Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 39
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
skemmtilega andrúmsloft, sem þar
ríkti.
Atli Edgarsson,
Guðmundur Edgarsson,
Svava Liv Edgarsdóttir,
Jón Viðar Edgarsson.
Þegar ég sest niður til að skrifa
þessar línur um hana ömmu Dóu sé
ég að það væri efni í heila revíu að
gera henni og hennar lífi góð skil.
Hún var nefnilega ákaflega
skemmtileg manneskja og sá og
gerði hlutina í skemmtilegu sam-
hengi.
Ein af mínum fyrstu minningum
um ömmu Dóu og afa Mumma er frá
því þegar ég fór í pössun til þeirra í
fyrsta skipti. Mér var komið fyrir
uppi í sófa með helling af sælgæti og
afi og amma lágu síðan uppi í hjóna-
rúmi með sælgæti á milli sín. Þau
langaði bæði að lesa sömu bókina.
Amma Dóa leysti úr málunum á sinn
einstaka máta. Hún einfaldlega
byrjaði á bókinni þar sem hún var
fljótari að lesa og reif síðan blaðsíð-
urnar úr bókinni jafnóðum og hún
hafði lesið og rétti afa. Hér var mér
barninu strax ljóst að þau væru al-
veg óviðjafnanleg. Frændi minn
lýsti því á þann veg að ef valið hjá
barnabörnunum hefði staðið á milli
utanlandsferðar eða þess að dvelja
hjá þeim hefðu amma og afi orðið
fyrir valinu.
Hjá þeim voru dyrnar alltaf opnar
og naut m.a. Dóa systir mín þess
þegar hún dvaldi hjá þeim síðasta
árið sem hún lifði. Dóa systir upp-
lifði eitt hamingjuríkasta árið sitt í
návist ömmu sinnar og alnöfnu.
Við amma náðum sérstaklega vel
saman undanfarinn áratug og að
tala við hana var alltaf eins og að
tala við jafnöldru sína. Þegar ég
horfi á litlu Dóuna mína vona ég að
hún öðlist þá víðsýni, glaðlyndi og
lífsleikni sem amma Dóa var gædd.
Kristín (Dídí).
Undanfarna daga hafa minninga-
brot um ömmu Dóu og lífið á Vest-
urgötunni streymt fram í hugann.
Þegar við komum á Vesturgötuna
sem krakkar var alltaf fullt hús. Í
litla herberginu var kannski teflt á
tveimur borðum, í svefnherberginu
lágu nokkrir á rúminu og horfðu á
sjónvarpið, sumir sátu og spjölluðu
inni í stofu og loks voru ávallt ein-
hverjir í eldhúsinu að fá sér bita. Við
krakkar skutumst milli herbergja,
laumuðumst niður í bakari til að fá
pylsubrauð með súkkulaði og við
gátum verið örugg með að fá litla
kók í gleri úr kókbirgðunum úti á
„altani“. Amma passaði vel upp á
það að vel færi um okkur öll og gætti
þess ekki síst að allir fengju nóg að
borða. Hún var vön að elda fyrir
heila herdeild enda var alltaf mann-
margt á heimilinu og allir velkomnir
í mat. Það var jafnlíklegt að lenda í
hrygg hjá ömmu á þriðjudegi eins og
sunnudegi, að nóttu sem degi.
Amma Dóa var þungamiðjan í
fjölskyldunni og með gamansemi
sinni og óendanlegu stolti af sínu
fólki hélt hún stórfjölskyldunni sam-
an. Amma var þeirrar skoðunar að
það væri ekki hægt að hrósa barni of
mikið og hún lifði eftir þeirri speki.
Hún kunni alltaf að meta það sem
við barnabörnin vorum að fást við,
kenndi okkur að vera stolt og hafa
trú á sjálfum okkur. Þannig má
segja að amma eigi sinn þátt í þeirri
velgengni sem við höfum notið í líf-
inu. Amma Dóa var gamansöm og
glaðleg, með ákveðnar skoðanir á
hlutunum og jafnvel sérvitur á sum-
um sviðum. Hún skrifaði símanúmer
á veggina til að gleyma þeim ekki og
fannst rok og rigning vera hið besta
veður. En amma var líka mjög list-
ræn. Hún spilaði á píanó þegar eng-
inn heyrði til og var lærður mynd-
menntarkennari. Hún var mikil
hannyrðakona og notaði hvert tæki-
færi til að sauma út eða hekla. Vegg-
myndirnar sem hún saumaði voru
eins og framhaldssögur fyrir okkur
krakkana. Í hvert sinn sem við kom-
um í heimsókn var ný manneskja
eða hlutur kominn á myndina en
enginn vissi hvernig myndin yrði að
lokum, ekki einu sinni amma sjálf,
því hún teiknaði myndina jafnóðum
og hún saumaði út.
Amma var þeim eiginleika gædd
að öllum leið vel í nærveru hennar.
