Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í fermingarveislu minni fyrir tæpum fjörutíu árum bauð yf- irvélstjórinn mér í mánaðarsiglingu með Selánni. Skólinn var vart úti þegar Lárus stóð á tröpp- unum heima og sagði: „Við siglum eftir tvo daga!“ Auðvitað stóð hann við orð sín. Upp frá þessu tókst með okkur góður kunningsskapur. Í vor sem leið hringdi ég heim til Lárusar og Hrafnhildar frænku minnar og spurði hvort þau vildu koma með til sólarlanda. Í ljós kom að þau höfðu ráðgert ýmislegt hér heima í tilefni merkisafmælis Hebbu og fyrir dyrum stóð einnig útskrift- arafmæli hennar úr Verzlunarskól- anum svo Lalli taldi að því yrði ekki komið við á þessum tímapunkti. And- artaki síðar hringdi hann og sagði að þau vildu slá til og við fórum sex sam- an í ógleymanlega mánaðarferð til Portúgals. Þrátt fyrir kalsaveður í byrjun lét það enginn á sig fá. Við nutum félagsskapar hvert annars, fólksins í hópnum og á öðrum hót- elum. Lalli þekkti greinilega marga. Við ýmist elduðum sjálf og buðum í mat sitt á hvað eða fórum saman eða hvert í sínu lagi út að borða allt eftir því hvað hentaði hverju sinni. Við leigðum okkur stóran bíl og ferðuð- umst vítt og breitt um héraðið, end- anna á milli, keyrðum upp á hæsta hluta Algarve og skruppum meira að segja yfir til Spánar. Farmanninn langaði á Heimsenda. Langaði til að standa í landi og horfa á flutninga- skipin sigla fyrir Sao Vicente-höfða á leið sinni til og frá Miðjarðarhafi. Hann hafði svo oft siglt þarna um og horft á höfðann frá hafi. Staðurinn skartaði sínu fegursta þegar við komum þangað og skyggnið var frá- bært. Í einum sölubásanna við vitann stóð að þar fengi maður síðustu pyls- una á meginlandi Evrópu áleiðis til Ameríku. Ekki gátu æskuvinirnir Lárus og Halldór Geir faðir minn, kempurnar úr Fram, misst af einni einustu beinni útsendingu frá meistara- keppninni í knattspyrnu. Að maður ekki tali um úrslitin í ensku bikar- keppninni þar sem Arsenal, uppá- haldslið Lalla, varð reyndar að lúta í lægra haldi fyrir Liverpool. Til að fylgjast enn betur með keypti Lalli ensku blöðin og las þar allt um knatt- spyrnu á Englandi. Þeir félagarnir helguðu sér sæti á tilteknu veitinga- húsi þar sem hægt var að horfa á alla leikina á breiðtjaldi í beinni. Einu gilti fyrir þá að flestir aðrir í ferðinni flatmöguðu á sama tíma á bekkjum úti í garði og nutu sólar. Lárus talaði þó um það að hann yrði enn glæsi- legri í næstu ferð af því að hann ætl- aði þá að vera búinn að fá sér nýjar stuttbuxur. Gríðarleg væntumþykja skein í gegnum símtölin sem Hebba og Lalli áttu við syni sína, tengdadætur og barnabörn. Þau létu yfirleitt bæði í sér heyra, töluðu ekki lengi en hlóðu einhvern veginn elskulegheitum á sitt fólk. Og reyndar á okkur líka í þessari frábæru utanlandsferð. Fyr- ir það viljum við þakka. Við Framarar höfum misst góðan félaga og keppnismann en sárastur er missir Hrafnhildar og fjölskyld- unnar og vottum við þeim innilega samúð okkar. Lúðvík Thorberg Halldórsson, Jóna Sigríður Þorleifsdóttir. Ungur drengur stendur niðri við Reykjavíkurhöfn um mitt sumar 1962 og horfir í lotningu á skipið sem á að flytja hann til framandi landa. Fyrsta utanlandsferðin er framund- LÁRUS HALLBJÖRNSSON ✝ Lárus Hall-björnsson fædd- ist í Reykjavík 26. ágúst 1929. Hann lést á líknardeild Landakots 9. