Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 41
bara í aðra nösina. En hann blikkaði ekki auga, tók ekki einu sinni út úr sér vindilinn á meðan. Það gerði hann hins vegar rétt á meðan hann saup á sterku, sennilega vegna eld- hættu! En þeir sem voru vínsárir buðu Svanlaugi ekki í tvígang, því veitandinn stóð oftast eftir með tómt glerið! Þiggjandinn roðnaði kannski örlítið í smástund. Svo ók hann um á amerískum gljáfægðum Chevrolet með stórri talstöðvarstöng á aftur- stuðaranum og tveggja stafa núm- eri; A 82. Það voru ekki margir með tveggja stafa númer á Akureyri í þá daga; þeir voru vel innan við hundr- aðið. Þar að auki var Svanlaugur konungur dyravarðanna, sá um gættir gamla Alþýðuhússins. Þetta var sko maður með mönnum í mín- um augum í þá daga; ofurmenni, það var ekki hægt að komast öllu lengra að mínu viti. Ég stóðst inntökuprófið og eftir það var mér borgið. Það var sama hvaða „bommertur“ ég gerði í vinnunni, Allanum eða hvar sem var, alltaf var Svanlaugur tilbúinn að bjarga mér að landi. Þegar kom að sveinsprófinu var dregið um verk- efni. Svanlaugur var prófdómari við þriðja mann. Það sem ég ótttaðist mest var að lenda í rafkerfinu, þar sem ég var ekki sterkur. Ég dró miða, hafði ekki kjark til að lesa hvað á honum stóð, enda mátti ég ekki vita um efnið fyrr en í verklega prófinu daginn eftir. Ég rétti því blaðið til Svanlaugs, sem tróð því óðar í tösku. Ég svaf illa um nóttina, en þegar kom að prófinu daginn eftir dró Svanlaugur miðann úr töskunni og las skörulega: „Þú átt að gera upp gírkassa, lagfæra stýri- vél og stilla ljós. Byrjaðu strax,“ sagði ofurmennið án þess að bregða svip. Ég lyftist allur upp, þetta var nú auðvelt. Að loknu prófinu var haldin mikil veisla. Þar tók Svan- laugur mig tali og hvíslaði í eyra mér: Það var lán að meðdómendur mínir lásu ekki miðann, drengur minn, þú áttir nefnilega að teikna upp rafkerfi, en ég vildi ekki verða af veislunni, svo ég breytti því í ljósa- stillingu.“ Svo hló hann ógurlega. Líkt átti sér stað í meiraprófinu, þar sem heimanámið fór nú stundum fyrir lítið. Það var svolítið lágskýjað hjá mér í skriflega prófinu, sem var að hluta krossapróf. Laugi kom að borðinu hjá mér, þótti rétt að fara yfir spurn- ingarnar með mér, þannig að víst væri að ég áttaði mig á því, um hvað væri verið að spyrja. En fyrir ein- hverja slysni stoppaði fingur Svan- laugs alltaf lengst við þann reit, sem hafði rétta svarið. Fyrir einhverja tilviljun setti ég krossinn þar og flaug í gegn um prófið. Þetta var vinátta. Svanlaugur Ólafsson gat verið hrjúfur við fyrstu kynni, en hann hafði stórt hjarta undir skelinni. Það fengu vinir hans að reyna. Síðustu árin voru honum erfið vegna park- inson-sjúkdóms, en hann barðist á meðan hann gat. Hann var hjá BSA á meðan kraftar leyfðu, en eftir að sjúkdómurinn hafði af honum bíl- prófið var Bleik brugðið. En hann ætlaði ekki að gefast upp þrátt fyrir það. Hins vegar var Svanlaugur ferðbúinn þegar kallið kom; hefur sennilega átt inni greiða hjá almætt- inu. Hann snaraðist upp í farskjót- ann sem forðum. Ég sé hann fyrir mér glaðbeittan við stýrið kominn á fulla ferð á vit nýrra ævintýra. Ég skal sjá um kveðjusönginn, þú átt það margfalt inni hjá mér. Góða ferð, gamli vin. Óskar Pétursson. Látinn er á Akureyri aldavinur minn, Svanlaugur Ólafsson. Leiðir okkar lágu fyrst saman á