Morgunblaðið - 27.02.2002, Side 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 19
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frábærar
aðstæður á suðurströnd Spánar í 3 eða 4 vikur á ótrúlegum kjörum.
Beint flug til Benidorm og Costa del Sol þar sem þú nýtur þjónustu far-
arstjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnis-
ferðir á meðan á dvölinni stendur. Vorin eru fallegasti tími ársins á suð-
ur-Spáni og hvergi er betra að dvelja en í þessum yndislega heimshluta
og á báðum áfangastöðum bjóðum við þér okkar bestu íbúðarhótel með
frábærri aðstöðu fyrir farþega.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 37.400
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Flug-
sæti eingöngu. Alm. verð kr. 39.270.
Verð kr. 51.900
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, El
Pinar, 3 vikur, 7. apríl með 8.000 kr.
afslætti. Skattar ekki innifaldir.
Alm. verð kr. 54.495.
Verð kr. 69.000
M.v. 2 í stúdíó, Timor Sol, 7. apríl, 3
vikur, með 8.000 kr. afslætti. Völ
um aukaviku. Skattar kr. 3.350, ekki
innifaldir. Almennt verð kr. 72.450.
Vorferðir Heimsferða til
Costa del Sol
og Benidorm
7. og 10 apríl
frá kr. 37.400
Costa del Sol
Verð kr. 41.000
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára El
Faro, 2 vikur, 8. maí með 10.000 kr.
afslætti. Alm. verð kr. 43.155.
Verð kr. 56.100
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára El
Faro, 10. apríl, 4 vikur með 10.000
kr. afslætti. Alm. verð kr. 58.905.
Verð kr. 76.900
M.v. 2 í íbúð, El Faro, 4 vikur, 10.
apríl með 10.000 kr. afslætti. Skattar
kr. 3.350, ekki innifaldir. Alm. verð
kr. 80.745.
BenidormSKOÐUNARFERÐ
TIL SPÁNAR
Euromarina umboðið á Íslandi
Euromarina býður öllum þeim sem áhuga hafa á að kaupa
íbúð, raðhús eða villu á Alicantesvæðinu (Torrevieja) ókeypis
hóteldvöl og frítt fæði í eina viku í mars.
Fargjald greiðir hlutaðeigandi.
Farið verður sunnudaginn 17. mars til Alicante og heim
viku síðar 24. mars. Allar gerðir húsa Euromarina verða
skoðaðar og nágrennið en húsin eru á mjög hagstæðu verði.
50% lán til 15 ára á 4,5% vöxtum.
Íslenskur fararstjóri.
Allar nánari upplýsingar í símum Euromarina umboðsins
á Íslandi,
820 1440 og 822 1931.
ELÍSABET II Bretlandsdrottning
kemur til Ástralíu í dag en á sama
tíma er hætta á stjórnarskrárkreppu
í landinu vegna ásakana um, að
fulltrúi hennar og krúnunnar í Ástr-
alíu hafi hylmt yfir með barnaníðing-
um.
Ásakanirnar beinast gegn Peter
Hollingworth en hann er eins konar
þjóðhöfðingi Ástralíu í fjarveru
Bretadrottningar. Var hann erkibisk-
up ensku biskupakirkjunnar í Brisb-
ane um 11 ára skeið og þurfti þá að
fjalla um mál presta, sem sakaðir
höfðu verið um að misnota börn. Sagt
er, að hann hafi ýmist tekið á þeim
með silkihönskum eða beinlínis
stungið málunum undir stól.
Skoðanakönnun, sem dagblaðið
The Age í Melbourne birti sl. mánu-
dag, sýnir að tveir þriðju hlutar Ástr-
ala vilja, að Hollingworth segi af sér
en ríkisstjórn John Howards sam-
þykkti þann sama dag, að hann skyldi
sitja áfram. Áður hafði Howard sagt,
að brottrekstur hans myndi valda
„stjórnarskrárlegum jarðskjálfta“.
