Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ U pplýst hefur verið að í stærðfræðiskor Háskóla Íslands hafi sá atburður gerst síðastliðið haust að prófessor við skorina hafi látið stúlkur sem hann kenndi fá léttari dæmi að glíma við en pilta. Ef marka má fréttir undu nemendur þessu illa og kvörtuðu við skor- arformann, enda væri ekki til- hlýðilegt að stúlkur fengju sérkjör af þessu tagi. Eftir formanni félags nemenda hefur verið haft að kenn- arinn sé eldri maður sem ef til vill viti bara ekki betur. Og þetta er líklega bara alveg laukrétt hjá formanni nemend- anna, maðurinn veit sennilega ekki betur. Enda ekki hlaupið að því fyrir „eldri mann“ að átta sig á því hvað má og hvað ekki. Það gæti jafnvel hent yngri menn að sjá ekki greini- legan mun á því hvað leyfist og hvað ekki þegar kemur að mis- munun fólks eftir kynferði nú á tímum. Stjórnmálabarátta er til að mynda þannig háð að óhætt er að segja að nokkrum ruglingi geti valdið. Um þessar mundir eru stjórnmálaflokkar að raða upp framboðslistum sínum fyrir sveit- arstjórnarkosningar í vor og hafa prófkjör verið áberandi að und- anförnu. Þá gerist það að eitthvert fyrirbæri sem heitir „ráðherraskip- uð nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum“ fer að gera sig breitt á auglýsingamarkaði og rekur þar mikinn áróður fyrir því að konur séu valdar á framboðslista. Varla þarf að koma á óvart að þeir sem fylgst hafa með þessari þátttöku ríkisins í kosningabaráttu kven- kyns frambjóðenda í prófkjörum eigi í nokkrum vanda með að sjá að ekki sé við hæfi að létta konum lífið með ýmsu móti, til dæmis með létt- ari stærðfræðidæmum. Stærðfræðiprófessor, eða bara hver sem er, gæti til að mynda hugsað með sér að frekar ætti að létta konum lífið í stærðfræðiskor en stjórnmálum vegna þess að í stærðfræðiskorinni kemur það ekki beint niður á einum þótt öðr- um sé gert námið léttara. Í stjórn- málum vill hins vegar þannig til að takmarkað rými er á framboðs- listum flokka og takmarkaður fjöldi fær kosningu. Þannig er beint samhengi á milli þess hve margar konur og hve margir karlar eru á framboðslistum. Ef auglýs- ingar ráðherraskipaðrar nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórn- málum verða til þess að fjölga kon- um í kjörnum embættum verða þær um leið til að fækka körlum. Nú er út af fyrir sig ekkert við það að athuga að konum fjölgi í kjörnum embættum og til eru kjörnir fulltrúar sem mætti að skaðlausu skipta út fyrir ýmsar ágætar konur. Þær konur eiga hins vegar ekki sérstaklega erindi í embættin vegna þess að þær eru konur, heldur vegna þess að þær eru einstaklingar með tiltekna kosti. Ef konum fjölgar í kjörnum embættum vegna þess að ríkið stendur í mikilli auglýsingaherferð gegn því að karlar séu kosnir horfir málið öðruvísi við og ef konum fjölgar í kjörnum embættum af þeim sökum er það verulega að- finnsluvert. Fyrir því eru að minnsta kosti þrjár ástæður og ætti hver um sig að duga til að látið yrði af auglýs- ingaherferðinni. Fyrsta ástæðan er sú að verið er að gera á hlut karla og þótt þeir þyki ekki alltaf nema mátulega fínn pappír nú til dags ættu þeir þó enn að hafa þau sjálf- sögðu réttindi að