varstu stóri
frændi af því að ekki þurfti að óttast
neitt ef þú varst með í för. Því af
kjark og hugrekki til að passa veik-
byggðan frænda var nóg.
Við upprifjun æskudaga kemur
upp í hugann hversdagslegt atvik
okkar á milli. Fyrir slysni skemmdi
ég eitt af þínum leikföngum en við-
urkenndi sektina skömmustulegur
og bjóst við hinu versta. Það var þó
óþarfi því þú tókst í öxl mína, horfðir
á mig og sagðir blíður: Þetta er allt í
lagi – þú ert frændi minn. En slíkt
var eðli þitt alveg frá upphafi. Alltaf
hlýr og fljótur að fyrirgefa.
Þegar við hittumst skömmu fyrir
andlátið varstu í fullu fjöri, byrjaður
í skóla og búinn að vinna þig útúr
miklum erfiðleikum með hjálp Jesú
Krists og fólksins hjá Samhjálp.
Heiða systir þín var með í för og
ljómaði af stolti. Við ákváðum að
reyna að hittast og ég hlakkaði svo
til að endurnýja vinskapinn við einn
af bestu vinum lífs míns. Því miður
verður það ekki strax.
Það eitt gefur huggun að vita þig í
örmum Jesú Krists í Himnaríki –
þínum réttu og sönnu sálarheim-
kynnum.
Elsku Begga, Daníel Freyr,
Heiða, Dídí og Gísli sem og aðrir að-
standendur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð. Megi Guð Almáttug-
ur umvefja ykkur kærleik sínum á
þessari erfiðu stundu.
Daníel Adam Sigmundsson.
Elsku Raggi minn. Það er svo erf-
itt að tjá sig á svona stundu og margt
sem mig langar að segja, enda
þekktumst við í mörg ár. Ég sá þig
síðast á fimmtudeginum fyrir andlát
þitt og við spjölluðum um daginn og
veginn. Á mánudag frétti ég svo að
þú værir látinn, farinn á vit nýrra
ævintýra. Það streymdu fram marg-
ar minningar, bæði góðar og erfiðar.
Minningar sem ég mun ávallt varð-
veita í mínu hjarta. Það er sárt að
vita að ég mun ekki sjá þig aftur og
geta tekið utan um þig eins og ég
gerði oft. En ég veit að þér líður vel
þar sem þú ert og hefur fundið frið
hjá Guði og pabba þínum.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Megi Guð blessa og varðveita fjöl-
skyldu þína og son þinn, hann Daníel
Frey, á þessum erfiðu stundum.
Þín vinkona,
Sigríður (Sigga).
Elsku Raggi, það er sárt og biturt
að þú skulir hafa verið tekinn burt úr
þessum heimi á besta aldri. En við
ráðum ekki hvenær það sem er okk-
ur mannfólkinu æðra tekur okkur til
sín. Þú lifðir hratt en náðir trú á Jesú
Krist og ég trúi að þú sért í ljósi með
honum. Ég vildi óska að ég hefði
fengið að hafa þig lengur, en ég á
góðar minningar þann stutta tíma
sem við áttum saman og þann tíma
verð ég ævinlega þakklát fyrir og að
hafa fengið að kynnast þér elsku vin-
ur.
Uppspretta kærleikans
er í dýpstu fylgsnum vorum
og við getum hjálpað öðrum
að njóta hennar.
Eitt orð, ein gjörð eða ein hugsun
getur dregið úr
þjáningum mannsins og
fært honum fögnuð.
(Thich Nhat Hanh.)
Þín vinkona að eilífu,
Ragnhildur Birna.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Ragnars Jónssonar. Ég
kynntist Ragnari á síðasta ári, er
hann kom til okkar og þáði stuðning.
Ragnar var þannig drengur að þegar
maður sá hann fyrst þá tók maður
eftir honum, hann rann ekki saman
við fjöldann eins og gerist með
marga. Það var eitthvert blik í aug-
unum, ef til vill var það vonarneisti
eða lífsgleði sem stöðugt leitaðist við
að brjótast upp á yfirborðið. Eitt er
víst, ávallt var stutt í brosið og já-
kvæðnin sem blundaði við fyrstu
kynni, braust fljótt út og tók sér
stöðu á bak við brosið.
Það var gaman að fylgjast með
Ragnari og átökum hans við sjálfan
sig, eins sárt og það getur verið að
sjá menn takast á við sjálfa sig og
gefast upp var það gleðilegt að fylgj-
ast með framförum Ragnars. Ekki
auðveld glíma, enda hefur margur
eldri og reyndari gefist upp af minna
tilefni en hann var ákveðinn, ,,ég
skal“. Og það var honum að takast
með stuðningi Frelsarans, því hann
hafði gefið Jesú Kristi hjarta sitt og
beðið hann um að leiða sig í gegnum
lífið, ekki til þess að hann gæti losnað
undan ábyrgð, heldur til þess að
hjálpa honum í gegnum erfiðustu
kaflana, hjálpa honum að ná bata og
þroska.
Fyrir aðeins rétt um tveim mán-
uðum sátum við og ræddum fram-
tíðaráform hans. Meðal þess sem
kom fram í því spjalli var áhugi hans
á líkamsrækt en hann var áhuga-
samur í þeirri iðkun og lýsti yfir
áhuga á að starfa á þeim vettvangi
og þá sem einkaþjálfari. Einnig lýsti
hann áhuga sínum á náttúru
landsins og því að hann gæti hugsað
sér að starfa sem leiðsögumaður,
jafnvel við garðyrkju. Við ræddum
hvað þyrfti til og ákváðum að setjast
síðar niður og gera áætlun til þess að
ná einhverju af þessum markmiðum,
af því verður því miður aldrei.