Hún létti okkur lundina með gam-
ansemi sinni og hvatti okkur til
dáða. Já, hún amma Dóa var alveg
sérstök.
Þínum anda ætíð fylgdi gleði
gamansemin auðnu þinni réði.
Því skaltu halda áfram hinum megin
með himnaríkisglens við mjóa veginn.
Ég vona að þegar lífi mínu lýkur
ég líka verði engill gæfuríkur.
Þá við skoðum skýjabreiður saman
og skemmtum okkur. Já, það
verður gaman.
(LÆ.)
Elsku amma Dóa, takk fyrir allt.
Helga Dröfn og Agla Huld.
Þótt amma Dóa hafi dáið þessum
heimi fyrir nokkrum dögum verður
hún í mínum huga eilíf. Mér finnst
ég svo lánsöm að hafa fengið að
kynnast náið konu sem henni, ótrú-
legri og engum lík; gestrisin, örlát,
lifandi og hugmyndarík. Hún gaf
ótakmarkað af sjálfri sér og var
snillingur í að láta manni líða eins og
miðju alheims, alltaf hvetjandi, alltaf
stolt, alltaf hælandi, studdi allar
ákvarðanir, nútímakona fram í fing-
urgóma. Amma var opin fyrir nýj-
ungum, sá fegurð í öllu, sérstaklega
ef það á einhvern hátt viðkom henn-
ar fólki. Hún var með eindæmum
áhugasöm um flest milli himins og
jarðar og hafði alltaf eitthvað gott að
segja.
Amma Dóa var svo þakklát fyrir
allt sem hún átti. Hún elskaði svo
heitt afa, börnin sín, tengdabörnin,
barnabörnin og barnabarnabörnin,
og líka vesturbæinn, íbúðina sína,
útsýnið til Esjunnar, græna og
rauða stólinn. Hún var svo yfir sig
stolt af mömmu og hennar náms-
árangri og frama og svo stolt og
ánægð med Þórarin, Önnu Þóru,
Edda og Steinu, enda öll stórkostleg
og nutu alls hins besta sem hennar
börn. Amma var líka einstaklega
skapandi manneskja. Hún teiknaði,
lék á píanó, prjónaði, saumaði, hekl-
aði; allt af stakri snilld. Svo var hún
líka sérlega skapandi í hugsun;
hvernig hún sagði frá, hvernig hún
góðlátlega gat leikið fólk, notaði lík-
ingamál og hvernig hún eldaði mat.
„Gefið’i karlmönnunum fyrst á disk-
inn,“ sagði hún berandi á borð ríkt,
rjómalagað góðgætið. Enda laðaðist
fólk að ömmu Dóu. Hún þurfti aldrei
að sækja sér félagsskap, allir sóttu
til hennar.
Að gista hjá ömmu og afa á árum
áður var algjört ævintýri. Allir
komnir upp í rúm klukkan 8 og það-
an svo horft á sjónvarpið þar til
stillimyndin kom á, Freska-gos og
fullir pokar af nammi og svo fór
amma stundum fram úr um mið-
nætti eða svo til að baka pönnukök-
ur. Þau voru ótrúleg saman, afi og
amma, báru djúpa virðingu hvort
fyrir öðru, hlógu saman og dekruðu
hvort við annað. Amma var samt
jafn ótrúleg ein. Hún saknaði afa
mikið, en þó aldrei á kostnað eigin
persónuleika. Hún var viss um að
hún færi aftur til afa um leið og hún
dæi og að hann biði hennar spenntur
í himnaríki.
Á dætur sínar saumaði amma í
gamla daga fallegustu kjólana í
bænum. Hún lýsti þeim stundum
fyrir mér og hversu fallegar þær
mamma, Anna Þóra og Steina hefðu
verið. Fyrir okkur barnabörnin
teiknaði hún dúkkulísur og föt á
þær. Hún kenndi líka Iggu systur,
sem þá var á unga aldri, að prjóna
og ýmsan annan myndarskap og ég
veit að hún hefur verið stöðugur inn-
blástur í sköpunargleði systur minn-
ar.
Hún og Edda Vikar áttu líka mjög
sérstakt og fallegt samband. Þær
elduðu hvor fyrir aðra, hringuðu sig
svo í græna og rauða stólinn og
„kjöftuðu“ fram á nótt.
Amma elskaði rigningu. Síðasta
sumar á leið frá Steinu frænku sat
ég undir stýri með ömmu í framsæt-
inu. Enn einu sinni var amma að
dásama rigninguna. „Mér finnst eins
og rigningin fylli heilann, að vatnið
fossi inn í hvern krók og kima og
hreinsi út allar illar hugsanir.“
Amma fór gegnum mikla sorg,
fyrst við lát sonardóttur sinnar og
alnöfnu, síðar við fráfall afa og svo
þegar Þórarinn, elsti sonur, hennar
dó. Og veikindi Steinu gat amma alls
ekki sætt sig við. Hún sagðist ekki
geta litið glaðan dag. „Af hverju
hún, af hverju ekki ég?“ Hún var
stöðugt með hugann hjá Steinu og
svo er örugglega enn.
