Morgunblaðið - 10.03.2002, Side 28

Morgunblaðið - 10.03.2002, Side 28
MYNDLIST Listasafn ASÍ Til 10. mars. Opið þriðjudag til sunnu- daga frá kl. 14–18. LJÓSMYNDIR INGA SÓLVEIG FRIÐJÓNSDÓTTIR SVIÐSETNING eigin dauða er engin gamanmál, en eins og það hljómar í meðförum Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur, í Ásmundarsal við Freyjugötu, mætti ætla að það væri ekki það alvarlegasta sem komið gæti fyrir eina konu. Í röð stórra litmynda fer hún í fötin þeirra fjölmörgu Ófelía sem með einum eða öðrum hætti láta lífið með vofeiflegum hætti, annaðhvort fyrir eigin hendi eða annarra. Óneitanlega hljómar margt ágætlega sannfærandi í þessum ljósmyndum, leikurinn, kringum- stæður og myndbygging, en um leið er einnig eitthvað sem ekki gengur nægilega vel upp þegar á reynir. Það sem eflaust þvælist fyrir manni eru öll fordæmin sem á undan eru gengin og hljóma ein- hvern veginn ferskar en myndirnar í Ásmundarsal. Eftir Cindy Sherman, sem fór að leika hlutverk varnarlausra og tor- trygginna kvenna, með eftirminni- legum hætti, fyrir hartnær aldar- fjórðungi; Nan Goldin sem ekki þurfti að leika nálægðina við dauð- ann, heldur gat smellt af honum ótölulegum fjölda mynda af því hann var allt í kringum hana; og Andres Serrano sem brá óhugnan- legum myndum af ríki hans í kæli- klefum stórborgarinnar við mynni Hudson, eru myndir Ingu Sólveig- ar ekki nægilega ágengar til að koma við kaunin á manni. Þá er erfitt að gleyma hvernig sænska listakonan Annika von Hausswolff sló í gegn fyrir sjö ár- um með sviðsetningum sínum á dauðum stúlkum, á ströndinni, í mýrinni, á tennisvellinum, eða að húsabaki. Myndir hennar eru svo raunverulegar að manni líður eins og „fyrstum á vettvangi“ frammi fyrir þeim. En þó svo að Inga Sólveig eigi þannig forverum sínum fjölmargt að þakka hlýtur að teljast fagn- aðarefni að loksins skuli koma fram íslenskur ljósmyndlistamaður sem tekst á við leiknar ljósmyndir. Eins og áður sagði stefnir í ald- arfjórðung síðan fyrstu þekktu listamennirnir komu fram á þessu sviði, sem meðal annars hefur farið sigurför um Norðurlöndin á síð- ustu fimmtán árum. Hér ríður Inga Sólveig á vaðið með góðu fordæmi. Dauðaleikur Frá sýningu Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur – Lífvana – í Listasafni ASÍ, við Freyjugötu. Halldór Björn Runólfsson LISTIR 28 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opið hús í Straumi Í dag, sunnudaginn 10. mars, verður opið hús í Listamiðstöðinni Straumi og bjóða þeir listamenn sem þar starfa ykkur hjartanlega velkomin. Opið verður í Straumi frá kl. 13:00-18:00 og verða veitingar seldar gegn vægu verði til styrktar Kammersveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. LISTKAUPSTEFNAN Stock- holm Art Fair, sem er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlönd- um, stendur yfir um helgina. Meðal þátttakenda á stefnunni er i8 gallerí, sem Edda Jónsdótt- ir rekur, og hefur haft íslenska og erlenda myndlistarmenn á snærum sínum. Kaupstefnuna í Stokkhólmi sækja gallerí víðs vegar að á Norðurlöndum en alls taka þátt í henni um 160 gallerí, söluaðilar og listastofnanir. Á kaupstefnunni kynnir i8 verk myndlistarmannanna Hreins Friðfinnssonar, Kristjáns Guð- mundssonar, Rögnu Róberts- dóttur, Jeanine Cohen, Roni Horn og Russel Maltz. Edda segir kaupstefnuna ekki mjög stóra á alþjóðlegan mæli- kvarða, en þar sýni engu að síður flest af mikilvægustu galleríum Norðurlanda, auk gallería m.a. frá Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Bandaríkjunum. „Mér var boðin þátttaka á mjög góðum kjörum þar sem skipuleggjendur kaupstefnunnar sóttust mjög eftir að fá i8 inn sem vandað gallerí. Ég fékk sýningarbás á mjög góðum stað og sýni í raun á milli tveggja bestu galleríanna í Stokkhólmi, þ.e. Galleri Andr- éhn Schiptjenko og Christian Larsen. Það