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 18. febrúar. an í boði Lárusar frænda sem er yfirvél- stjóri á því ágæta skipi Rangá. Í ferðinni sem framundan er veitir hann mér innsýn inn í heim sem mér var með öllu ókunnur fram að þessu, leiddi mig um götur framandi borga og hafa minningarnar frá þeirri ferð verið mér afar minnisstæðar æ síðanog sú umhyggja sem hann sýndi mér þá. Heimssýnin varð önnur eftir þessa ferð. Löngunin til að fara til sjós blund- aði eftir þessa ferð og því lá leiðin til sjós á sautjánda aldursárinu sem há- seti á Selánni en þar var Lárus nú yf- irvélstjóri. Aftur áttum við ánægju- lega samleið um rúmlega árs skeið og enn á ný veitti hann mér föðurlega leiðsögn í nýju starfi. Þetta voru ánægjulegir tímar. Aldrei liðu áramót án þess að farið væri í heimsókn í Hellulandið til Lár- usar og Hebbu móðursystur minnar. Einhvern veginn var það svo að gamlársdagskvöld var aldrei full- komið án þess að koma við heima hjá Lárusi þar sem tekið var á móti manni með gleði og bros á vör. Í veik- indum föður míns var hann ávallt reiðubúinn að leggja fram krafta sína og stuðning. Fyrir það og svo fjöl- margt annað vil ég þakka honum nú. Skömmu fyrir andlát Lárusar átt- um við ánægjulega stund þar sem við fórum yfir liðna tíð og rifjuðum upp ánægjulegar stundir saman. Við mér blasti maður sem fullur æðruleysis gerði sér grein fyrir því að hann væri kominn á leiðarenda í þessu lífi, hann ræddi þetta opinskátt, bar höfuðið hátt, kvaddi mig með bros á vör og bað fyrir kveðju heim. Ekki átti ég þó von á því að tveimur dögum síðar væri hann allur. Nú er komið að leiðarlokum, síð- asta sjóferðin er framundan. Í hug- anum stend ég eins og forðum á hafn- arbakkanum og kveð þig með trega í hjarta því í þessari ferð eigum við ekki samleið. Í huganum koma upp minningar um svo margt sem er þakkarvert og fyrir það þakka ég af heilum hug. Við fjölskyldan þökkum fyrir allar góðu stundirnar gegnum tíðina, vinsamlegt viðmót og vænt- umþykju sem verður okkur ávallt of- arlega í huga. Kæra Hebba frænka, Lauga, börn, tengdabörn og barnabörn, við biðj- um þess af heilum hug að góður Guð veiti ykkur styrk á þessari sorgar- stundu. Blessuð sé minning Lárusar Hallbjörnssonar. Góður drengur er burt genginn. Þórður og Gerða. Margar minningar streyma fram þegar þessa indælismanns er minnst. Lalli eins og við alltaf kölluðum hann var fjölbreytilegur persónuleiki og meðal hans bestu kosta var hjartahlýja og greiðasemi. Hvað það snerti var hann einstakur og geta margir um það vottað. Hann var greindur maður og glöggur og fljótur að greina hafrana frá hisminu. Hann gat verið hrókur alls fagnaðar, en jafnframt hlustaði hann á aðra til þess að einangra ekki bara sínar skoðanir. Ljúft er að minnast þeirra ótal- mörgu stunda sem fjölskyldurnar áttu saman og ófá voru þau gamlárs- kvöld,sem kalkúninn hans Lalla sló í gegn, rjúpurnar og allar sósur sem hann útbjó,voru eins og hjá verð- launachefum. Ég segi ekki að það hafi ekki verið minnst á Fram annað kastið, en eðal-Framari var hann ætíð og reyndar þekktur sem frábær knattspyrnumaður á sínum yngri ár- um. Elsku Hebba mín, þið Lalli voruð ætíð svo samrýnd og voruð reyndar búin að ákveða að njóta vel komandi ára, en enginn ræður sínum ævidegi og síst áttum við hjónin von á því að samveran yrði ekki lengri, þegar seinast glöddumst við saman. Það er þó huggun í harmi að vel verður tekið á móti mætum vini, og honum hjálpað að sætta sig við orð- inn hlut. Megi algóður Guð hugga þig og styrkja, Hebba mín, ásamt fjölskyldu þinni er þið sjáið nú á eftir góðum dreng. Andrea og Ísleifur. Enn eitt skarðið hefur verið höggvið í hóp fyrrverandi starfs- manna skipafélagsins Hafskips, sem sökk í pólitísku fárvirði árið 1985. Lárus Hallbjörnsson vélstjóri er nú látinn, en hann er sá maður sem ef- laust starfaði lengst allra hjá Haf- skip. Hann hóf