Morgunblaðið - 10.03.2002, Side 38

Morgunblaðið - 10.03.2002, Side 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ✝ Gísli Einarssonfæddist í Reykja- vík 23. apríl 1923. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru þau Ein- ar Magnússon skip- stjóri frá Efri-Tungu í Örlygshöfn, f. 4. maí 1896, d. 8. febrúar 1925, og Ingibjörg Gísladóttir frá Kvíg- indisfirði í Gufudals- sveit, f. 12. júní 1893, d. 21. maí 1948. Systk- ini Gísla eru: Magnús Einarsson skipstjóri, f. 7 júlí 1921, d. 17. júlí 1979, Einar Einarsson vélstjóri, f. 5. júní 1925, d. 24. júlí 2000, og Karen Einarsdóttir húsmóðir, f. 5. júní 1925. Gísli kvæntist 22. apríl 1950 Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Sauðárkróki, f. 25. nóvember 1920, d. 28. mars 1993. Börn þeirra eru: 1) Örn Ingi Gíslason listamaður á Akureyri, f. 2. júní 1945, maki Dýr- leif Bjarnadóttir píanókennari, f. 23. mars 1943. 2) Ingi- björg Gísladóttir verkakona á Akur- eyri, f. 6. september 1950, maki Símon Magnússon vélvirki, f. 27. júní 1951. 3) Guð- rún Gísladóttir hús- móðir í Grímsey, f. 23. ágúst 1951, maki Henning Jóhannes- son, útgerðarmaður, f. 2. júní 1949. 4) Einar Gíslason, myndlistar- maður og kennari á Brúnum í Eyjafjarð- arsveit, f. 23. júní 1960, maki Hugrún Hjörleifsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 29. janúar 1967. Barnabörnin eru þrettán og barnabarnabörnin einnig. Gísli var háseti og bátsmaður á togurum Útgerðarfélags Akureyr- inga í rúm fjörutíu ár. Síðustu átta árin vann hann í landi sem verk- stjóri hjá sama fyrirtæki. Útför Gísla fer fram frá Akur- eyrarkirkju á morgun, mánudag- inn 11. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag er borinn til grafar tengda- faðir minn Gísli Einarsson. Hann var búinn að eiga við veikindi að stríða síðan í nóvember og varð að láta í minni pokann í þeirri baráttu þótt það væri ekki hans stíll. Þarna er genginn á vit feðra sinna maður sem ekki var að kvarta. Það var sama hvað veik- indin herjuðu á hann, aldrei kvartaði hann og ef hann var spurður um líðan sína þá leið honum alltaf ágætlega. Gísli var fæddur í Reykjavík og í vesturbænum dvaldi hann fyrstu ár ævi sinnar en fjórtán ára gamall fór hann til sjós sem hjálparkokkur á Gulltopp, togara sem var gerður út frá Reykjavík. Í viðtali sem var tekið við Gísla í Degi 1989, segir hann frá sjómannstíð sinni og tel ég að þar séu skráðar merkilegar heimildir þessara manna sem upplifðu þessar miklu breytingar sem urðu á útgerðarhátt- um þeirra tíma. Hann upplifði það að vera í bátasjómennsku, á nýsköpun- artogurunum og síðan skuttogurun- um. Gísli var ekki mikið fyrir að tala um sjálfan sig og sitt lífshlaup en samt sem áður var hann hafsjór af upplýs- ingum og þegar sá gállinn var á hon- um þá hlustaði maður á af athygli. Eitt sinn sagði hann mér frá því þegar hann var að sigla á stríðsárunum á Gulltoppi og þeir björguðu 33 skip- verjum af skipi sem hafði verið sökkt. Hann sagðist aldrei gleyma þessu at- viki og þeirri líðan sem þessir menn þurftu að þola þegar hiti fór að koma í kalda líkama þeirra. Gísli var fenginn árið 1947 til að vera einn af þeim sem náðu í Kaldbak EA 1. sem