Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ E INS og dæmin sanna standa lagadeildir við háskóla gjarnan á gömlum merg og fá tækifæri hafa myndast til að móta slíkar deild- ir frá grunni í seinni tíð. Eins og vonlegt er vakti því at- hygli þegar háskólaráð Háskólans í Reykjavík tók ákvörðun um að stofna lagadeild við skólann hinn 1. júní sl. Þórður S. Gunnarsson, ný- ráðinn forseti lagadeildarinnar, segir að í bókun ráðsins komi fram að við skipulag deildarinnar eigi að leggja áherslu á að námið endur- spegli þær breytingar sem orðið hafi í íslensku atvinnulífi á undan- förnum árum og taki eftir því sem unnt er mið af þörfum íslensks at- vinnulífs fyrir lögfræðimenntaða stjórnendur og ráðgjafa. Háskólaráðið lagði ennfremur áherslu á að innan deildarinnar yrði m.a. boðið upp á námsleiðir þar sem nemendum gæfist kostur á að sam- tvinna lögfræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði og aðrar greinar er að gagni geta komið við störf í at- vinnulífinu. Þá lagði ráðið verulega áherslu á að deildin menntaði nem- endur til hefðbundinna lögfræði- starfa á sviði málflutnings- og dómsstarfa. „Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að auka samkeppnis- hæfni íslensks atvinnulífs. Þetta markmið hefur vísað okkur leiðina við undirbúning laganámsins en auk þess hafa leiðarljós skólans ný- sköpun, tölvu- og tækniþróun og al- þjóðavæðing vísað okkur veginn,“ segir Þórður í upphafi. Víða leitað fyrirmynda Þórður segir að við skipulagn- ingu laganámsins hafi víða verið leitað fyrirmynda. „Við höfum skoð- að fyrirkomulag laganáms bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu þ.á m. á Norðurlöndunum. Laganámið okkar verður ekki sniðið eftir einni ákveðinni fyrirmynd en við munum vissulega notfæra okkur það besta sem við höfum fundið í þeim skólum sem við höfum skoðað.“ Hvernig verður formlegri skipu- lagningu námsins háttað? „Laganámið við HR skiptist ann- ars vegar í 3 ára grunnnám til BA- gráðu í lögfræði og hins vegar í framhaldsnám/meistaranám til meistaragráðu. Í 90 eininga grunn- námi verða kenndar helstu megin- greinar lögfræðinnar. Auk þeirra greina sem nú eru kenndar sem skyldugreinar við lagadeild Há- skóla Íslands munum við kenna greinar eins og félagarétt, sam- keppnisrétt, höfunda- og einka- leyfarétt, Evrópurétt, skattarétt, vinnumarkaðsrétt, tölvulögfræði og verðbréfaviðskiptarétt. Þessu til viðbótar er rétt að nefna að við munum leggja verulega áherslu á að tengja námið við raunhæf úr- lausnarefni eða verkefni, t.d. verja nemendur þremur vikum af skóla- tíma sínum á hverri vorönn í raun- hæf verkefni undir leiðsögn kenn- ara eða annarra sérfræðinga.“ Sérhæfing byrjar í grunnnámi Með hvaða hætti verður stuðlað að sérhæfingu í náminu? „Við skipulagningu námsins höf- um við lagt áherslu á að nemendum gefist kostur á sérhæfingu þegar innan grunnnámsins. Nemendum verður gefinn kostur á að velja sér námsgreinar á síðustu önn í grunn- náminu hvort heldur er innan lög- fræði, viðskipta- og/eða tölvunar- fræði. Ekki verður sett að skilyrði að nemendur sæki námið aðeins innan HR, t.d. er ekkert því til fyr- irstöðu að sótt sé til annarra inn- lendra eða jafnvel erlendra Há- skóla. Sérhæfingin heldur áfram að dýpka eftir BA-gráðuna. Á fyrstu önn í meistaranámi velja nemendur 5 greinar úr ákveðnum fjölda val- greina. Á annarri önninni tekur við rannsóknarnám í tengslum við eitt af þremur meginsviðum meistara- námsins. Þessi svið eru alþjóðasvið með áherslu á alþjóðalög og -við- skipti, viðskiptalögfræðisvið með áherslu á samþættar greinar á sviði viðskipta- og lögfræði og málflutn- ings- og dómssvið þar sem áhersla verður lögð á þær greinar lögfræð- innar sem einkum reynir á í störf- um lögmanna og dómara. Eftir fimm ára nám er nemandi því búinn að verja samtals 75 einingum í sér- hæfingu, þ.e. um helmingi náms- tímans.“ Hátt brottfall áfellisdómur Ráðgert er að taka allt að 75 nemendur inn í deildina næsta haust. Þórður segir að inntökuskilyrði í námið verði stúdentspróf eða sam- bærilegt próf. „Stefna HR hefur verið og er að þeir nemendur sem inngöngu fá í skólann standist þær kröfur sem skólinn gerir til nem- enda. Við lítum svo á að hlutverk okkar sé að aðstoða nemendur á all- an mögulegan hátt til að svo geti orðið. Nemendurnir eru okkar við- skiptavinir og samstarfsmenn! Þá vil ég að gefnu tilefni undirstrika að síst verða gerðar minni kröfur til nemenda en gerður eru við aðra há- skóla hér á landi.“ Er búist við að brottfall hjá ykk- ur verði svipað og verið hefur í al- mennri lögfræði við lagadeild HÍ? „Í mínum huga er hátt brottfall í háskóla mikill áfellisdómur sem kallar á gagnrýna endurskoðun á kennslu og vinnubrögðum nem- enda. Við sem störfum við laga- deildina munum leggja okkur öll fram í þjónustu okkar við nemend- ur og ég er þess fullviss að nem- endur okkar munu leggja sig alla fram eins og nemendur við aðrar deildir skólans hafa gert. Ég óttast því ekki mikið brotfall.