ferð á bíla- sýningu í London fyrir um það bil 30 árum. Tókust þá með okkur bestu kynni. Við störfuðum saman í for- ystusveit Bílgreinasambandsins um árabil. Það var sérstaklega ánægju- legur tími. Eftirfarandi saga lýsir því einkar vel hvern mann Svanlaug- ur hafði að geyma. Þannig lágu atvik til að þeir félagarnir á verkstæðinu fóru jafnan saman í veiðitúr að sumri til og var það hápunktur sumarsins hjá þeim. Eitt sinn er fara átti í veiðitúr og Svanlaugur var einn eftir á verkstæðinu og var á leið út að þar bar að bíl úr Reykjavík. Var þar komin fjölskylda á biluðum bíl. Svanlaugur brást þegar við að að- stoða fólkið og tók það lengri tíma en hann hafði búist við í upphafi. Þegar langt var komið fram yfir þann tíma er menn áttu að hittast til veiðiferð- ar var farið að grennslast fyrir um hvað dveldi Svanlaug. Þegar hann var spurður hvers vegna hann væri ekki kominn þá sagði hann frá því að eitt sinn er hann lá erfiða sjúkdóms- legu á Landspítalanum andvaka um miðja nótt hafi komið til hans stúlka á vakt og spurt hann um líðan og hvort hægt væri að gera eitthvað fyrir hann. Hann hafði þá sagt henni að hann langaði óskaplega í kalda kók. Hún brást þegar við, dúðaði sig og kafaði snjóinn á Umferðarmið- stöðina og fékk handa honum kókið. Þarna var sama konan komin og var Svanlaugi ljúft að koma henni og fjölskyldu hennar til hjálpar þótt veiðiferð stæði fyrir dyrum. Svan- laugur mætti síðan í morgunsárið í veiðitúrinn í félagahópinn glaður í bragði. Þessi litla saga þykir mér lýsa Svanlaugi vini mínum einkar vel. Eftir stendur minningin um góð- an dreng. Eiginkonu Svanlaugs, Freyju, og fjölskyldu hans sendi ég samúðar- kveðjur. Gísli Guðmundsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 41 KIRKJUSTARF Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borg- ara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánudag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lif- andi og fjölbreytt starf fyrir börn úr 4.-6. bekk í umsjón Andra, Gunnfríðar, Guðrún- ar Þóru og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Laugarneskirkja. Kvenfélag Laugarnes- kirkju fundar mánudagskvöld kl. 20 í safn- aðarheimilinu. 12 spora hópar koma sam- an mánudag kl. 20 í kirkjunni. Margrét Scheving sálgæsluþjónn er við stjórnvöl- inn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14. Öll börn í 1. bekk velkomin. TTT-starf (10-12 ára) mánudag kl. 16.30. Öll börn í 4. og 5. bekk velkomin. Litli kórinn, kór eldri borg- ara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. For- eldramorgunn miðvikudaga kl. 10-12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdótt- ir. Reykjavíkurprófastsdæmin. Hádegis- verðarfundur presta í Bústaðakirkju mánu- dag kl. 12. Árbæjarkirkja. Sunnudagur: Æskulýðs- fundur kl. 20. Mánudagur: TTT-klúbburinn frá kl. 17-18. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Fjöl- skyldumorgnar (mömmumorgnar) mánu- dag í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 10-12. Heitt á könnunni og eitthvað hollt og gott fyrir börnin. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 17-18. Starf fyrir 9-10 ára drengi kl. 17- 18. Unglingastarf á mánudagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bæna- hópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. KFUM yngri deild í Borga- skóla kl. 17-18. Kirkjukrakkar fyrir 7-9 ára kl. 17.30-18.30. TTT (10-12 ára) kl. 18.30-19.30 í Korpuskóla. Hjallakirkja. Mánudagur: Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20. Þriðjudag- ur: Prédikunarklúbbur presta í Reykjavík- urprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9.15-10.30. Umsjón Sigurjón Árni Eyjólfs- son. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK fundur fyrir stelpur á aldrinum 9-12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelp- ur velkomnar. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9-12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánu- dögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld kl. 20-22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon- fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15-14.30. TTT-fundir í safnaðarheimili kl. 16-17. Fundir í æskulýðsfélaginu Sánd kl. 17-18. Keflavíkurkirkja. Samvera í Kirkjulundi kl. 11. Æskufólk fjölmennir til kirkju, leikur á hljóðfæri og sýnir dans og leikþátt. Rúnar Júlíusson tekur lagið og organistinn, Há- kon Leifsson, leikur á gítar og síðan verða léttar veitingar. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld, sunnu- dag, kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkj- unnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Mánu- dagur: Kl. 17.30 æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Ester Jacobsen. Almenn samkoma kl. 16.30. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendavegi 601. Sunnudag- ur: Samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Helga R. Ármannsdóttir. Bænastund fyrir samkomu kl. 16. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir börn frá eins árs aldri. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og orð guðs rætt. Allt ungt fólk hjartanlega velkomið. Vegurinn. Fjölskyldusamkoma kl. 11. Léttur hádegisverður að samkomu lok- inni. Bænastund kl. 19. Samkoma kl. 20. Ragna Björk Þorvaldsdóttir prédikar. Brotning brauðsins. Lofgjörð og fyrirbænir. Kristskirkja í Landakoti. Mánudaginn 4. mars flytur enski Daminikaninn Edward Booth frá Cambridge erindi um efnið Jes- ús í eyðimörkinni – Hvað getum við lært af fundi hans við Satan? Fyrirlesturinn verður haldinn í safnaðarheimilinu í Landakoti og hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis en að- eins er farið fram á lítið framlag vegna kaffiveitinga. Sr. Booth heldur fyrirlestur sinn á ensku en íslensk þýðing hans liggur frammi. Akureyrarkirkja. Upphaf kirkjuviku. Opn- un heimasíðu kirkjunnar kl. 12 í safnaðar- heimili. Fundur í Æskulýðsfélagi kirkjunn- ar kl. 17. Mánudagur: Tónleikar í safnaðarheimili og kirkju kl. 20.30. Andr- ea Gylfadóttir syngur við undirleik Kjartans Valdimarssonar djasspíanista. Safnaðarfélag Grafarvogskirkju heldur fé- lagsfund í kirkjunni mánudaginn 4. mars kl. 20. Fundarefni: Hafdís Sigurðardóttir, blómaskreytir og leiðbeinandi hjá Mími. Tómstundaskólinn verður með sýni- kennslu í gjafainnpökkun. Sýnikennsla og kaffi kr. 1.000. Allir velkomnir. Stjórnin. Safnaðarstarf Í DAG, sunnudag, verður mikið um að vera í Hafnarfjarðarkirkju í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkj- unnar. Dagurinn hefst með fjöl- skylduguðsþjónustu kl. 11 og munu báðir sunnudagaskólarnir sem Hafnarfjarðarkirkja rekur, koma saman í kirkjunni. Að venju mun barnakór kirkjunnar syngja fjörug og lifandi