Morgunblaðið - 03.03.2002, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 27
„Sjáðu þetta. Hér er hann farinn að
nota kvarttónana ansi mikið, og hér
kemur þetta – hann miðar allt við
áttunda partinn og hefur hann svo
hægan að það verður allt svart í nótunum. Jónasi
Sen fannst þetta jaðra við sadisma þegar ég spilaði
þetta á sínum tíma. Ég sagði honum að þetta væri
eins og Gamli Nói miðað við það sem á eftir kemur.“
Kolbeinn Bjarnason flautuleikari er kominn í
heimsókn með „stóru möppuna“ sína. Nótnablöðin
þvælast út um allt borð; ótrúleg orgía af svörtu á
hvítu – fimmólum og fimmtánólum, sem eiga að
ganga upp á móti áttólum og níólum – eitthvað um
það bil, – er hægt að spila þetta Kolbeinn? Óspil-
andi með öllu segja sumir, en Kolbeinn hefur af-
sannað það. Það eru öll flautuverk enska tónskálds-
ins Brians Ferneyhougs sem liggja undir og
Kolbeinn er búinn að hljóðrita þau til útgáfu í
Bandaríkjunum, hjá útgáfufyrirtækinu Bridge.
Það hefur ekki nokkur maður gert áður.
„Þú verður að heyra þetta, þetta er ótrúlegt, það
er ekkert að marka
nema þú hlustir á þetta
líka.“ Sennheiser-græj-
an á hausinn, og Cass-
andra’s Dream Song
flýtur inn.
Handan við hafið er
höfundur þessarar
nótnaorgíu á línunni:
„Ég þekki Kolbein
Bjarnason næstum ein-
göngu gegnum tónlist-
ina. Í gamla daga vann
ég mikið sjálfur með
hópi frábærra hljóð-
færaleikara, og sú sam-
vinna er tónskáldi mjög
mikilvæg. Í dag er hins
vegar að koma fram á
sjónarsviðið ný kynslóð
ótrúlega hæfileikaríkra
hljóðfæraleikara sem
hafa komið með nýja
sýn og mikinn kraft
inn í tónlist mína, án
þess að ég hafi haft nokkuð með það að gera. Þótt
mér þyki frekar súrt að hafa ekki haft tækifæri til
að vinna persónulega með þessu fólki að flutningi
tónlistar minnar hefur það líka skapað fyrir mér al-
veg nýja vídd að heyra fólk með sjálfstæða hugsun
og tilfinningu fyrir túlkun spila verkin mín. Mér
finnst þetta mjög gott, vegna þess að það hlýtur
ætíð að vera hlutverk tónskáldsins að skapa þær
aðstæður sem nýjar hefðir geta sprottið úr. Það er
alls ekki mitt hlutverk að skipa fyrir um hvernig
hlutirnir eiga og eiga ekki að vera. Það er stórkost-
legt fyrir mig að fylgjast með því hvernig þessari
þróun vindur fram.“
„Sjáðu þetta, hér þarf maður að gera svo margt í
einu. Hér eru fónetísk tákn fyrir það sem maður á
að segja meðan maður er að spila: te, to, pí, te, og
hér hérna kemur hvíslað yehhhh. Hér eru þrjár
trillur með kvarttónum og maður þarf að búa til
sérstaka fingrasetningu fyrir hverja þeirra; þessi
trilla á að byrja hægt, fara svo hratt og verða svo
aftur hæg og á meðan á ég að trilla með tungunni
milli kinnanna, svo er hér subito non vibrato sem
verður skyndilega molto vibrato í miðjunni og svo
er hér tremolo – maður liggur yfir einni svona trillu
í tvo, þrjá daga …“
Hvað gengur tónskáldi til, að semja tónlist sem
er svo erfið í flutningi, að ekki nema færustu hljóð-
færaleikarar eygja möguleikann á því að ráða við
hana? Hvar hættir akróbatíkin og hvar byrjar list-
in?
„Ef þú miðar við þá klassísku menntun sem
hljóðfæraleikarar búa að er hægt að segja að tónlist
mín sé mjög erfið. En langtímaverkefni mitt er að
vinna að því að kanna samhengið milli tónlistar sem
er erfið í flutningi og listrænnar túlkunar. Í því ljósi
þarf ekki að vera erfitt að spila verkin mín. Ég spil-
aði sjálfur á flautu og þekki vel þessi gráu svæði
milli til dæmis klassískrar tónmyndunar og þeirrar
tónmyndunar sem notuð er í dag. Hún er skyld því
sem fólk kallar hávaða. Klassíska evrópska hefðin
bauð ekki upp á neitt slíkt, en í Japan til dæmis hef-
ur svona hefð lifað lengi. Ég ætlast til þess að tón-
list mín verki hvetjandi á flytjandann, og fái hann til
að kanna innri möguleika þó ekki sé nema eins
flaututóns til að byrja með. Hann kemst að því að
hægt er að gera ýmislegt með þennan eina tón, og
það er víst að hann hefur ekki séð alla þá möguleika
sem fyrir hendi eru skrifaða út á nótum. Klassíska
hefðin hefur ekki tekið slíkt með í reikninginn.