“ Hvaðan telur þú að nemendur í lagadeildina komi? „Ég geri ráð fyrir að meirihluti nemenda við lagadeildina komi beint úr framhaldskólunum. Ákjós- anlegt væri að við fengjum einnig nemendur með starfsreynslu eftir framhaldsskóla eða háskólapróf í öðrum greinum. Reynslan verður að skera úr því. Skólagjöld við laga- deildina verða þau sömu og við aðr- ar deildir skólans, þ.e. viðskipta- og tölvunarfræðideildir, og eru láns- hæf hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna. Skólagjöld á fyrstu önn verða 89.000 kr.“ Gagnrýnt hefur verið að laga- nemar við HÍ hafi ekki fengið nægi- lega staðgóða menntun í bókhaldi og tölvunotkun. Hvernig verður því háttað í lagadeild HR? „Vanþekking lögfræðinga á grundvallaratriðum reikningshalds og lestri ársreikninga hefur staðið þeim verulega fyrir þrifum í störf- um þeirra sem ráðgjafar og stjórn- endur í fyrirtækjum og löngu orðið tímabært að bæta þar úr. Meðal kennslugreina á fyrstu önn verða námskeið þar sem tekið verður á þessum þáttum. Nemendum verður kennd notkun rafrænna miðla í námi og starfi, tölvulögfræði verður skyldugrein og verkefnavinna verð- ur að stórum hluta unninn í gegnum tölvur. Bókasafnið okkar er að hluta raf- rænt og tölvur eru í vinnuumhverfi HR jafn sjálfsagðar og penninn var áður fyrr.“ Tvær rannsóknastofnanir í haust Hver er framtíðarsýn lagadeild- arinnar í tengslum við rannsóknir? „Lagadeildin leggur verulega áherslu á rannsóknir. Lögfræðileg- ar rannsóknar verða hluti af námi nemenda strax í grunnnáminu, þ.e. verkefnavinna og sérstaklega BA- verkefni. Þá liggur fyrir að fram- haldsnámið verður rannsóknarnám. Með hliðsjón að því má því gera ráð fyrir að innan meistaranámsins verði mjög öflugar rannsóknir á sviði lögfræði. Tvær rannsóknarstofnanir verða settar á fót við deildina strax næsta haust. Önnur verður á sviði tölvu- lögfræði og hin á sviði Evrópurétt- ar. Kennarar við deildina munu starfa við þessar stofnanir en auk þess má gera ráð fyrir að nemendur í meistaranámi muni vinna að sín- um verkefnum a.m.k. að hluta til innan þessara stofnana. Fyrsti pró- fessorinn, Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmaður, hefur þegar verið ráðinn til deildarinnar. Rannsóknir verða verulegur þáttur í störfum hans. Þó er rétt að taka fram að auk rannsókna mun hann sinna kennslu, m.a. á fyrstu önn. Rannsóknir verða að sjálfsögðu verulegur þáttur í störfum allra kennara við deildina enda ætlum við okkur stóran þátt í lögfræði- rannsóknum. Auk Jóns Steinars er þegar búið að ganga frá ráðningu Ragnhildar Helgadóttur, lögfræðings og dokt- orsnema, sem kennara við deildina. Aðalkennslugreinar hennar verða á sviði stjórnskipunar- og stjórn- sýsluréttar. Sjálfur ætla ég að kenna réttarheimildafræði á fyrstu önn. Fastráðnir kennarar verða í upphafi 4 til 5. Ráðning Jóns Stein- ars og Ragnhildar sem bæði eru framúrskarandi lögfræðingar end- urspeglar þá stefnu deildarinnar að bjóða eingöngu þá bestu kennara sem völ er á hverju sinni. Í þeim efnum verður engin málamiðlun. Ráðning Jóns Steinars og Ragn- hildar undirstrikar ennfremur þá áherslu að kennarar við deildina hafi bæði verulega reynslu og traustan akademískan bakgrunn. Með því sköpum við eftirsóknar- verða breidd í kennaraliðið.“ Fullgilt laganám Gefur námið nemendum réttindi til að starfa sem dómarar og lög- menn? „Þessi spurning hefur vaknað og er mjög eðlileg. Í núgildandi lögum um dómstóla og lögmenn er hvað menntunarskilyrði varðar fyrst og fremst vísað til svonefnds embætt- isprófs frá lagadeild HÍ. Reyndar er í báðum tilvikum heimilt með ákveðnum skilyrðum að leggja að jöfnu háskólapróf í lögfræði frá öðr- um háskólum. Þessi ákvæði eru að sjálfsögðu barn síns tíma og ljóst að þeim verður breytt til samræmis við þær breytingar sem nú eru að verða á laganámi á Íslandi. Nám við lagadeild HR verður fullgilt laga- nám og óhætt að staðhæfa að þeir sem ljúka meistaraprófi frá laga- deild HR munu hafa næga menntun Háskólinn í Reykjavík hefur laganám í haust Samkeppni og samvinna geta Með stofnun laga- deildar við Háskólann í Reykjavík hefur verið brotið blað í sögu lögfræðimennt- unar á Íslandi. Í samtali Önnu G. Ólafsdóttur við Þórð S. Gunnarsson, forseta lagadeildarinnar, kom fram að hann er þess fullviss að út- skrifaðir nemendur fái réttindi til að starfa sem lögmenn og/eða dómarar. Þórður segir núgildandi lög barn síns tíma. Aðeins sé tímaspursmál hvenær gerðar verði nauðsynlegar laga- breytingar. Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík: „Nemendurnir eru okkar viðskiptavinir og samstarfsmenn!“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.