vélstjórastarf árið 1959 og var í „áhöfn“ skipafélagsins allar götur þar til yfir lauk síðla árs 1985. Lárus byrjaði sem 2. vélstjóri á „gömlu Laxá“ þegar hún var ný og jafnframt fyrsta skip Hafskips og var með Steinari Kristjánssyni skip- stjóra, fyrsta skipstjóra Hafskips sem er enn á lífi, kominn hátt á ní- ræðisaldur. Árið 1962 varð Lárus yf- irvélstjóri á Laxánni. Hann var yf- irvélstjóri á mörgum skipum Hafskips öll árin sem skipafélagið starfaði. Þegar Lárus hætti þar hóf hann störf á rafmagnsverkstæði Eimskips og var þar þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Um Lárus má segja að hann hafi verið glaðsinna maður, félagslyndur, hjálpsamur og vel liðinn. Hann var vinur vina sinna og leit ætíð á sig sem sannan Hafskipsmann. Segja má að skap Lárusar hafi verið líkt Norður- Atlantshafinu sem hann sigldi á í nokkra áratugi, brostið gat á með stórviðri en oftast var það slétt, ljúft og gott. Fyrir utan að vera Hafskips- maður var hann líka Framari af lífi og sál, enda góður knattspyrnumað- ur á yngri árum. Við fyrrverandi samstarfsmenn Lárusar söknum góðs félaga sem gaman var að þekkja og umgangast í leik og starfi. Lárus var sannur sjó- maður og með honum er genginn góður drengur. Hafskipshópurinn sendir fjölskyldu Lárusar samúðar- kveðju á sorgarstundu. Fyrrverandi starfsmenn Hafskips. Góður vinur og skipsfélagi til margra ára hefur kvatt um aldur fram eftir erfið veikindi síðustu mán- uði. Lárus lauk prófi frá rafmagns- deild Vélstjóraskóla Íslands vorið 1956 og þremur árum áður hafði hann lokið iðnnámi frá Vélsmiðjunni Héðni. Að loknu námi sigldi hann sem undirvélstjóri hjá Eimskipafélagi Ís- lands en réð sig síðan á ms. Laxá, fyrsta skip Hafskipa hf., árið 1959 þegar félagið hóf rekstur og starfaði hann þar sem yfirvélstjóri, óslitið, allt til þess tíma að Hafskip hf. hætti starfsemi í lok ársins 1985. Lárus var eini starfsmaður Haf- skipa sem náði að vinna hjá félaginu allan þann tíma sem skipafélagið starfaði. Undirritaður kynntist Lár- usi fyrir nærri fjórum áratugum er ég réði mig í skiprúm, á ms. Rangá, þar sem hann starfaði sem yfirvél- stjóri. Minnist ég þess, þegar ég kom fyrst um borð hvað yfirvélstjórinn var snaggaralegur og léttur á fæti þótt feitlaginn væri. Seinna kom í ljós að Lárus hafði á sínum yngri ár- um verið góður knattspyrnumaður og meðal annars leikið með meistara- flokki Fram. Seinna var hann sæmd- ur gullmerki knattspyrnufélagsins Fram fyrir stuðning sinn við félagið. Við Lárus vorum samskipa í rúm átta ár. Við sigldum saman áfalla- laust „á milli gosa“ því í okkar fyrstu ferð byrjaði Surtsey að gjósa hér suður af landinu og okkar síðasta sjó- ferð saman var ferð til Vestmanna- eyja, við upphaf gossins í Heimaey, til að sækja vörur sem geymdar voru hjá Skipaafgreiðslu Hafskipa í Vest- mannaeyjum. Lárus var mjög indæll og hjálplegur að eðlisfari, léttur í lund, hnyttinn í tilsvörum og því hrókur alls fagnaðar, en það gat líka fokið í hann eins og sagt er og þá gat hann verið illskeyttur og notað heift- ug skammaryrði til að koma skoð- unum sínum almennilega til skila. Lárus var mjög vel liðinn af öllum þeim sem með honum störfuðu eins og kom í ljós þegar hann varð fertug- ur og áhöfnin á ms. Selá færði honum stórt og fallegt málverk að gjöf í þakklætis- og virðingarskyni. Það fór strax vel á með okkur og við áttum margar ánægjulegar stundir saman á þessum árum bæði við vinnu og leik. Þetta var á þeim tíma þegar flutningaskipin komu víða við og menn þoldu að fá sér glas af genever þegar hlé var gert á störf- um og rétt þótti að gera sér glaðan dag. Lárus