Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Birna Anna
á sunnudegi
JOHN F. Kennedy flug-völlur í New York.Þokkafull framakona
(Jill) fer um borð í flug-
vél á leið til San Francisco.
Jill nýtur virðingar, er gull-
falleg og á fullt af vinum, en
samt er hún stundum ein-
mana, sérstaklega um þessar
mundir því kötturinn hennar
er nýdáinn. Karlmenn fara
yfirleitt í taugarnar á henni,
sérstaklega þeir sem reyna
of mikið og þeir sem eru illa
lesnir. Myndarlegur maður
(Jack) fer um borð í sömu
flugvél. Jack heldur á pínu-
litlu búri, sem hýsir örsmáan
kettling. Hann sest í sætið
við hliðina á Jill og tekur
upp þvælt eintak af Stríði og
friði. Lítur ekki á hana og
byrjar að lesa. Klukkutíma
eftir flugtak er hann enn nið-
ursokkinn í bókina. Hún,
sem er vön því að allir karl-
menn reyni að minnsta kosti
að reyna við hana, er orðin
pínulítið forvitin, gefur
lymskulega færi á samræð-
um en án árangurs. Loks
brýtur hún odd af oflæti sínu
og hefur frumkvæði að sam-
tali. Hann tekur vel í það og
fer afar vel á með þeim. Jack
og Jill byrja saman, verða
ástfangin og gifta sig. ,,Já,
stundum eru blessaðar ör-
lagadísirnar manni hliðholl-
ar,“ hugsar Jill. ,,Já, þetta
var svo sannarlega pening-
anna virði,“ hugsar Jack.
Stefnumótabransinn í
Bandaríkjunum er afar sér-
stakt fyrirbæri. Flestir ógift-
ir ,,deita“, eins og það er
kallað og yfirleitt ,,deitar“
fólk hvort annað í marga
mánuði áður en það segir
orðin kærasta og kærasti.
Mér er sagt að það gerist
eftir að þau eiga ,,samtalið“,
þar sem tekin er ákvörðun
um að hitta engan nema
hvort annað. Fram að því
þykir ekkert nema sjálfsagt
að báðir séu að ,,deita“
marga aðra. (Þetta er mjög
ólíkt því sem við eigum að
venjast á Íslandi þar sem
fólk byrjar yfirleitt saman
mjög hratt og örugglega, ef
það þá gerir það á annað
borð.) Hér gengur hins veg-
ar allt út á umrædd stefnu-
mót og í kringum þau vex
öflugur iðnaður sem snýst
um það að útvega fólki
stefnumót. Kröftug sam-
keppni ríkur um þann tug-
milljóna manna markhóp
sem einhleypir Bandaríkja-
menn eru, því sérhæfa fyr-
irtækin sig gjarnan og ný af-
brigði ,,pörunarfyrirtækja“
spretta upp eins og gorkúl-
ur. Sum sérhæfa sig í þjón-
ustu við menntað fólk og fólk
í góðum störfum, en eitt af
þeim er fyrirtækið ,,borð fyr-
ir sex“ sem er starfrækt hér
á San Francisco-svæðinu.
Þar eru þrjár konur og þrír
karlar sett saman í hóp og
með því er verið að gefa
fólki þá tilfinningu að það
geti ,,valið“, eða verið ,,val-
ið“. Vilji fólk forðast slíka
tímasóun er hægt að nota
fyrirtækið ,,bara hádeg-
isverður“, þar sem fólk er
látið hittast stuttlega í há-
deginu, ,,ertu orðin/n leið/ur
á því að verja heilu kvöldi
með einhverri/jum sem þú
vissir eftir fyrsta korterið að
var ekki fyrir þig?“ segir í
auglýsingu þeirra. ,,Bara há-
degisverður“ býður líka upp
á skyndi-hádegisverði þar
sem fólk hittist eingöngu í
korter og er þá hægt að
hitta nokkra í röð í einu há-
degishléi. Þarna er nátt-
úrlega verið að strípa blind
stefnumót niður í sína ber-
ustu mynd og þá opinberast
það sem sumum finnst vera
kolómögulegt við þau, það er
að segja að þau séu eins og
atvinnuviðtal. Auðvelt er
þannig að ímynda sér að
sumum gæti þótt óþægilegt
að fara á stefnumót sem er
skipulagt af öðrum (hvað þá
af til þess gerðu fyrirtæki),
vitandi að manneskjan sem
verið er að hitta veit að
mann langar það mikið í
kærasta/kærustu að notuð er
sérstök þjónusta til að reyna
að uppfylla þá löngun, auk
þess sem hin manneskjan er
í nákvæmlega sömu sporum.