Ragnar hafði mikinn áhuga og
vilja til að sigrast á bölinu sem hafði
leikið hann grátt og hefur því miður
lagt margan manninn að velli. Hann
hafði unnið áfangasigra í þeirri bar-
áttu enda vissi hann hvað var í húfi,
ekki aðeins hann sjálfur, heldur átti
hann fjölskyldu sem honum þótti af-
ar vænt um og lítinn dreng sem hann
vissi og ræddi um að ef hann ætti að
vera honum faðir, þá yrði hann að
sigra. Allt þetta blés honum anda og
krafti í brjóst og ótrauður hélt hann
áfram, einn dag í einu, eitt skref í
einu, byrjaði í skóla, tók gott próf,
framför.
Það er sárt að horfa á eftir góðum
dreng í blóma lífsins kveðja þennan
heim, dreng sem staðráðinn var í að
takast á við lífið og standa sig. Það er
huggun harmi gegn að vita að hann
hafði játast Jesú Kristi og vita að
hann hefur gengið inn í faðm frels-
arans og fengið að heyra þessi orð:
,,Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu
varst þú trúr, yfir mikið mun ég setja
þig, gakk inn til fagnaðar herra
þíns.“
Ég bið algóðan Guð um að styrkja
og hugga son, móður, fóstra, systur
og aðstandendur alla og votta þeim
mína dýpstu samúð.
,,Vertu sæll, Raggi minn, þú stóðst
þig vel!“ Fyrir hönd allra samhjálp-
arvina,
Heiðar Guðnason.
Haustin eru oft fallegasti tími árs-
ins og eins og einhver eftirvænting
liggi í loftinu; allt sem framundan er
verði alveg sérstakt. Það var á slíku
haustkvöldi sem ég kom heim og
dökkhærður piltur með blíðlegan
svip sat við eldhúsborðið og heilsaði
mér brosandi, ég vissi strax að þetta
var Raggi.
Heimsóknir Ragga áttu eftir að
verða miklu fleiri og var hann nær
daglegur gestur upp frá þessu og
tókst kær vinátta með honum og syni
mínum. Nýr kafli var framundan og
ætluðu þeir að standa saman og
styðja hvor annan. Raggi var bjart-
sýnn á framtíðina og ákveðinn að
hefja nýtt líf, líf með Kristi. Á kvöld-
in sátu þeir gjarnan og lásu saman
Biblíuna. Eitt sinn kom niðurdýfa og
við ræddum um þunglyndið sem
hafði skotið upp kollinum, Raggi
sagðist þá minna sig á hvernig sér
hefði liðið þegar hann var í ruglinu
og þetta væri ekkert á við það. Ég
sagði honum að nú gæti leiðin aðeins
orðið upp á við, hann brosti og sagði
„einmitt“.
Við hjónin vorum afar þakklát fyr-
ir þennan dreng, hann bauð af sér
góðan þokka, var hlýr í viðmóti og
barngóður.
Þeir félagar stunduðu líkamsrækt
af kappi og hafði Raggi orð á því að
það gengi ekki nógu hratt fyrir sig að
byggja upp vöðva og ákváðu þeir því
nokkrum dögum áður en Raggi
kvaddi að fjárfesta í sameiningu í
einhvers konar næringardufti sem
átti að koma að góðu gagni, var svo
blandað af mikilli nákvæmni.
Einn daginn kom Raggi með lítinn
snáða sér við hönd og sagði mér
stoltur að þetta væri Danni sonur
sinn. Ég hafði á orði að hann hefði
getað sleppt því að kynna hann sem
son sinn, svo sterklíkir voru þeir.
Hann ætlaði að verða duglegri að
sinna Danna í framtíðinni. Það var
erfitt að fá fréttir af því að Raggi
væri farinn og einmitt þegar allt virt-
ist svo bjart framundan, en við vitum
víst fæst hvenær kallið kemur.
Stundum langaði mig til að segja
honum hvað mér fyndist hann frá-
bær, klappa honum á öxlina eða taka
utan um hann, en gerði það aldrei.
Því langar mig að segja: Þið, sem
enn hafið ástvini ykkar hjá ykkur,
látið ekki hjá líða að segja fallegu
orðin sem koma upp í hugann, taka
hvert utan um annað, styrkja, upp-
örva og hrósa, á morgun gæti það
verið of seint.
Ragga var mjög hlýtt til móður
sinnar og systur og þeim votta ég
mína dýpstu samúð og þér elsku
Danni minn. Guð blessi ykkur.
Ég veit að nú er Raggi kominn
heim, „því hver sem á Hann trúir
glatast ekki heldur hefur eilíft líf“.
Björk Högnadóttir.
-
,
;0;
.! %% A 2 B@
(
)
+,
1
!
,
"#,
8$$
"$% $ %% % 9 ( . *$ *$
%% ## "$% *$
# %% %%2( %
. *$ $%"$% % % $ C *$
$ %%'$"$% % D % %*
=%
#"$% *$ ." A $ %% %4
<9
66 : 2 (
#$#
!
"#
8$$
: % ("$% *$
(=%<! *$
%% <! *$ 5%%($ %
2 % 23%(2 % 2 % 23%4
(
/
;)
=% /( CC
! * /( %
9
3
"
* +
/.3.
0 (%= %* %
% %*0 (%= %
*$ ) % 0 (%= %
("3 #A*4
.)-
6 / #
"$
!
5 )
!,
"$
-.+
' %% %4