Morgunblaðið - 03.03.2002, Page 47

Morgunblaðið - 03.03.2002, Page 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Agnar Sæberg Sverrisson 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er í dag. Af því tilefni íhugar Sigurður Ægisson útbúnað og farareyri þeirra barna og ungmenna, sem munu erfa landið. Raddir fram- tíðarinnar SKÁLDIÐ og rithöfund-urinn Halldór Laxnessfékk gott veganesti úrforeldrahúsum, þegarhann fór að heiman í fyrsta skipti, því kveðjuorð móð- urinnar voru þessi: „Guð fylgi þér.“ Ósk hennar og bæn rættist. Framtíð sérhverrar þjóðar er háð vexti og þroska barna hennar, ekki síst þeim andlega. Þess vegna er mikilvægt, að við búum þau vel úr garði. Sjálfur á ég góðar minn- ingar úr bernsku. En ein er þar sterkari en aðrar; ég stend uppi í rúmi, lítill hnokki, nýkominn úr baði, og það er verið að klæða mig í hvítan bol. Um leið gerir mamma krossmark á brjóst mitt. Ég skil þetta ekki, og spyr. Og fæ það svar, að þetta nefnist signing. Hún sé mér til verndar, og líka merki um að ég tilheyri Guði. Þó var engin sérstök trúrækni á heimilinu. Alls ekki. Hvað skyldu mörg foreldri gera þetta við börn sín nú á tímum hér á landi? Eða öllu heldur fyrir þau? Ég veit það ekki, en hitt er víst, að í samfélagi 21. aldar er gott að hafa traustan klett undir fótum, örugg- an punkt til viðmiðunar, svo maður týni ekki áttum. Það er nánast sama hvert litið er, hvarvetna er verið að bjóða sannleikann og frelsið til sölu, allir telja sig vita hvernig börn og ungmenni geti öðlast lífsfyllingu, hamingju og annað þar fram eftir götum. Vímu- efni eru í gangi, sem aldrei fyrr, töfralausnir á einu og öðru. Jesús kenndi okkur að þessi til- vera, sem við þekkjum og sjáum í kringum okkur, væri ekkert nema ófullkomin byrjun, eins og reikandi spor lítils barns, og að við þörfn- uðumst leiðbeiningar og stuðnings til að komast á réttan áfangastað, sem er Guðs ríki. Þá leiðsögn getur meistarinn einn veitt, og hefur í raun gert það með lífi sínu, dauða og upprisu. Þess vegna einkennist kristin trú af bjartsýni og gleði, eins og við minnumst á hverjum páskum. En tíminn líður þó svo óskap- lega hratt, að mannsævin er öll fyrr en varir. Þess vegna er öllum hollt á unglingsárum að temja sér að horfa rannsakandi augum á líf- ið, svo að dýrmætum augnablikum þess verði ekki kastað í fánýta hluti. Að læra að taka manngildið fram yfir auðgildið. Fyrir um tíu árum komst ég yfir bréf gamals manns, sem hét Matthías Claudius. Hann var út- lendingur, eins og nafn hans gefur reyndar til kynna, en ekki veit ég hverrar þjóðar hann var, enda skiptir það litlu máli, en hann dó árið 1815. Skömmu fyrir andlát sitt ritaði hann umrætt bréf. Allt frá því að ég sá bréfið hefur það ekki látið mig í friði, vegna boðskaparins. Þessi gamli maður talar nefnilega af svo mikilli visku og reynslu. Ég hef það núorðið fyr- ir sið, að lesa þetta bréf upp við hverja einustu fermingu sem ég annast. Það gæti allt eins verið til sérhvers ungmennis hér á jörðu, en er þó til ungs sonar hins aldna manns. Það hljóðar svo: „Kæri sonur! Senn nálgast sú stund, að ég legg upp í þá ferð, þaðan sem enginn á aft- urkvæmt. Ég get ekki tekið þig með mér, en skil þig eftir í veröld, þar sem góð ráð ættu ekki að koma sér illa. Enginn er vitur frá fæðingu. Tími og reynsla kenna og slípa. Ég hef þekkt veröldina lengur en þú. Ekki er allt gull sem glóir. Ég hef séð marga stjörnuna falla af himni og margan stafinn bresta, sem stuðst var við. Því vil ég gefa þér nokkur ráð og segja þér frá því, sem