Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FORSTJÓRI Orkuveitu Reykja-
víkur, sem kannað hefur að ósk
stjórnarformanns OR hvort fýsi-
legt gæti verið að fyrirtækið
keypti hlut í Landssíma Íslands
hf., telur að unnt verði að ná hag-
ræðingu í rekstri OR og Lands-
símans með því að sameina ýmsa
rekstrarþætti fyrirtækjanna. Segir
hann að með samkeppni á raf-
orkumarkaði muni markaðshlut-
deild OR minnka og finna verði
fleiri stoðir undir reksturinn.
Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður Orkuveitu Reykjavíkur,
segir í bókun um málið á stjórn-
arfundi á föstudag að ráða megi af
greinargerð forstjóra OR að að-
koma fyrirtækisins að Landssím-
anum gæti verið áhugaverð vegna
hagræðingar og jákvæðra sam-
legðaráhrifa. „Á hinn bóginn er
ljóst að hugur ríkisvaldsins stend-
ur enn til þess að erlendir fjár-
festar frekar en innlendir kaupi
hlutinn í Landssímanum. Meðan
svo háttar tel ég rétt að Orkuveita
Reykjavíkur haldi sig til hlés í
þessu máli,“ segir formaðurinn í
bókun sinni.
Sjálfstæðismenn telja að
orkuverð muni hækka
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
stjórn Orkuveitunnar, Jóna Gróa
Sigurðardóttir og Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, bókuðu á stjórnar-
fundinum gagnrýni á formann
stjórnarinnar fyrir að „kasta inní
opinbera umræðu hugmyndum sín-
um um hugsanleg kaup Orkuveit-
unnar á Landssímanum fyrir
marga milljarða króna án þess að
kynna slíkar hugmyndir á stjórn-
arfundi Orkuveitunnar og kanna
viðhorf annarra stjórnarmanna til
málsins,“ segir m.a. í bókun
þeirra. Þeir telja hugmyndina frá-
leita og að það hefði í för með sér
að orkuverð til Reykvíkinga myndi
hækka þar sem fjármagnskostn-
aður vegna kaupanna yrði ekki
undir 500 milljónum króna.
„Orkuveitan þarf á öllu sínu
fjármagni að halda til að kosta
uppbyggingu á orkuveitum, ekki
síst á Hellisheiði og hugsanlegri
frekari uppbyggingu á Nesjavöll-
um,“ segir einnig í bókun sjálf-
stæðismannanna og segjast þeir
mótfallnir því að fjármunum OR sé
ráðstafað á þennan hátt í sam-
keppnisrekstur.
Fleiri innlendir aðilar
Í greinargerð Guðmundar Þór-
oddssonar, forstjóra Orkuveitunn-
ar, um hugsanleg kaup, kemur
einnig fram að hann hafi kannað
hjá einkavæðinganefnd hvort OR
hefði möguleika á kaupum á ráð-
andi hlut ef áhugi væri hjá stjórn
fyrirtækisins. „Formaðurinn upp-
lýsti að enn væri verið að ræða við
erlenda aðila og meðan svo væri
yrði ekki rætt við innlenda aðila.
Formaðurinn upplýsti einnig að
Orkuveitan væri ekki eini innlendi
aðilinn sem hefði látið áhuga í ljós.
Ef til þess kæmi að rætt yrði við
innlenda aðila þá yrði farin form-
leg leið að því að opna fyrir að-
komu þeirra,“ segir m.a. í greinar-
gerð forstjórans.
Stjórnarformaður OR um kaup á hlut í Landssímanum
Talin geta leitt til nokk-
urrar hagræðingar í
báðum fyrirtækjunum
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins andvígir kaupunum
RÓLUR eru sívinsælt fyrirbæri og
skiptir þá engu hvort þú ert strákur
eða stelpa, lítill, lítil eða stór. Allir
geta rólað saman. Það er nefnilega
eitthvað svo rosalegt að fá kitl í
magann, róla hærra og hærra,
gleyma stund og stað og finna vind-
inn leika um andlitið. Það er líka al-
veg sama hvað tímanum líður og
leikir barnanna breytast, rólan
stendur stolt fyrir sínu og gefur
tölvuleikjum ekkert eftir í sam-
keppninni um skemmtun fyrir börn-
in. Fyrir margt löngu sögðu krakkar
„Heilagur andi í rólunni“ þegar þau
skruppu heim í soðninguna, en sá
siður hefur víst verið aflagður.
Þessir kátu krakkar í Hamraskóla
í Grafarvogi pírðu augun á móti sól-
inni og brostu sæl framan í heiminn.