Hvað er eiginlega að henni?
Þannig er ljóst að margir
gætu ekki hugsað sér, stolts-
ins vegna, að fara á blint
stefnumót sem skipulagt er
af fyrirtæki. En ástariðn-
aðurinn hefur fundið lausn
við þessu. Og heiðurinn af
henni á einmitt pörunarfyr-
irtækið sem hann Jack vinur
okkar í flugvélinni notaði, co-
incidencedesign.com, eða
,,tilviljanahönnun“. Þetta er
þjónusta sérsniðin fyrir karl-
menn sem vilja ná sér í kon-
ur sem ,,myndu aldrei nota
stefnumótafyrirtæki“, eins
og segir á heimasíðu þeirra.
Þetta gengur þannig fyrir
sig að viðskiptavinurinn
bendir fyrirtækinu á
ákveðna konu sem hann hef-
ur í huga. Það getur til
dæmis verið kona sem hann
hefur séð úti á götu eða í
verslun, en er ,,þannig kona“
að það er alltaf verið að
reyna við hana og því duga
engin venjuleg ráð. Þá
stundar fyrirtækið persónu-
njósnir um viðkomandi konu
í nokkrar vikur og jafnvel
mánuði þar sem það safnar
saman upplýsingum um per-
sónulega hagi hennar, dag-
lega rútínu ofl. Þegar nægar
upplýsingar hafa fengist er
tilviljanakenndur fundur
,,hannaður“. Fólk er látið
lenda hlið við hlið í flugvél,
saman í lyftu sem bilar, eða
á ráðstefnu í New York og
svo stuttu seinna í kokkt-
eilboði í LA, o.s.frv. Þegar
þarna er komið sögu á við-
skiptavinurinn að hafa undir
höndum nægar upplýsingar
til að geta hagað sér þannig
að viðfangið fái áhuga á hon-
um. Að sögn fyrirtækisins
koma margir starfsmenn að
lausn hvers verkefnis og
státar það af fjölda ánægðra
viðskiptavina. Fyrir þessa
þjónustu þarf að reiða fram
um 80.000 dollara, sem jafn-
gildir um átta milljónum
króna. Þeir mæla því með að
mönnum sé alvara – hér í
landi merkir það að þeir
stefni að hjónabandi, ,,þú
eyðir ekki svona upphæð í að
útvega þér ,,deit“ fyrir
næsta laugardagskvöld“,
segja þeir. Já, ástariðnaður-
inn lætur sannarlega ekki að
sér hæða og ég dáist að
vissu leyti að ímyndunarafli
þeirra, sem að honum
standa. Ég vona samt af öllu
hjarta að hlutir eins og
frumkvæði, tilviljanir og
blessaðar örlagadísirnar lifi
iðnvæðinguna af.
Blómlegur
ástariðnaður II
Morgunblaðið/Ásdís
H
ÚN segist vera hætt að
standa í þessu. Búin
að fara á hausinn
nokkrum sinnum í
nafni listarinnar og
nenni því ekki oftar. „Leifur sagði
stundum að Rossini hafi farið sjö
sinnum á hausinn. Ég sagði við Leif
að ég væri ekki Rossini.“
Það er Inga Bjarnason leikstjóri
sem vitnar í eiginmann sinn tón-
skáldið Leif Þórarinsson (d. 1999) og
er greinilega orðin þreytt á því að
stofna til leiksýninga í eigin nafni og
axla fjárhagsbaggann að auki. „Ég er
orðin fimmtug. Það hefur enginn
staðið í þessu jafnlengi og ég enda er
ég stórskrýtin. Það er eina skýr-
ingin.“
Sýningarnar eru orðnar allnokkrar
og öll eru verkin eftir höfunda í
heimsklassanum, Shakespeare, Evr-
ípídes, Pinter og
Strindberg svo
nokkrir séu
nefndir. Inga
hefur aldrei ver-
ið þekkt fyrir að
ráðast til upp-
göngu á garðinn
þar sem hann er lægstur. „Heldurðu
að ég nenni að fórna geðheilsunni fyr-
ir stundargaman og skrípaleiki?“
Inga Bjarnason hóf feril sinn í
Kaupmannahöfn fyrir þrjátíu árum.
