Morgunblaðið - 03.03.2002, Side 15
Daily Mail fór sem eldur í sinu um
heimsbyggðina.
Á fimmtudagskvöld sagði gjaldkeri
UEFA, Mathieu Sprengers, í samtali
við netmiðilinn Soccernet að Blatter
segði ósatt um fjármálastöðu FIFA
og skuldir sambandsins væru það
miklar að gjaldþrot blasti við því.
Sprengers sagði að Blatter gerði lítið
úr ástandinu til þess að reyna að
halda völdum sem forseti FIFA.
Blatter hefði sagt sér að hann hefði
þegar notað peninga sem tengdir
væru heimsmeistarakeppninni 2006
til að lappa upp á stöðuna í dag, en op-
inberlega hefur Blatter harðneitað
öllu slíku.
Lennart Johansson tilkynnti á síð-
asta ári að hann myndi styðja Blatter
til endurkjörs á þingi FIFA sem hald-
ið verður í lok maí, við upphaf heims-
meistarakeppninnar í Suður-Kóreu
og Japan. Svo virtist sem stríðsöxin
hefði verið grafin en fyrir skömmu
gaf Johansson til kynna að svo væri
ekki, þegar hann sagði að fleiri en
Blatter gætu sinnt forsetaembættinu.
Frestur til að tilkynna framboð renn-
ur út 29. mars en reiknað er með því
að Hayatou tilkynni um framboð sitt
um miðjan mánuðinn og hann fái full-
an stuðning Svíans, og þar með stórs
hluta Evrópu.
Heimsbyggðin þarf sannanir
fyrir heiðarleika FIFA
Johansson einbeitir sér að fjár-
málastöðunni og segir við Soccernet:
„Ef þessar ásakanir eru réttar, sýnist
mér að forsetinn verði sjálfur að
ákveða sína framtíð. Hún er í hans
höndum. Við verðum að rannsaka all-
ar þessar ásakanir til hlítar ef við eig-
um að hreinsa FIFA af öllum grun
um óheiðarleika. Heimsbyggðin verð-
ur að fá að vita sannleikann um FIFA
og fá sannanir fyrir því að þetta séu
heiðarleg samtök. Sannleikurinn mun
alltaf elta menn uppi að lokum,“ sagði
Lennart Johansson.
Andrew Jennings birti nýja grein í
gær þar sem hann segir að sú orra-
hríð, sem hafi skollið á Sepp Blatter
síðustu tvo daga, sé barnaleikur í
samanburði við það sem bíði hans á
fundi framkvæmdastjórnar FIFA í
komandi viku.
Jennings segir að forseti FIFA geti
ekki lengur komist hjá því að opin-
bera hina slæmu fjármálastöðu sam-
bandsins. Hann sé kominn í minni-
hluta í framkvæmdastjórninni –
Blatter tefli þar fram 11 manna liði,
andstæðingarnir séu með 13 leik-
menn á vellinum. Á umræddum fundi
verði Blatter spurður spjörunum úr
um hinar ýmsu hliðar á fjármálum
FIFA; hve mikið tapið vegna gjald-
þrots ISL sé í raun og veru, hvað það
hafi kostað að ráða fjölda fyrrverandi
starfsmanna ISL hjá nýju markaðs-
fyrirtæki á vegum FIFA, hve mikill
aukakostnaður muni fylgja því að
heimsmeistarakeppnin í ár fari fram í
tveimur löndum, hversu miklu FIFA
hafi tapað þegar heimsmeistara-
keppni félagsliða var felld niður á síð-
asta ári, og síðast en ekki síst hvort
það sé rétt að Blatter sjálfur þiggi 400
milljónir króna í árslaun sem forseti
FIFA.
„Það er komin upp sérkennileg
staða þegar flestir leiðtogar í þeirri
íþróttagrein í heiminum, sem veltir
langmestum fjármunum, segja að
þeir viti ekki hvað sé að gerast í fjár-
málum hreyfingarinnar – og geta ekki
komist að því,“ skrifar Andrew Jenn-
ings.
’ Andrew Jenningsbirti nýja grein í gær
þar sem hann segir
að sú orrahríð sem
hafi staðið á Sepp
Blatter síðustu tvo
daga sé barnaleikur í
samanburði við það
sem bíði hans á
fundi framkvæmda-
stjórnar FIFA í kom-
andi viku ‘
vs@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 15
Sí›ustu sætin
Betri fer›ir - betra frí
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100
Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600
Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is
Úrval-Úts‡n
Bóka›u fer›ina o
g fá›u
nánari uppl‡sing
ar á netinu!
- páskafer›ir og vorfer›ir á frábærum kjörum
Besti tíminn á Kanarí á bestu
gististö›unum.
Páskafer›ir:
SÉRTILBO‹ á páskafer› 16. mars
í 18 nætur - örfá sæti laus
23. mars - páskar UPPSELT
Ód‡rar vorfer›ir:
3. apríl - 17 dagar - VORTILBO‹
6. apríl - 14 dagar - VORTILBO‹
Kanarí
Gistista›ir í sérflokki, La Colina
og Les Dunes Suites bera af.
Besta fjölskyldugistingin.
Páskafer›ir:
22. mars - páskar - örfá sæti laus
Ód‡rar vorfer›ir:
2. apríl - vorfer› í 16 nætur
Benidorm
Frábær sta›ur fyrir golfarana
- fjölbreytt úrval golffer›a í vor.
Páskafer›ir:
22. mars - páskar - UPPSELT
27. mars - páskar - örfá sæti laus
Ód‡rar vorfer›ir:
1. og 12. apríl - 11 nætur - örfá sæti laus
8. og 15. apríl - 7 nætur - fá sæti laus
Portúgal
Írsku augun brosa til flín fleqar
vorar á bökkum Liffey.
Páskafer›ir:
28. mars - Örfá sæti laus
Ód‡rar vorfer›ir:
Aukafer› 25. apríl
Dublin
Ekki draga fla› lengur a› taka ákvör›un!
Fyrsta flokks gistista›ir
og fyrsta flokks fljónusta.
Trygg›u flér sæti strax!
fiú ert í öruggum höndum
í fer› me› okkur!
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
1
69
85
02
/2
00
2
kr.67.900
á mann m.v. lágmark 2 fer›ist saman.
Föst aukagjöld: 3.730 kr.
Tilbo›sver› 6. apríl
Tvöfalt vægi Frípunkta