Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Prófkjör Prófkjör eru nú fyrirhuguð til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum sem fram fara hinn 25. maí næstkomandi. Af því tilefni birtir Morgun- blaðið hér greinar frambjóðenda og stuðningsmanna. Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is. Á laugardaginn kemur fer fram próf- kjör Samfylkingarinn- ar í Kópavogi. Kópa- vogsbúum gefst nú kostur á að raða fólki á framboðslista flokksins sem þeim er að skapi og þeir telja að geti unnið málefn- um Kópavogsbæjar gagn. Að undanförnu hafa blasað við stað- reyndir sem færa okkur heim sanninn um að kominn sé tími til að endurnýja í stjórn bæjarmála í Kópavogi. Það dylst engum að mikil framkvæmdagleði hefur ríkt í þessum bæ, sem fyrir fimmtíu árum var ekki annað en hús á stangli, kartöflukofar, óskipulagðar malargötur sem alltof sjaldan voru heflaðar, sandgryfjur, mýrar, móar og holt og hæðir svo langt sem augað eygði. En árið 2002 getur að líta dálítið annan Kópavog og þegar ég hef fengið gesti erlendis frá í heimsókn til mín þá er myndin sem blasir við þeim ekki önnur en einhvers lags úthverfi í höfuðborginni og þeir reka upp stór augu þegar ég segi þeim að þetta sé sjálfstætt sveitar- félag með sína eigin stjórn sem kosin er af íbúunum sjálfum í lýð- ræðislegum kosningum. Já, það er margt skrýtið á ísa köldu landi. En eftir á að hyggja er það einmitt þarna sem hundurinn liggur graf- inn. Því að á stundum er eins og íbúar Kópavogs séu alls ekki með- vitaðir um það að þeir búa í sér- stöku sveitarfélagi og að þeir geti haft áhrif á sitt nánasta umhverfi ef þeir vilja. Á næstu dögum og vikum fá þeir tækifæri til að hafa áhrif á hvernig haldið er á málum hér í Kópavogi með því að raða þeim einstakling- um á framboðslista sem þeim líst best á og mæta síðan á kjörstað þegar bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar fara fram, og greiða atkvæði þeim sem þeir vilja að hafi með höndum stjórn mála hér í Kópavogi næstu fjögur árin. En um hvað er kosið? Er ekki bara ofsalega gott að búa í Kópavogi? Nú verðum við að horfa á bæinn í víðu samhengi. Við verðum að þora að spyrja okkur áleitinna spurninga. Hvernig Kópavog vilj- um við? Er ekki kominn tími til að huga að því að taka til í eigin ranni? Kópavogur er kominn á landakortið. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það. Stórhuga framkvæmdir og ör uppbygging er það eina sem menn vilja tala um þessa dagana. Róm var líka fögur á að líta og Rómverjar voru dug- legir að byggja en innan valda- stéttarinnar og meðal aðalsins þreifst spilling og græðgi sem aldrei fyrr. Merkilegt til þess að hugsa að kristin kirkja skyldi ein- mitt stofnuð við slíkar aðstæður og þeir sem vildu hefja gildi kærleik- ans og jafnréttis til vegs og virð- ingar voru ofsóttir af valdhöfunum og varpað fyrir ljón. En það dugði samt ekki til. Fagnaðarererindið náði samt eyrum manna. Á þessum tímamótum trúi ég því einmitt að jafnréttishugsjónin, virðing fyrir manngildinu og bræðralag kærleikans muni nú eiga upp á pallborðið hjá kjós- endum eftir alltof langa setu meiri- hlutans í valdastólum sem hefur lítið annað gert en að guma af af- rekum sínum, sem minna sum hver á „rjómatertur“ Stalíns í Moskvuborg. Við megum ekki gleyma okkur í framkvæmda- gleðinni og fjarlægjast það sem skiptir raun- verulegu máli. Horn- stein þjóðfélagsins. Fjölskylduna. Börnin okkar. Það besta sem sveitarfélagið getur gert fyrir íbúa sína er að bjóða börnunum upp á menntun. Þar á ég við allt niður í leik- skólana, því þar hefst menntunin. Þar