Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 15
eftir harðsoðnu, amerísku hefðinni
og bækur Árna Þórarinssonar eru
reyfarar af sama toga.“
Skandinavíska hefðin hélt ekki
innreið sína hér með bókum Arn-
aldar Indriðasonar. „Gunnar
Gunnarsson skrifaði bækur í lok
áttunda áratugarins um lögreglu-
fulltrúann Margeir. Þær bækur
eru dálítið í þessum raunsæis-
anda.“
Rómantík og spenna
Enn einn þráðurinn í ritun ís-
lenskra glæpasagna eru þær sögur
sem byggjast ekki síður á róm-
antík en voðaverkum. „Bækur
Árna Þórarinssonar og Stellu
Blómkvist teljast seint rómantísk-
ar. Birgitta Halldórsdóttir, sem
hefur sent frá sér um tuttugu
bækur, sker sig úr hópi annarra
spennusagnarithöfunda hér á landi
hvað þetta varðar. Bækur hennar
eru bæði spennusögur og róman-
tískar ástarsögur, söguhetjan er
alltaf kona, sem tekur málin í sín-
ar hendur, er úrræðagóð og vill
vera sjálfstæð. Oft kemur þó
prinsinn á hvíta hestinum og
bjargar henni í lokin.“
Vettvangur glæpasagna á Ís-
landi hefur breyst nokkuð í áranna
rás, en sumt breytist þó seint.
„Frá upphafi gengur spilling borg-
arlífsins eins og rauður þráður í
gegnum íslenskar glæpasögur.
Hér áður fyrr var Hótel Borg vett-
vangur spillingarinnar, en núna
eru það skemmtistaðir á borð við
Vegas og Bóhem. Sannfæring höf-
unda við að lýsa spillingunni áður
fyrr var þó engu minni en nú.
Annar rauður þráður er sá, að
glæpurinn er oft enginn glæpur,
heldur örþrifaráð eða jafnvel
sjálfsmorð. Hlutverk glæpsins í
sögunni er að varpa ljósi á al-
menna spillingu í samfélaginu.
Þetta á jafnt við um eldri bækur
sem yngri. Árni, Arnaldur og
Stella fara öll þessa leið, svo það
skiptir ekki öllu hvort rithöfundar
skrifa eftir harðsoðnu hefðinni eða
skandinavísku raunsæishefðinni.
Hið spillta samfélag á oftar en
ekki sök á því sem fer úrskeiðis og
á bak við virðulegt yfirbragð
leynist margt rotið.
Samkvæmt skandinavíska raun-
sæinu er almenn spilling sam-
félagsins drifkraftur hins illa, en
ameríska hefðin leggur meiri
áherslu á að einstaka valdamenn,
viðskiptaforkólfar og auðkýfingar
séu hin mestu soramenni. Þetta
eru mjög algeng þemu í íslensku
glæpasögunni.“
Bók Ólafs Friðrikssonar, Alt í
lagi í Reykjavík frá 1939, er eldra
dæmi um glæpinn sem tæki til að
ná fram réttlæti gagnvart spilltu
samfélagi. „Þar af leiðandi er
glæpurinn enginn glæpur. Niður-
staðan af lestri allra þessara bóka
var raunar sú, að hinn eiginlegi
glæpur fannst ekki, hann var
miklu fremur eðileg viðbrögð
söguhetjunnar við þeim rangind-
um sem illmenni beittu hana. Les-
endur eiga auðvelt með að setja
sig í spor glæpamannsins þegar
svo stendur á.“
Glæpirnir í íslensku bókunum
eru sjaldnast skipulagðir fyrir-
fram, öfugt við það sem bresk
glæpasagnahefð gerir ráð fyrir.
„Íslenskir rithöfundar láta slíkar
ráðgátur lönd og leið, sem getur
stafað af því að hér á landi eru
flest morð framin í skyndiæði og
örvæntingu. Þessi bókmenntagrein
tekur mið af samfélaginu hverju
sinni og því ekki nema eðlilegt að
glæpir í íslenskum bókum séu í
samræmi við glæpi í íslensku sam-
félagi.“
Spæjararnir flestir í lögreglunni
Spæjarar, sem leysa gátur ís-
lenskra glæpasagna, eru af ýmsum
toga. „Í eldri bókunum eru til
dæmis spæjarar eins og jarðfræð-
ingurinn Krummi í bókum Vals
Vestan. Hann dettur niður á dul-
arfulla atburði um land allt, eða
ákveður að fara að rannsaka mál
upp á eigin spýtur af því að hann
les um þau í blöðum. Í síðustu
bókinni hefur hróður hans borist
víða og fólk leitar til hans með
vandræði sín. Goodmann Johnson,
eða Vestur-Íslendingurinn Guð-
mundur Jónsson, leysir morðgát-
una í Húsinu við Norðurá. Hann
talar bjagaða íslensku og beitir
snörum, amerískum vinnubrögð-
um. Núna eru spæjarastörfin að
færast til lögreglunnar. Traustið á
lögreglunni virðist því vera alls-
ráðandi, þó að spilling samfélags-
ins sé rauður þráður í bókunum.
