Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Almennir stjórnmálafundir
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins funda í Norðvesturkjördæmi
Vesturland
Ólafsvík Þriðjud. 5. mars kl. 20.00 - Félagsheimilið Klif
Einar Kristinn Guðfinnsson og Vilhjálmur Egilsson
Grundarfj. Þriðjud. 5. mars kl. 20.00 - Kristján IX
Einar Oddur Kristjánsson og Guðjón Guðmundsson
Stykkishólmur Miðvikud. 6. mars kl. 20.00 - Hótel Stykkishólmur
Einar Kristinn Guðfinnsson og Guðjón Guðmundsson
Búðardalur Miðvikud. 6. mars kl. 20.00 - Dalabúð
Vilhjálmur Egilsson og Einar Oddur Kristjánsson
Akranes Mánud. 11. mars kl. 20.00 - Sjálfstæðissal Stillholti 16
Vilhjálmur Egilsson og Einar Oddur Kristjánsson
Borgarnes Þriðjud. 12. mars kl. 20.30 - Sjálfstæðishúsið
Einar Kristinn Guðfinnsson og Vilhjálmur Egilsson
Vestfirðir
PatreksfjörðurFimmtud. 7. mars kl. 20.00 - Félagsheimili Patreksfjarðar
Sturla Böðvarsson og Vilhjálmur Egilsson
Ísafjörður Föstud. 8. mars kl. 20.00 - Stjórnsýsluhúsið
Sturla Böðvarsson og Guðjón Guðmundsson
Hólmavík Miðvikud. 13. mars kl. 20.00 - Café Riis
Guðjón Guðmundsson og Vilhjálmur Egilsson
Bolungarvík Þriðjud. 19. mars kl. 20.00 - Finnabær
Vilhjálmur Egilsson og Guðjón Guðmundsson
Norðurland vestra
Sauðárkrókur Laugard. 9. mars kl. 17.00 - Sæborg
Sturla Böðvarsson og Einar Oddur Kristjánsson
Blönduós Laugard. 9. mars kl. 17.00 - Við Árbakkann
Einar Kristinn Guðfinnsson og Guðjón Guðmundsson
Skagaströnd Sunnud. 10. mars kl. 17.00 - Hótel Dagsbrún
Einar Oddur Kristjánsson og Guðjón Guðmundsson
Hvammstangi Sunnud. 10. mars kl. 20.00 - Selið
Sturla Böðvarsson og Einar Kristinn Guðfinnsson
Kjördæmisráð
Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi
SÍÐASTA ár var eitt það gjöf-
ulasta í útgáfusögu Íslandsdjassins.
Klif Jóels Pálssonar og 01 Agnars
Más Magnússonar báru frjórri tón-
hugsun glæsilegt vitni og á diski sín-
um Djúpinu
glímdi Sigurður
Flosason við
klassík af efnis-
skrá djassmeist-
aranna með frá-
bærum árangri.
Diskur Árna
Heiðars Karls-
sonar, Q, sem
hann gaf út sjálf-
ur, féll nokkuð í
skuggann í des-
ember, en á þó alla athygli skilda.
Árni Heiðar hefur haft mörg járn í
eldinum um dagana. Hann lærði
djass í Tónlistarskóla FÍH og klassík
í Tónlistarskólanum í Reykjavík og
hefur stundað framhaldsnám í Hol-
landi og Englandi. Ég held ég hafi
heyrt Árna Heiðar fyrst þegar hann
lék í húsbandinu á Sólon Íslandus
1993. Hann var ekki banginn við að
koma fram þótt reynslan væri lítil.
Síðan hefur hann þroskast og þróað
sinn stíl en á samt nokkuð í land enn
og kann að há honum að hann fer
víða í tónlistinni.