Ég veit að við barnabörnin berum
öll sömu virðingu fyrir ömmu Dóu
og aðdáun okkar er ómæld. Hún
hefur á einn eða annan hátt haft
ólýsanleg áhrif á okkur öll með sín-
um einstöku persónutöfrum. Ég sé
líka ömmu í öllum börnunum henn-
ar. Mamma með þessa sömu óbil-
andi trú á sínum og elskar börnin
sín og barnabörnin heitar en orð fá
lýst. Hún myndi fórna sér á stund-
inni fyrir okkur hvert og eitt og ger-
ir allt sem í hennar valdi stendur til
að létta okkur lífið, tilfinningalega
eða á öðrum sviðum. Þau Dóubörn
eru líka öll með „húmorinn“ hennar,
samviskusemina, ímyndunaraflið,
greindina og eflaust fleira.
Ég er bara svo þakklát fyrir hana
ömmu Dóu. Hún kenndi mér svo
ótalmargt um lífið og það er svo góð
tilfinning að eiga svona ríkar og fal-
legar minningar um eina konu. Ég
hlakka til að segja mínum börnum
sögur af ömmu og geti ég á einhvern
hátt í mínu „ömmulífi“ líkst ömmu
Dóu þá er það tilhlökkunarefni.
Ég finn til með öllum sem nú
syrgja ömmu, en veit jafnframt að í
raun réttri erum við öll einstaklega
heppin að hafa notið athygli og nær-
veru hennar.
Takk elsku amma mín, þín
Anna Theodóra.
Elsku Dóa frænka. Mér eru svo
minnisstæðar allar góðu samveru-
stundirnar í sumarbústaðnum við
Grafarholt sem ég átti með ykkur
Mumma og frændsystkinum mínum.
Alltaf var fullt hús af fólki í bústaðn-
um og galvaskir KR-ingar mættu og
spiluðu þar fótbolta. Þú, Dóa mín,
alltaf tilbúin með kaffi og meðlæti.
Á Vesturgötunni var líka oft
margt um manninn, enda oft eins og
„opið hús“ hvern dag. Oftast voru
margir skákmenn og teflt á öllum
borðum, þá sast þú og saumaðir eða
spjallaðir við vinkonurnar. Þú hafðir
þann eiginleika að segja svo
skemmtilega frá, að flest það fólk
sem hitti þig hreifst af þér. Þú áttir
einstaklega gott með að umgangast
fólk og vildir allt fyrir alla gera, þú
varst frábær saumakona og saum-
aðir allt eftir eigin uppskriftum.
Ef þú ætlaðir þér að sauma kjóla
á dætur þínar, saumaðir þú alltaf á
mig í leiðinni. Sérstaklega er mér
minnisstæður matrósakjólinn sem
þú saumaðir á mig og allir tóku eftir
á jólaballi hjá Oddfellow. Það þótti
mér ákaflega vænt um og var mjög
montin af.
Þegar ég fór á húsmæðraskóla í
Danmörku, 19 ára gömul, varstu
fljót að finna út hvað sauma átti á
mig, ungu dömuna, fyrir ferðina og
að sjálfsögðu treysti ég þér fullkom-
lega fyrir því vali. Þú varst svo sann-
arlega meistarakokkur af Guðs náð
og naust þess að elda og borða góð-
an mat. Ég held mér sé óhætt að
segja að þú hafir verið með þeim
fyrstu á Íslandi, sem eldaðir hænur
og hafðir sósu með. Ég hafði aldrei
smakkað svona mat fyrr en ég fékk
hann hjá þér og varð þetta uppá-
haldsmaturinn minn lengi.
Ég man líka þegar þú gerðir góm-
sæta bláberjasaft í litla eldhúsinu í
sumarbústaðnum, úr berjum sem
við krakkarnir tíndum í Skáladal.
Það var eiginlega alveg sama hvað
þú tókst þér fyrir hendur, það var
allt gert af alúð og natni.
Mér fannst alveg einstaklega fal-
legt og traust vinasamband á milli
ykkar systkina, þín og pabba. Er
mér óhætt að segja að þið hafið haft
líkan húmor, gátuð svo sannarlega
gert grín að hvort öðru í dagsins
önn. Það var mér dýrmætt að leita
til þín á erfiðum stundum, sérstak-
lega þegar pabbi veiktist.
Hvíl í friði, elsku föðursystir mín,
og takk fyrir allt. Ég og fjölskylda
mín sendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur til afkomenda Dóu
frænku.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Þín bróðurdóttir,
Anna Kristjana Ívarsdóttir.
Ef allir gætu kvatt heiminn eins
og hún Dóa frænka; vitandi að hún
skilur ekkert nema gott eftir í huga
þeirra sem hana þekktu, væri nú
heiminum betur farið. Þuríður Þór-
! "
#$!
%
&' %
(" )*
" %
"+
!!
" # !!
!$ # !!
$ % %! &