Morgunblaðið/Sverrir
Kitl í
magann
UNNIÐ er að því á vegum
Landsbókasafns Íslands – há-
skólabókasafns að skanna inn ís-
lensk tímarit og blöð aftur til um
1920 með það fyrir augum að
textinn verði leitarbær, þ.e.a.s.
hægt sé að leita í honum eftir
einstaka uppflettiorðum.
Einar Sigurðsson landsbóka-
vörður sagði í samtali við
Morgunblaðið að textinn væri
skannaður inn. Síðan væri not-
ast við nýja tækni, svonefnda
OCR-tækni (optical caracter
recognition), og henni beitt á
myndina í tölvunni af textanum,
en hún gæti lesið letrið og skilað
því í leitarbæru formi.
Einar sagði að um samnor-
rænt verkefni væri að ræða og
þjóðbókasöfnin á hinum Norð-
urlöndunum væru með sambæri-
leg verkefni í gangi. Sá hluti
verkefnisins sem vistaður sé hér
á landi taki einnig til Færeyja
og Grænlands. Til þessa verk-
efnis hafi verið veittur samnor-
rænn styrkur sem gangi upp í
hluta kostnaðarins sem því sé
samfara.
Einar sagði að verkefnið væri
í fullum gangi og gengi vel.
Hann bætti við aðspurður að
það væri auðvitað mikil bylting
sem þarna væri á ferðinni. Í því
sambandi mætti til dæmis nefna
að mjög áhugavert væri fyrir þá
sem væru að vinna að tungu-
tækniverkefnum að fá þennan
texta upp í hendurnar sem væri
vitnisburður um málnotkun á 19.
öld og í upphafi hinnar 20. Sama
gilti um Orðabók Háskólans.
Stór verkefni væru í gangi í
tungutækni og fyrir Orðabókina
sköpuðust möguleikar á að leita
í miklu meiri texta en áður hefði
verið hægt.
Einar sagði að gert væri ráð
fyrir því að verkefninu yrði lokið
í lok næsta árs, að minnsta kosti
að því er varðaði íslensku blöðin
og tímaritin.
Fram kom í Morgunblaðinu í
fyrradagað ákveðið hefði verið
að skanna Alþingistíðindi inn frá
upphafi og setja þau inn á vef
Alþingis. Verkefnið á að vinna á
Ólafsfirði og verður textinn í
leitarbæru formi samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins,
en gert er ráð fyrir að textinn
komi inn á vefinn jafnóðum og
hann verður tilbúinn til þess.
Landsbókasafn – háskólabókasafn
Blöð og tímarit
skönnuð inn í
leitarbæru formi
Í NÝJU fréttabréfi Vegagerð-
arinnar leggur Magnús Valur Jó-
hannsson umdæmisverkfræðingur
til að gamli hringvegurinn frá
Hvanneyri um Hvítárbrú og svo-
kallaðar Síkisbrýr verði varð-
veittur en þessi kafli hefur verið
nánast óbreyttur frá árinu 1950.
Magnús segir að Hvítárbrúin
gamla sé í góðu standi enda hafi
hún verið gerð upp í fyrrasumar.
Þegar henni sleppi taki síðan Síkis-
brýrnar við sem margir kannist við
frá fyrri tíð. „Sýkisbrýrnar eru svo
að segja ónýtar og vart hægt að
endurgera þær, þannig að skyn-
samlegra væri að reisa þær aftur í
sinni upprunalegu mynd. Þetta er
vegur sem er í notkun og þarf að
vera í notkun og því liggur fyrir að
það þarf að endurnýja brýrnar
hvort eð er.“
Magnús segir hugmyndina vera
þá að halda þarna í bút af gamla
hringveginum. „Með því aka þenn-
an spotta geta menn í raun farið
50–60 ár aftur í tímann eða gott
betur, vegurinn hefur lítið sem ekk-
ert breyst frá þessum tíma og þetta
yrði áfram malarvegur. Í framhald-
inu mætti svo gera Eskiholtssneið-
ina upp, þ.e. rétt áður en komið er á
nýja hringveginn, og hleypa aftur á
hana umferð.“
Magnús segist hafa fengið hug-
myndina þegar hann var að horfa á
kvikmynd sem átti að gerast í
gamla daga. „En þegar horft var út
um rúðuna á bílnum í kvikmyndinni
sá ég að það var ekki verið að keyra
réttu leiðina í bæinn. Ég er viss um
að svona „forn“ vegarkafli muni
þegar fram í sækir hafa töluvert
aðdráttarafl fyrir ferðamenn.“
Vill varðveita
spotta af gamla
hringveginum
Þótt hún virki mjó er gamla Hvítárbrúin nú í góðu lagi.