Verkin á þessum diski eru öll eftir
Árna Heiðar, fyrir utan þjóðlagið
Sofðu unga ástin mín, og samin á ár-
unum 1996 til 2000 á Íslandi og í Hol-
landi. Mörg þeirra heyrði ég hann
flytja á tónleikum í djassklúbbnum
Múlanum í maí í fyrra og þar hét tit-
illag disksins ekki aðeins Q heldur
Quality Street. Með því má raula
You and the Night and the Music við
sömbuskotinn hryninn. Á eftir þess-
um skemmtilega upphafsópus leikur
kvartettinn ballöðu, Fingurkoss,
þarsem Jóel Pálsson blæs stórkost-
lega einsog víðast á diskinum og Ein-
ar Valur skreytir vel. Sorrý Stína er
tíðindalítið nýbopp og klassískur
blús ríkir í Esjugrjóti. Mig minnir að
Horft um öxl hafi heitið Herðakistill
á tónleikunum í maí en núverandi
nafn hæfir mun betur, enda er þetta
ljúf ballaða og Tómas sló strax með
glæsibrag á þá strengi. Leðurfrakk-
ar og gúmmísólar eru einhvers stað-
ar á milli Blakey og Brubeck og Sál
mér í sinni spangólar milli Add-
erley-bræðra og Henrys Mancini.
Síðasta lag plötunnar eftir Árna
Heiðar, Eldur í sinu, er stórvel leikið
af kvartettnum og Jóel afslappaður
eins og meistarar svingsins. Árni
Heiðar er fínn lagasmiður og
heildarsvipur disksins hefði verið
sterkari ef Sofðu unga ástin mín
hefði ekki skotið upp kollinum í lok-
in, svona líka fallega hefðbundið í
flutningi kvartettsins. Þarna hefði
mátt fylgja dæmi Jóels Pálssonar á
diski hans Prím, þarsem Það mælti
mín móðir var leikin í fullkomnu
samræmi við verk Jóels á diskinum
og jók áhrifamátt þeirra.
Q er um margt fínn diskur og
skemmtilegur, hljóðfæraleikur allur
fyrsta flokks en nokkuð vantar upp á
að þeir félagar nái að leika saman
eins og einn hugur, fjögur hjörtu og
átta hendur. Það er afturá móti aðal
kvartetts Sunnu Gunnlaugsdóttur á
diski hennar Mindful. Þessi diskur
hefði orðið mun betri hefði Árni get-
að hljóðritað lögin að nýju eftir að
hafa farið í tónleikaför með kvart-
ettnum.
SUNNA Gunnlaugsdóttir hefur
búið í Bandaríkjunum um árabil og
þar hefur henni tekist að lifa á djass-
leik. Það er ærið afrek út af fyrir sig
og þarf meira en tónlistarhæfileik-
ana til í landi
sölumennskunn-
ar. En Sunna er
þrautseig og
kann að koma sér
á framfæri og
hefur hún fengið
afbragðs dóma í
hinum ólíkustu
blöðum og tíma-
ritum vestra; og
þótt sum séu
skrifin skringileg
er ekki ónýtt að hafa fína gagnrýni
úr Washington Post upp á vasann.
Disk þennan gaf Sunna út á eigin
vegum í hittifyrra, en í fyrra kom
hann fyrst út opinberlega og er hon-
um dreift hérlendis af Eddu – miðlun
og útgáfu.
Í mars 2000 kom Sunna með
kvartettinn, sem á diskinum leikur,
til Íslands og hélt hér nokkra tón-
leika. Þetta var vel samspilaður hóp-
ur og það sannast á diskinum að
hann þekkir út og inn þá átta ópusa
Sunnu sem á diskinum má finna.