var mjög farsæll í einkalífi sínu. Hann giftist úrvalskonu, henni Hrafnhildi Þórðardóttur, Hjörleifs- sonar togaraskipstjóra, haustið 1953 og átti með henni þrjá velheppnaða syni sem allir eru komnir með indæl- is fjölskyldur. Lárus var alla tíð mik- ill fjölskyldumaður og hefur fjöl- skylda hans verið mjög samhent og liðsandi góður, svo ég noti hans orð. Á siglingaárunum var ekki ósjald- an að Lalli og Hebba byðu allri áhöfninni ásamt mökum þeirra að koma við á þeirra fallega heimili til að þiggja fordrykk áður en haldið var á sjómannaballið eða aðra skemmtan en með þessu vildi Lalli ná upp góðu stuði og samheldni hjá áhöfninni. Það var alltaf gaman að koma til þeirra, enda bæði tvö höfðingjar heim að sækja. Það var lengi orðatiltæki hjá okkur, ef menn komu í boð þar sem vel var veitt: „Þetta er bara eins og maður sé kominn heim til Lalla og Hebbu.“ Með þessum fátæklegu orðum langar mig að þakka fyrir áralanga vináttu og ánægjulega samfylgd. Kæra Hebba, Þórður, Halldór, Lár- us og fjölskyldur ykkar, Guð styrki ykkur öll í sorg ykkar og söknuði. Minningin um góðan fjölskylduföður lifir. Blessuð sé minning Lárusar Hall- björnssonar. Guðmundur Ásgeirsson. Lárus Hallbjörnsson var Framari frá unga aldri og tók virkan þátt í starfi Knattspyrnufélagsins Fram um langt árabil. Nú er hann fallinn frá og minningar rifjast upp. Í ungdæmi Lárusar var starfsemi hinna rótgrónu knattspyrnufélaga ekki orðin eins umfangsmikil og nú á tímum. Þá var enginn fimmti eða sjötti flokkur til fyrir unga drengi sem leika vildu fótbolta. Þess í stað tóku framtakssamir drengir sig til og stofnuðu svokölluð strákafélög og tvö þeirra tengjast sérstaklega sögu Fram. Það voru félögin Vonin á Njálsgötunni þar sem Sæmundur Gíslason var framarlega í flokki og Örin á Ljósvallagötu og neðst á Ás- vallagötu sem laut forystu Haralds Steinþórssonar. Þess má geta að Sæ- mundur og Haraldur eru nú báðir heiðursfélagar í Knattspyrnufélag- inu Fram. Margir kunnir Framarar voru uppaldir í þessum félögum og bund- ust þar vináttuböndum sem ekki slitnuðu. Lárus var einn þeirra og hóf hann æfingar og keppni í Örinni ungur að aldri, sennilega árið 1938, og varð fljótlega framarlega í flokki í keppni við önnur strákafélög. Síðan lá leiðin yfir í Fram og þaðan varð aldrei aftur snúið. Fyrsti sigur Lár- usar með félögum sínum í Fram var í fjórða flokki þegar þeir sigruðu í Vormótinu 1943. Hann lék síðan í öll- um yngri flokkum félagsins og síðan í meistaraflokki um nokkurra ára skeið, m.a. árið 1950 þegar félagið varð í öðru sæti. Þá lék Ríkharður Jónsson enn með félaginu og urðu þeir Lárus markahæstir á Íslands- mótinu með þrjú mörk hvor – ásamt þremur leikmönnum annarra félaga. Alla tíð eftir að keppnisferlinum lauk var Lárus mjög áhugasamur um allt starf félagsins og hefur raunar öll fjölskyldan átt þar hlut að máli. Hrafnhildur Þórðardóttir eiginkona hans hefur verið styrk stoð Fram- kvenna alla tíð og áhugi og starf sona þeirra hefur ekki farið framhjá nein- um. Lárus var sæmdur gullmerki Knattspyrnufélagsins Fram á 60 ára afmæli félagsins 1968 og það þótti honum vænt um. Enn vænna þótti honum þó um tvær afmælisgjafir sem hann hlaut frá félaginu árin 1979 og 1989. Lárus hélt hátíðlegt fimm- tugsafmæli sitt á laugardegi í lok ágúst 1979 og daginn eftir varð Fram bikarmeistari í knattspyrnu, sigraði Val með einu marki gegn engu. Tíu árum síðar hélt hann upp á sextugs afmælið í Framheimilinu á afmælis- daginn sjálfan og daginn eftir kom afmælisgjöfin, sigur á KR í bikarúr- slitaleik með þremur mörkum gegn einu. Því miður tókst ekki að færa Lárusi