Morgunblaðið - 27.02.2002, Page 45

Morgunblaðið - 27.02.2002, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 45 DAGBÓK Árnað heilla ENSKA sigursveitin í keppninni um NEC-bikarinn í Japan var skipuð þeim John Armstrong, Brian Callag- han, Brian Senior og Pablo Lambardi. Þeir þrír fyrst- nefndu eru sannir Bretar, en Pablo Lambardi er Argent- ínumaður og fastamaður í landsliði sinnar þjóðar. Hér er hann í lykilhlutverki: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 92 ♥ 96542 ♦ DG85 ♣Á10 Vestur Austur ♠ D104 ♠ G86 ♥ Á1087 ♥ -- ♦ K10 ♦ 76432 ♣KD75 ♣86432 Suður ♠ ÁK753 ♥ KDG3 ♦ Á9 ♣G9 Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 1 spaði Dobl Pass 2 tíglar 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Spilið er frá fyrri hluta keppninnar og voru Lamb- ardi og Senior í NS. Vetur hóf vörnina með laufkóng, sem Lambardi tók með ás og spilaði trompi á kóng og ás vesturs. Vörnin á tvo slagi á tromp og einn á lauf og svo virðist sem vestur fái líka slag á tígulkóng í fyllingu tímans. Reyndar ekki. Vestur tók á laufkónginn og kom sér út á spaðatíu. Lambardi tók ÁK í spaða og stakk spaða, tók því næst DG í trompi og spil- aði fríspöðum. Vestur sá að hann mátti ekki trompa, því þá yrði hann spila tígli frá kónginum eða laufi út í tvö- falda eyðu. Hann varðist því vel með því henda tígultíu við fyrsta tækifæri og svo einu laufi. En Lambardi las stöð- una rétt og lagði niður tíg- ulás og felldi kónginn. Tíu slagir. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: eru fáguð, andlega sinnuð og veraldleg. Hjónabönd og sambönd, þeirra sem eiga afmæli í dag, verða innilegri á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Fullt tungl veldur streitu í starfi. Þú verður að leggja þig allan fram við að sýna sam- starfsfélögum, yfirmönnum og öðrum þolinmæði. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert á báðum áttum um hvort þú eigir að þóknast vini þínum eða gera ástvini þínum til hæfis. Afbrýðissemi meðal þeirra sem okkur þykir vænt um gerir hlutina erfiðari. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt þurfa að velja á milli krafna frá fjölskyldu og heim- ili annars vegar og vinnunnar hins vegar. Þú getur ekki hunsað vinnuna eins og staðan er nú. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú fyllist mikilli ferða- og æv- intýraþrá af ókunnum ástæð- um. Ekki hlusta á þann sem reynir að draga úr þér vegna dagdrauma þinna um fjarlæg ævintýri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þrátt fyrir þá staðreynd að þú eyðir úr hófi fram getur þú reynst sparsamur. Þú þarft einfaldlega að vera ákveðinn í að spara. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samband við þína nánustu getur reynst erfitt í dag. Þú þarft að vera þolinmóður og skilningsríkur gagnvart þeim sem framkvæma hluti sem skaprauna þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það mun koma þér á óvart hversu langt samtarfsfélagi þinn mun ganga í að aðstoða þig ef þú sýnir þakklæti þitt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur gaman af því að vera í kringum börn, en þú skalt sýna þeim sérstaka þolinmæði á fullu tungli, sem er sagt valda aukinni spennu í öllum lífverum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú skalt sinna sjálfum þér í upphafi dags þrátt fyrir að aðrir geri kröfur til þín. Þú ert ekki sjálfselskur þrátt fyrir að þú leggir áherslu á þarfir heimilisins. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver verður ekki sam- þykkur því sem þú heldur fram. Þú skalt reyna að sýna öðrum háttvísi og kurteisi jafnvel þeim sem er þér ekki sammála. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert ekki viss um hvort eyða eigi peningum í dag. Þú skalt ekki gera það ef þú ert á ein- hvern hátt í vafa. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fullt tungl er gagnstætt þessu stjörnumerki. Það er merki um að þú verðir að fara að ósk- um annarra, en aðeins í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 27. febrúar, er sjötugur Bjarni Hákonarson í Haga. Hann og eiginkona hans, Kristín Haraldsdóttir, eru að heim- an í dag. 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 27. febrúar, er sextugur Davíð H. Ósvaldsson, aðalútfarar- stjóri Útfararmiðstöðvar- innar, Sæviðarsundi 11, Reykjavík. Davíð heldur upp á afmælið síðar á árinu. LJÓÐABROT FERÐALOK Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský. Hló hún á himni. Hryggur þráir sveinn í djúpum dali. Veit ég, hvar von öll og veröld mín glædd er guðs loga. Hlekki brýt ég hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í. - - Háa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Jónas Hallgrímsson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. c3 d5 9. exd5 Rxd5 10. Rxe5 Rxe5 11. Hxe5 c6 12. Bxd5 cxd5 13. d4 Bd6 14. He1 Dh4 15. g3 Dh3 16. Df3 Bf5 17. Dg2 Dh5 18. f3 Hae8 19. Be3 Bh3 20. Df2 f5 21. f4 g5 22. Rd2 Bg4 23. fxg5 f4 24. Bxf4 Be2 25. Rf1 He4 26. Rd2 He7 27. Kg2 Bxf4 28. gxf4 Hfe8 29. Kg1 Dg4+ 30. Dg3 Df5 31. Rf3 Bd3 32. Hxe7 Hxe7 33. Re5 Be4 34. Dg4 Staðan kom upp á meistaramóti Taflfélagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Páll Sigurðsson (1.765) hafði framan af yfirspilað Björn Þorsteinsson (2.255) en með síðasta leik sínum gaf hann svörtum færi á að snúa tafl- inu við. 34... Hxe5! 35. Dxf5 Hxf5 36. Hf1 Kf7 37. h4 Kg6 38. Kh2 Hf7 39. Kg3 He7 40. He1 Hc7 41. a3 a5 42. Kg4 h5+ 43. gxh6 Kf6 44. f5 Hh7 45. h5 Hxh6 46. Kh4 Hh8 47. b3 Hc8 48. Hc1 Bxf5 49. Kg3 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Með morgunkaffinu Það er því miður bannað að reykja hérna. Ég hef víst ekki spilað lengi.       VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r Opið alla daga frá kl. 10 til 19 – einnig um helgar. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Reykjavík: Perlan, sími 562 9701. Akureyri: Hafnarstræti 91-93, 2. hæð, símar 461 5050 og 861 1780. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda 27. febrúar til 3. mars Jóga fyrir 60 ára og eldri Guðrún Egilsdóttir kennir einfaldar æfingar með mikilli áherslu á öndun og slökun. Kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10.30 í jógastöðinni Jóga hjá Guðjóni Bergmann, Ármúla 38, 3. hæð. Námskeiðið hefst 5. mars. Verð: 5.900 kr. Nánari upplýsingar í síma 690 1818. gbergmann@strik.is - www.gbergmann.is Nýbýlavegi 12 - sími 554 4433 Einnig stórar stærðir Fallegar úlpur Frá kr. 7.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.