Morgunblaðið - 03.03.2002, Page 1

Morgunblaðið - 03.03.2002, Page 1
MORGUNBLAÐIÐ 3. MARS 2002 52. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Líf á landkríli Á nyrstu byggðu eyju við Ísland nær íbúafjöldinn ekki einu hundraði. Að íslenskum sið er kraft- urinn í mannlífinu þó líkt og þar búi margfalt fleiri. Þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari heim- sótti Grímsey ríkti Vetur konungur þar einráður. Sælkerar á sunnudegi Pókémonsúpa Valentínu Smá Jón Oddur og Jón Bjarni í okkur sjálfum Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 3. mars 2002 B 14Íbúaþing kjörinn vett- vangur fyrir samráð 10 „Sannleikurinn mun alltaf elta menn uppi að lokum“ LEIÐTOGAFUNDUR Samveldis- ríkjanna var settur í Coolum í Ástr- alíu í gær og leiðtogarnir sam- þykktu nýja áætlun um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi. Áætl- unin felur meðal annars í sér að ríkjum, sem styðja hryðjuverka- samtök, verður vikið úr samveld- inu, en í því eru 54 lönd. Áströlsk ungmenni sýna hér björgunaraðgerð við setningar- athöfn fundarins. AP Samveldis- fundur settur BANDARÍKJAHER hóf loftárásir að nýju á fylgsni liðsmanna hryðju- verkasamtakanna al-Qaeda í Afg- anistan í gær og bjó sig undir að senda hernaðarráðgjafa til að að- stoða stjórnvöld í Jemen í barátt- unni við hryðjuverkamenn. Afganska fréttastofan AIP sagði að bandarískar herþotur hefðu gert harðar sprengjuárásir á skot- mörk í afganska héraðinu Paktia. Talið væri að um 500 al-Qaeda-lið- ar hefðu safnast saman í fjallshlíð- um um 40 km suðaustan við Gard- ez, höfuðstað Paktia-héraðs. Hátt settir embættismenn í Washington sögðu að Bandaríkja- stjórn hygðist veita Jemenum tæknilega aðstoð og sjá þeim fyrir vopnum og ýmsum búnaði til að berjast gegn hryðjuverkastarf- semi. Embættismaður í Jemen sagði að um hundrað bandarískir her- menn yrðu sendir til landsins í því skyni að þjálfa sérsveitir, sem berjast gegn hryðjuverkamönnum, einkum liðsmönnum al-Qaeda. Hann lagði áherslu á að banda- rísku hermennirnir myndu ekki taka þátt í neinum hernaðarað- gerðum og sagði að þeir yrðu að- eins í tvo mánuði í landinu. Talið er að liðsmenn al-Qaeda hafi gert sprengjuárásina á banda- ríska herskipið Cole í höfn jem- ensku borgarinnar Aden í október 2000. Pútín gagnrýndur Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, hefur sætt gagnrýni heima fyrir vegna stuðnings síns við áform Bandaríkjastjórnar um að senda hernaðarráðgjafa og her- gögn til Kákasus-lýðveldisins Georgíu. Margir Rússar telja að með þessu séu Bandaríkin að sækja inn á áhrifasvæði Rússlands. Stjórn Georgíu skýrði frá því að 200 bandarískir hernaðarráðgjafar kæmu þangað síðar í mánuðinum til að undirbúa árásir georgískra sérsveita á Pankis-gljúfur þar sem liðsmenn al-Qaeda hafa safnast saman. Vararíkisstjórn í neðan- jarðarbyrgjum Bandarísku ráðgjafarnir eiga að þjálfa um 1.200 georgíska hermenn og sjá þeim fyrir vopnum, farar- tækjum og fjarskiptabúnaði að andvirði 6,4 milljarða króna, að sögn bandarísks heimildarmanns. Bandarískir embættismenn stað- festu einnig að George W. Bush Bandaríkjaforseti hefði myndað „vararíkisstjórn“ nokkrum klukku- stundum eftir hryðjuverkin 11. september. The Washington Post sagði að forsetinn hefði sent um hundrað hátt setta embættismenn í leynileg neðanjarðarbyrgi og þeir ættu að stjórna landinu ef höfuð- borgin yrði fyrir kjarnorkuárás. Vararíkisstjórnin er enn í byrgj- unum, tæpu hálfu ári eftir hryðju- verkin. Hernaðarráðgjafar sendir til Jemens Bandaríkjamenn hefja árásir að nýju í Afganistan Washington. AFP, The Washington Post. TVEIR bögglar, sem innihéldu vít- issóda, voru sendir til Cherie Blair, eiginkonu breska forsætisráð- herrans, og skosks þingmanns, að sögn bresku lögreglunnar í gær. Hún sagði að talið væri að slíkir bögglar hefðu verið sendir til allt að fjórtán annarra stjórnmála- manna í Bretlandi og varaði þá við því að opna þá. Lögreglan sagði að ekkert benti til þess að sendingarnar tengdust hryðjuverkunum 11. september eða hermdarverkahreyfingum á Norð- ur-Írlandi. Óþekktur maður hefði hringt og sagt að Skoski þjóðfrels- isherinn, hreyfing skoskra þjóðern- isöfgamanna, hefði sent bögglana. Hreyfingin berst fyrir sjálfstæðu lýðveldi í Skotlandi og hefur hótað að ráða bresku konungsfjölskyld- una af dögum. Bögglarnir voru póstsendir til Downingstrætis 10, aðseturs breska forsætisráðherrans, og til ónafngreinds þingmanns í Skot- landi. Á bögglunum stóð að þeir innihéldu ilmviðarolíu en í ljós kom að um var að ræða natríumhýdrox- íð, eða vítissóda, sem er mjög æt- andi efni og getur meðal annars valdið blindu. Vítissódi sendur til Cherie Blair London. AP. PELÍKANAR með galopna gogga vappa inn í veitingahús í tyrk- neska bænum Izmir í von um að eigandinn sjái aumur á þeim og gefi þeim fisk. Veitingahúsið er við flóa þar sem pelíkanarnir staldra við á leið sinni til hlýrri landa. Reuters Pelíkanar sníkja fisk BANDARÍSKA endurskoðunarfyrir- tækið Andersen hefur samþykkt að greiða andvirði 21,7 milljarða króna í bætur fyrir að hafa ekki flett ofan af fjársvikum í tengslum við fjárfesting- arsjóð babtistastofnunar í Arizona. Andersen samdi um bæturnar við saksóknara í Arizona til að komast hjá réttarhöldum sem áttu að hefjast á morgun, mánudag. 13.000 fjárfestar höfðu tapað andvirði nær 60 milljarða kr. á sjóðnum. Andersen hefur einnig hafið samn- ingaviðræður við lögfræðinga hlut- hafa í orkufyrirtækinu Enron um bætur fyrir að skýra ekki frá alvar- legum fjárhagsvanda þess áður en það varð gjaldþrota. Andersen hefur þegar boðist til að greiða hluthöfun- um andvirði 75 milljarða króna. Andersen greiðir bætur Los Angeles Times. C

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.