Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 31 SVO sem kunnugt er var sú byggðaáætlun sem í gildi hefur verið m.a byggð á rannsókn- um Stefáns Ólafssonar prófessors um viðhorf fólks á landsbyggðinni til helstu áhrifaþátta í búsetu þar. Einhæfni atvinnulífsins var ofar- lega á blaði þegar að- stæður voru metnar. Til að mæta þessum viðhorfum var brugðið á það ráð að verja ár- lega allt að 300 millj- ónum kr. til eignar- haldsfélaga á landsbyggðinni. Í fjár- lögum fyrir árið 1999 var sérstakur fjárlagaliður sem taldi 300 milljónir. Vísað var til ályktunarinnar um byggðamál en þar segir að heimilt sé að verja allt að 300 miljónum kr. til eignarhaldsfélaga á landsbyggð- inni. Við þessar mikilvægu ákvarð- anir byggðaáætlunarinnar hefur verið staðið með fjárveitingum fjár- laga þessa árs og nema framlög til eignarhaldsfélaga á landsbyggðinni því 1,1 milljarði króna. Sannarlega munar um slíka fjármuni til þessara verkefna og því afar brýnt að vel takist til um framkvæmd þeirra. Nú er það svo að hér er um nýmæli að ræða að þeir starfsmenn Byggða- stofnunar sem undirbjuggu stofnun eignarhaldsfélaganna eru horfnir af vettvangi og fullkomlega eðlilegt að nýir starfsmenn þurfi nokkurt ráð- rúm til að átta sig á þeim leiðum sem skila þessum mikilvægu málum best áfram. Þessar leiðir ber að virða þegar um þessi málefni er fjallað. Það er svo annað mál að það er mikil ábyrgð að taka á móti jafnmiklu fé og hér um ræðir og sérstaklega þeg- ar til þess er horft að þessi ákvörðun tekur mið af þeirri miklu þörf sem landsbyggðin er í til að auka fjölbreytni í atvinnulífinu þar. Þær afsakanir hafa verið bornar fram að afkoma sveitarfélag- anna takmarki mögu- leika þeirra til að leggja fram sinn hlut til eignarhaldsfélag- anna. Vera má að dæmi þessa finnist en almennt séð er óraun- hæft að skýra seina- gang þessara mikil- vægu mála á þennan hátt. Þess eru dæmi að sveitarfélög leggi fram fé til verkefna sem þeim væri hagkvæmara að leysa með til- vist eignarhaldsfélags. Þá hafa þær skýringar einnig heyrst að forráða- menn ákveðinna eignarhaldsfélaga geri svo háar arðsemiskröfur að erf- itt sé að finna verkefni sem standist slíkar kröfur. Ef þetta er rétt hermt eiga þessi eignarhaldsfélög ekki rétt á fjárstuðningi frá Byggðastofnun til þessara verkefna því að tilkoma þess fjár byggist á að jafna aðstöðu til atvinnuuppbyggingar í dreifbýl- inu við það sem er á höfuðborgar- svæðinu. Til þess að sá jöfnuður ná- ist, að minnsta kosti í einhverjum mæli, var fundin sú leið að ríkisvald- ið legði fram til eignarhaldsfélag- anna þolinmótt fjármagn. Þess vegna er gengið út frá að í þeim við- miðunum sem fyrir liggja verði arð- semiskröfur í upphafi rekstrar nýs fyrirtækis miklu mun lægri en á hin- um almenna markaði. Þeirri spurn- ingu verður að svara hvar peningar eignarhaldsfélaganna eru. Sam- kvæmt reikningum Byggðastofnun- ar fyrir árið 2000 er stór hluti þeirra bundinn í hinum almenna rekstri stofnunarinnar. Verði þetta eins fyr- ir árið 2001 gæti svo farið að eign- arhaldspeningarnir væru farnir að bindast með óæskilegum hætti rekstri Byggðastofnunar. Það myndi auðvitað draga úr viðleitni forystumanna stofnunarinnar til að koma þeim til þeirra verkefna sem lög hafa ákveðið að þeim skyldi varið til, þ.e. eignarhaldsfélaga á lands- byggðinni. Nokkra eftirtekt hlýtur að vekja að Ríkisendurskoðun gerir við undirskrift reikninga stofnunar- innar árið 2000 engar athugasemdir við þetta reiknishald þótt að hún hafi í annan tíma rekið upp stór augu af minna tilefni. Byggðakvótinn svonefndi kom til umræðu hér á dögunum. Þessum veiðiheimildum sem töldu 1.500 þorskígildi var Byggðastofnun falið að skipta milli þeirra sjávarbyggða sem í veiðiheimildum til veiða bjuggu við hvað knappastan kost en afkoma og atvinna byggðist helst á. Engan þarf að undra þótt sjónarmið falli ekki á sama veg við úthlutun sem þessa, þar sem svo ríkir hags- munir