slíka gjöf í þriðja sinn árið 1999, en það hefði hann átt skilið! Nú er komið að kveðjustund. Fé- lagar Lárusar Hallbjörnssonar í Knattspyrnufélaginu Fram minnast hans með virðingu og þakklæti fyrir langa og trausta samfylgd. Við vott- um eiginkonu hans og sonum þeirra þremur og ástvinum öllum hjartan- lega samúð okkar. Knattspyrnufélagið Fram, Halldór B. Jónsson. Maðurinn með ljáinn vægir engu og gleymir heldur engum. Um miðj- an dag laugardaginn 9. febrúar s.l. kvaddi þennan heim Lárus Hall- björnsson vélfræðingur, 72 ára að aldri. Banamein hans var krabba- mein. Veikindastríð hans var mjög þungbært og hefur staðið síðan í september síðastliðnum. Alla sem þekktu hann setur hljóða, öllum sem kynntust honum þótti vænt um hann. Vinátta okkar Lalla teygir sig aftur fyrir miðja síðustu öld og á hana féll aldrei skuggi. Við lentum í sama bekk í Iðnskólanum, sem þá var til húsa í Iðnaðarmannahúsinu við Tjörnina. Við vorum báðir við nám í rennismíði. Kynni okkar hófust með eftirfarandi hætti. Það var í kennslu- stund hjá Sigurði Skúlasyni magister að við áttum að skila ritgerð um lýð- veldishátíðina 1944. Hurðin á kennslustofunni opnast og inn kemur Lalli. „Þér komið of seint, Lárus.“ „Já, rétt er það og ég biðst afsökunar á því, en það sem verra er ég gleymdi ritgerðinni heima.“ Þar sem ég var á bíl bauðst ég til að skutla honum heim og sækja ritgerðina. Og það var þegið. Segir nú ekki af ferðinni fyrr en komið var heim til Lalla, þá snýr hann sér að mér og segir: „Fyrir þennan greiða kann ég þér engar þakkir, því ég er ekki byrjaður á rit- gerðinni. Segðu magisternum að ég hafi orðið bílveikur á leiðinni heim og ætli að labba til baka!“ Hann vissi sem var að þá yrði kennslustundin úti. Hann kunni ævinlega einhver ráð. Þar með hófst sjö ára skóla- ganga okkar saman, fyrst fjögur ár í Iðnskólanum og svo þrjú ár í Vél- skóla Íslands. Iðnnám á þessum ár- um og lengi síðan var nánast þræla- hald. Nemarnir voru látnir vinna erfiðustu og óþrifalegustu verkin, nánast kauplausir. Vikulaunin á fyrsta ári samningsins voru rúmar eitthundrað krónur og af hundrað- kallinum greiddu flestir fimmtíukall heim. En þrátt fyrir bágan fjárhag og takmarkað skotsilfur var þó reynt að splæsa í einn og einn sjenever- leirbrúsa fyrir skólaböllin, gjarnar fjórir til fimm saman. Það þóttu mikil hlunnindi að komast í púkk með Lalla. Það tryggði mikið fjör og mik- ið grín það kvöldið á þessum glöðu og góðu skóladögum, sem eins og annað í lífinu liðu allt of fljótt. Lalli var ljós yfirlitum, riðvaxinn alla tíð, en kvik- ur og snar í hreyfingum, léttur í lund og laðaði til sín heiminn með dillandi hlátri og elsku til allra, sem hann um- gekkst. Vægur í dómum, réttsýnn og strangheiðarlegur. Hann unni íþrótt- um allt lífið, en þó mest fótbolta, þar sem hann var meistaraflokksmaður árum saman og bar með stolti gull- merki knattspyrnufélagsins Fram. Það var glaður og bjartsýnn hópur 28 útskriftarnema, sem yfirgaf Vél- skóla Íslands í maímánuði árið 1955 og gekk til starfa út í þjóðfélagið. Eins og vænta mátti biðu hinna ungu vélstjóra æði misjafnar móttökur í þjóðfélaginu. Sumir áttu aðeins stutt líf fyrir höndum, en aðrir lengra. Þessi hópur hefur nú skilað ævistarfi sínu til þjóðfélagsins og sest á frið- arstól. Síðustu misserin höfum við sem eftir erum hist yfir kaffibolla einu sinni í mánuði okkur öllum til óblandinnar ánægju. Stóllinn hans Lalla verður því miður auður á næsta fundi en hann er sá áttundi sem fellur frá. Fyrir hönd okkar tuttugu sem enn bíðum eftir ferjunni sendi ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.