ríkið vinni ekki sérstaklega gegn þeim. Önnur ástæða er sú að með bar- áttu af þessu tagi er verið að gera lítið úr þeim kvenmönnum sem hugsanlega komast áfram á eigin verðleikum en ekki vegna kynferð- is. Konur sem hafa fleira til brunns að bera en vera konur, og það á væntanlega við um þær flestar, verjast varla þeirri hugsun að þær séu niðurlægðar með slíkum aug- lýsingum ríkisins. Og líklega er það nú einmitt skýringin á því að stúlk- urnar í stærðfræðiskor vildu ekki fá léttari dæmi en piltarnir. Þær reiknuðu út að þær myndu ekki njóta sérstakrar virðingar fyrir að fá léttari dæmi og hið sama hljóta konur sem bjóða sig fram til þings eða sveitarstjórna að gera. Þess vegna er með öllu óskiljanlegt að engin þeirra skuli hafa mótmælt auglýsingunum. Þriðja ástæðan fyrir því að óeðli- legt er að hið opinbera ýti með aug- lýsingaherferð undir fjölgun kvenna í kjörnum embættum er sú að með því eru kjörnir fulltrúar að nota fjármuni almennings í því skyni að hlutast til um hverjir nái kosningu sem kjörnir fulltrúar. Það er hins vegar ekki í þeirra verkahring að skipta sér af því hverjir verða kosnir og óvíst hvar það endar ef þeir komast upp með að fara í áróðursherferðir með ein- um hópi manna og á móti öðrum. Hvað ef þeir telja að einhver annar hópur en konur eigi of fáa fulltrúa á þingi eða í sveit- arstjórnum, eiga þeir þá að auglýsa grimmt með þeim hópi til að ná fram þeirri dreifingu sem þeir álíta heppilega? Hvað yrði til dæmis sagt ef ráðherraskipuð nefnd um aukinn hlut Grafarvogsbúa í stjórnmálum auglýsti sérstaklega fyrir prófkjör og mælti með því að Grafarvogsbúar yrðu kosnir og öðrum þar með hafnað? Eða ef þeim sem dettur í hug að lækka skatta á suma landsmenn en ekki aðra dytti næst í hug að fara út í að- gerðir sem auðvelduðu þeim að ná kjöri til Alþingis? Ja, þetta var nú ekki mjög gott dæmi enda hafa þær aðgerðir víst tíðkast lengi. Svo vikið sé aftur að stærð- fræðináminu þarf enginn að furða sig á að prófessorinn hafi mis- munað nemendum eftir kyni. Mið- að við afskipti ríkisins af kosn- ingum sætir allt eins furðu að stúlkur við deildina njóti ekki að- stoðar útlærðra stærðfræðinga við lausn prófverkefna. Auglýst gegn körlum Konur sem hafa fleira til brunns að bera en vera konur, og það á vænt- anlega við um þær flestar, verjast varla þeirri hugsun að þær séu niðurlægðar með slíkum auglýsingum ríkisins. VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@ mbl.is UNDANFARIN misseri hafa sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálfarar reynt að ná samningum við Tryggingastofnun rík- isins (TR) um leið- réttingu meðferðar- taxta sinna, með litlum árangri. Raun- gildi taxta sjúkra- þjálfara í dag er ein- ungis 78% af því sem hann var árið 1995. Þetta hafa sjúkra- þjálfarar árangurs- laust reynt að fá leið- rétt, en á sama tíma hefur TR samið um myndarlegar hækkanir til handa öðrum heilbrigðisstéttum. Nú liggur fyrir að verði ekki viðhorfsbreyting hjá TR til samn- inga við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara munu sjúkraþjálfar- ar leiðrétta gjaldskrá sína einhliða. Það hefur í för með sér að sjúk- lingar greiða að fullu fyrir meðferð