Morgunblaðið - 03.03.2002, Side 49

Morgunblaðið - 03.03.2002, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 49 Fermingamyndatökur Hverfisgötu 50, sími 552 2690 QuarkXPress Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Farið er ítarlega í helstu þætti forritsins og hvernig hægt er að nota það til að ná fram skilvirku umbroti í þágu lesandans. Mikið er um verklegar æfingar þar sem nemendur brjóta um bæklinga og bækur og þarf að gera ráð fyrir nokkru heimanámi. Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa þekkingu á Windows stýrikerfinu og ritvinnslu. 42 stunda kvöld- og helgarnámskeið hefst 19. mars og lýkur 11. apríl. Kennt er á þriðjudags og fimmtudags- kvöldum kl. 18:00 - 22:00 og laugard. kl. 8:30-12:30. Upplýsingar og innritun í síma 555-4980 og á www.ntv.is Umbrot með Viltu verða ACE? Nám sem hentar þeim sem vilja öðlast djúpa þekkingu og ná góðum tökum á myndvinnslu með Photoshop. Náminu lýkur með alþjóðlegu prófi sem gefur gráðuna: Adobe Certified Photoshop Expert. 96 stunda síðdegisnámskeið hefst 3. apríl og lýkur 29. maí. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum frá 13-17. Öll kennslugögn eru á ensku. Upplýsingar og innritun í símum: 555 4980, 544 4500 og á www.ntv.is Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is • NÝTT 277 fm einbýlishús. • 32 fm innbyggður bílskúr. • Klætt með maghony og zinki. • Mikil lofthæð – hiti í gólfum. • Maghony gluggar. • Stórkostlega víðfeðmt útsýni. • MJÖG ÁHUGAVERT HÚS! Nánari uppl. í síma 699 1179 GLÆSIEIGN Í VESTURBÆ KÓPAVOGS RC Hús ehf, Sóltún 3, 105 Rvík. s. 511 5550 Veffang: www.rchus.is Netfang: rchus@rchus.is VERÐLÆKKUN - VERÐLÆKKUN Timbrið er sérvalin, þurkuð og hægvaxin norsk fura. Húsin eru einangruð með 5" 6" og 8" íslenskri steinull.Hringdu og við sendum þér fjölbreytt úrval teikninga ásamt verðlista, eða gerum þér tilboð eftir þinni teikningu. Vegna mikillar sölu og hagstæðra innkaupa, bjóðum við nú VERÐLÆKKUN af íbúðar-og sumarhúsum okkar úr norskum kjörviði. EITTHVAÐ hefur nú skolast til siðferðið hjá mörlandanum hin síð- ari árin. Menn í trúnaðarstöðum hafa látið greipar sópa um eigur ríkisins, samið og sent inn reikn- inga fyrir allt og ekkert, samþykkt eigin útgjöld og fengið greidd, og allt að því byggt yfir sig fyrir út- tektir í nafni ríkisins og stofnana þess. Menn hafa jafnvel borið við að rækta skóga og horfa á sjónvarp eftir þessari forskrift. Þjóðmenningarhúsið virðist líka rekið samkvæmt þessu lagi. Kannski er svona sjálftaka bara eftir allt saman íslensk þjóðmenn- ing. Sauðsvörtum skattborgaran- um kemur auðvitað ekkert við hvað gert er við tekjur og eigur hins op- inbera. Stjórnarformaður sem um hádegisbil er steinhissa á því að honum bæri að gera stjórn sinni grein fyrir aukagetu sinni hjá fyr- irtæki því sem hann ber ábyrgð á, harmar að kveldi þau mistök að segja ekki stjórninni frá þessu lít- ilræði. Og blessaður stjórnarfor- maðurinn situr stjórnarfund og greiðir þar atkvæði um að þessi aukageta hans hafi verið í besta hófi. Einhvern veginn finnst mér við vera komin í hringekju fáránleik- ans. Menn setjast í dóm um eigin gjörðir, og básúna hve góð og ódýr ráð þeir hafi veitt ríkinu. Undirrit- aður er nú líklega heimskari en gengur og gerist um svona ráð- gjafa og ráðherra, en einhvern veg- inn finnst mér að þessi ráð sem gefin voru beri þó nokkurn keim af heimsku – heimsku ráðherra að samþykkja þessar greiðslur, heimsku stjórnarformannsins að láta sér detta þessi vitleysa í hug, og heimsku stjórnarmanna Lands- símans að samþykkja vitleysuna eftirá. Mér dettur ekki í hug að minnast á ráðningarmál Þórarins V. Þar fer heimskan svo langt fram úr öllu velsæmi, að mig brestur orð. Svo kemur þáttur þjóðmenning- arinnar, forsætisráðuneytið slær á hönd forstöðumanns Þjóðmenning- arhússins, og biður hann vinsam- legast að gera þetta ekki aftur, og leggur áherslu á að ekki sé frekari rannsóknar þörf. Öðruvísi mér áð- ur brá, gæti Árni Johnsen sagt. Og er þá loksins komið að tilefni greinarheitis. Áður en hæstvirtur forsætisráðherra gerðist virðuleg- ur landsfaðir, átti hann drjúgan þátt í því útvarpi fáránleikans, sem kallaðist Útvarp Matthildur. Þeir atburðir sem hafa gerst á undan- förnum árum, þótt hér sé einungis minnst á þá sem yngstir eru, hafa á sér blæ Útvarps Matthildar. Ég vona að hæstvirtur forsætisráð- herra grípi í taumana, og sporni við eins og honum einum er lagið, og geri sitt til þess að íslensku þjóð- félagi fari skánandi sú sjálftöku- pest sem herjað hefur hér á landi, og þessi tegund „þjóðmenningar“ festist ekki í sessi. Hér „i den“ var eitt sinn útvarp- að þögn í Matthildi, og skýringin var: „Fugl dagsins var geirfugl.“ Mér finnst við eigum að koma í veg fyrir að Útvarp Matthildur framtíðarinnar hafi ástæðu til að skýra þögn: „Fugl dagsins var heiðarlegur.“ GARÐAR JÓHANN GUÐMUNDARSON, Blikahólum 10–11, Reykjavík. Matthildur mín! Frá Garðari Jóhanni Guðmundarsyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.