Morgunblaðið - 27.02.2002, Side 18

Morgunblaðið - 27.02.2002, Side 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Skeljungs hf. og dótt- urfélaga á síðasta ári nam 519 millj- ónum króna en árið áður var sam- stæðan rekin með 208 milljóna króna tapi. Spár markaðsaðila gerðu ráð fyrir um 600 milljóna króna hagnaði hjá Skeljungi en afkoman reyndist ívið lægri. Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj- ungs hf., segir í samtali við Morgun- blaðið að hagnaður félagsins stafi fyrst og fremst af því að tekist hafi að halda niðri kostnaði og starfsfólki hafi ekki fjölgað. „Ég vil þakka þetta því að okkur hefur tekist að reka fyrir- tækið betur með því að gæta allra kostnaðarliða og gæta aðhalds í dreif- ingu og birgðum. Við höldum líka góðri hlutdeild af markaðnum á með- an hann hefur verið að dragast sam- an, og það skiptir auðvitað máli.“ Tap ársins 2000 skýrist af því að þá var ákveðið að færa til gjalda í einu lagi 523 milljónir króna yfirverð sem varð til við kaup félagsins á Hans Pet- ersen hf. og á hlut í Bensínorkunni ehf., að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Skeljungi. Alls starfa um 340 manns hjá Skeljungi og dótturfélög- um. Eldsneytissala og markaðshlutdeild aukast Eldsneytissala Skeljungs hf. á liðnu ári jókst um 0,9% og nam tæp- lega 341 milljón lítra. Áætluð hlut- deild félagsins á íslenska eldsneytis- markaðinum hækkaði úr röskum 37% árið 2000 í tæp 40% á síðasta ári. „Samkvæmt því var Skeljungur hf. með mesta markaðshlutdeild ís- lensku olíufélaganna í seldu eldsneyti árið 2001, annað árið í röð,“ segir í til- kynningu Skeljungs. Hluthafalisti var einnig birtur í gær. Kaupþing á nú 14,21% í Skelj- ungi og er annar stærsti hluthafi á eftir Shell Petroleum Co. sem á 20,69%. Kaupþing hefur undanfarið aukið hlut sinn í Skeljungi. Í byrjun febrúar jók Kaupþing t.d. hlut sinn í Skeljungi úr 7,94% í 12,45%. Burðar- ás er þriðji stærsti hluthafi með 10,54% og Sjóvá-Almennar koma þar næst með 10,24% eignarhlut. Hækkanir að ganga til baka „Rekstrarskilyrði á síðasta ári voru um margt erfið. Hátt olíuverð lengst af árinu, lækkandi gengi ís- lensku krónunnar og háir vextir leiddu til þess að fjármagnskostnaður hélt áfram að hækka. Sex vikna sjó- mannaverkfall á fyrri hluta árs dró úr sölu eldsneytis til útgerðar og hryðju- verkaárásin á Bandaríkin í septem- ber hafði hamlandi áhrif á alþjóðlega flugstarfsemi. Sala flugeldsneytis minnkaði á síðustu mánuðum ársins og má búast við að samdráttar í sölu þess muni gæta áfram á yfirstand- andi ári. Á hinn bóginn hefur elds- neytisverð á alþjóðlegum mörkuðum verið fremur hagstætt á fyrstu mán- uðum 2002 og ýmislegt bendir til að þær miklu hækkanir, sem urðu á olíu á heimsmarkaði í upphafi árs 1999 og sem náðu hámarki um mitt ár 2000, séu nú að ganga tilbaka. Viðleitni sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar- ins hafa sýnt til að veita viðnám gegn verðbólgu eykur mönnum von um að takast muni að varðveita stöðugleika í efnahagslífinu. Lækkun tekjuskatts- hlutfalls fyrirtækja úr 30% í 18% er sömuleiðis veigamikið innlegg sem bætir rekstrarumhverfi atvinnulífs- ins. Ef ekki verða óvæntar breyting- ar á ytri skilyrðum eru horfur á að af- koma Skeljungs hf. verði áfram viðunandi,“ segir í tilkynningunni. Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn 7. mars nk. Fyrir fundinn verður lögð fram tillaga um 17% arð til hluthafa á árinu 2001. Úr tapi í 519 milljóna kr. hagnað hjá Skeljungi 4     5              4                     &                !        " !      6   &                        1( ()+ 01. **. ' ,1+ / '-/ $ 0'*1 % 0)+1 % 011*    ' +'( , .*+   *.( ',2-3 *2-.3    %                " # " # " #             !  !  !  