og þurfa síðan að leita sjálfir eftir endurgreiðslu hjá TR. Þessa leið völdu tannlæknar á sínum tíma þegar þeir náðu ekki samkomulagi við TR með tilheyrandi kostnaði og óþægindum fyrir sjúklinga. Fötluð börn og langveik Börn sem fæðast fötluð eða verða fötluð í kjölfar slysa eða sjúkdóma þurfa oft á mikilli sjúkraþjálfun að halda. Þjálfunin felst í því að auka færni barnanna og aðstoða þau við að viðhalda þeirri getu sem þau hafa. Að auka færni fatlaðra barna felst m.a. í að þjálfa barnið upp í að ganga sjálft, borða og klæða sig. Þetta hljómar einfalt en fyrir fatlað barn getur þetta verið flókið og það þurft á fjölda hjálpartækja að halda til að vera fært um svona sjálfsagða hluti. Algengt er að fötluð börn sem þurfa á sjúkraþjálfun að halda komi í meðferð tvisvar sinnum í hverri viku. Þeir sem þurfa mest á þjálfun- inni að halda koma í rúmlega 100 þjálfun- artíma á ári. Ef þjálfunar nýtur ekki er hætt við að börnin tapi áunninni færni sem erfitt getur verið að ná aftur og kreppur geta myndast hjá spastískum börn- um, sem geta leitt til þess að skurðaðgerða verði þörf. Hjálpar- tækjamál þessa hóps hafa að mestu verið á herðum sjúkraþjálf- ara sem hafa séð um að panta þau, stilla og kenna notk- un þeirra. Þessi þjónusta mun að sjálfsögðu leggjast niður ef sjúkra- þjálfunar nýtur ekki við. Börn með hreyfiþroskavandamál Börnum með hvers kyns hreyfi- þroskavandamál er iðulega vísað í hreyfiþroskamat og þjálfun til sjúkraþjálfara. Þetta eru börn sem geta átt í erfiðleikum með jafn- vægi, samhæfingu, styrk, hlaupa- hraða, snerpu svo fátt eitt sé nefnt. Börnin geta verið dettin, átt í erfiðleikum með að grípa og skoppa bolta. Sum eiga í erfiðleik- um með að hlaupa eða hoppa hvort sem er jafnfætis eða á öðrum fæti. Þetta geta verið börn sem skortir fínhreyfigetu til að framkvæma það sem öðrum þykir sjálfsagt, t.d. að teikna, skrifa, klippa eða hneppa tölum. Börn með hreyfiþroskavandamál eiga það öll sameiginlegt að vera slakari en jafnaldrar sínir á ein- hverjum sviðum hreyfiþroskans og eru því ekki jafnokar félaga sinna í leikjum og íþróttum. Þessum börn- um er hættara við einelti en öðrum og oft henta hópíþróttir þessum börnum illa. Algengast er að börn með hreyfiþroskavandamál komi í þjálfunartörn tvisvar sinnum í viku um nokkurra mánaða skeið og er þeim þá hjálpað að ná tökum á vandamálum sínum. Foreldrar fatlaðra og langveikra barna Foreldrar og forráðamenn barna munu þurfa að leita til skrif- stofu TR eftir endurgreiðslu þjálf- unarkostnaðar barna sinna náist ekki samkomulag við TR á næst- unni. Það verður ekki auðvelt fyrir þessa foreldra, sem hafa nú þegar mun fleiri verkefnum að sinna en foreldrar ófatlaðra barna, að finna tíma til að sinna þessu á vinnutíma sínum. Það er umhugsunarefni að heil- brigðisráðherra, sem er æðsti yf- irmaður TR, hefur gert þjónustu- samning við sjálfseignarstofnun í Reykjavík um barnaþjálfun sem tryggir henni 31–64% hærri greiðslur fyrir hverja meðferð en TR innir af hendi til sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Ég vona að samninganefnd HTR hefji samningaviðræður við sjúkra- þjálfara af alvöru og leysi þessa deilu. Kröfur