Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 31 LEIKARARNIR Valur Freyr Ein- arsson og Ásta Sighvats Ólafs- dóttir hafa undanfarnar vikur unn- ið að nýstárlegri sýningu sem byggist á myndlist Ilmar Stef- ánsdóttur. Sýningin verður flutt á Litlasviði Borgarleikhússins í dag, sunnudag, kl. 16. Sýningin nefnist Paramyndir Common Couple og er sjálfstætt framhald sýningar Ilmar frá því í nóvember sl. sem hét Common Nonsense eða Heilbrigð vitleysa. Að sögn Ilmar gefur þversögnin í titlinum til kynna þemað sem hún vinnur með, hvernig fólk getur misskilið og mislesið umhverfi sitt sem birtist síðan í óviðeigandi hegðun eða óvenjulegri notkun á tækjum. Sýningin brýtur af sér hefð- bundnar skilgreiningar leiklistar og myndlistar og að sögn lista- mannanna er það áhorfenda að gera upp við sig hvort þetta sé fremur eitt heldur en hitt. „Að svo miklu leyti sem það skiptir máli,“ segir Valur Freyr. „Þær hugmyndir sem við höfum unnið með byggjast einmitt á óvenjulegri notkun hluta,“ segir Ásta. Hún nefnir sem dæmi að hár- þurrka getur haft allt annað notk- unargildi en flestir þekkja, t.a.m. er í sýningunni barstóll með stórt gat í setuna og þar undir er hár- þurrka sem yljar þeim á rassinum sem á stólinn sest. „Í kringum þetta höfum við síðan spunnið mynd um mann með Farbar, sem er eins konar ferðabar byggður á hugmyndum Breta um slöngur á vatnskrönum. Hér eru þær settar á flöskur sem maðurinn blandar síð- an úr og býður vegfarendum drykk og sæti á hlýjum stól.“ Valur Freyr segir að hugmyndir Ilmar séu sóttar í ýmsar áttir en hann nefnir kvikmyndir franska leikstjórans Jacques Tati sem dæmi þar sem meðaljóninn herra Hulot er alltaf aðalpersónan og lendir í ýmsum uppákomum með ofurvenjulega hluti. „Þetta minnir einnig á hina japönsku chindigu sem eru samtök um tilgangslausar uppfinningar.“ Heiti hinna leiknu mynda gefur tóninn þar sem eru m.a. Til-Þrif, Sólþurrka, Umferðarteppi, Reyk- suga og Parsími. Þau segja að þegar þau unnu að verkefninu hafi þau sett sér ákveðnar reglur t.a.m. þær að spuninn sem þau lögðu upp með yrði að vera án tals. „Við sáum að samtölin myndu drepa þessu á dreif. Við notum hreyfingar og tónlist og fáum þannig fram hreinni myndir. Þetta eru myndir sem tengjast hver og ein ákveðnum hlut eða hlutum. Þannig er þetta kannski skyldara gjörn- ingi en leiknum þáttum og ef geng- ið er út frá því að Ilmur sé höfund- urinn þá er þetta leikin myndlist,“ segir Valur. Paramyndir eru hluti af vetrar- hátíð Reykjavíkurborgar Ljós í myrkri sem nú stendur sem hæst. Ilmur er einnig höfundur verð- launaverksins Stjörnuhrap sem vígt var á Reykjavíkurtjörn sl. fimmtudagskvöld og borgarbúar geta virt fyrir sér næstu vikur. Sýningin tekur rúman hálftíma í flutningi og er ekki síður fyrir börn en fullorðna. „Við hugsum okkur að fólk geti komið með börnin með sér rétt eins og al- menna myndlistarsýningu í hefð- bundnu galleríi. Aðgangseyrir er stillt í hóf, 500 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 12 ára.“ Ásta Sighvats Ólafsdóttir og Valur Freyr Einarsson með Farbarinn. Leikin myndlist Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Rúss- neska kvikmyndin Ástarjátning frá árinu 1977 verður sýnd kl. 15. Leik- stjóri er Ilja Averbach. Í upphafi myndarinnar sést aldurhniginn rit- höfundur heimsækja, ásamt barna- barni sínu, konu sína og æskuást, þar sem hún dvelst á heilsuhæli sér til lækninga. Rifjast þá upp atburðir liðinna ára. Enskur texti. MÍR hefur nú gefið út skrá yfir kvikmyndir sem sýndar verða fram á vor. Aðgangur að kvikmyndasýn- ingum MÍR er ókeypis. Mánudagur Listaklúbbur Leikhúskjallarans Ástin í ýmsum myndum er yfir- skrift dagskrárinn- ar í kvöld kl. 20.30. Leikarar flytja ást- arljóð, ástarsögur og sungið verður um ástina. Barbara og Úlfar, leikararn- ir Halldóra Geirharðsdóttir og Hall- dór Gylfason, fjalla um ástina og regnbogann og Geir Ólafsson söngv- ari kemur í heimsókn. Dagskráin er í umsjá Helgu E. Jónsdóttur leikkonu. Í DAG Barbara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.