Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 36

Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristín Einars-dóttir fæddist í Reykjavík 3. apríl 1955. Hún varð bráðkvödd 22. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Sigríður G. Jóhannsdóttir lyfjatæknir, f. 16. mars 1929, og Einar M. Jóhannsson, fisk- vinnslufræðingur, f. 2. mars 1928. Systk- ini Kristínar eru Margrét, læknir í Svíþjóð, f. 4. janúar 1952, og Jóhann, markaðsfræð- ingur í Reykjavík, f. 15. mars 1965. Kristín giftist 3. júlí 1982 eftirlifandi eiginmanni sínum, Gísla Marteinssyni, fv. forstjóra Lífeyrissjóðs Austurlands, f. 7. ágúst 1937. Börn þeirra eru Gísli Þór, f. 11. des. 1979, Ninja Ýr, f. 5. mars 1984, og Myrra Ösp, f. 26. júní 1986. Kjörsonur Gísla frá fyrra hjónabandi er Krist- mundur Gíslason. Kristín lauk prófi frá Kvennaskólan- um í Reykjavík 1972, stundaði síðan nám í tvo vetur við Samvinnuskólann á Bifröst og útskrif- aðist þaðan 1974. Eftir nám vann hún um nokkurt skeið á skrifstofu Flugleiða í Kaupmannahöfn, hjá Skeljungi í Reykjavík, Sjó- mannablaðinu Vík- ingi og skipstjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni, þar til fjölskyldan fluttist til Neskaupstaðar í ársbyrjun 1987. Þar störfuðu þau hjónin saman í tæplega 14 ár. Síðasta hálfa ann- að árið vann Kristín hjá Kaup- þingi í Reykjavík. Útför Kristínar fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánu- daginn 4. mars, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Með nokkrum orðum langar mig til að minnast Kristínar Einarsdótt- ur vinkonu minnar sem lést á heim- ili sínu 22. febr. sl. Við Stína kynnt- umst fyrst þegar leiðir okkar lágu saman í Kvennaskólanum haustið 1971. Við vorum að fara í 4. bekk og gengum þarna inn í samheldinn hóp stúlkna sem flestar voru að hefja sitt fjórða ár í Kvennó. Við Stína náðum strax vel saman og þennan vetur bundumst við góðum vina- böndum sem héldu um ókomin ár. Þessi hópur hefur hittst reglulega á fimm ára fresti frá útskrift og í vor eru liðin 30 ár síðan við útskrif- uðumst. Stínu verður sárt saknað úr þeim hópi. Stína var skemmtilegur félagi, alltaf hress og með afbrigðum vinnusöm, enda stóð hún uppi að vori með afbragðs einkunnir og fékk verðlaun fyrir námsárangur. Stína kunni að slá á létta strengi og eru mér minnisstæðar ferðirnar okkar um miðbæinn eftir skóla. Þá var gjarnan farið í snyrtivörubúðir og ýmislegt skoðað. Stína var mikil smekkmanneskja, í blóð borið að bera sig vel og brosa sínu fallega brosi. Við styrktum góða vináttu sumarið eftir útskrift, fórum í bústaðinn til foreldra henn- ar á Laugarvatni, á sveitaball og fleira skemmtilegt var gert sem til- heyrir ungdómsárum. Á árunum sem á eftir komu vorum við ætíð í tengslum, en oft var langt á milli okkar, báðar búsettar erlendis um tíma og síðan tók við hreiðurgerð hjá okkur og að koma upp ungunum okkar. Stína eignaðist góðan mann og félaga í honum Gísla sínum, en þau eiga þrjú yndisleg börn saman. Þegar Stína gekk með frumburð þeirra Gísla hittumst við sem oftar fyrir jól og bökuðum smákökur. Það var mikið hlegið í þessum bakstri sem fór fram að kveldi til þar sem við vorum báðar að vinna á daginn. Stína sat í ruggustól frammi í eldhúsi hjá mér milli þess sem við settum í ofninn. Það vildi svo til að Hreinn átti hákarl í krukku úti á svölum sem Stínu þótti góður. Það var því skrýtin lykt í þessum bakstri hjá okkur. Reyndar brunnu nú við