Stuðningur við
stjórnina minnkar
Hefur þetta mál haft veruleg áhrif
á vinsældir stjórnarinnar. Fyrir rúm-
um hálfum mánuði naut hún stuðn-
ings 46% kjósenda en 42% um síðustu
helgi. Stuðningur við Verkamanna-
flokkinn, helsta stjórnarandstöðu-
flokkinn, fór á sama tíma úr 34% í
40%. Kemur hér líka til annað mál úr
kosningabaráttunni sl. haust en svo
virðist sem stjórnin hafi þá logið því
til, að ólöglegir innflytjendur köstuðu
börnum sínum í sjóinn til að tryggja,
að þeir yrðu teknir um borð í áströlsk
herskip.
Þess eru engin dæmi, að fulltrúa
bresku krúnunnar í Ástralíu hafi ver-
ið vikið frá en Verkamannaflokkurinn
krefst þess, að hann segi af sér og
einnig forsætisráðherrar sumra ástr-
ölsku ríkjanna. Talsmaður Verka-
mannaflokksins í utanríkismálum,
Kevin Rudd, segir, að þetta mál geti
varpað dimmum skugga á fund for-
ystumanna Samveldisríkjanna, sem
hefst í Queensland á laugardag.
Hart deilt í Ástralíu
um fulltrúa krúnunnar
Sakaður um að hafa hylmt yfir með barnaníðingum
Sydney. AFP.
ANDLEGA vanheill morðingi, sem
er svo illa haldinn af geðveiki að
hann heldur stundum að leikkonan
Sigourney Weaver sé Guð, var náð-
aður af fangelsismálaráði Georgíu-
ríkis í Bandaríkjunum á mánudags-
kvöld. Hann hafði verið dæmdur til
dauða en úrskurðinum var breytt í
lífstíðarfangelsi án möguleika á
reynslulausn. Talsmenn morðingj-
ans, Alexanders Williams, segja að
aftaka hefði verið ósanngjörn refs-
ing fyrir hann.
Williams er 33 ára og var greindur
með geðhvarfasýki eftir að hann var
dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt
stúlku er hann var 17 ára. Williams
nam stúlkuna, sem hét Aleta Bunch,
á brott þar sem hún var í verslunar-
miðstöð í Augusta að kaupa afmæl-
isgjöf handa móður sinni. Williams
nauðgaði henni og myrti hana.
Talsmenn geðsjúkra höfðu mót-
mælt yfirvofandi aftöku á Williams,
og í gegnum árin hafa stuðnings-
menn hans, þ. á m. trúarleiðtogar og
Rosalyn Carter, fyrrverandi for-
setafrú, sent fangelsismálayfirvöld-
um í Georgíu fjölda bréfa. Verjendur
Williams hafa haldið því fram, að
geðveiki hans hafi verið á byrjunar-
stigi þegar hann framdi glæpinn.
Verjendurnir segja ennfremur að
það sé rangt að taka mann af lífi fyr-
ir glæp sem hann framdi þegar hann
var ekki orðinn lögráða.
Mál Williams er eitt þriggja mála
sem hefur orðið til að vekja umræðu
í Bandaríkjunum um réttmæti
dauðarefsinga. Málin snúast að
mestu um sanngirni slíkra refsinga
þegar í hlut á fólk sem sökum aldurs
eða andlegrar vangetu kann að geta
talist ófært um að vita mun á réttu
og röngu.
Drekkti fimm börnum sínum
Auk máls Williams er nú verið að
rétta í máli Andreu Yates, sem í júní
sl. drekkti fimm börnum sínum í
baðkarinu á heimili þeirra í Houston
í Texas. Verjendur hennar segja
hana ekki sakhæfa sökum geðbilun-
ar. Yates er 37 ára. Ef kviðdómur
sakfellir hana verður dómurinn
einnig að skera úr um hvort hún eigi
skilið að vera tekin af lífi fyrir glæp-
inn.
Þegar réttarhöldin yfir henni hóf-
ust fyrr í mánuðinum héldu sak-
sóknarar því fram, að hún hafi vitað
hvað hún var að gera, en lögfræð-
ingur hennar sagði að hún hafi
þjáðst af alvarlegu fæðingarþung-
lyndi, og geðhvarfasýki hafi gert illt
verra.