MJÓLKURSAMLAGINU á Hvammstanga verður lokað í hag- ræðingarskyni, samkvæmt ákvörðun stjórnar Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík. Ákveðið hefur verið að Mjólkursamlagið í Búð- ardal annist verkefni samlagsins á Hvammstanga frá 1. september næstkomandi. Brynjólfur Gíslason, sveit- arstjóri í Húnaþingi vestra, segir í samtali við Morgunblaðið að ákvörðunin komi ekki á óvart, að þessu hafi stefnt allt frá því Kaupfélagið seldi mjólkursam- lagið Mjólkursamsölunni í Reykjavík fyrir tveimur árum. Byggðaráð fundaði í sveitarfé- laginu í gær og sendi frá sér eft- irfarandi ályktun: „Byggðaráð Húnaþings vestra harmar þá ákvörðun eiganda mjólkurstöðv- arinnar á Hvammstanga, að hætta rekstri hennar. Er þar með lokið tæplega hálfrar aldar sögu iðnaðar sem mjög er tengdur landbúnaði, sem er og hefur verið hornsteinn byggðar í sveitarfé- laginu. Sú almenna þróun að rekstrareiningar stækki til að standast kröfu hagræðingar, hef- ur leitt til fækkunar starfa vítt og breitt um landið. Þannig fjarar undan ýmissi starfsemi sem hefur verið kjarni í búsetu í hinum ýmsu þorpum og bæjum út um landið, á sama tíma og nær öll aukning þjónustustarfa á vegum ríkisins verður á litlu svæði suður við Sund.“ Sparnaður upp á 25–30 milljónir Mjólkursamsalan í Reykjavík keypti mjólkursamlagið á Hvammstanga í ársbyrjun 2000 og frá þeim tíma hafa ýmsar breytingar verið gerðar til þess að bæta rekstur þess. „Þykir orð- ið fullreynt að viðunandi afkoma muni ekki nást með rekstri jafn- lítillar einingar og hér um ræð- ir,“ segir í fréttatilkynningu frá Mjólkursamsölunni. Gert er ráð fyrir að með þess- um hagræðingaraðgerðum sparist um 25–30 milljónir króna, „sem í senn eflir samkeppnisstöðu mjólk- uriðnaðarins og hag þeirra fjöl- mörgu mjólkurframleiðenda sem eru eigendur Mjólkursamsölunnar í Reykjavík,“ segir ennfremur í tilkynningunni frá Mjólkursam- sölunni. Eftir lokun samlagsins á Hvammstanga verða mjólkurbúin níu en voru fimmtán fyrir tíu ár- um og í tilkynningunni kemur fram að gera megi ráð fyrir að áfram verði haldið að hagræða í úrvinnsluiðnaði mjólkur á næstu misserum og árum. Mjólkursamlagið á Hvamms- tanga hefur að undanförnu tekið við mjólk frá 30 framleiðendum, alls um 2,5 milljónum lítra, og hafa sjö starfsmenn annast dag- legan rekstur þess. „Með sérhæf- ingu á sviði ostagerðar hefur þess verið freistað að finna samlaginu tilvistargrundvöll en óhagstæð verðlagsþróun, óhjákvæmilegar endurbætur á húsnæði og augljós sparnaður af flutningi framleiðsl- unnar yfir í stærri rekstrarein- ingu veldur þeirri ákvörðun sem nú hefur verið tekin um lokun samlagsins,“ segir jafnframt í til- kynningunni. Mjólkur- samlaginu á Hvamms- tanga lokað VÆNTINGAVÍSITALA Gallup hækkaði um 16,8 stig á milli janúar og febrúar og stendur hún nú í 102,4. Vísitalan hefur ekki mælst hærri síð- an í apríl í fyrra og hefur ekki frá því að mælingar hófust á henni í mars í fyrra hækkað jafn mikið á milli mán- aða. Vísitalan hækkar nú þriðja mán- uðinn í röð og líkt og áður eru það væntingar til næstu sex mánaða sem eiga stærstan þátt í hækkuninni. Í umfjöllun um væntingavísitöluna í Morgunkorni Íslandsbanka í gær kemur fram að vísitalan stendur nú nálægt því sem hún mældist síðast- liðið vor en þeir þættir sem skýra stöðu hennar eru mjög ólíkir. „Nú er tiltrú neytenda á núverandi ástandi í efnahags- og atvinnumálum minni en væntingar til stöðu sömu þátta eftir sex mánuði meiri. Athygli vekur að nú eru það talsvert fleiri sem telja að atvinnumöguleikarnir verði meiri eftir sex mánuði en þeir sem telja að atvinnumöguleikarnir verði minni. Neytendur kunna hér að vera að gera ráð fyrir hefðbundinni árs- tíðasveiflu í atvinnuleysi, en atvinnu- ástandið er almennt best á sumrin,“ segir í Morgunkorni ÍSB. Væntingavísitalan hækkar enn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.