einhverjar kökur í þetta skiptið þar sem við skemmtum okk- ur svo vel við spjall. Svona var þetta með okkur Stínu æ síðar, við áttum ótrúlega gott með að tengjast þótt langur tími liði milli þess að við hitt- umst. Síðast áttum við saman yndislega kvöldstund með þeim hjónum á fal- legu heimili þeirra á Kirkjusandi sl. haust. Það var gaman að upplifa hvað þau voru samhent í að búa sér og börnum sínum gott heimili, þar var hver hlutur á sínum stað, því þótt Stína ynni mikið utan heimilis var hún afbragðs húsmóðir. Elsku Gísli, Gísli Þór, Ninja Ýr og Mirra Ösp, við hjónin biðjum góðan Guð að styðja ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Elsku vinkona, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, þær eru mér ómetanlegar. Minningin um þig lifir. Heiða Björk Rúnarsdóttir. Elsku Kristín mín, að heyra að þú værir dáin var svo óumræðilega sárt og erfitt að trúa því. Það var sama hvernig ég reyndi að hugsa mér að þetta væri vondur draumur þá var þetta sár raunveruleikinn. Fram streyma minningar um þá góðu og einstöku vináttu sem við áttum. Þegar ég hitti þig fyrst með Gísla fyrir mörgum árum var eins og við hefðum alltaf þekkst og þótt við heyrðum ekki hvor í annarri í styttri eða lengri tíma skipti það okkur ekki máli. Við vissum hvor af annarri og alltaf var eins og við hefðum hist í gær. Upp í hugann koma ótal fallegar myndir af öllum góðu stundunum sem við Kári áttum með þér og Gísla, en þið eruð alltaf nefnd í sömu andrá hjá okkur. Ég sé þig alltaf fyrir mér hlæjandi eða með bros á vör og þannig ætla ég að minnast þín elsku Kristín. Það eru forréttindi að hafa átt þig að vini. Takk fyrir allt og ég kveð þig með þessum ljóðlínum KK og bið algóð- an Guð að geyma þig elsku vinkona. Allt var kyrrt og allt var hljótt miður dagur varð sem nótt sorgin bjó sig heiman að englar himins grétu í dag, í dag allt var kyrrt og allt varð hljótt öllu lokið furðu fljótt englar himins grétu í dag, í dag. Elsku Gísli, Gísli Þór, Ninja Ýr, Myrra Ösp og Kristmundur. Á dimmri nóttu bárust boð um bjartan nýjan dag. Guð veri með ykkur. Ykkar Hrafnhildur (Hrabba). Stynur jörð við stormsins óð og stráin kveða dauð, hlíðin er hljóð, heiðin er auð. – Blómgröf, blundandi kraftur, við bíðum, það vorar þó aftur. Kemur skær í skýjum sólin, skín í draumum um jólin. Leiðir fuglinn í för og fleyið úr vör. Arni sofa hugir hjá, – þeir hvíldu dag og ár. Stofan er lág, ljórinn er smár. – Fortíð, fram líða stundir, senn fríkkar, því þróttur býr undir. Hækkar ris og birtir í búðum, brosir dagur í rúðum. Lítur dafnandi dug og djarfari hug. Vakna lindir, viknar ís og verður meira ljós. Einhuga rís rekkur og drós. – Æska, ellinnar samtíð, við eigum öll samleið – og framtíð. Aftni svipur sólar er yfir, sumrið í hjörtunum lifir. Blikar blóms yfir gröf, slær brú yfir höf. (Einar Benediktsson.) Ég var búinn að vera á löngu ferðalagi fjarri New York, þegar vinur minn náði loksins í mig. Ég trúði því ekki sem hann sagði: „Hún Kristín hans Gísla er dáin.“ Ég þurfti að láta segja mér það aftur og aftur. Þetta var algjörlega óskiljanlegt, hún Kristín sem var alltaf svo hress og kát. Þetta gat ekki verið, þetta var svo ósann- gjarnt. Hún Kristín, þessi duglega, fal- lega, sterka kona, sem unni börnum sínum og manni meira en orð fá lýst. Kristín bjó þeim fallegt heimili með miklum myndarskap og var stoð og stytta Gísla í einu og öllu. Það væri hægt að halda að það hefðu verið 48 klst. í hennar sólar- hring af því að hún kom svo miklu í verk. Ég kynntist Kristínu fyrir u.