var fyrsti togari Útgerð- arfélags Akureyrar, en togaraútgerð- inni hafði hann kynnst í Reykjavík. Þar varð lífshlaup Gísla ráðið. Hann starfaði í rúm 40 ár hjá ÚA. Á Ak- ureyri kynntist hann Guðbjörgu kon- unni sinni. Það var afskaplega nota- legt að koma til þeirra hjóna í Furulundinn og reyndust þau mér bæði afar vel. Framkoma Gísla ein- kenndist af hógværð, ég heyrði hann aldrei blóta en ef honum mislíkaði eitthvað í pólitíkinni þá hafði hann á orði að þetta væru allt saman hálf- gerðir skarfar og bjálfar. Gísli missti mikið þegar Guðbjörg féll frá en hann átti gott skjól hjá Ingibjörgu dóttur sinni og hennar manni sem hugsuðu vel um hann síðustu árin. Þegar ég sagði dætrum mínum frá því að afi Gísli væri dáinn þá sagði önnur að hann hefði alltaf verið svo góður og hann yrði áfram hjá okkur en við sæum hann bara ekki. Hvíl í friði, Gísli minn, og skilaðu góðri kveðju til Guðbjargar. Þín tengdadóttir, Hugrún. Nú þegar elskulegur afi minn, Gísli Einarsson, hefur kvatt leitar hugur- inn til baka, fullur þakklætis. Afi vildi allt fyrir okkur börnin gera og um- vafði okkur öll. Eftir að amma Bubba dó, sem hann saknaði mikið, hélt hann ótrauður áfram. Heimili vildi hann halda, þar var hver hlutur á sínum stað og dyrnar ávallt opnar fyrir okk- ur fjölskyldunni. Ég og mínir nutum þess innilega, gistum oft og ekki fannst afa verra þegar börnunum fjölgaði. Barnabarnabörnin voru hans gleðigjafar. Afi Gísli vildi hafa okkur hjá sér og áttum við góðar stundir og mörg skemmtileg kvöld saman. Oft óskaði ég þess að afi væri nær okkur en þar sem Grímseyjarsundið var á milli notuðum við óspart símann í staðinn og vildi hann alltaf vita hvað hafði fiskast þennan og þennan dag- inn. Ég er sérstaklega glöð yfir að hafa fengið tækifæri til að hitta afa með börnunum mínum þegar hann var orðinn veikur og kominn í endurhæf- ingu á Kristnesspítala. Afi var það hress þennan dag að nú langaði hann í gómsætan ís. Þrátt fyrir reglur um fæði uppfyllti ég þessa ósk hans með mikilli gleði. Stundin okkar í Krist- nesi er mér dýrmæt. Ég og mínir kveðjum þig nú afi minn og óskum þér góðrar ferðar. Guðbjörg Henningsdóttir. Það eru gleðifundir í himnaríki um þessar mundir – afi og amma saman á ný eftir níu ára aðskilnað. Sú hugsun hefur hjálpað mér mikið síðan ég heyrði um andlát hans afa míns Gísla Einarssonar. Þegar ég sá afa síðast fyrir næstum tveimur árum var hann nokkuð hraustur og kátur, þótt mér hafi alltaf fundist hann vanta mikið síðan amma dó. Samt sem áður heyrðumst við afi mjög reglulega. Það var alltaf gaman að heyra í honum og fá fréttir af fjölskyldu og þjóðlífinu á Íslandi. Það var líka öruggt að afi lét mömmu og pabba vita að hann hefði heyrt í mér og að allt væri gott að frétta, rétt eins hann væri sá eini í símasambandi við mig. Afi veiktist í kringum nóvember og fannst mér erfitt að vera svona langt í burtu og geta ekki stutt hann í veik- indunum. Ég var svo glöð að heyra í honum í símanum þegar hann lá á sjúkrahúsinu. Ég hringdi á deildina og spurði eftir honum og lét stúlkuna vita að þetta væri barnabarn Gísla að hringja frá Kaliforníu. Svo heyrði ég hana segja: „Gísli minn, það er barna- barn þitt í símanum að hringja frá Kaliforníu.