Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 10
Í
KRINGUM fimmtugt er
orðið erfiðara að finna
störf við hæfi. Þó er það
auðveldara fyrir konur en
karla þar sem fleiri störf
eru til fyrir konurnar.“
Þetta segir Guðný
Harðardóttir, fram-
kvæmdastjóri STRÁ
MRI, sem hefur nær tuttugu ára
reynslu af ráðningarmálum hér á
landi. Hún telur þó að þessi
svokallaða æskudýrkun hafi minnkað
mikið að undanförnu og að viðhorfið
til aldurs eigi eftir að breytast á
komandi árum. „Ég held að
starfsaldur fólks eigi eftir að lengjast
í framtíðinni. Fólk er betur á sig
komið líkamlega í dag heldur en það
var fyrir 15–20 árum. Fólk hugsar
einfaldlega betur um sig en það gerði
áður,“ segir Guðný.
Guðný telur að karlmenn sem hafi
verið í stjórnunarstöðu eigi oft
erfiðara með að finna starf við hæfi en
aðrir. „Yngri yfirmenn eru ekki
tilbúnir til þess að ráða sér eldri og
reyndari menn sem undirmenn.“ Hún
segir enn fremur að vinnuveitendur
biðji sjaldan um karlmann yfir
fimmtugu. „Vinnuveitandinn borgar
fyrir okkar þjónustu og þá þurfum við
að fylgja þeirra kröfum eftir,“ segir
Guðný.
Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðu-
maður Vinnumiðlunar höfuðborgar-
svæðisins, segir að fullorðið fólk fái
oft ekki vinnu við það sem það hefur
unnið hvað lengst við. „Það er mjög
dæmigert fyrir miðaldra konu sem
kemur úr skrifstofustarfi og er ekki
með neina formlega menntun að hún
fari í umönnunarstarf. Karlmenn sem
hafa t.d. verið í yfirmannsstöðu fara
stundum í eitthvað allt annað eins og
t.d. afgreiðslu- og lagerstörf,“ segir
Hugrún.
Að sögn Hugrúnar er ein ástæða
þessa að fyrir 30 árum hafi einungis
10% þjóðarinnar verið með
stúdentspróf. Nú fari um helmingur
þjóðarinnar í framhaldsnám og því
séu meiri kröfur gerðar um menntun
en áður. Hún segir margt fleira koma
til heldur en það að atvinnurekendur
séu eitthvað sérstaklega for-
dómafullir. Sem dæmi er eldra fólk
aðeins dýrara en það yngra vegna
kjarasamninga. Hún segir þó hljóta
að vera hægt að skoða það atriði.
Agla Sigríður Björnsdóttir,
ráðningarstjóri hjá Vinna.is, telur
einnig að nú sé erfiðara fyrir eldri
karlmenn að fá vinnu heldur en
konur. Áður hafi það verið öfugt en
henni finnist það vera að breytast.
„Það eru fleiri möguleikar fyrir konur
þar sem þær geta m.a. frekar fengið
vinnu í verslunum,“ segir Agla. Hún
segir þó að eftirspurnin eftir fólki
sem komið er á sextugsaldurinn hafi
aukist. „Í haust voru t.d. þrjú
fyrirtæki hjá okkur sem tóku
sérstaklega fram í auglýsingunni að
fólk eldra en 50 ára væri sérstaklega
hvatt til að sækja um. Fólk var mjög
þakklátt og það voru margir sem
hringdu, þó svo að þeir væru ekki að
sækja um vinnu, og lýstu yfir ánægju
sinni með þetta framtak. Það hefur
reynst fyrirtækjum vel að auglýsa
eftir eldra starfsfólki og það hefur
verið mjög jákvætt fyrir þeirra
ímynd,“ segir Agla.
Agla segir að þau geri mikið af því
að koma eldra fólki að hjá
fyrirtækjum. „Við fáum fyrirspurnir
frá fyrirtækjum þar sem þau eru að
biðja um fólk á einhverjum ákveðnum
aldri. Við náum þó oft að benda
vinnuveitendum á aðra möguleika,“
segir Agla.
Ögmundur Jónasson, alþingismað-
ur og formaður BSRB, lagði nýlega
fram tillögu til þingsályktunar á
Alþingi um að spornað verði við
uppsögnum eða mismunun í starfi
vegna aldurs. Hann vill að kannað
verði hvort unnt sé með lagasetningu
að styrkja stöðu þeirra sem komnir
eru á efri ár.
Að sögn Ögmundar er ekkert í
réttarstöðu launafólks hér á landi
sem tryggir hag þess sérstaklega.
„Ég er á þeirri skoðun að það komi
ýmsar leiðir til greina til þess að bæta
hlut eldra starfsfólks. Það má t.d.
hugsa sér að um það gildi lengri
uppsagnarfrestur, einhver ákvæði
um biðlaun eða annað í þeim dúr. Ég
geri mér þó vissulega grein fyrir því
að það er ekki auðvelt að setja lög til
að koma í veg fyrir mismunun af
þessu tagi,“ segir Ögmundur.
Ögmundur segist gera sér vonir
um að þingsályktunartillagan hljóti
afgreiðslu. „Mér finnst koma fram í
þeim álitsgerðum, sem bárust eftir
að tillagan var lögð fram í fyrra, mjög
samhljóma vilji til að taka á þessum
málum. Það var helst að Samtök
atvinnulífsins hefðu efasemdir og
töldu að lagasetning af þessu tagi
yrði til að skerða snerpu og
viðbragðsflýti fyrirtækja, eins og það
var orðað fremur kaldranalega í
umsögn sem barst frá samtökunum,“
segir hann.