sjúkraþjálfara eru að meðferðartaxti þeirra verði leið- réttur og laun þeirra hækki í takt við launahækkanir annarra heil- brigðisstétta. Hæfing og endur- hæfing barna í uppnámi Rúnar Marinó Ragnarsson Höfundur er sjálfstætt starfandi barnasjúkraþjálfari. Sjúkraþjálfun Ég vona að samn- inganefnd HTR, segir Rúnar Marinó Ragnarsson, hefji samningaviðræður við sjúkraþjálfara af alvöru og leysi þessa deilu. Í Morgunblaðinu miðvikudaginn 20. febrúar 2002 er grein eftir Jónas Elíasson prófessor með heit- inu: „Breytingar á lögum um umhverfis- mat“. Það er ekki ætl- unin að taka það efni til umræðu hér heldur umfjöllun höfundar um uppblásturshættu út frá Kárahnjúka- virkjun, nánar tiltekið út frá Hálslóni. Í greininni heldur Jónas því fram að „… á þessu svæði er í dag gífurlegur upp- blástur og mikið sandfok þegar veður er óhagstætt“. Hann telur að Hálslón muni ekki breyta þar neinu. Líklega er Jónas hér að tala um fok af leirum norðan við Vatna- jökul vestan Jökulsár á Fjöllum. Þar flæða upptakakvíslar hennar um mikið ógróið flatlendi. Í þurrk- um og sterkum vestanvindum er mikið fínkorna leirfok af þessu svæði. Það er langt frá Hálslóni. En Jónas virðist vera ókunnugur aðstæðum á svæðinu kringum Hálslón. Þar er hvergi áberandi sandfok nú. Landið sem er í hættu vegna virkjunarinnar er á Vestur-Öræf- um, austan Jökulsár á Brú og Hálslóns. Þar er land að mestu gró- ið frá Jökulsá og upp að efri gróðurmörk- um. Þarna er stærsta samfellda gróðurvin á Íslandi í meira en 500 metra hæð yfir sjó. Þetta svæði varð hvorki fyrir ösku frá stórgosi úr Vatnajökli 1477 né Öskjugosinu 1875 og er þess vegna mjög vel gróið. Á Vestur-Öræfum er jarðvegur þykkur og þar eru víðlendir flóar. Þegar gróður drepst undan lóninu verður til þykkur hallandi rofbakki austan við lónið. Í lónstæðinu sem fer á þurrt þegar líður á vetur liggur sandur og leir sem sest til úr jök- ulvatninu. Staðkunnugir menn hafa bent á að frá Vatnajökli og út að Úti- gönguhnaus, skammt innan við Sauðá á Vestur-Öræfum, rennur Jökulsá á Brú á hallalitlu landi á breiðu svæði sem fer undir grunnt lón. Þar fyllist lónstæðið fyrst af sökkvandi framburði á tiltölulega fáum árum. Sá framburður fer á þurrt þegar lækkar í lóninu og verður stöðug uppspretta áfoks. Sandurinn úr lónstæðinu allt innan frá jökli og sandur og mold frá rofbakkanum úti í Hálsi verða vandamálin sem við er að etja á Vestur-Öræfum. Landsvirkjun virðist gera sér glögga grein fyrir hættunni frá rofbakkanum en ekki er ljóst hvort menn þar á bæ hafi séð fyrir þann sand sem hleðst upp á árbökkunum innan frá jökli þar sem lónið verður grunnt og breitt. Vandinn vegna rofhættunnar verður ekki leystur með því að breyta lögum um umhverfismat. Það hefur hins vegar flogið fyrir að það mætti leysa hann með því að byggja Kínamúr á austurbakka lónsins. Uppblástur frá Hálslóni við Kárahnjúkavirkjun Stefán Aðalsteinsson Fok Landið sem er í hættu vegna virkjunarinnar, segir Stefán Aðalsteins- son, er á Vestur-Öræf- um, austan Jökulsár á Brú og Hálslóns. Höfundur er doktor í búvísindum og fyrrverandi framkvæmdastjóri nor- ræns genabanka fyrir búfé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.