Arnaldur tekur að vísu á spillingu
í lögreglunni í Mýrinni, en sá sem
flettir ofan af henni er líka lögga.
Samkvæmt skandinavísku hefðinni
eru spæjararnir oftast lögreglu-
menn, en ameríska, harðsoðna
hefðin gerir fremur ráð fyrir að
lögreglan sé heldur afkastalítil og
spillt.
Oftast eru þessir spæjarar karl-
menn, nema í bókum Birgittu og
Stellu Blómkvist. Stella tekur að
vísu þann kostinn að ganga alveg
inn í hlutverk harðsoðna karlspæj-
arans, hún slæst, drekkur óhóflega
og brúkar kjaft, en höfundur bók-
anna hefur gefið þá skýringu í ný-
legu viðtali í Mími að svona þurfi
konur að vera til að geta starfað
sem spæjarar.
Út um heim hafa konur ekki síð-
ur verið áberandi sem höfundar og
aðalhetjur glæpasagna. Í Bret-
landi er þetta mikill kvennaheimur
og konur hafa verið að sækja í sig
veðrið upp á síðkastið í Bandaríkj-
unum og á Norðurlöndunum.“
Mesta þjóðfélagsrýnin
í glæpasögunum
Þótt glæpasagan teljist ekki til
fagurbókmennta segir Katrín
óþarft að einblína á þá skilgrein-
ingu. „Oft taka höfundar glæpa-
sagna þann kostinn að fylgja form-
úlunni út í ystu æsar. Stundum
reyna þeir þó að „rjúfa tengslin
milli afþreyingarbókmennta og
fagurbókmennta“ eins og segir
gjarnan á kápum slíkra bóka. En
ef þessir höfundar víkja langt frá
formúlunni verður skilgreining
bókanna óljós. Er Nafn rósarinnar
til dæmis glæpasaga, af því að hún
fjallar öðrum þræði um glæp? Sú
skáldsaga er margslungin og
glæpurinn er ekkert höfuðatriði.
Góð glæpasaga styðst alltaf að
verulegu leyti við formúluna, en
hún getur samt sem áður verið
mjög vel skrifuð. Mér finnst Ray-
mond Chandler hafa bæði góðan
stíl og skapa áhugaverðar persón-
ur og þess vegna nýt ég þess að
lesa bækurnar hans, þótt stundum
sé fléttan götótt. Agatha Christie
lagði aldrei áherslu á persónu-
sköpun, en fáir standa henni á
sporði í ótrúlegum fléttum. Hverja
bók verður að lesa á hennar eigin
forsendum. Besta glæpasagan sem
ég hef lesið er ekkert endilega
besta bók sem ég hef lesið, en það
þýðir ekki að glæpasagan sé
ómerkileg. Það er engin ástæða til
að vanmeta það sem fólk hefur
gaman af og getur gleymt sér yf-
ir.“
Katrín segir glæpasögur áhuga-
vert rannsóknarefni fyrir bók-
menntafræðinga og þá ekki síst
vegna þeirrar þjóðfélagsrýni, sem
oft komi fram í þeim. „Í fagurbók-
menntum er vissulega oft að finna
uppreisn gegn ríkjandi ástandi, en
mesta þjóðfélagsrýni seinni ára
skín þó kannski í gegn í glæpasög-
unum. Þetta finnst mér merkileg
og spennandi þróun.“
Ef að líkum lætur fjölgar ís-
lenskum glæpasögum á næstu ár-
um, enda full ástæða til að bæta
við flóruna, því nú fylla þær ekki
nema nokkra tugi. „Ritgerðin mín
er ekki tæmandi, en ég efast um
að ég hafi skilið margar útundan.
Stundum hafnaði ég að vísu bókum
af því að ég skilgreindi þær ekki
sem glæpasögur, þótt glæpur væri
framinn á síðum þeirra. Það eru
ýmsar greinar til af æsibókmennt-
um og næg rannsóknarverkefni
framundan.“