Þeir eru margir grípandi, s.s. Even-
song og titillagið Mindful, listilega
saman sett ballaða með rómantísk-
um undirtóni en þó kraftmikil og
krefjandi. Þar nær saxófónleikarinn
Tony Malaby áhrifamiklum tökum á
viðfangsefninu. Það er sterkari
heildarsvipur á diski Sunnu en Árna
Heiðars, og hún er persónulegri í pí-
anóleik sínum, sem er ofinn úr þeim
impressjóníska píanóstíl sem ríkt
hefur í djassheiminum frá því á dög-
um Bills Evans þótt Strayhorn hafi
iðkað hann fyrr. Aftur á móti slær
Árni Heiðar á fleiri strengi sem tón-
skáld. Ópusar Sunnu eru stundum
dálítið keimlíkir. Fyrir utan Mindful
hreif Bad Seeds mig mest. Þar ríkir
sá andblær sem maður þekkir vel frá
Jan Garbarek og hefur verið kennd-
ur við norræna heiðríkju, en er þó
ekki síður suðrænnar ættar því að
hann má gjarnan finna í verkum arg-
entínska saxófónleikarans Gatos
Barbieri en Garbarek hefur lært
meira en margan grunar af meist-
aranum argentínska. Scott McLe-
more er traustur trommari og Drew
Grass frábær bassaleikari. Þar fer
ekkert úrskeiðis og ekki ónýtt fyrir
Sunnu og Malaby að njóta þeirra
þegar þau fara á kostum eins og í
Waiting to Go, svo dæmi sé nefnt.
Það kemur fátt á óvart á diski
Sunnu en hann er fagmannlega unn-
inn og ber hæfileikum hennar fagurt
vitni.
Um þessar mundir kemur hann út
víða í Evrópu og er Sunna á leið í
hljómleikaferð til að fylgja honum
eftir. Kvartett hennar, sem hún og
McLemore skipa, ásamt saxófónleik-
aranum Ohad Talmor og bassistan-
um Matt Pavolka, mun m.a. leika í
Þýskalandi og Frakklandi, en gera
áður stuttan stans á Íslandi. Djass
Sunnu mun duna á Akureyri og
Reykjavík þar sem kvartettinn leik-
ur á opnunartónleikum Múlans í nýj-
um höfuðstöðvum djassklúbbsins í
Kaffileikhúsinu þann 7. mars nk.
Bandarískt,
íslenskt og
seiðandi
DJASS
Geisladiskar
Kvartett Árna Heiðars Karlssonar: Jóel
Pálsson tenórsaxófónn, Árni Heiðar
Karlsson píanó, Tómas R. Einarsson
bassi og Einar Valur Scheving trommur.
Hljóðritað í Ríkisútvarpinu 11. og 12.
ágúst 2000. Útgefið af Verði ljós 2001.
Dreifing: Edda – miðlun og útgáfa.
Q
Vernharður Linnet
Kvartett Sunnu Gunnlaugsdóttur: Tony
Malaby tenórsaxófónn, Sunna Gunn-
laugsdóttir píanó, Drew Gress bassi og
Scott McLemore trommur. Hljóðritað í
New York 20. desember 1999. Gefið út
af Sunny Sky Records. Dreifing Edda –
miðlun og útgáfa 2001.
MINDFUL
Árni Heiðar
Karlsson
Sunna
Gunnlaugs
VETRARHÁTÍÐ Reykjavíkur, Ljós
í myrkri lýkur í dag og er dagskráin
eftirfarandi:
Kl. 10: Grasagarðurinn, Garðskáli.
Mynd- og veggspjaldasýningin Ekk-
ert líf án ljóss. Til kl. 17. Fjölskyldu-
og húsdýragarðurinn. Fjölbreytt
dagskrá til kl. 20.
Kl. 11: Æskulýðsdagur þjóðkirkj-
unnar. Messur í kirkjum borgarinnar
þar sem þemað verður ljós og myrk-
ur. Nemendur 7. bekkjar grunnskóla
taka þátt í messunni.
Kl. 13: Elliðaárdalur. Rafheimar
Orkuveitunnar opnir almenningi í
fyrsta sinn. Til kl. 20.
Kl. 14: Reykjavíkurtorg Borgar-
bókasafns. Guðjón Friðriksson fjallar
um Einar Benediktsson og myrkrið
og Viðar Hreinsson flytur erindið Að
vita myrkrið svart, hugleiðing sprott-
in af kvæðinu Siggasýn eftir Stephan
G. Stephansson. Kristin Schram
fjallar um skógarnytjar sem orku-
gjafa og menningarlega uppsprettu
og Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor
flytur erindið Hvað er ljós. Júlía Mo-
gensen leikur á sello milli fyrirlestra.