lög. Leiðtogar sunnudagaskólanna hafa sett sam- an popphljómsveit og hljómsveitin leikur undir almennum söng. Svo verður glærusaga dagsins sögð, farið í leiki og margt, margt fleira sér til gleði og ánægju gert. Prest- ar eru sr. Þórhildur Ólafs og sr. Þórhallur Heimisson. Eftir fjöl- skylduguðsþjónustuna er boðið upp á góðgæti í safnaðarheimilinu áður en haldið er heim á leið. Rúta sunnudagaskólans ekur eins og venjulega. Auk þess mun rúta fara frá Hvaleyrarskóla kl. 10.55 og heim aftur rúmlega 12. Um kvöldið heldur síðan hátíð æskulýðsdagsins áfram. Popp- messa byrjar í kirkjunni kl. 20.30. Poppmessan er öll í umsjón Æsku- lýðsfélags Hafnarfjarðarkirkju. Unglingar leiða bænir og söng og predika með leiðtogum sínum, þeim Stefáni og Guðmundu, en tónlistina annast poppgrúppa und- ir stjórn Emils. Eftir poppmessuna bjóða fermingarbörn öllum kirkju- gestum til veislu í safnaðarheim- ilinu. Þar verður dekkað hlaðborð af margs konar kræsingum sem fermingarbörnin leggja til. Hefur þetta kaffihlaðborð ferming- arbarnanna hingað til verið eitt hið flottasta sem menn hafa séð. Sú verður efalaust líka raunin núna. Allir eru velkomnir á hátíð dagsins. Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðsdagurinn á Akranesi Í TILEFNI af æskulýðsdegi þjóð- kirkjunnar verður boðið upp á poppmessu í Akraneskirkju kl. 14. Er hún haldin þriðja árið í röð á þessum degi. Gospelkór Akraness og hljómsveit sjá um söng og tón- list. Flutt verða vinsæl, trúarleg lög. Fyrri poppmessur slógu í gegn! Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir, á meðan húsrúm leyfir. Í kvöld kl. 20 verður síðan kvöldvaka æskulýðsdagsins í Safn- aðarheimilinu Vinaminni. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Gospelkór- inn kemur aftur fram ásamt hljóm- sveit og syngur nokkur lög. Börn úr TTT-starfi kirkjunnar verða með stutt atriði. Gestir kvöldsins verða þeir Þor- steinn Haukur Þorsteinsson toll- gæslumaður og fíkniefnahund- urinn Bassi. Þorsteinn Haukur mun tala um fíknaefnavandann og Bassi bregða á leik. Léttar veit- ingar verða að samkomu lokinni. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Páll Rósinkrans syngur í Grafar- vogskirkju Í DAG, sunnudag, verður æsku- lýðsmessa í Grafarvogskirkju kl. 11. Um er að ræða barna- og fjöl- skyldumessu þar sem ungt fólk kemur fram, hugleiðir og syngur. Ástríður Jónsdóttir æskulýðs- fulltrúi flytur hugleiðingu. Æsku- lýðsleiðtogar flytja ritningarorð og bænir. Starfsfólk barnastarfs- ins kemur í heimsókn með brúðu- leikhúsið. Nemar úr Tónlistarskóla Graf- arvogs og nemar úr Tónlistarskóla Hörpunnar flytja tónlist. Páll Rós- inkrans syngur ásamt barna- og unglingakór Grafarvogskirkju. Stjórnandi er Oddný J. Þorsteins- dóttir, Hörður Bragason organisti leikur ásamt Birgi Bragasyni á bassa og Hjörleifi Valssyni á fiðlu. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Grafarvogskirkja. Sálgæslunámskeið SÁLGÆSLUNÁMSKEIÐ fyrir al- menning verður haldið á vegum Biblíuskólans við Holtaveg og Mið- borgarstarfs KFUM&KFUK mið- vikudaginn 6. mars kl. 17–21. Námskeiðið verður haldið í að- alstöðvum KFUM&KFUK á Holta- vegi 28. Innritun fer fram í síma 588 8899. Dagskrá: „Sorg og sorg- arviðbrögð“: Sigurður Pálsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Eldri deild barnakórs Háteigs- kirkju syngur. „Í fangelsi var ég“: Hreinn