„Í máli Yates stöndum við frammi
fyrir grundvallarspurningum um
réttlæti og mannúð. Ég veit að Yat-
es er brjáluð. Réttarhöldin yfir
henni munu skera úr um hvort við
erum líka brjáluð,“ skrifaði dálka-
höfundurinn Richard Cohen í Wash-
ington Post fyrir skömmu.
Fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna
liggur einnig mál um stjórnarskrár-
legt réttmæti dauðadóms yfir and-
lega vanþroska manni, Daryl Atkins,
sem dómstóll í Virginíuríki dæmdi
til dauða fyrir að hafa rænt og myrt
Eric Nesbitt fyrir sex árum þegar
Nesbitt var að taka út peninga úr
hraðbanka. Atkins er 24 ára og hef-
ur greindarvísitöluna 59. Verjendur
hans segja hann ekki sakhæfan
vegna þessarar fötlunar, en greind
hans sé svipuð og hjá barni.
Þar sem svo mörg mál eru í op-
inberri umræðu í einu „gætu orðið
vatnaskil á þessu ári“, segir David
Elliott, talsmaður Baráttusamtaka
gegn dauðarefsingum í Bandaríkj-
unum (National Coalition to Abolish
the Death Penalty). „Bandaríkja-
menn eru að endurskoða réttmæti
dauðarefsinga,“ sagði Elliott. „Þeir
eru líka að endurskoða mál þar sem
ekki ætti að beita henni, eins og til
dæmis þegar í hlut á fólk undir lög-
aldri og greindarskert eða andlega
vanheilt fólk.“
3.700 bíða aftöku
Í fjórum ríkjum Bandaríkjanna,
Kentucky, Indiana, Arizona og Flór-
ída, velta menn því fyrir sér að
banna dauðadóma yfir fólki sem var
undir lögaldri þegar það framdi
glæpina sem um ræðir, og í þrem
öðrum ríkjum, Maryland, Nýju-
Mexíkó og Nevada, þykir koma til
greina að afnema dauðarefsingar al-
gerlega.
Elliott segir að leiðin til að afnema
dauðarefsingar í Bandaríkjunum sé
sú, að það verði gert í einu ríki á fæt-
ur öðru. Nú bíða alls 3.700 dauða-
fangar aftöku í Bandaríkjunum, en
Elliott telur að mögulegt sé að
lækka þá tölu verulega.
En sigur er fráleitt unninn. Í síð-
ustu viku var John Byrd tekinn af
lífi fyrir morð á kaupmanni. Byrd
kvaðst saklaus. Hann var líflátinn
með banvænni sprautu, en hafði
krafist þess að verða settur í raf-
magnsstólinn, og vildi með því láta í
ljósi andstöðu sína við dauðarefsing-
ar. Samkvæmt upplýsingum frá
Upplýsingamiðstöð um dauðarefs-
ingar (Death Penalty Information
Center) hafa ellefu manns verið líf-
látnir í Bandaríkjunum það sem af
er þessu ári.
Geðsjúkur
dauðamaður
fær náðun
Atlanta, Washington. AP, AFP.
’ Ég veit að Yateser brjáluð. Réttar-
höldin yfir henni
munu skera úr um
hvort við erum líka
brjáluð ‘
Andrea Yates sýndi engin svipbrigði þar sem hún sat í réttarsalnum þegar
kviðdómur tilkynnti þann úrskurð sinn, að hún teldist sakhæf. Yates er 37
ára og á yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir að hafa drekkt fimm börnum
sínum í baðkarinu á heimili þeirra í Houston í Texas. Yates lýsti því yfir að
hún væri ekki sek vegna þess að hún væri ekki heil á geðsmunum. Hjá
henni situr annar verjenda hennar, Wendell Odom.
Svipbrigðalaus
Reuters
Þrír umdeildir dauðadómar vekja umræðu um dauðarefsingar í Bandaríkjunum