eru tengdir fiskveiðum og vinnslu. Undrunarefni getur því tæpast verið þótt óánægjuraddir heyrist. Hins vegar hefur umræðan um þessi mál að undanförnu færst inn á hæpnar brautir Það vakti nokkra eftirtekt í upphafi þessarar umræðu hver viðbrögð forystu Framsóknarflokksins voru. For- maður stjórnar Byggðastofnunar talaði fyrir að kvótinn yrði seldur hæstbjóðanda, byggðaráðherrann lýsti sig algjörlega á öndverðum meiði, formaður flokksins sagði að málið hefði ekki verið rætt í þing- flokknum. Nú er það svo að stjórn fiskveiða heyrir til málefna sjávar- útvegsráðherra þótt Byggðastofnun hafi með lögun verið falið að sýsla með þessi 1.500 tonn í fimm ár. Byggðastofnun hefur jafnan haft þann hátt á að gera sjávarútvegs- ráðuneytinu grein fyrir afgreiðslu stofnunarinnar þegar um þennan málaflokk var fjallað. Viðbrögð Morgunblaðsins og DV vekja eftir- tekt. Í blöðunum kom greinilega fram að höfundar greinanna höfðu aflað sem gleggstra upplýsinga um hvernig til hefur tekist um skiptingu þessara aflaheimilda og til hvers árangurs hefði leitt í auknum at- vinnufærum og eflingu fyrirtækja í sjávarútvegi gamalla sem nýrra. Málefnaleg umræða af þessum toga er vissuleg þakkarverð, sérstaklega að ábendingar um það sem til betri vegar mætti færa eru settar fram málefnalega. Það vill svo til að stjórn Byggða- stofnunar sem þá var bárust þau boð frá sjávarútvegsnefnd Alþingis sem hafði forgöngu fyrir lögbindingu byggðakvótans, að við ráðstöfun hans skyldi m.a. leitast við að áhrif þessara aðgerða yrðu varanleg svo rekstur þeirra er veiðiheimildirnar fengju gæti lifað áfram við bæri- legan kost þótt byggðakvótinn hyrfi úr rekstri þeirra. Þessar áherslur sjávarútvegsnefndar voru hafðar að meginmarkmiði við útdeilingu kvót- ans. Til þess að treysta þessi mark- mið sem best í framkvæmd var ákveðið að stofnunin fylgdist grannt með hvernig mál gengju fram og verða þar til leiðsagnar sem þörf krefði. Eignarhaldsfélög og byggðakvóti Egill Jónsson Byggðakvóti Sú leið var fundin, segir Egill Jónsson, að rík- isvaldið legði fram til eignarhaldsfélaganna þolinmótt fjármagn. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. að upplausnarvirði væri miklu hærra og vissum erfiðleikum gat verið bund- ið að áætla það. Í dag hefur áburð- arframleiðslu verið hætt og búið að selja aðstöðuna, sem borgaðar voru um 500 milljónir króna fyrir á þágild- andi verðlagi (1999), á tæpar 1.300 milljónir króna innan við þremur ár- um síðar. Dálagleg ávöxtun það. Landsbankinn og Búnaðarbank- inn, sagan vel þekkt og mönnum í fersku minni. Íbúar margra minni byggðarlaga á landsbyggðinni vita allt sem vita þarf um hina hf-uðu þjónustu. Samkeppnisstofnun rak ríkisstjórnina til baka með samein- ingu bankanna fyrir skemmstu og sölumálin eru afvelta. Póstur og sími, síðar Íslandspóstur hf. og Landssíminn hf., sagan þekkt að endemum. Frekari umfjöllun óþörf. Vondur kokkteill Hér mætti að sjálfsögðu bæta mörgum dæmum við og auðvitað tína til önnur þar sem sæmilega tókst til, skárra væri það nú. Það væri þarft framtak að fara í rækilega úttekt á þessu ferli öllu saman þar sem farið væri ofan í saumana á, ekki aðeins vinnubrögðum, kostnaði, söluand- virði og því um líku, heldur einnig því sem gerst hefur í verðlagningu og gæðum þjónustunnar og starfsem- innar sem í hlut á. Það eru a.m.k. fáir sem rætt er við á landsbyggðinni sem kannast við að þetta ofstækisfulla einkavæðingarfár hafi orðið þeim til mikillar blessunar. Heilbrigð og öfga- laus endurskoðun á verkaskiptingu opinberra eða félagslegra aðila ann- ars vegar og einkarekstrar eða mark- aðar hins vegar er allt annar hlutur. Slíku hefur ekki verið hér til að dreifa heldur nýfrjálshyggjukreddu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt til öndvegis með hjálp meðreiðarsveina sinna, fyrst Alþýðuflokknum og svo Framsóknarflokknum. Græðgi, siðblinda og leynd eru vondur kokkteill eins og nýleg dæmi sanna. Nú er mál að linni. Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. UPP á síðkastið hef- ur Morgunblaðið fjallað um þann mikla mismun sem er á lífeyrisréttind- um starfsmanna ríkis og bæja og launafólks á almennum vinnumark- aði. Þessu ber sérstak- lega að fagna og von- andi verður framhald á. Þegar mismunandi líf- eyrisréttindi eru skoð- uð er mikilvægt að hafa í huga að annars vegar er verið að tala um mis- munandi lífeyrisrétt- indi opinberra starfs- manna eftir því hvort starfsmenn taka laun samkvæmt ASÍ samningum eða BSRB og hins vegar mismunandi réttindi milli almenna markaðarins og þess opinbera. Í síðustu kjara- samningum setti Samiðn fram kröfu til sinna viðsemjenda um jöfnun líf- eyrisréttinda. Samtök atvinnulífsins tóku jákvætt undir þessa kröfu og samkomulag varð um að auka séreignarlífeyri og framlag atvinnurekenda myndi aukast í áföngum. Hér var aðeins um fyrsta áfanga að ræða og ljóst að nauðsynlegt er að næsti áfangi verði tekinn innan ekki langs tíma. Þrátt fyrir að öllum væri ljóst að samkomu- lagið fæli í sér að launamenn á al- mennum vinnumarkaði væru að kaupa sín réttindi miklu dýrara verði en opinberir starfsmenn var fallist á það. Við trúðum því að almennur vilji væri til staðar hjá okkar viðsemjend- um, ekki síst ríki og sveitarfélögum, til þess að útrýma þessu hrópandi óréttlæti sem viðgengist hafði svo lengi. En hver varð niður- staðan? Launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga tók stórt skref til þess að jafna lífeyrisréttindi sinna starfsmanna sem mun leiða til jöfnunar í ná- inni framtíð. Þrátt fyrir það blasir við hrópandi mismunun starfsmanna sveitarfélaga og svo mun verða næstu ára- tugina verði ekkert frekar aðhafst. Að samkomulagi launanefndarinnar standa ekki öll sveitar- félög og má þar nefna Kópavog og Reykjavík og eru lífeyr- isréttindi ASÍ félaganna mun lakari í þeim sveitarfélögum. Allt önnur mynd blasir við hvað varðar ríkið en á þeim bæ virðist sem það sé mörkuð stefna að viðhalda þeim mismun sem viðgengist hefur svo lengi í lífeyrisréttindum. Ríkið lét samkomulag um séreignarsparnað taka til flestra sinna viðsemjenda og viðhélt ríkjandi mismun í lífeyrisrétt- indum. Það er erfitt að skilja þessa af- stöðu ríkisins og hvernig stjórnvöld geta mismunað starfsfólki sínu með jafn skýrum hætti og ríkið gerir hvað varðar lífeyrisréttindi. Af ASÍ fólki sem ráðið er til ríkisins er greitt 10% iðgjald í lífeyrissjóð en af starfsfólki sem er ráðið samkvæmt BSRB samn- ingum 15,5% og í báðum tilfellum geta starfsmenn bætt við séreignar- sparnaði. Réttindi í lífeyrissjóðum eru reiknuð út frá greiddum iðgjöld- um og eftirlaun því í hlutfalli við áunnin réttindi. Það sem er mest sláandi er að þess- um mismun er viðhaldið með almenn- um skatttekjum því ekki er innistæða fyrir nema hluta þeirra í lífeyrissjóð- um sem ríkið á aðild að. Áður fyrr var þessi mismunur rétt- lættur með því að það væri svo mikill launamismunur á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á al- mennum markaði. Eftir þær leiðrétt- ingar sem ríkið hefur staðið fyrir á launakjörum sinna starfsmanna í síð- ustu kjarasamningum eiga þessi rök vart lengur við ef þau hafa nokkurn tímann átt við rök að styðjast. Við fjármögnum ríkisreksturinn með sameiginlegum sköttum og ým- iss konar gjöldum á vörur og þjón- ustu. Við erum flest sammála um að nota skatttekjur til að jafna lífskjörin í landinu. Við kjósum fólk á Alþingi og í sveitarstjórnir m.a. til að ráðstafa sameiginlegum sjóðum. Mér er spurn; hvar hafa kjörnir fulltrúar, hvort sem þeir eru í sveitarstjórnum eða sitja á Alþingi, fengið umboð til að ráðstafa sameiginlegum sjóðum með þeim hætti sem birtist í mismunandi lífeyrisréttindum? Ég svara þessari spurningu neitandi, þeir hafa ekki umboð til að vinna með þessum hætti. Í samantekt blaðamanns Morgun- blaðsins kemur fram að meðaltali séu réttindi opinberra starfsmanna 