Hákonarson fangaprestur. „Í fjötrum fíkniefna“: Þórdís Sig- urðardóttir, verkefnastjóri For- eldrahússins. Matur. „Sorg barna“: Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. „Máttur bæn- arinnar“: Helga Hróbjartsdóttir kennari. Umsjón og stjórnun á nám- skeiðinu er í höndum Jónu Hrannar Bolladóttur miðborg- arprests og Péturs Björgvins Þor- steinssonar, fræðslufulltrúa í Háteigskirkju. Að horfast í augu við starfslok FUNDUR verður haldinn hjá Geisla, félagi um sorg og sorg- arviðbrögð, þriðjudaginn 5. mars kl. 20 í safnaðarheimili Selfoss- kirkju. Gestur fundarins verður sr. Svavar Stefánsson. Erindi hans mun fjalla um að horfast í augu við starfslok og þá höfnun sem því getur fylgt. Að erindu loknu gefst tækifæri fyrir umræður yfir kaffibolla. Fundurinn er öllum opinn. Allir hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar veitir formaður fé- lagsins, Eygló J. Gunnarsdóttir. Geisli. Hafnarfjarðarkirkja Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar í Hafnarfjarð- arkirkju leiddi slíkar þarfaflíkur allt árið til að dreifa þeim síðan á jólum meðal þurfandi. Síðar, eftir að Sólveig var látin og Pétur bróðir Ernu var hættur störfum sem sendiherra og fluttur heim til Íslands, voru þau systkin ævinlega hjá foreldrum mínum á aðfangadagskvöld ásamt yngri systkinum mínum, mér og syni mínum. Enn síðar þegar ég tók við jólahaldinu voru þau einnig hjá okkur hjónunum á aðfangadags- kvöld. Síðustu fimm árin var Erna bundin við hjólastól og því illger- legt fyrir hana að komast upp á þriðju hæð í lyftulausu húsi. Það var ekki sársaukalaust að vera án hennar á aðfangadagskvöldið. Ég þakka þeim systkinunum hér með þeirra þátt í því að gera jólin hátíð- legri og minnisstæðari fyrir okkur í fjölskyldunni. Þegar sonur minn Árni var skírður var það svo sjálfsagt að Erna frænka fremur öðrum væri beðin að verða guðmóðir hans, sem hún gerði fúslega. Ég minnist margra góðra stunda með Ernu frænku eftir að ég varð fullorðin. Við vorum í yndislegum matar- og kaffiboðum hjá henni og hún hjá okkur (það var hún sem kenndi mér að gera heimalagaðan ís og uppskriftin hennar að fisk- suffle er hátíðarmatur á mínu heimili). Margar gönguferðir úti í náttúrunni áttum við saman, með kaffi, brauð og sherry í nest- iskörfu, Erna var mikið náttúru- barn og það var gaman að njóta gjafa Guðs með henni. Á seinustu árum fórum við sam- an á kaffihús og fengum okkur kaffi og tertu, eða röltferðir með Ernu í hjólastólnum út í góða veðr- ið þegar tækifæri gafst. Eina slíka ferð held ég mikið uppá í minning- unni. Það var í fyrrasumar að við Sigrún systir og Erna fórum í glaðasólskini á sumardegi upp á Hólatorg og lögðum undir okkur bekk sem þar var. Við höfðum með okkur staup og sherryflösku, sem við glöddum okkur við. Frænka hélt kannski að þetta væri full sterkt fyrir sig, en drakk þó eitt staup okkur til samlætis. Svo sung- um við saman hvert ættjarðarlagið á fætur öðru og Erna tók undir þegar hún gat. Ég held líka að við höfum glatt ýmsa gangandi vegfar- endur sem áttu leið hjá. Ég er full þakklætis til Ernu frænku fyrir allar góðu stundirnar sem hún auðgaði líf mitt með og þakklát fyrir að Guð hefur nú tekið hana til sín og leyst hana úr viðjum þreytts líkama. Megi ljósið og kær- leikurinn umvefja hana þar sem hún er núna. Elín Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.