Morgunblaðið - 03.03.2002, Page 57

Morgunblaðið - 03.03.2002, Page 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 57 NÝTT - NÝTT - NÝTT Frábær viðbót í Bourjois litalínunni Við kynnum nýjan og betrumbættan farða fyrir allar húðgerðir og allan aldur Fluid Foundation • Compact powder • Stick Foundation • Concealer SNYRTIVÖRUDEILDIR HAGKAUPS stúdíó sissu fermingarmyndir s:562 0623 UM tólf ára skeið hefur í Neskirkju verið starfræktur kór eldri borgara og kallast hann „Litli kórinn“. Æf- ingar eru reglulegar en félagar hitt- ast einu sinni í viku, á þriðjudögum, kl. 16.30. Stjórnandi er Inga J. Back- man söngkona og hefur hún gegnt starfi kórstjóra allt frá upphafi. „Ég held að þetta sé eini eldri- borgarakórinn við kirkju sem starf- ræktur er reglulega,“ sagði Inga í samtali við blaðamann. „Hér er auð- vitað starfræktur hefðbundinn kór auk drengjakórs en svo var þessi stofnaður sérstaklega fyrir eldra söngfólk.“ Inga segir Litla kórinn stundum syngja við messur í kirkjunni en ann- ars syngi hann fyrir eldri borgara úti í bæ, heimsæki kirkjur og félags- stofnanir, „sér og vonandi öðrum til ánægju“. „Þannig syngjum við bæði verald- lega og trúarlega söngva með falleg- um textum.“ Inga segir félagana í kórnum vera frá þetta 65 ára og langt yfir áttrætt en undirleikari kórsins hefur verið Reynir Jónasson, harmonikkuleikari og organisti kirkjunnar. Starfsemin hefur glæðst undan- farin ár að mati Ingu, og er hún að sjálfsögðu ánægð með það. „Á sínum tíma þótti þetta svolítið sérstakt. En í dag er orðið miklu meira um kórastarf fyrir eldri borg- ara, t.d. í tengslum við félagsstarf aldraðra í Reykjavík og nágrenni og eflaust um allt land.“ Morgunblaðið/Kristinn Kór eldri borgara í Neskirkju á æfingu hjá Ingu J. Backman. Líf og fjör Reynir Jónasson leikur undir með hljómþýðum kórsöngnum. Litli kórinn – kór eldri borgara í Neskirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.