55% verðmætari en réttindi á almennum vinnumarkaði. Mismunurinn er með tvennum hætti, hærri lífeyri og op- inberir starfsmenn geta hafið töku líf- eyris mun fyrr en starfsmenn á al- mennum vinnumarkaði. Hvað segir þetta okkur? Jú, þetta segir okkur að fiskvinnslufólkið, sjómennirnir, iðn- aðarmennirnir og ófaglærða fólkið á spítölunum mun búa við miklu lakari lífskjör þegar það fer á eftirlaun. Þetta segir okkur að stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að svona skuli þetta vera. Sömu stjórnvöld hafa tek- ið þá ákvörðun að þetta fólk sem er dæmt til að búa við miklu lakari kjör skuli greiða sömu skatta til sameig- inlegra sjóða en það eigi ekki að fá sama út úr þeim. Það er ekki lengur hægt að búa við þennan mismun, hann er brot á þeirri jafnréttishugsun sem íslenska þjóðin hefur tileinkað sér. Það er skylda allra sem kjörnir hafa verið til að fara með fjármuni almennings að tryggja jafnræði allra þegna samfélagsins og það er krafa almennings að mismun- un sé studd málefnalegum rökum. Engin slík rök liggja á bakvið ákvörð- un ríkisins um mismunandi lífeyris- réttindi. Við í Samiðn erum ekki að leggja til að réttindi annarra verði skert en við gerum þá kröfu að innistæða sé fyrir því sem lofað er og opinberir aðilar tryggi jöfnuð og ef mismuna þarf þegnum þessa lands byggist slík ákvörðun á málefnalegum rökum. En hvað eiga stjórnvöld að gera? Okkar tillaga er að ríkið noti það fjár- magn sem fæst af sölu ríkisfyrirtækja í náinni framtíð til að setja í sjóð sem verði notaður til að jafna þennan mis- mun. Við eigum öll þessi fyrirtæki og þess vegna á að nota þá fjármuni sem fást við sölu þeirra í sameiginleg verkefni. Íslenska ríkið hefur ein- stakt tækifæri til að auka jöfnuð og réttlæti og það er mikilvægt að því tækifæri verði ekki sóað með skamm- tíma hagsmuni að leiðarljósi. Mismunun þegnanna og málefnaleg rök Þorbjörn Guðmundsson Lífeyrir Þessum mismun er við- haldið, segir Þorbjörn Guðmundsson, með al- mennum skatttekjum. Höfundur er starfsmaður Samiðnar og stjórnarmaður í Sameinaða lífeyrissjóðnum. hefur fylgt mikil röskun og nokkur kostnaður. Það verkefni sem að mínu mati er brýnast á næstu mánuðum, auk þess að halda áfram með sameiningu sér- greina, er að stytta biðlista. Þar eig- um við verk að vinna. Gott innlegg til þess að ráðast gegn biðlistum eru þær rúmu 50 milljónir sem LSH fékk nýlega frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu til þess verkefnis. En betur má ef duga skal. Nú hafa verið teknar í notkun nýjar og fullkomnar skurðstofur og við höfum því allar forsendur til að gera fleiri aðgerðir. Rökrétt er að nýta þessa aðstöðu til fulls, til dæmis þegar þess er gætt að fastur kostn- aður í rekstri skurðstofu breytist ekki þótt verkefnin aukist nokkuð. Á síðasta ári var mikið unnið að endurbótum á húsnæði Landspítala. Áfram var unnið við nýja barnaspít- alann, skurðstofur voru endurnýj- aðar og ýmsar deildir og ný líkn- ardeild tekin í notkun á Landakoti, svo eitthvað sé nefnt. Þessi verk voru mjög brýn og trúlega var meiru varið til endurbóta á húsnæði árið 2001 en mörg undanfarin ár. Þessum endurbótum verður að halda áfram því sum húsakynni spít- alans hafa lengi verið svelt í við- haldi. Að lokum þetta: Þótt nokkuð sé enn í það að fjárlög fyrir árið 2003 verði afgreidd bið ég þá sem með fjármuni þjóðarinnar fara að hafa í huga að innan Landspítala – há- skólasjúkrahúss er unnið mikið og árangursríkt starf í þágu fólksins í landinu. Að mínu mati eru líka fjár- málaupplýsingar og fjármálastjórn stofnunarinnar eins og best gerist meðal stofnana og fyrirtækja á Ís- landi og þótt víðar væri leitað. Það verður ekki þrengt frekar að þessari starfsemi nema skerða stórlega þjónustu stofnunarinnar og við vit- um öll að þjóðin vill það ekki. Höfundur er formaður stjórnarnefndar Landspítala – háskólasjúkrahúss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.