Hún stofnaði leikhóp ásamt leik-
aranum og leikstjóranum Nigel Wat-
son í Bretlandi. Þau sviðsettu og léku
víðsvegar um Bretland og meginland
Evrópu tilraunasýningar á leikritum
Shakespeares og Inga segir að þessi
tími hafi verið hennar besti skóli.
„Nigel er einn besti Shakespeare-
fræðingur sem ég þekki og af honum
lærði ég mikið og síðar af Helga Hálf-
danarsyni.“
Heim komin til Íslands hóf Inga
feril sinn sem leikstjóri fyrir alvöru
og setti upp minnisstæðar sýningar á
vegum Alþýðuleikhússins á verkum
breskra nútímahöfunda s.s. Klassapí-
ur (1984) eftir Caryl Churchill, Eins
konar Alaska og Kveðjuskál (1987)
eftir Harold Pinter og síðan réðst hún
í uppsetningu á Makbeð eftir Shake-
speare árið (1989) með Erling Gísla-
son í titilhlutverkinu. „Það hefur allt-
af verið mín mesta gæfa að starfa
með fólki sem kann meira en ég,“
segir hún. „Erlingur er einn af þeim.
Kunnáttan í leikhúsinu flyst á milli
kynslóða með þeim hætti. Þeir eldri
og reyndari miðla þekkingu sinni og
kunnáttu til hinna yngri. Þannig hef-
ur það verið gegnum aldirnar. Á
þessu hefur orðið nokkur misbrestur
finnst mér á seinustu árum. Barn-
ungir og óreyndir leikstjórar hafa
verið settir í að leikstýra höf-
uðverkum íslenskra og erlendra höf-
unda. Árangurinn er eftir því. Þeir
hafa ekki reynslu til að skilja hvað
höfundarnir eru að fara í list sinni og
úr verður ein allsherjar vitleysa.“
Íhaust lágu leiðir þeirra Ingu ogErlings saman að nýju er húnsviðsetti Dauðadansinn eftirStrindberg á Litlasviði Borg-
arleikhússins. Erlingur hlaut mikið
lof fyrir túlkun sína á kafteininum og
sýningunni var hrósað af gagnrýn-
endum. Það kom þó ekki veg fyrir að
sýningum var fljótlega hætt vegna lít-
illar aðsóknar. „Það er orðið þannig
að ekkert gengur í leikhúsunum leng-
ur nema það sé auglýst í bak og fyrir.
Til að ná upp aðsókn þarf að hafa
gríðarlega sterkt kynningarapparat á
bakvið sig og nóg af peningum til að
auglýsa. Það felst einhver furðuleg
mótsögn í því að sjálfstæðir leikhópar
sem vinna af hugsjón og vilja setja
upp sýningar, sem eru öðruvísi en
þær sem stóru leikhúsin eru að sýna,
séu einu leiksýningarnar sem krafist
er að standi undir sér fjárhagslega.
Við höfum látið draga úr okkur tenn-
urnar með stæl á undanförnum árum.