byrjar þjálfunin í mannlegri hæfni, tjá- skiptum, virðingu fyrir öðrum og að byggja upp góða sjálfsmynd. Við þurfum líka að hlúa að um- hverfinu og gera það vistvænt. Til- hneigingin til að þétta byggðina hefur orðið svo rík að það er varla til grænn blettur sem ekki eru uppi hugmyndir um að byggja á. Unglingarir í Kópavogi hafa orðið útundan í öllu fárinu og eru farnir að nota Smáralindina eins og fé- lagsmiðstöð. Það er brýnt að bæta úr, því unglingum á eftir að fjölga á næstu árum. Við þurfum að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld í Kópavogi og allt sem miðar að því að færa fólk saman á að efla. Menningu. Þá er ég að tala um allt sem maðurinn gerir. Það er menning. Tómstundir, íþróttir, listir. Nú þurfum við að snúa bök- um saman og leggja áherslu á allt sem er mannbætandi. Skapa íbú- unum góð skilyrði til að koma börnum sínum til manns og gera allt sem í okkar valdi stendur til að auðga mannlífið. Það eiga allir rétt á mannlegri reisn og það er í okk- ar valdi að tryggja þann rétt. Okk- ur ber skylda til þess að gera það og við höfum alveg efni á því. Sú var tíðin að fólk flutti í Kópa- voginn af því að þar voru opinber gjöld lægri en í Reykjavík. Það laðaði hingað fólk og margir fóru að byggja. Enn heldur áfram að flykkjast hingað fólk en við tökum á móti þessu fólki með því að rukka það um alltof há fasteigna- gjöld og bítum svo höfuðið af skömminni með því að hækka þjónustugjöld á öðrum sviðum. Slagorð sjálfstæðismanna frá síð- ustu kosningum hefur örlítið annan hljóm í dag en það hafði þá. Það er gott að búa í Kópavogi, það finnst mér. En það er jafnframt dýrt að búa í Kópavogi. Breytinga er þörf. Kópvogsbúar, nú er lag. Takið þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar á laugardaginn kemur og raðið fólki á framboðslistann. Ég gef kost á mér í 3. sæti og óska eftir stuðn- ingi ykkar. Hvernig bæ viljum við? Valgeir Skagfjörð Höfundur er leikhúslistamaður og þátttakandi í prófkjöri Samfylking- arinnar. Kópavogur En það er jafnframt dýrt að búa í Kópavogi, segir Valgeir Skagfjörð. Breytinga er þörf. Kópavogsbúar, nú er lag. FRÁ því ég var að alast upp í Kópavogi fyrir margt löngu liggur mér við að segja hefur bærinn breyst ótrúlega mikið. Malargöturnar með drullupollunum heyra nú sögunni til, sandgryfjurnar og fisk- hjallarnir, þessir ævin- týraheimar, sem voru vettvangur leikja okkar barnanna eru með öllu horfnir og sjálfur bý ég, ásamt fjölda annarra, nánast þar sem áður var hlaðið hjá þeim hjónum í Smárahvammi. Kaup- mennirnir Óli, Jói og Hinni sem ásamt fleiri slíkum sóma- mönnum sáu okkur fyrir daglegum nauðsynjum hafa verið leystir af hólmi af verslunarkeðjum og risastór- um verslunarmiðstöðvum. Byggðin hefur sáldrast um alla mela og móa og er nú komin upp undir Rjúpnahæð, sem var svo óralangt í burtu hér áður fyrr. Á örskömmum tíma hafa risið ný hverfi, og fjöldi nýrra íbúa hefur num- ið hér land. Fyrirtæki og starfsemi af ýmsu tagi hefur sprottið upp í hinum nýju hverfum og þar sem áður mátti heyra spóann vella og lóuna syngja er nú iðandi mannlíf. Þeir sem nú ráða ferðinni í Kópa- vogi hafa verið óþreytandi við að þakka sér þessa miklu uppbyggingu. Hún hafi verið miklu meiri en í ná- grannasveitarfélögum og Kópavogur hafi verið í forystu. Vissulega hefur Kópavogur gjörbreyst en það hafa reyndar aðrir bæir hér í kringum okkur einnig. Þessi uppbygging er ekki kraftaverk þeirra félaga Sigurð- ar og Gunnars, hún hefði orðið þó þeir hefðu hvergi komið nærri, þó að þeirra flokkar hefðu verið víðsfjarri stjórnun bæjarins. Uppbyggingin hefur