þ.b. 10 árum og áttum við alla tíð mjög gott samstarf. Ég og konan mín vorum svo heppin að fá þau Krist- ínu og Gísla nokkrum sinnum í heimsókn til New York og áttum við þar yndislegar stundir saman. Þegar ég lít til baka minnist ég með söknuði ánægjulegra samveru- stunda okkar. Ég ætla ekki að setj- ast á rökstóla við Drottin og spyrja af hverju, heldur ætla ég að biðja hann að taka vel á móti Kristínu og blessa Gísla, minn kæra vin, og börnin þeirra. Guðmundur Franklín Jónsson. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi; og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. (Einar Benediktsson.) Með þessu fallega erindi viljum við „Draumalandsmeyjarnar“ minn- ast Kristínar okkar og þakka henni samfylgdina sem varð allt of stutt. Kynni okkar hófust í Samvinnu- skólanum á Bifröst. Við komum hver úr sinni áttinni og bjuggum átta saman í „gamla þvottahúsinu“ sem frú Guðlaug húsmóðir skólans hafði breytt í svo dásamlegar vist- arverur að hún kallaði þær Draumaland. Þar tókst með okkur mikil og góð vinátta sem haldist hef- ur fram á þennan dag. Þegar skóla- degi lauk og vistum var lokað hófst nýr kapítuli hjá okkur, okkar eigið félagslíf. Við settumst í setustofuna okkar og þar var margt rætt og rit- að. Meðal annars var haldin merki- leg dagbók um hegðan hverrar okk- ar sem æ síðan hefur verið mikið aðhlátursefni þegar hún hefur verin tekin fram. Kristín var sú kraft- mesta af okkur. Ætíð líf og fjör í kringum hana. Hún átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar og hlát- urinn hennar smitaði sannarlega út frá sér. Alltaf til í tuskið, oftast framarlega í flokki í hinum ýmsu uppátækjum ef hún átti þá ekki upptökin sjálf. Kristín gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og var ákaf- lega samviskusöm. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, hún skilaði því fullkomlega. Eftir að Bifrastardvölinni lauk skildu leiðir og við tóku annasöm ár. Kristín bjó í Kaupmannahöfn, kom heim og kynntist ástinni sinni og eignaðist fjölskyldu. Þau fluttu síðar til Neskaupstaðar og samgangurinn minnkaði um tíma. En alltaf var jafn gaman að hittast, þá smullum við saman eins og við hefðum aldrei verið aðskildar. Hin síðari ár höfum umgengist meira og styrkt vináttu- böndin enn frekar. Að kvöldi hins örlagaríka föstudags höfðum við ákveðið að hittast og gera okkur glaðan dag. Það fór öðruvísi en við ætluðum. Sorgin knúði dyra og við stóðum eftir agndofa og vanmátt- ugar. Hún Stína okkar dáin, hún sem var svo blíð og góð, trygg og trú. KRISTÍN EINARSDÓTTIR                                              !" #   $ % !" #$% &&  #% '( )*% &&  ( )*% &&  '  %%+   )*%%+ '    , % &&  '-&)*% &&   '  .+%& %%+ / %&( )*% &&  ' 01 %%+ ' %)*% &&  2+*  0 %%+  ) +'  ) 3                                !  "!    #$ " % &  '( "!  !  #$ " % ' $ "!  )$ #$ " %*                                                   !" #   !$ %"    &      ' () !    *) &   +   ,' ()+     &   -)   !   &    )) % ./                                          !         "   #$$% &           '              ! "       #     $ %&'(   )    * &                                              ! "     ##$    !     !   !"" # $%% & "   $%%   $'   !   &   $%% () &&  !)  *+   !  ,  ( *  ,  -  -+ ! & +,,-+ .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.