Nemandi í Tónlistardeild LHÍ flytur
verk eftir Bach milli fyrirlestra.
Kl. 15. Súfistinn, Bókabúð Máls og
menningar. Hljómsveitin Rússibanar
flytur m.a. tónlist úr uppfærslu Þjóð-
leikhússins á Cyrano.
Kl. 16: Borgarleikhúsið. Common
couple – Paramyndir. Leikin mynd-
listarsýning.
Kl. 16: Ráðhús Reykjavíkur. Stór-
sveit Reykjavíkur.
Kl. 17: Norræna húsið. Sænski
slagverksleikarinn Jonas Larsson
frumflytur m.a. verk eftir Áskel Más-
son, norræn og amerísk tónlist í
brennidepli.
Kl. 19: Laugardalslaug. Vígsla á
nýju listaverki.
Kl. 20: Hallgrímskirkja. Kvöld-
vaka í tengslum við æskulýðsdag
þjóðkirkjunnar. Páll Rósinkrans
syngur, hópur frá Listsansskóla Ís-
lands dansar, tónlistaratriði, upplest-
ur o.fl.
Kl. 20: Aðalstræti 6. Myndverkinu
Sjáðu, upplifun barnsins af töfrum
ljóssins eftir Þorvald Þorsteinsson
varpað á framhlið hússins. Til kl. 24.
Elliðaárdalur. Lokahátíð. Ljósaleikir,
dans leikhús og flugeldasýning.
21.30: Gaukur á Stöng. Hljóm-
sveitin Nova.
Ráðhús Reykjavíkur. Myndlistar-
sýning Þuríðar Sigurðardóttur.
Gallerí i8, Klapparstíg 33: Sýning
Helenu Hietanen.
Gallerí Reykjavík: Guðfinna Ey-
dal, Ingibjörg Klemenzdóttir, Guð-
mundur Björgvinsson.
Listasalurinn Man: Glerlistarsýn-
ingin Birta. Verkin eru eftir þær Ingi-
björgu Hjartardóttur, Kristínu J.
Guðmundsdóttur og Rebekku Gunn-
arsdóttur.
Ljós í myrkri – lokadagur
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, afhenti á föstudag
verðlaun í smásagna- og ljóða-
keppni barnablaðsins Æskunnar
2001. Komu fyrstu verðlaun í hlut
Tönju Þorsteinsdóttur frá Hofsósi
fyrir söguna Ævintýralykilinn.
Önnur verðlaun hreppti Hrafn-
hildur Lúthersdóttir, Hafnarfirði,
fyrir ljóðið Þrír strákar. Fimm-
tán höfundar skiptu með sér
þriðju verðlaunum. Þá fengu tutt-
ugu höfundar sérstaka við-
urkenningu.
Þátttaka var góð en rúmlega
1.200 höfundar sendu inn efni,
margir bæði ljóð og sögu eða
nokkur ljóð og sögur.
Fyrstu verðlaun eru ferð fyrir
höfund og foreldri til Algarve í
Portúgal og dvöl þar í viku á
vegum Terra Nova-Sólar.
Formaður dómnefndar var
Gunnar Stefánsson dagskrárgerð-
armaður en með honum í nefnd-
inni voru Helgi Árnason skóla-
stjóri, Helgi Seljan fyrrverandi
alþingismaður og Ásgerður Ingi-
marsdóttir fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri.
Keppnin var haldin í samvinnu
við Terra Nova-Sól, Ríkisútvarpið
og Flugleiðahótel.
Smásagna- og ljóðakeppni barnablaðsins Æskunnar
Morgunblaðið/Sverrir
Tanja Þorsteinsdóttir tekur við verðlaunum sínum úr hendi forseta Íslands.
1.200 höfundar sendu efni