Morgunblaðið - 27.02.2002, Side 48

Morgunblaðið - 27.02.2002, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 3.50, 5.55 og 8. E. tal. Vit 294 Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Ísl. tal. Vit 338 Sýnd kl. 10.10. 1/2 Kvikmyndir.isDV Byggt á sögu Stephen King Frá leikstjóra Enemy of the State og Crimson Tide. Íslandsvinurinn og töffarinn Brad Pitt sýnir magnaða takta í myndinni ásamt Óskarsverðlaunahafanum, Robert Redford. Adrenalínhlaðin spenna út í gegn. Tilnefningar til Óskarsverðlauna4 Sýnd kl. 4 íslenskt tal. Vit 325 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 320 Sýnd kl. 3.45.Vit 328 Sýnd kl. 8 og 10.20. Vit 339. Það er ekki spurning hvernig þú spilar leikinn. Heldur hvernig leikurinn spilar með þig. Robert Readford Brad Pitt Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Vit nr. 345. Ó.H.T Rás2 HK DV Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit 334. Bi. 14. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Vit nr. 341. Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. OCEAN´S 11 1/2 Kvikmyndir.is  DV Tilnefningar til Óskarsverðlauna4 Strik.is RAdioX Ó.H.T Rás2 HJ MBL ÓHT Rás 2 DV Sýnd kl. 5.Sýnd kl. 9. B.i. 14. Sýnd kl. 5. Sex sálir í leit að réttu tóntegundinni. Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin Ó.H.T Rás2 Strik.is SG. DV Sýnd kl. 5 og 10. tilnefningar til Óskarsverðlauna5 Frá leikstjóra Enemy of the State og Crimson Tide. Íslandsvinurinn og töffarinn Brad Pitt sýnir magnaða takta í myndinni ásamt Óskarsverðlaunahafanum, Robert Redford. Adrenalínhlaðin spenna út í gegn. Það er ekki spurning hvernig þú spilar leikinn. Heldur hvernig leikurinn spilar með þig. Robert Readford Brad Pitt Ó.H.T Rás2 HK DV Sýnd kl. 7. B.i.12. HK DV Tilnefningar til frönsku Cesar - verðlaunanna13 Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. B.i. 14. Sýnd kl. 7 og 9. B.i. 12 . Biðin er á enda. Torrente, hinn heimski armur laganna er kominn aftur. Og nú verður allt látið vaða. Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 7 og 9.30. B.i. 14. Sýnd kl. 5. Íslenskt tal. ÞAÐ ER eins gott að játa það strax; í áratugi hef ég haft mikið dá- læti á Charles Dickens og hef lesið flestar bækur hans oftar en einu sinni og sumar oftar en tvisvar. Það er varla til marks um áhuga á ferskum bók- menntum og framsæknum að halda upp á höf- und sem sendi frá sér sínar bestu bækur um miðja nítjándu öld, en má nefna til málsbóta að sá tími var blómaskeið skáldsögunnar í Bret- landi og þá urðu til mörg fremstu verk enskra bókmennta, nægir að nefna Middlemarch eftir George Eliot. Tilfinningar manna til Charles Dickens eru óneitanlega nokkuð blendnar nú á dögum, því í bókum hans ægir saman yfirdrifinni tilfinn- ingasemi, groddalegri kímni, grát- broslegum harmi og meistaralegum mann- og þjóðfélagslýsingum. Dick- ens málaði allt með sterkum litum og breiðum pensli til að fólk sæi betur hvað hann var að fara, faldi napra þjóðfélagsádeilu í uppskrúfuðum ást- arsögum og ævintýralegum sorgar- leikjum. Bestu bækur Dickens eru ekki endilega þær sem helst eru þekktar því þó að David Copperfield og Oliver Twist séu afbragðsbækur, sérstak- lega sú fyrrnefnda, skrifaði Dickens mun betri verk, hvort sem það voru gamansögur eins og snilldarverkið The Pickwick Papers, Nickolas Nick- elby eða Martin Chuzzlewit, sem var síðasta gamansagan sem hann skrif- aði þó að