öll miðast við að ryðja land undir byggingar. Hún hefur einskorðast við þau mál þar sem hægt er að koma við jarðýtum, byggingakrönum og malbikunarvél- um. Í öðrum málum hef- ur lítil uppbygging ver- ið. Þar er Kópavogur ekki í forystu. Þar standa nágrannasveit- arfélögin Kópavogi framar. Það er ekki mann- gerður hektarafjöldi sem gerir Kópavog að góðum bæ. Fólkið sem flutt er í nýju hverfin, fólkið sem býr í gömlu hverfunum, þeir sem hafa búið hér lengi og þeir sem eru að flytja í bæinn vilja allir búa í góðum bæ. Þeir vilja búa í bæ þar sem er gott mannlíf. Það er þetta mannlíf sem skiptir svo miklu máli. Að vel fari um þá sem búa hér og starfa. Íbúar Kópa- vogs vilja bestu leikskólana, bestu grunnskólana og besta framhalds- skólann. Þeir vilja að allar þær stofn- anir og öll sú þjónusta sem bærinn veitir sé sú besta sem völ er á. Þeir vilja fagurt umhverfi þar sem þeir geta notið útiveru, þeir vilja öruggt og örvandi umhverfi fyrir börnin sín, fullt af tækifærum fyrir alla. Auðvitað þarf að laða fyrirtæki að bænum og Kópavogur verður að stuðla að því að fjölgun nýrra starfa verði í bænum. Það þarf að byggja áfram en byggingaland bæjarins fer þverrandi og um nýtingu þess svæðis sem einkum er eftir, Vatnsendaland- ið, hafa staðið miklar deilur. Það mál þarf að leysa í sátt við íbúa bæjarins. Það hefur hægt á eftirspurn eftir nýju húsnæði og við höfum tímann fyrir okkur til að finna lausn sem sátt verð- ur um. Bærinn þarf áfram að byggja þjónustuhúsnæði af ýmsu tagi eða taka þátt í því með einhverjum hætti. Þjónustuíbúðir fyrir aldraða, skóla- húsnæði, leikskóla, íþróttamannvirki o.s.frv. Það þarf að skoða fjármál bæjarins vel og auðvitað förum við ekki að ausa úr sjóðum bæjarins á báðar hendur um leið og við komumst til valda í vor. Við förum vel með fjármuni bæjarins. Við munum gera áætlanir, forgangs- raða og framkvæma með stefnu og framtíðarsýn að leiðarljósi sem er í samræmi við manngildissjónarmið okkar félagshyggjumanna. Við mun- um vinna að því að auka tekjur sveit- arfélagsins án þess að láta skamm- tímasjónarmið ráða ferðinni og villa okkur sýn. Mikið uppbyggingarstarf er fram- undan í Kópavogi og þeir sem nú ráða ferðinni geta ekki leitt það starf. Til þess skortir þá áhuga, vilja en ekki síst þó þá sýn á lífið sem nauðsynleg er. Lífsýn og fyrirmyndir sækja þeir í vinnuvélarnar. Valta yfir íbúana og ryðjast áfram eins og jarðýtur. Þeir eru lúnir og þreyttir og búnir að vera. Gefum þeim frí. Nú er þörf fyrir kraftmikið, metn- aðarfullt fólk með ferskar hugmyndir. Frumlegt fólk sem hugsar ekki í klisj- um eða á stöðluðum nótum. Fólk með hugsjónir. Fólk sem getur fléttað saman verklegum framkvæmdum og uppbyggingu góðrar þjónustu. Fólk sem setur gott mannlíf í forgang, fólk sem vill að íbúum Kópavogs líði vel í bænum sínum. Á laugardaginn velj- um við það fólk sem við treystum best til að ráðast í þessa uppbyggingu næstu fjögur árin. Ég er tilbúinn að taka þátt. Ég er tilbúinn að vera með í vinningsliðinu. Kraftaverk í Kópavogi? Hafsteinn Karlsson Kópavogur Það er ekki manngerður hektarafjöldi sem gerir Kópavog að góð- um bæ, segir Hafsteinn Karlsson, heldur fólkið sem í honum býr. Höfundur er skólastjóri og gefur kost á sér í prófkjöri Samfylking- arinnar. VALD þeirra sem í sveitarstjórnum sitja felst m.a. í því að ákveða forgangsröðun verkefna innan sveitar- félagsins. Huga þarf að þörfum ungra jafnt sem eldri borgara og skapa aðstæður fyrir blómlegt mannlíf í sátt við umhverfið. Gæta þarf þess að eyða ekki meiru en innistæða er fyrir og ekki síður að álögur á íbúa séu