Hljóðfæraleikarinn kemst að því að það er hægt að
framkvæma marga hluti samtímis, í einum og sama
tóninum. Píanóleikari er vanur að gera margt í
einu, – hann notar báðar hendur og fætur. Auðvitað
geta þessar kröfur mínar verkað illa við fyrstu sýn
hjá þeim sem skoðar nóturnar; verkin krefjast mik-
illar æfingar, tíma og þess að hugurinn sé virkur
meðan spilað er.“
„Hérna sérðu verk fyrir piccoloflautu. Þetta er
langauðveldasta verkið. En hér er hann byrjaður
að nota þessa skemmtilegu taktboða; einn tíundi
eða einn tólfti. Þá verður maður bara að reikna
þetta út. Ef einn áttundi er fimmtíuogsex á takt-
mælinum, þá er einn tíundi af heilnótu sjötíu. Ég
gerði klipptrakk fyrir þetta allt til að hafa þetta ná-
kvæmt; – svo er bara að troða nótunum inn í takt-
inn. Bassaflautuverkið er ansi flókið. Ég fékk Reyni
Axelsson stærðfræðiprófessor til að hjálpa mér að
reikna út taktinn í því. Það sem þú sérð hérna er
erfiðasta verkið að spila – ekki hægt að spila það
eins og það stendur. Sumir tala um að þeir velji –
taki sumt og sleppi öðru, en það er ekkert inni í
myndinni hjá mér. Þetta snýst um það að reyna að
ná þessu öllu, þetta er svo hratt að maður skynjar
það ekki. Þegar fólk spyr Brian að því hvort hann
sé svona hrifinn af virtúósiteti, þá segir hann að það
sé nú ekkert svo mjög mikilvægt, en að það saki
ekki að menn séu sæmilega flinkir.“
„Nótnaskrift mín og það hvernig ég blanda sam-
an tæknilegum úrvinnsluatriðum fyrir hljóðfæra-
leikarann er einkennandi fyrir öll mín verk, og
kemur kannski best fram í flaututónlistinni, þar
sem flautan býður upp á óvenjumikinn sveigjan-
leika í því hvernig hægt er að skapa einn einasta
tón.“
Brian Ferneyhough reynir með tónlist sinni að
halda áfram þróun sögunnar, þar sem tónlistin
verður æ flóknari. Músíkin er flókin og hröð – heim-
urinn er flókinn og hraður. Í hans augum er tónlist-
in á blaðinu ekki verkið sjálft. Hann er að leita að
því sem verður til þegar hljóðfæraleikarinn er bú-
inn að æfa verkið eins og kostur er og leikur það af
bestu getu. Það er verkið.
„Það sem skilur á milli lifandi tónlistarflutnings
og tölvutónlistar er það sem flytjandinn leggur til
verksins. Í tímans rás hafa alltaf þróast stílbrigði í
flutningi tónlistar, þar sem þess er krafist að hljóð-
færaleikarinn kunni skil á ákveðnum hlutum sem
ekki verða lesnir af nótnablaðinu. Á seinni hluta 20.
aldar hins vegar varð nákvæmni í nótnaritun miklu
hærra metin en möguleikar hljóðfæraleikarans á
því að ráða sjálfur fram úr ákveðnum lausnum á
sinn eigin hátt. Það hefur verið mér kappsmál að
finna leiðir til þess að skapa aftur svigrúm fyrir
þennan þýðingarmikla sveigjanleika flytjandans í
túlkun. Hann þarf að vera í nánum tengslum við
hljóðfærið og uppbyggingu tónsins sem það býr til.
Þegar tónverk er æft á þann hátt að það er nánast
tekið í sundur í litlum bútum, áður en heildin er sett
saman á ný, fer maður smám saman að heyra
hvernig hver einstakur flytjandi setur mark sitt á
verkið með sinni eigin persónulegu túlkun. Það er
það sem ég sækist eftir.“
„Ég fór ekki í fyrstu upptöku fyrr en í janúar
2000. Þá var ég nú búinn að læra sum verkin. Við
Halldór Víkings upptökumaður kláruðum þetta
ekki fyrr en í desember. Það tók okkur svo hálft ár
að klippa. Veturinn 1998–99 var ég á starfslaunum.
Sá vetur fór allur í að læra eitt verk, Unity Capsule.
Ég æfði nánast ekkert annað í sjö mánuði. Ég tók
mér smáhlé sumarið ’99 en um haustið fór ég að æfa
öll hinn verkin. Ég var með Brian Ferneyhough í
höfðinu alveg frá hausti 1998 og fram á sumar 2001.
Eftir þessi þrjú ár var ég alveg búinn andlega, og að
sumu leyti líkamlega líka. En þetta er ótrúlega
svipmikil tónlist og það er mikill kraftur sem leysist
úr læðingi vegna þess hvað maður er búinn að
leggja mikla vitsmuni í hana. Þarna mætast vits-
munamaðurinn og mjög villtur frummaður – það er
eitthvað neðan úr dýpstu sálardjúpum sem kemur
upp á yfirborðið þegar maður spilar þessa tónlist.
Það er spurning hvort þú vilt heyra meira?“
„… svo er bara að troða
nótunum inn í taktinn“
Eftir
Bergþóru
Jónsdóttur
Kolbeinn Bjarnason – „Sá vetur fór allur í að æfa eitt verk, Unity Capsule.“