Nú á sér lítil nýsköpun stað því fáir
geta leyft sér þennan „lúxus“. Fyrir
30 árum datt engum annað í hug en
leikhóparnir væru vaxtarbroddurinn
og þar lægi frumkvæðið.“
Ingu er talsvert mikið niðri fyrir og
lítinn bilbug á henni að finna þrátt
fyrir að hún hafi staðið í þessari bar-
áttu lengur en flestir aðrir. Hún hefur
oftast staðið utan stofnananna og
segir það vera vegna þess að hún hafi
aldrei viljað binda sig á bás og þurfa
að setja upp alls kyns leikrit sem hún
hafi kannski alls engan áhuga á. „ En
konur eiga líka almennt erfiðara upp-
dráttar inn leikhússins. Ég get ekki
skapað sýningu ef ég hef engan
áhuga á verkefninu. Ég get ekki verið
bara í vinnunni. Þetta verður að vera
mér spurning um líf og dauða.“
Leikhúsin sem byggja starf-semi sína á samfelldustarfi og stöðugu framboðinýrra sýninga geta að
sjálfsögðu ekki verið háð því að lista-
mennirnir séu svo gagnrýnir á verk-
efni sín að hvert og eitt þeirra sé
spurning um líf og dauða. Oftar en
ekki er þetta spurning um að hafa til
hnífs og skeiðar. Líf og dauði í öðru
samhengi. „Já, það er alveg rétt. En
þetta er kannski líka ástæðan fyrir
því að margt af því sem gert er í
stofnanaleikhúsunum er ekkert sér-
staklega spennandi. Verkefnið brenn-
ur ekki á neinum.“
Inga nefnir Bríeti Héðinsdóttur
sem annan lærimeistara sinn í leik-
listinni. „Við vorum góðar vinkonur
og unnum saman að Trójudætrunum
eftir Evrípídes (1994, þýð. Helgi
Hálfdanarsson). Það var mér mjög
dýrmætt að Bríet skyldi taka að sér
hlutverk Hekúbu. Bríet var einstakur
listamaður og dró alveg skýra línu á
milli þess að vera leikari og leikstjóri.
Ef maður leitaði til hennar var hún
alltaf reiðubúin að gefa góð ráð.“
Þegar leitað er eftir því hverskonar leikstjóri IngaBjarnason sé verða svörinflóknari. Hún segir að sér
láti best að fá hugmyndirnar til að
kvikna í vinnunni með leikurunum.
„Forsendan er auðvitað að þekkja
leikritið sem unnið er með út í æsar
en ég skipulegg ekki uppsetninguna í
smáatriðum. Sýningin verður að fá að
verða til á æfingum.“ Sumir af fyrri
samstarfsmönnum Ingu segja þetta
vilja verða nokkuð öfgakennt á köfl-
um og hún sé óskipulögð í vinnu-
brögðum. „Það getur vel verið að
leikarinn upplifi það stundum en list-
in er kaótísk og maður verður lifa og
hrærast í augnablikinu. Ég vakna
alltaf um sex á morgnana og byrja á
að skipuleggja daginn, enda hef ég
ekki trú á „yfirleikstjórn“ þannig að
öll sköpun og frumkvæði leikarans sé
drepin í fæðingu. En auðvitað hef ég
ákveðið „konsept“ í huga og vinn það
í nánu samstarfi við leikmyndahönn-
uð og tónskáld.“
Inga fórnar höndum og segir með
stórum áherslum. „Á ferlinum hef ég
stofnað ásamt mörgu góðu fólki átta
leikhópa í þremur löndum. En við nú-
verandi skilyrði er ekki raunhæft að
reka slíka starfsemi. Ég gefst upp
vegna peningaleysis og lítils áhuga í
samfélaginu á alvarlegum leikritum
sígildu höfundanna. Það er líka óvið-
unandi að geta ekki staðið í skilum við
mína góðu samstarfsmenn sem ég hef
dregið með mér út í óvissuna.“
Inga Bjarnason hefur örugglega
ekki sagt sitt síðasta orð á velli sjálf-
stæðra leikhúsa þótt hún noti nú tím-
ann og sleiki sárin eftir síðustu orra-
hríð. Hún mun vígbúast að nýju
þegar höfuðskáldin knýja dyra henn-
ar á nýjan leik.
Valkyrja slíðrar sverðið
Morgunblaðið/Golli
Helga Jónsdóttir, Sigurður Karlsson og Erlingur Gíslason í Dauðadansi eftir A.
Strindberg í leikstjórn Ingu Bjarnason.
AF LISTUM
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is