ég hef numið og hvað tíminn hefur kennt mér. Varastu það að gera illt. Lát ekki for- gengilega hluti taka hug þinn allan. Sannleikurinn lagar sig ekki eftir okkur, heldur ber okkur að taka mið af honum. Notaðu augu þín til þess að sjá það, sem séð verður, en haltu þig að Guðs orði þegar um er að ræða hina ósýnilegu, ei- lífu hluti. Vertu trúr trú feðra þinna og gjald varhug við skaðlegum kenningum. Tortryggðu engan jafnmikið og sjálfan þig. Innra með okkur býr dómari, sem ekki blekkir en er meira virði að hlýða á en alla heimsins speki. Gættu þess að breyta ekki gegn rödd hans og þegar þú ætlast eitthvað fyrir, spurðu hann þá um ráð. Hann talar í fyrstu hljóðlega og hik- ar eins og saklaust barn, en ef þú virðir sakleysi hans losnar um tungu hans og rödd hans verður skýrari. Hugsaðu oft um heilaga hluti og vertu þess viss, að það mun hafa góð áhrif á líf þitt. Fyrirlít engin trúarbrögð, því að þau eru góðra gjalda verð og þú veist heldur ekki, hvað búa kann að baki óásjálegu yfirborði. Það er auðvelt að fordæma, en betra er að gera sér far um að skilja. Gerðu þér ekki far um að kenna öðrum, fyrr en þú hefur sjálfur lært. Vertu sannleikans megin, þegar þú getur, og vertu óhræddur við að þola hatur hans vegna. Gerðu það sem gott er, án þess að hugsa um afleiðingarnar. Vertu eindreg- inn í einlægninni. Hugsaðu um líkama þinn, þó ekki eins og hann væri sál þín. Líktu ekki eftir hinum trúhneigðu, held- ur hinum trúuðu og fylgdu þeim. Maður, sem á sér sannan guðsótta í hjarta, líkist sólinni, sem skín og vermir, jafnvel þótt hún segi ekki orð. Vinn fyrir réttlátum launum og öfundaðu engan. Þegar vandi steðjar að, þá skaltu ásaka sjálfan þig, en ekki einhverja aðra. Hafðu ævinlega eitthvað gott í huga. Hugleiddu dauðann daglega og lífið, að þú mættir finna það; vertu glaður í sinni og farðu ekki burt af þessum heimi án þess að hafa sýnt á einhvern hátt í verki elsku þína og virðingu höfundi kristin- dómsins, Jesú Kristi.“ Svo mörg voru þau orð. Megi þetta bréf ná augum eða eyrum sem flestra hér á landi, og einkum samt barna og ungmenna, sem eru jú raddir framtíðarinnar. Guð fylgi þeim. Morgunblaðið/RAX sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA Námskeið um öflugt sjálfstraust NÁMSKEIÐIÐ Öflugt sjálfstraust verður haldið í Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4b og verður það dag- ana 4. mars kl. 18–21 og 11. mars kl. 18–21. Þetta námskeið er fyrir alla for- eldra sem vilja styrkja sig í að verða sterkar fyrirmyndir fyrir börnin sín. Kenndar eru aðferðir til að efla sjálfstraust, hvað einkennir mikið og lítið sjálfstraust. Fjallað verður um áhrif hugarfars, viðhorfa og hugsun- ar á hegðun og líðan. Einnig verður fjallað um leiðir til að byggja sig upp og taka ábyrgð á eigin lífi og heilsu. Höfundar námskeiðsins eru Jó- hann Ingi Gunnarsson og Sæmund- ur Hafsteinsson sálfræðingar. Allar nánari upplýsingar eru í Foreldrahúsinu. Kynning á ör- yggislausnum NK. ÞRIÐJUDAG stendur GSS- Lausn ehf. fyrir kynningu á örygg- islausnum. Tveir af æðstu stjórnend- um ZyXEL í Evrópu munu koma og kynna allar helstu nýjungar í breið- bandslausnum og þá sérstaklega m.t.t. til öryggismála. „Eftir að farið var að bjóða uppá ADSL tengingar hefur margfaldast fjöldi þeirra sem eru sítengdir við netið. Jafn þægileg og sítenging er í daglegri notkun getur hún líka verið greið leið fyrir óvandaða tölvuþrjóta. Margir sem eru breiðbandstengdir búa því við falskt öryggi og vita ekki að til eru sérsniðnar lausnir við hverju vandamáli,“ segir í fréttatil- kynningu. Kynningarnar eru tvískiptar. Fyr- ir hádegi er áhersla lögð á lausnir fyrir heimili og fyrirtæki en eftir há- degi er kynning sem er sérsniðin fyr- ir þarfir endursala, internetþjón- ustuaðila, verkfræðinga og ráðgjafa. Ekkert þátttökugjald er innheimt. Allar nánari upplýsingar og skrán- ing er á http://www.gsslausn.is. Breytt skipulag slysa- og bráðaþjónustu LSH VERULEGAR breytingar hafa ver- ið gerðar á skipulagi slysa- og bráða- þjónustu Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) þar sem nýtt skipulag slysa- og bráðaþjónustunn- ar tók gildi 1. mars sl. Er með þess- um breytingum stefnt að því að auka skilvirkni þjónustunnar á sjúkrahús- inu, skv. upplýsingum spítalans. Vaktdagakerfi sem verið hefur við lýði var lagt niður en vakt verður á Slysa- og bráðadeild í Fossvogi fyrir alla slasaða og bráðveika alla daga árið um kring. Slysa- og bráðalækn- ar taka á móti, greina og frummeð- höndla bráðveika og slasaða og fá þeir nauðsynlegan stuðning frá við- komandi sérgreinum spítalans, eftir því sem þurfa þykir, að því er fram kemur í frétt frá LSH. Húsnæðinu á slysa- og bráðadeild Landspítala Fossvogi er breytt til þess að deildin verði betur í stakk búin til að takast á við verkefni kom- andi ára. Við Hringbraut verður til- vísunarmóttaka lækna fyrir hjart- veika og einnig fyrir sjúklinga með kviðverki sem þurfa á skurðlæknis- þjónustu að halda. Nýtt og vel búið bráðaherbergi verður tekið í notkun á bráðamóttöku við Hringbraut. Þá verður við Hringbraut óbreytt fyr- irkomulag á bráðaþjónustu kven- sjúkdóma og þar verður bráðaþjón- usta veikra barna og geðsjúkra. Þjónusta við hjartasjúklinga sameinuð á einn stað Hjartadeild B-7 í Fossvogi var flutt hinn 28. febrúar sl. á deild 14G við Hringbraut og heitir eftir það hjarta- og nýrnadeild 14G en með þessari breytingu er búið að sameina þjónustu LSH við hjartasjúklinga á einum stað. Frá og með sama tíma hefur gigtar- og nýrnadeild 14G ver- ið flutt að hluta á deild B-7 í Foss- vogi. Sigríður Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur var ráðin sl. haust í nýtt starf innlagnastjóra LSH og hefur síðan unnið að mótun starfsins. Er hlutverk innlagnastjóra m.a. að vera tengiliður milli slysa- og bráða- sviðs og annarra sviða um innlagnir sjúklinga og hafa yfirumsjón með til- kynningum sjúklinga inn á slysa- og bráðasvið, að því er fram kemur í frétt LSH. MYNDLISTARSÝNING Guðfinnu Hjálmarsdóttur stendur nú yfir í sýningarsal Gallerís Reykjavíkur, Skólavörðustíg 16. Sýningin er að hluta til skúlptúr er var lokaverk- efni Guðfinnu til BA-prófs í Listahá- skóla Íslands 2001. „Veggverk er hún sýnir hafa síð- an þróast út frá sömu hugmynd. Þeirri hugmynd og sýn er vísindin hafa fært okkur. Margvíslegar upp- lýsingar um alheiminn má finna ásamt ýmsum tengslum við náttúr- una á mörgum sviðum, ekki ein- göngu af landslagi sem er sýnilegt berum augum heldur einnig úr smærri og stærri heiminum,“ segir í kynningu. Verkin eru raflýst og sýnd í myrkvuðu rými í sýningarsal Gall- erís Reykjavíkur. Virka daga er opið frá kl. 12–18 og laugardaga frá 11– 16. Í dag frá 14–18 en lokað aðra sunnudaga. Sýningunni lýkur 20. mars. Í dag verða listamenn að störfum í Galleríi Reykjavík. Helga Unnars leirlistarmaður frá kl. 14–16 og Ingibjörg Klemensdóttir leirlist- armaður frá kl. 16–18. Í Selinu er örsýningin Í átt að ljósinu, ný og eldri verk eftir Guðmund Björgvins- son. Henni lýkur í dag. Raflýst verk í Galleríi Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.