gamansemin sé aldrei langt undan, eða verk eins og Barnaby Rudge, Dombey and Son, Little Dorrit og Bleak House, sem er kveikjan að þessum skrifum. Afköst Charles Dickens voru með ólíkindum, en þegar kom að því að skrifa Bleak House var hann farinn að skipuleggja skáldverk sín betur, leggja meiri rækt við söguþráð og fléttu. Persónurnar sem Dickens kynnir í Bleak House eru og flestar eftirminnilegar og lýsingar meistara- legar. Víst er Bleak House bók sem tekur nokkurn tíma að lesa, en hún er þess virði ekki síður en aðrar bækur Dick- ens. Bleak House eftir Charles Dickens. 1.035 síðna kilja í stóru broti með skýr- ingum, inngangi og viðaukum. Penguin gefur út. Kostaði um 500 kr. á Heathrow- flugvelli. Sterkir litir og breiður pensill Árni Matthíasson Bækur S Ú TÓNLIST sem hæst ber hér á landi um þessar mundir, og reyndar síð- ustu ár og áratugi, er að meginhluta upp runnin vestur í Bandaríkjunum, hvort sem það er rokk eða rapp sem menn hlusta á, kántrý eða kiðlingapopp, guðspjallatónlist eða graðhestagarg. Rætur í Evrópu Víst á bandarísk tónlist rætur í Evrópu, enda Evrópubúar sem byggðu álfuna að mestu leyti, en afr- ísk hefð er líka sterk og síðan straumar sem þróuðust að segja af sjálfu sér, svo stökkbreyttust upp- runalegar hefðir innflytjenda, eins og tejano- og cajun-tónlist, sem eru með merkilegustu tónlistarformum vestan hafs þó ekki njóti þau al- mennra vinsælda. Við lestur bók- arinnar og þeirrar sögu sem hún segir er líka gaman að sjá hringrás- irnar sem tónlistin er sífellt að taka, hvernig fátæklegur en einlægur uppruninn dregur menn sífellt til sín, eins og þegar ungmenni upp- götvuðu sveitablúsinn og sveita- tónlistina, hillbilly-tónlist, á sjötta og sjöunda áratugnum, og á sér samsvörun í því er alt-kántrí og þjóðlagarokk tók að blómstra að nýju á tíunda áratugnum og fram á okkar daga að bluegrass virðist í sókn. Bókin, sem gefin er út í tengslum við fjóra sjónvarpsþætti samnefnda bókinni, segir frá hinum ólíku straumum í bandarískri þjóðlegri tónlist sem allir leita þó saman um síðir, sveitatónlist, blús, þjóðlaga- tónlist, kántrítónlist, trúarlega tón- list, tejano, cajun, zydeco, indíána- tónlist og loks rokkinu, sem er stillt upp sem niðurstöðu bræðings ald- anna. Einhver á sjálfsagt eftir að spyrja um djassinn og öðrum finnst hugsanlega of lítið sagt frá kántrí- tónlist, enda vinsælasta tónlistar- form Bandaríkjanna; tekur poppið og „konunga“ þess í nefið hvað eftir annað. Hvort tveggja fellur aftur á móti utan við þessa flokkun á „þjóð- legri tónlist“, „roots music“, að mati ritstjóra bókarinnar, sem er vit- anlega erfitt að rökstyðja, en ein- hvers staðar varð að skera niður. Fjölmargar aðrar eyður eru en djassinn, ekkert er fjallað um „holl- ers“, fangelsis- og vinnusöngva, ekkert um sönghefðina á Georgíu- eyjunum í Mexíkóflóa, lítið sem ekk- ert sagt frá tónlistarhefð þeirra New Orleans-búa, sem ættu þó skil- inn kafla út af fyrir sig, og svo má telja. Það má þó ekki skilja það sem svo að þetta teljist gallar á bókinni, hún er einmitt þægileg aflestrar fyr- ir það að menn skáru niður, gefur betri yfirsýn og rökréttara sam- hengi með þessu móti. Ellefu kaflar Alls eru kaflarnir ellefu og skar- ast sumir, sem vonlegt er, enda er ekki langt á milli sveitatónlistar og kántrýs, eða sveitablús og rafblús. Höfundar kaflanna í bókinni eru úr ýmsum áttum og greinilegt að þeir eru valdir