Þörf á umræðu um viðhorf
til eldra fólks
Ögmundur vill að efnt verði til
almennrar umræðu í þjóðfélaginu til
að breyta viðhorfinu til eldra fólks á
vinnumarkaði. „Það sem er kannski
mikilvægast af öllu er að samfélagið
sé meðvitað um þennan vanda og að
menn taki sig svolítið saman í
andlitinu og uppræti fordóma sem
kunna að leynast með okkur gagnvart
eldra fólki. Það er fyrst og fremst það
sem vakir fyrir mér þegar ég legg
þessa tillögu fram,“ segir Ögmundur.
Í umsögn Samtaka atvinnulífsins
við tillögunni segir að löggjöf eins og
tillagan kveður á um skapi fleiri
vandamál en henni sé ætlað að leysa.
„Hún er eingöngu til þess fallin að
skerða snerpu og viðbragðsflýti
fyrirtækja og dregur þannig úr
samkeppnishæfni þeirra og þá
jafnframt atvinnumöguleikum starfs-
manna,“ segir í umsögninni.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir að
samtökin telji lagasetningu ekki vera
réttu leiðina. „Við teljum að það sem
er hugsað sem vörn eða skjól fyrir
starfsmann, sem síðan veldur
óhagræði, verður þegar upp er staðið
bjarnargreiði. Ef það á að banna
uppsagnir á eldra fólki eru þeim mun
minni líkur á að einhver verði ráðinn
sem kominn er á efri ár,“ segir Ari.
Ari segir að engar vísindalegar
niðurstöður liggi fyrir því að fólki sé
sagt upp vegna aldurs. „Við erum
ekki að hafna því að eldra fólk eigi
erfiðara uppdráttar á vinnumarkaði
heldur erum við að segja að öll
mismunun sé tjón fyrir fyrirtæki. Ef
það eru almennir fordómar á móti
eldra starfsfólki þá er ástæða til að
skapa umræðu um það mál með
aðkomu vinnumiðlana og ráðning-
arskrifstofa,“ segir Ari.
Atvinnuþátttaka eldri borgara
með því hæsta sem gerist
Tryggvi Þór Herbertsson,
forstöðumaður Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands, skrifaði á síðasta ári
skýrslu fyrir Pensionsforum í Svíþjóð
sem ber heitið „Why Icelanders Do
Not Retire Early“ eða „Hvers vegna
Íslendingar fara ekki á eftirlaun
snemma“. Þar kemur fram að
atvinnuþátttaka eldri borgara á
Íslandi er með því hæsta sem gerist í
heiminum. Tryggvi segir að ástæð-
urnar fyrir því séu margþættar og
bendir m.a. á efnahagslegar að-
stæður, aldurssamsetningu, lítið
atvinnuleysi og það lífeyriskerfi sem
við höfum stuðst við undanfarna
áratugi.
Í skýrslunni kemur fram að aukið
atvinnuleysi í Evrópu á árunum
1970–1980 varð til þess að þróuð voru
eftirlaunakerfi sem stuðluðu að því að
fólk hætti fyrr að vinna fyrir aldurs
sakir. Hér á landi hefur atvinnuleysi
verið í lágmarki og því ekki verið þörf
á að fækka störfum á vinnu-
markaðnum. Þá hefur lífeyriskerfið
ekki verið fullþróað en eftirlaun hafa
verið skert ef fólk hefur hætt að vinna
fyrir 67 ára aldurinn. Þá kemur fram
að líklegt sé að fjöldi þeirra sem
ákveður að hefja töku lífeyris fyrir 67
ára aldurinn muni aukast í fram-
tíðinni.
Einnig kemur fram í skýrslunni að
1995 hafi meðalaldur karlmanna á
Íslandi sem hættu að vinna vegna
aldurs verið 69 ár og meðalaldur
kvenna 66 ár. Í Danmörku hætta
karlmenn að meðaltali þegar þeir eru
62 ára og konurnar 59 ára. Árið 1998
voru 93% íslenskra karlmanna á
aldrinum 55–64 ára á vinnu-
markaðnum og 83% kvenna. Til
samanburðar var 61% danskra
karlmanna á þessum aldri
útivinnandi og 44% danskra kvenna.
Samkvæmt skýrslunni eru
Íslendingar með hærri lífslíkur en
hinar Norðurlandaþjóðirnar en
stuðst er við tölur frá 1997. Lífslíkur
íslenskra karlmanna voru þá 76 ár og
kvenna 81 ár. Í Danmörku voru
Atvinnuleitin erfiðari
Þeir sem komnir eru yf-
ir miðjan aldur eiga yf-
irleitt erfiðara með að
finna starf við hæfi.
Ýmsir fordómar virðast
vera gagnvart eldra
fólki á vinnumark-
aðnum en æskudýrkun
hefur verið áberandi í
einstökum atvinnu-
greinum. Pálína Björns-
dóttir ræddi við nokkra
aðila sem tengjast at-
vinnulífinu og komst að
því að þörf er á al-
mennri umræðu um
viðhorf til eldra fólks á
vinnumarkaði.
10 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