innan skynsamlegra marka. Sveitarstjórnarfólki ber einnig að gæta þess að eigin hagsmun- ir skarist ekki við hagsmuni sveitar- félagsins, leiki þar einhver vafi á geta íbúar ekki borið fullt traust til þeirra sem sitja við stjórnvölinn. Í Kópavogi þarf að skipta um meiri- hluta og breyta áherslum og for- gangsröðun verkefna í bænum. Framsýni í skólamálum Í leik- og grunnskólum er lagður grunnur að framtíð barna okkar. Þar þarf að gæta þess að sinna jafnt þörfum þeirra sem gengur vel í skóla og þeirra sem þurfa á stuðn- ingi að halda. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og tel ég að stefna beri að því að skólaskylda miðist við 5 ára aldur. Við í Samfylkingunni höfum lagt til að ekki þurfi að greiða vist- unargjald fyrir 5 ára börn í leikskól- um Kópavogs hluta úr degi eða sem svarar skólatíma barnanna. Þá til- lögu felldi núverandi meirihluti. Endurbæta þarf aðstöðu í grunn- skólum bæjarins þannig að hægt verði að bjóða heitar máltíðir í hádegi, bæta þarf við tölvukost allra skólanna og efla innra starf þeirra. Endur- skoða þarf starfs- ramma, aðstöðu og skipulag dægradvalar í grunnskólunum þannig að þar geti farið fram sem fjölbreyttast starf eftir að hefðbundnum skóladegi nemenda lýkur. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf Íþróttafólk úr Kópa- vogi er landsþekkt og hefur notið ágætrar aðstöðu í bæn- um. Innan tíðar bætist fjölnotahúsið í Smáranum við. Næstu brýnu verk- efni eru að koma þaki yfir íþróttahús Gerplu og sundlaug í Salahverfi. Rekstur íþróttafélaga er kostnaðar- samur og ber að skoða þann mögu- leika til hlítar að bærinn styrki fé- lögin vegna kostnaðar þjálfara fyrir yngstu iðkendurna. En tómstunda- starf snýr ekki eingöngu að íþrótt- um og unga fólkinu. Eldri borgarar hafa verið virkir í fjölbreyttu tóm- stundastarfi og bærinn þarf að styrkja það starf og styðja enn frek- ar en nú er gert. Starfsemi í félagsmiðstöðvum ÍTK í grunnskólunum hefur eflst nokkuð á undanförnum árum. Mik- ilvægt er að þar sé boðið uppá fjöl- breytta starfsemi og á þeim vett- vangi er kjörið að sinna forvörnum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu. Koma þarf upp félagsaðstöðu fyrir ungt fólk á aldrinum 16–20 ára mið- svæðis í bænum. Með því að skapa frjálsum félagasamtökum gott starfsumhverfi leggja bæjaryfirvöld sitt af mörkum til að hér í bæ dafni öflugt íþrótta- og tómstundastarf. Ekki nektardansstaði í Kópavogi Því er stundum haldið fram að umræða um jafnréttis- og kvenfrels- ismál sé orðin úrelt og tímabært sé að leggja nefndir eins og jafnrétt- isnefnd niður. Því get ég alls ekki verið sammála. Á þessum vettvangi er nóg af verkefnum þó svo að nú- verandi meirihluti í Kópavogi hafi ekki áttað sig á því. Jafnréttisnefnd Kópavogs tók þó afstöðu í máli ný- lega sem ég tel afar brýnt og það er að starfsemi nektardansstaða verði ekki heimiluð í Kópavogi. Ég er þessu sammála og tel starfsemi nektardansstaða óæskilega í alla staði. Allir að kjósa Prófkjör Samfylkingarinnar í Kópavogi í Digranesskóla er opið öllum bæjarbúum 18 ára og eldri. Þeir sem ekki eru skráðir félagar í Samfylkingunni geta tekið þátt með því að skrifa undir stuðningsyfirlýs- ingu. Ég óska eftir stuðningi í 2. sæti á framboðslistanum. Breyttar áhersl- ur í Kópavogi Sigrún Jónsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi og tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Kópavogur Sveitarstjórnarfólki ber einnig að gæta þess, segir Sigrún Jónsdóttir, að eigin hagsmunir skarist ekki við hags- muni sveitarfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.