Morgunblaðið - 27.02.2002, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
EIGUM við kannski ekki öll átthaga?
Slíkar spurningar valda tæpast heila-
brotum hjá þeim sem búa ævilangt á
sama stað en öðru máli kann að gegna
um hina sem hafa fært sig um set um
mislangan veg, jafnvel oft um ævina. Í
huga þeirra skipa bernskustöðvarnar
– átthagarnir – alveg sérstakan sess.
Því eru vangaveltur af þessu tagi
færðar í orð að oft er spurt í ræðu og
riti um tilgang og gagnsemi átthaga-
félaga en þau munu vera flest á höf-
uðborgarsvæðinu, stofnuð af fólki
sem af ýmsum ástæðum hefur kosið
að flytja „á mölina“ eins og það var
orðað hér áður. Á fyrri hluta 20. aldar
og fram eftir öldinni, um það leyti sem
búferlaflutningar á suðvesturhornið
hófust að ráði, gegndu átthagafélög
m.a. því hlutverki að sameina vini og
fyrrum sveitunga, sem höfðu nú nýtt
land undir fótum, auk þess að efla eft-
ir föngum tengsl við þá sem urðu eftir
í heimabyggð. Í þá daga varð ekki
með hægu móti skroppið í sunnu-
dagskaffi á öðru landshorni eins og nú
er gerlegt. Með breyttu lífsmynstri
og nýjum boðleiðum kynni að mega
álykta að engin þörf sé á starfsemi
átthagafélaga lengur, þau séu í raun
úrelt fyrirbæri. Að svo miklu leyti
sem ég þekki til virðist þvert á móti
engin ástæða til að leggja af slíkt fé-
lagsstarf. Enn sem fyrr sækist fólk
eftir að koma saman og njóta dægra-
dvalar í góðum félagsskap þar sem
sameiginleg áhugamál varða mestu.
Eitt átthagafélaganna er Húnvetn-
ingafélagið í Reykjavík sem varð 60
ára 17. febrúar 1998. Þann vetur var
tímamótanna minnst á margvíslegan
hátt og reynt að höfða til sem flestra
félagsmanna sem og annarra sem
njóta vildu. Á afmælisárinu var tekinn
í notkun vistlegur samkomusalur,
Húnabúð, sem félagið hafði fest kaup
á í stað eldra húsnæðis sem svaraði
ekki lengur kröfum tímans.
Nokkrir atburðir hafa áunnið sér
fastan sess í félagsstarfinu, aðrir
koma til eftir ástæðum. Fyrsta
sunnudag í nóvember ár hvert fjöl-
menna félagsmenn til guðsþjónustu í
Kópavogskirkju og síðan er kaffisala í
Húnabúð. Árshátíð er í byrjun mars
og fyrsta sunnudag í maí er eldri fé-
lagsmönnum boðið í kaffisamsæti.
Síðustu ár hefur félagið staðið að fjöl-
sóttri jólaskemmtun í Húnabúð í sam-
vinnu við Húnakórinn sem tók upp
þann sið árið 1994 að halda fjölskyldu-
skemmtun á aðventu. Af öðrum at-
burðum í vetur má nefna að 7. októ-
ber var dagskrá í Húnabúð til
minningar um Huldu Á. Stefánsdótt-
ur, fyrrum forstöðukonu Kvennaskól-
ans á Blönduósi. Húsfyllir var og
sumir komu langt að.
Á næstu mánuðum er margt á döf-
inni. Sunnudaginn 17. febrúar verður
fjölbreytt dagskrá í Húnabúð, nefnd
Húnvetnsk menning á miðjum vetri.
Þar koma m.a. fram ungir tónlistar-
nemar af húnvetnskum uppruna,
Húnakórinn syngur og hagyrðingar
spreyta sig. Á árshátíðinni 2. mars
verða gamanmál og tónlist í höndum
Húnvetninga. Tvö skákmót eru áætl-
uð í febrúar og Húnvetningafélagið
tekur þátt í spurningakeppni 16 átt-
hagafélaga 14., 15., 21. og 22. mars í
Breiðfirðingabúð.
Víkjum að lokum lauslega að þeim
þætti félagsstarfsins sem lýtur að
tengslum við heimahaga. Húnvetn-
ingafélagið beitti sér fyrir uppbygg-
ingu Borgarvirkis árið 1950 með full-
tingi heimamanna. Félagið hefur og
ræktað dálítinn skógarlund í útjaðri
Vatnsdalshóla sem ber nafn Þórdísar
dóttur Ingimundar gamla, landnáms-
manns í Vatnsdal, og skartar minn-
isvarða um hana. Árlega er unnið að
snyrtingu og fegrun auk bættrar að-
stöðu fyrir þá sem staldra við. Land-
spildu til afnota fékk félagið að gjöf
frá Kristjáni bónda í Vatnsdalshólum
árið 1951 og ári síðar hófst ræktunar-
starf. Í ár stendur því skógræktar-
starfið á fimmtugu og af því tilefni er
ætlunin að halda hátíð í Þórdísarlundi
29. júní nk. Borgarvirki og Þórdísar-
lundur laða að gesti og gangandi og
setja svip á héraðið en mest er um
vert að þarna standa glæsileg minn-
ismerki um samstöðu heimamanna og
burtfluttra til góðra verka.
Þessum orðum var ætlað að varpa
nokkru ljósi á það margþætta starf
sem fer fram innan eins átthagafélags
þó að margt sé ótalið. Á meðan átt-
hagafélög halda úti öflugri menning-
ar- og félagsstarfsemi, m.a. svo sem
hér var drepið á, sýnist mér að þau
hafi engu síður tilgang en hver önnur
samtök sem hafa að markmiði mann-
bætandi og skemmtilegt félagsstarf.
ÞÓRDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR,
Húnvetningur „á mölinni“,
formaður Húnvetningafélagsins
í Reykjavík.
Átthagar – átthaga-
félög – hvað um það?
Frá Þórdísi Guðjónsdóttur:
UM ÞESSAR mundir er verið að
leggja lokahönd á gerð bæklings um
sögu vélskipsins Skaftfellings sem
lengi bar einkennisstafina VE 33.
Hér er einungis um að ræða ágrip af
sögu skipsins og verða vonandi ein-
hverjir til þess að gera henni gleggri
skil síðar.
Ætlunin er að hafa þennan bækl-
ing ríkulega skreyttan myndum úr
sögu skipsins. Ýmsar myndir eru til
í bókum og blöðum af skipinu en
þær henta misvel til birtingar.
Ég vil því auglýsa eftir myndum
úr sögu Skaftfellings. Einkum leik-
ur mér hugur á myndum af skipinu
fyrstu ár þess, t. d. frá því er það var
í smíðum í Danmörku, frá komu
þess til Vestmannaeyja 6. maí 1918
og frá fyrstu komu þess til Víkur í
Mýrdal 15. maí sama ár. Póstkort
sem gefið var út með mynd af skip-
inu og aðrar myndir væru einnig vel
þegnar.
ARNÞÓR HELGASON,
Tjarnarbóli 14,
170 Seltjarnarnesi.
Myndir af MS
Skaftfellingi VE 33
Frá Arnþóri Helgasyni: