Morgunblaðið - 03.03.2002, Page 6

Morgunblaðið - 03.03.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN23/2 –2/3 ERLENT INNLENT  HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á föstudag Sigurð Guð- mundsson til að sæta þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Var hann fundinn sekur um að hafa hrist níu mánaða gamlan dreng, sem hann var með í daggæslu, með þeim afleiðingum að drengurinn lést.  FYLGI R-listans mæld- ist 57,8% og fylgi Sjálf- stæðisflokksins 39,9% í nýrri könnun sem Gallup gerði meðal kjósenda í Reykjavík vegna sveit- arstjórnarkosninganna í vor.  DAGVINNULAUN grunnskólakennara hækk- uðu um 51% að meðaltali frá september 2000 til sama mánaðar árið 2001.  YFIRSTJÓRN leitar og björgunar á hafinu og við strendur Íslands hefur óskað eftir því við sam- gönguráðherra að farið verði yfir reglur og frá- gang svokallaðs STK- neyðarbúnaðar í kjölfar þess að Bjarmi VE fórst á laugardagsmorgun.  HÁTT í 200 fjár af bænum Höfða í Þver- árhlíð í Borgarfirði var lógað í sláturhúsinu í Borgarnesi á föstudag í kjölfar ítarlegrar vett- vangsaðgerðar sem fram fór á bænum vegna gruns um illa meðferð á búfén- aði.  VETRARHÁTÍÐIN Ljós í myrkri var sett í Reykjavík á miðvikudag en hún stendur til 3. mars. Nýr menntamála- ráðherra TÓMAS Ingi Olrich, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra, er nýr menntamála- ráðherra landsins en Björn Bjarnason lét af störfum í gær. Olíufélagið vill samvinnu OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur óskað eftir samvinnu við Samkeppnisstofnun um að upplýsa meint brot félagsins á sam- keppnislögum. Segir stjórn félagsins að fram hafi komið vísbendingar um að ákveðnir þættir í starfsemi fyrir- tækisins stangist á við ákvæði sam- keppnislaga, s.s. samreknar bensín- stöðvar, sameiginlegt eignarhald þjónustufyrirtækja og samstarf um sölu á eldsneyti til erlendra skipa. Hætt við sölu Landssímans STJÓRNVÖLD hafa ákveðið að binda enda á einkavæðingarferli Landssím- ans en selja átti umtalsverðan hlut rík- isins til kjölfestufjárfestis. Hefur við- ræðum einkavæðingarnefndar og danska símafélagsins TDC í þá átt verið formlega slitið. Kostnaður rík- isins vegna einkavæðingarferlisins er yfir 100 milljónir króna. Frumvarp um veiðigjald lagt fram GERT er ráð fyrir að lagt verði 9,5% veiðigjald á handhafa aflaheimilda í frumvarpi sem sjávarútvegsráðherra lagði fram á Alþingi í vikunni. Hefði gjaldið orðið samtals um 21 milljarður króna á yfirstandandi ári sé miðað við áætlaðan afla. Samtök sjómanna og útvegsmanna hafa lýst sig andvíg frumvarpi ráðherra. Óttast trúarbragða- stríð á Indlandi STJÓRN Indlands sendi hersveitir til borga í indverska sambandsrík- inu Gujarat á föstudag til að reyna að binda enda á átök milli hindúa og múslíma sem hafa kostað 295 manns lífið. Óttast var að átökin breiddust út til annarra ríkja á Indlandi og allsherjar trúarbragðastyrjöld væri í uppsiglingu. Átökin hófust á miðvikudag þegar hópur múslíma réðst á farþegalest og kveikti í henni. 58 hindúar, þeirra á meðal fjórtán börn, brunnu inni. Hópar hindúa gengu berserks- gang eftir lestarbrunann og urðu að minnsta kosti 237 manns að bana. Hóparnir réðust á múslíma með byssum og hnífum og kveiktu í íbúð- arhúsum, verslunum og veitingahús- um í eigu múslíma. Að minnsta kosti 30 manns brunnu t.a.m. inni þegar herskáir hindúar kveiktu í íbúar- húsum í þorpinu Pandarvada. Fjölmennt herlið var á götum borgarinnar Ahmadabad vegna blóð- ugra óeirða. Að minnsta kosti 1.200 manns höfðu verið handteknir. 70.000 lögreglumenn voru á göt- um Nýju Delhí til að koma í veg fyr- ir óeirðir og yfirvöld voru með mik- inn viðbúnað í öðrum borgum. Þeir sem létu lífið í lestarbrun- anum á miðvikudag voru á leið til bæjarins Ayodhya þar sem tugir þúsunda hindúa hafa safnast saman til að krefjast þess að reist verði hof á stað þar sem öfgamenn úr röðum hindúa rifu niður mosku í desember 1992. Um 2.000 manns biðu bana í átök- um milli hindúa og múslíma eftir að moskan var eyðilögð. Hreyfingin Heimsráð hindúa seg- ist ætla að hefjast handa við að reisa hof á staðnum eftir tvær vikur þótt dómstóll hafi bannað það. Stjórn Indlands hvatti hreyfinguna til að fresta því að reisa hofið.  TÓLF Palestínumenn og einn Ísraeli biðu bana og um 135 Palestínumenn særðust, þar af tíu alvar- lega, þegar ísraelskir hermenn gerðu stórárás á þrennar flóttamanna- búðir á Vesturbakka Jórdanar á fimmtudag. Áður höfðu Sádi-Arabar kynnt nýjar friðar- tillögur, sem vöktu vonir um að hægt yrði að binda enda á ofbeldið, en árás- irnar á flóttamannabúð- irnar þóttu ekki boða neitt gott fyrir fram- haldið.  LEIÐTOGI stjórnar- andstöðunnar í Zimb- abwe, Morgan Tsvang- irai, og tveir samstarfs- menn hans voru ákærðir á þriðjudag fyrir landráð og samsæri um að myrða Robert Mugabe, forseta landsins. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir dauðadóm yfir höfði sér.  SEÐLABANKI Banda- ríkjanna spáir 2,5–3% hagvexti í landinu í ár, en hann var aðeins 0,2% á síðasta ári. Bankinn segir að efnahagslífið sé að jafna sig á afleið- ingum hryðjuverkanna 11. september.  Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því á þriðjudag að rannsókn hefði leitt í ljós að margir starfs- menn hjálparstofnana hefðu gerst sekir um að misnota ungar stúlkur í flóttamannabúðum í Vest- ur-Afríkuríkjunum Líb- eríu, Sierra Leone og Gíneu. MIKIÐ hefur hefur gengið á við brúna yfir Klifanda á þjóðvegi eitt eftir að vegagerðarmenn uppgötvuðu að sprunga væri komin í einn steypta bitann sem heldur brúargólfinu uppi. Þessi brú er nú ein af fjórum einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt á Suðurlandi og er hún kominn nokkuð til ára sinna en hún var byggð árið 1962 . Ekki er á áætl- un hjá Vegagerðinni að endur- nýja brúna fyrr en árið 2004. Hjá Gylfa Júlíussyni vegaverkstjóra í Vík fengust þær upplýsingar að steypa ætti nýjan stöpul undir brúna til að treysta undirstöður hennar og bjarga henni þangað til byggð verður ný brú. Að sögn Gylfa er ekki nein hætta á ferð- inni en þó mun nauðsynlegt að laga hana áður en ástandið versnar svo ekki þurfi að koma til þungatakmarkana. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna að því að styrkja undirstöður. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sprunga var komin í einn steypta bitann í brúnni. Brúin á Klifanda að bila Mýrdal. Morgunblaðið. NÝ bygging Marels, sem nú er að rísa við Austurhraun í Garðabæ, er sérstaklega hönnuð og uppbyggð með það fyrir augum að svokölluð rafmengun valdi ekki vanlíðan starfsfólks eða truflun í rafmagns- kerfi. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt er haft að leiðarljósi við bygg- ingu húsa hérlendis. Nýbyggingin er langt komin og er stefnt að því að Marel flytji starfsemi sína þangað í júní næst- komandi. Að sögn Helga Geirharðs- sonar, verkefnisstjóra Marels við bygginguna, eru fjölmörg atriði sem hugað hefur verið að í þessu sambandi. „Til dæmis hafa allir lampar, sem eiga að koma í húsið, verið sérstaklega prófaðir út frá þeirri rafmengun sem þeir skapa. Eins höfum við fengið fyrirtæki til að hanna sérstaklega allar jarð- bindingar og allar lagnaleiðir þann- ig að það myndist ekki óæskileg segulsvið í húsinu. Síðast en ekki síst höfum við gert miklar ráðstaf- anir til að búa til mjög góða jarð- tengingu fyrir húsið þannig að öll rafmagnsmengun eigi góða leið nið- ur í jörð,“ segir hann og undir- strikar að trúar- eða töfrabrögð komi þarna hvergi nærri heldur sé um hreina og klára rafmagnsfræði að ræða. Hver lampi prófaður sérstaklega Hann segir rafmagnsmengunina geta valdið bæði vanlíðan hjá fólki til lengri tíma sem það eigi kannski erfitt með að útskýra. Því hafi verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á þetta atriði í byggingu hússins. „Við vitum um dæmi þar sem menn hafa ekki gert það og lent í alls konar vandræðum, bæði hvað varð- ar vanlíðan starfsfólks og rekstur á tölvukerfum.“ Það er ekki síst lýs- ingin í húsinu sem sérstaklega er hugað að í þessu sambandi. „Lamp- arnir eru sérinnfluttir frá Ítalíu. Framleiðandinn, iGuzzini, gerði til- lögu að lýsingu í húsinu og í fram- haldinu fengum við hann til að senda okkur sýnishorn af öllum þeim lömpum sem hann stakk upp á. Brynjólfur Snorrason, sem er með fyrirtækið Lífafl á Akureyri, fékk svo þessa lampa og mældi hvaða áhrif hver lampi um sig hafði á rafkerfið og hvernig hann meng- aði út frá sér í nánasta umhverfi. Út frá þeim upplýsingum þurftum við síðan að hafna nokkrum lömp- um sem olli því að þessi framleið- andi kom með nýjar lausnir.“ Sem dæmi um þetta nefnir hann lýs- inguna í vinnusal nýja hússins sem byggist á nýrri tækni sem ekki hef- ur verið til í heiminum áður og Marel því fyrsti aðilinn sem taka hana í notkun. Helgi segir þessa hugsun á bak við uppbyggingu hússins nýmæli hér á landi því þetta sé í fyrsta sinn sem hús er sérhannað að þessu leyti. „Í Ameríku eru menn kannski komnir lengra í að skoða í rafmagn í svona húsum heldur en t.d. í Evr- ópu. Við höfum heyrt að þær kröfur sem við erum að setja séu sambæri- legar og menn gera varðandi dýra- garða annars vegar og hjá banda- ríska hernum hins vegar.“ Byggingaraðilar hússins eru Friðjón og Viðar ehf. auk undir- verktaka en arkitekt að húsinu er Ingimundur Sveinsson. Hannað til að koma í veg fyrir rafmengun Morgunblaðið/Kristinn Helgi Geirharðsson fyrir utan nýbyggingu Marels í Garðabæ. Marel hyggst flytja í nýbyggingu í Garðabæ í júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.