fyrra er eitt af þekktustu galleríum Svíþjóðar, ungt og ferskt, en hið síðar- nefnda er gamalgróið og virt. Önnur góð gallerí eru hér í kringum mig, s.s. Asbæk í Kaup- mannahöfn og Berlínargalleríið Nordenhake. Þannig má segja að i8 hafi verið gert hátt undir höfði af kaupstefnunnar hálfu,“ segir Edda. Stefnan hófst á fimmtudaginn og lýkur í dag. „Safnafólk og fjölmiðlar hafa komið við hérna hjá mér og hafa viðbrögð al- mennt verið góð. Þá hef ég verið í tengslum við nokkra af þeim aðilum sem galleríið hefur þegar aflað tengsla við, m.a. safnara. Ég er að minnsta kosti búin að selja eitt verk eftir Hrein Frið- finnsson og hafa fleiri aðilar sýnt áhuga,“ segir Edda. I8 gallerí á Stockholm Art Fair Gert hátt undir höfði SÖNN sakamál eru vinsælt fjöl- miðlaefni og kom engum á óvart að Hugsjónarmenn tækju aftur upp þráðinn þar sem frá var horf- ið. Fyrsta umfjöllunarefnið er Steingrímur Njálsson, síbrotamað- ur sem hlotið hefur þann þunga dóm meðal landa sinna að vera þjóðfélagsóvinur nr. 1. Hataðastur allra. Glæpaferill mannsins er óvenju ljótur, þar sem síendur- teknar svívirðingar á ungum drengjum og vangefnum manni standa uppúr ófögnuðinum. Ís- landsmet í ölvunarakstri (á sjö- unda tug dóma) er hjóm eitt í sam- anburði við níðingsverk hans á börnum, þann óbætanlega, andlega og líkamlega skaða sem hann hef- ur fært saklausum ungmennum í veganesti útí lífið. Umdeilanlegt hvort slíkir menn eiga að fá að verja hendur sínur í vinsælum fjöl- miðli. Varnarræða mannsins var lítil- fjörleg og ótrúverðug. Hann hefur viðurkennt að yfir sig komi „kyn- ferðislegt óeðli“, en frammi fyrir sjónvarpsvélunum afneitaði hann blákalt barnanauðgunum. Rökin: „Tóm þvæla og vitleysa,“ og annað á þeim nótum. Eftir stendur harð- svíraður óbótamaður. Kvikmyndagerðarmennirnir leita víða fanga, m.a. hjá lögmann- inum Svölu Thorlacius, sem upp- haflega vakti athygli þjóðarinnar á hættunni sem stafar af Steingrími Njálssyni. Hún krafðist vönunar, sem landlæknir og sálfræðingar lögðust á móti. Og áfram hélt Steingrímur iðju sinni óáreittur, þá hann var utan múranna. Lít- illega er reynt að finna ástæður fyrir hegðun þessa ólánsmanns, án nokkurrar niðurstöðu. Þátturinn er vel unninn á flest- um sviðum. Leikin atriði sáraein- föld en lengst af áhrifarík. Sam- setning vandvirknisleg og Sigursteinn Másson hittir á rétta tóninn í þularhlutverkinu. DV varð fyrir mikilli (og ómaklegri) gagn- rýni er það birti mynd af saka- manninum á sínum tíma. Fram kom í þættinum að það getur skipt sköpum að almenningur þekki ásjónu slíkra manna. Því eru um- deilanlegar myndbirtingar og þættir sem þessir réttlætanleg. Allt, sem gert er til að vernda samfélagið fyrir afbrigðilegri hegðun glæpamanna, er af því góða. MENN ætluðu ekki að trúa eig- in eyrum er þær fréttust bárust í febrúar 1984, að framið hefði verið vopnað rán við Landsbankann á Laugaveginum. Ræninginn komst undan með tæpar tvær milljónir króna, sem var stórfé, rétt eftir gjaldmiðilsbreytinguna. Annað, sem vakti litlu minni athygli, var hversu vel var staðið að málum, hér voru greinilega á ferð snjallari menn en lögreglan átti yfirleitt í höggi við. Það liðu þó ekki nema tíu dagar uns tveir menn voru sekir fundnir og komnir á bak við lás og slá. „Hinn fullkomni glæpur“ var í rauninni ómerkilegt, voveiflegt fúsk sem hefði hæglega getað end- að með ósköpum. Á sínum tíma hafði margur vissa samúð með öðrum glæpamannin- um, hann var að reyna að bjarga bágum fjárhag fjölskyldunnar. Þessir kallar voru þó engir Hróar hettir heldur ótíndir glæpamenn sem ógnuðu saklausum mönnum með skotvopni, unnu það hæpna afrek að kynna okkur fyrir byssu- væddu ofbeldi. Saga tvímenning- anna er einkar lipurlega rakin og vel valið í nokkur hlutverkanna. Glæpasaga, löng og ljót RÚV Sjónvarpsmynd Dagskrárgerð, leikstjóri og framleiðandi: Björn Br. Björnsson. Þulur: Sigursteinn Másson. Handrit: Sveinn Helgason. Kvik- myndataka: Jón Karl Helgason, o.fl. Tón- list: Máni Svafarsson. Samsetning: Dan- íel Bjarki Pétursson. Framkvæmdastjórn: Haraldur Örn Gunnarsson. 58 mín. Ís- lensk heimildarmynd. Hugsjón. Sjón- varpið í feb. 2002. SÖNN ÍSLENSK SAKAMÁL: STEINGRÍMUR NJÁLSSON Sæbjörn Valdimarsson Dagskrárgerð, leikstjórn, taka og klipp- ing: Jón Karl Helgason. Handrit: Kristján Geir Burgess. VOPNAÐ RÁN Í REYKJAVÍK NÝLEGA kom út í Finnlandi smá- sagnasafn sem geymir tíu íslensk- ar smásögur fyrir börn og ung- linga. Titill á finnsku er: Piilokansan tarinoita. Islantilais- novelleja ja kirjailijoita, eða Sögur huldufólksins. Íslenskar smásögur og íslenskir höfundar. Þetta er fyrsta sinn sem íslenskar barna- og unglingabókmenntir eru kynnt- ar í heild sinni í Finnlandi. Efni sagnanna er sérstaklega ís- lenskt og sögurnar eru sýnishorn af íslenskum nútímasmásögum fyrir börn og unglinga. Allt eru þetta verðlaunasögur eða sögur valdar til útgáfu í gegnum sam- keppni og hafa allar sögurnar komið út áður í fjórum smásagna- söfnum á vegum Máls og menning- ar og Samtaka móðurmálskenn- ara. Sögurnar tíu eru mjög ólíkar innbyrðis. Saga Olgu Guðrúnar Árnadóttur, Vertu ekki með svona blá augu, sýnir togstreitu milli sveitar og þéttbýlis og takmark- aða möguleika ungrar stúlku til að mennta sig. Í sögu Elíasar Snæ- lands Jónssonar Hvernig skyldi það vera segir frá því að ung stúlka er horfin og lögreglan reynir að finna orsökina fyrir hvarfi hennar, einkum með því að hlusta á segulbandsupptökur sem hún hefur gert. Eðvarð T. Jónsson á söguna Handtakan sem er nú- tímasaga um eiturlyfjaungling og samskipti hans við lögregluna og litla systur sína. Þessar sögur sýna innri baráttu barna og ung- linga og eru engar glansmyndir af íslensku samfélagi. Saga Andrésar Indriðasonar, Snjór, segir frá því hvernig sam- viskubit getur gert blaðburð- arstrák lífið leitt en Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson lætur sínar söguhetjur í Skógarævintýri lenda í ógöngum út af fíflaskap. Tvær sögur fjalla um hafið: Róður Guð- jóns Sveinssonar segir frá hrakför ungs drengs og hafvillum og saga Elísabetar Þorgeirsdóttur, Sjór- inn, segir frá bið sjómannsbarna eftir að skip komi að landi í vondu veðri. Fjórar sögur hafa þjóð- sögulega skírskotun. Iðunn Steins- dóttir á söguna Sjö á landi, sjö í sjó og yfirfærir ævintýrið um haf- meyjuna sem á sjö börn í sjó og sjö á landi yfir á íslensk skiln- aðarbörn. Pabbi er fluttur til Ástr- alíu þar sem hann á nýja fjöl- skyldu en börnin hans á Íslandi vilja fá hann heim til sín. Kristín Steinsdóttir lætur sína söguhetju fara með afa út á gamlárskvöld til að spá í gamla minnið um álfa og búferlaflutninga þeirra um ára- mót í sögunni Komi þeir sem koma vilja. Í sögunni Skessan læt- ur Steinunn Arnþrúður Björns- dóttir litla stúlku velta því fyrir sér hvort fólk geti orðið að steini eins og tröllin forðum daga bara af því að það er einmana, rétt eins og afi er einmana eftir að amma dó. Þýðendur bókarinnar eru Päivi Kumpulainen og Seija Holopainen, en áður höfðu þær þýtt úrval ís- lenskra smásagna fyrir fullorðna sem kom út á finnsku árið 2000. Páll S. Pálsson hefur myndskreytt báðar bækurnar. Sigrún Klara Hannesdóttir skrifaði innganginn í þessa bók og kynnir í honum ís- lenskar barna- og unglingabók- menntir, sögu þeirra og stefnur. Hún valdi líka sögurnar og skrif- aði stutt æviágrip þeirra tíu höf- unda sem í bókinni eru. Sendi- herra Íslands í Finnlandi, Kornelíus Sigmundsson, skrifaði formálann og sendiráð Íslands hefur beint og óbeint stutt við út- gáfu þessarar bókar þar sem báð- ir þýðendurnir eru starfsmenn sendiráðsins. Íslenskar smásögur fyrir börn gefnar út á finnsku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.