eftir þekkingunni sem gerir bókina fróðlega og jafnvel þeir sem eru búnir að grúska í frum- stæðri bandarískri tónlist í áratugi finna sitthvað sem sýnir þróunina í nýju ljósi eða ber í þekkingarbresti. Kaflarnir eru þó misskemmtilegir aflestrar, allir góðir en cajun/zydeco hlutinn er fulllangur miðað við aðra þætti bókarinnar og stirðlega skrif- aður, þó að í honum sé gnægð góðra og gagnlegra upplýsinga. Tejano- kaflinn er aftur á móti frábær, bæði fyrir þá sem hlustað hafa á slíka tón- list lengi og ekki síður hina sem lítið eða ekkert þekkja til hennar því hann gefur einkar skýra og skilj- anlega mynd af ólíkum straumum og hefðum í tejano-tónlist, muninum á milli danshefða, af hverju hljóð- færaskipan ræðst og hvernig hún hefur breyst og svo má telja. Aftur á móti er fullmikið gert úr rokkinu í lok bókarinnar, þó að það megi eflaust skrifa að einhverju leyti á hversu mikil áhrif það hafði á þá sem að bókinni standa. Þannig mætti skilja af rokkkaflanum að þar sé kominn endapunkturinn á allri þróuninni, hér nái sköpunarverkið hámarki og allt það besta frá öllum sé að finna í frumrokki, en hið sanna er að það er enn fullt að gerast í öll- um þeim gerðum tónlistar sem tí- undaðar eru í bókinni og fjölmargar hafa bæst við og eru sífellt að bæt- ast við. Það hefði síðan aukið nota- gildi bókarinnar umtalsvert ef með hefði fylgt ábending um hvar best sé að nálgast tónlist með þeim lista- mönnum sem nefndir eru. Aragrúi mynda Í lok hvers kafla er síðan vitnað í tónlistarmennina sjálfa, ýmist í gömul viðtöl eða viðtöl sem tekin voru fyrir bókina/þáttaröðina. Þau gefa mörg skemmtilega innsýn í það hvað tónlistarmennirnir voru að pæla og spekúlera, hvers vegna þetta var spilað svona eða hinsegin og svo má telja. Aragrúi mynda er í bókinni, sem gerir hana sérdeilis eigulega, ekki síst vegna þess að margar mynd- anna hafa ekki sést áður á prenti. Sérstakur fengur er í myndum af fyrstu árum sveitatónlistarinnar, en einnig er gaman að sjá myndir frá fyrstu árum þjóðlagatónlistarinnar, að sjá alla svo sakleysislega og upp fulla af hugsjónum sem áttu flestar eftir að týnast í reyknum frá jónunni eða chilluminu. Blúsmyndirnar eru líka skemmtilegar, þó að margar þeirra hafi blúsfróðir séð áður, en þar er líka gaman að rifja upp kynni við gamla kunningja, sem sumir hafa ekki ratað á fóninn í áratug eða meira, og ein heilsíðumynd af Howl- ing Wolf geislar svo af hlýju og kímni að ég fékk tár í augun við að sjá hana; það var eins og að rekast á gamla mynd af horfnum ættingja þar sem rótað er í fjölskyldualbúm- inu. American Roots Music eftir ýmsa höfunda. Harry N. Abrams gefur út 2001. 242 síður innb. í stóru broti með registri og grúa mynda. Kost- aði um 4.000 kr. hjá Amazon í Bandaríkjunum. Saga þjóðlegrar tónlistar Lydia Mandoza var ein af allra fyrstu tejano-stórstjörnunum. Þessi mynd er tekin 1934. Hjónin Cleona og Joe Falcon urðu að því best er vitað fyrst til að syngja cajun-lag inn á band. Jimmy Rodgers, bremsuvörðurinn syngjandi, sem er með helstu tón- listarmönnum bandarískrar sögu. Riley „Blues Boy“ King stillir sér upp með gítar í hendi á sinni fyrstu kynningarmynd, 1949. Vestan frá Bandaríkjunum eru ættuð flest þau form alþýðutónlistar sem menn þekkja í dag. Árni Matthíasson las bók sem reynir að segja sögu þjóðlegrar tónlistar banda- rískra í stuttu máli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.