Morgunblaðið - 03.03.2002, Page 17

Morgunblaðið - 03.03.2002, Page 17
til að gegna störfum lögmanna og dómara. Telur þú að samkeppni milli laga- deilda HÍ og HR komi lögfræðinni til góða og er samvinna raunhæfur möguleiki í því umhverfi? „Það er alveg ljóst að það verður samkeppni milli lagadeildanna um kennara og nemendur. Þessi sam- keppni mun verða báðum aðilum til góðs og vonandi þjóðfélaginu öllu. Við sjáum nú þegar merki þess að tilkoma hinnar nýju lagadeildar er að kalla fram breytingar á námi við lagadeild HÍ, t.d. verður tekið þar upp meistaranám í haust. Ég er sannfærður um að samkeppni á sviði rannsókna á eftir að verða mjög hvetjandi og skila verulegum árangri í lögfræðilegum rannsókn- um. Ég sé líka fyrir mér að laga- deildirnar munu þegar fram líða stundir eiga með sér gott samstarf og jafnvel að nemendur frá laga- deild HÍ muni sækja í framhalds- nám til okkar og nemendur frá okk- ur til þeirra. Með því móti tekst þeim að nýta bestu kosti beggja deilda.“ Er þörf fyrir alla þessa lögfræð- inga? „Lagaumhverfið er að verða sí- fellt flóknara. Ekki síst á sviði at- vinnurekstrar. Þörfin fyrir vel menntaða lögfræðinga hefur sjald- an verið meiri. Ég geri ráð fyrir að okkar nemendur fari ekki eingöngu til starfa sem lögmenn og dómarar heldur einnig til starfa í atvinnulíf- inu sem stjórnendur og ráðgjafar. Þá er rétt að hafa í huga að grunn- nám í lögfræði getur nýst mjög vel í atvinnurekstri, t.d. með því að byggja ofan á grunnnámið með framhaldsnámi í viðskiptafræði.“ farið saman Morgunblaðið/Kristinn ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 17 Barcelona Monte Carlo Milano Feneyjar Florens Róm Napoli Taormina, Sicily Valletta, Malta Aþena Nokkrir klefar með nærri 300 þús. kr. í sparnað sé staðfest strax Barcelona - Monaco - Toscana á Ítalíu með Florens og Pisa, Civitavecchia með Róm, Napoli með Sorrento og Capri, Malta, Aþena og Feneyjar. Flug til Barcelona degi fyrir og til baka frá Milano degi eftir siglingu. 12 daga sigling með nýjasta lúxusskipi Princess Cruises 18.-30. ág. - 109 tn af því besta sem þekkist á höfunum í fljótandi lúxusborg, sem flytur þig áhyggjulaust milli frægustu staða við Miðjarðar- hafið. Fullt fæði er innifalið, 9 veitingasalir, sumir opnir 24 st. Spennandi kynnisferðir í landi, eða heillandi útivist á stórum sólbaðssvæðum við sundlaugar og alls kyns sport á siglingu, þar sem ljúfur andvari fyllir vitin og svalar undir suðrænni sól. Kvöldin með ljúffengar máltíðir og spennandi skemmtun með leiksýningum, tónlist og dansi - á verði, sem ekki hefur sést fyrr: frá kr. 199.900 í tvíb., innifalin sigling m. fullu fæði og ótakmarkaður aðgangur að allri aðstöðu og skemmtun um borð í 12 daga, ásamt flugi til Barcelona og frá Milano, + flugvallarskattar. Aðeins fáir klefar á tilboðsverði, 18 þilför handa 2.600 farþegum. Verð til 7. mars. Pantanir aðeins teknar gegn staðfestingu. Golden Princess - Toppur siglinganna Mesta upplifun Miðjarðarhafsins Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Golden Princess Símapantanir í dag kl. 14-16 56 20 400 Feneyjar ÚTSALA! 40% verðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.