“ Mér leið vel að heyra hvernig afi svaraði: „Já, það er hún Hildur.“ Þrátt fyrir veikindin mundi hann eftir mér. Hann reyndi að slá á léttu nóturnar en það var auðheyri- legt að hann var mjög veikur. Það síð- asta sem hann sagði var: „Við sjáumst nú í sumar vinan,“ og það var eig- inlega það sem ég var að vona. En sú varð ekki raunin, afi var orðinn svo veikur og er ég glöð að hann þjáist ekki meir. Þær eru góðar, minningarnar sem runnið hafa í gegnum huga minn und- anfarna daga. Margar frá því að ég var lítil stelpa hjá ömmu og afa í Engimýrinni, aðrar frá veiðiferðum með fjölskyldunni við Sæmundará í Skagafirði, andlát ömmu Bubbu, ferð- in til Írlands með afa, samtöl við eld- húsborðið í Furulundinum og Grund- argerðinu og fleira og fleira. Elsku afi, það verður sorglegt að sjá þig ekki á flugvellinum er ég kem í júní. Það er líka sárt að geta ekki kvatt þig í hinsta sinn, en ég veit að þú ert í góðum höndum núna og að þér líður vel – það er fyrir öllu. Hvíl þú í friði. Þín Hildur. Minn góði afi Gísli er lagður upp í sína síðustu ferð. Að eiga afa sem einn minn besta vin, alla ævi, er mér ómet- anlegt. Afi elskaði sjóinn og sjórinn var hans líf. Eftir að hann kom í land lifði hann og hrærðist í sjómennsk- unni áfram í gegnum mig. Hann vildi vita aflatölur, gleðjast með mér þegar vel gekk og heyra allt um veður og sjólag. Áhugi hans efldi mig og gaf mér styrk. Hvergi fannst okkur Ídu betra að gista á Akureyri en hjá afa Gísla. Afi var alltaf glaður að fá okkur til sín. Ég er stoltur af að bera nafnið hans og þakka af öllu hjarta fyrir minn góða, ógleymanlega afa. Jóhannes Gísli Henningsson, Grímsey. Látinn er á Akureyri föðurbróðir minn Gísli Einarsson, síðastur þriggja bræðra. Hinir voru Magnús, sem lést 1979 og Einar sem lést árið 2000. Eftir lifir tvíburasystir Einars, Karen. Foreldrar Gísla voru þau Ein- ar Magnússon, frá Efri-Tungu í Ör- lygshöfn, skipstjóri á togaranum Fieldmarshal Robertsson sem fórst í Halaveðrinu í febrúar árið 1925, og Ingibjörg Gísladóttir frá Kvígindis- firði. Amma mín bjó í Félagshúsinu sem svo var kallað eða á Vesturgötu 57, með börnum sínum, en foreldrar hennar, Gísli og Steinunn, bjuggu einnig í sama húsi. Mér er sagt að amma mín hafi ekki viljað að bræð- urnir yrðu sjómenn. Tveir þeirra reyndu fyrir sér á öðrum starfsvett- vangi en svo fór að lokum að sjó- mennska varð ævistarf þeirra allra. Faðir minn og Einar voru á kaupskip- um en Gísli á fiskiskipum. Gísli fór kornungur til sjós eða um fimmtán ára gamall. Hann var fram- an af háseti á síðutogurum en síðar bátsmaður á fiskibátum og skuttog- urum. Hann stundaði hættulega erf- iðisvinnu alla sína starfsævi og bar þess merki, hendur hans stórar og vinnulúnar, andlitið markað og sæ- barið. Þegar ég lít yfir farinn veg verður að teljast merkilegt hversu vel ég náði að kynnast föðursystkinum mínum einkum þegar tekið er tillit til þess að bræðurnir voru jafnan víðs fjarri stóratburðum í fjölskyldum sínum vegna þeirrar atvinnu sem þeir lögðu fyrir sig. Sárasjaldgæft var að sjá systkina- hópinn saman kominn í heild sinni og hefur líklega þótt tilefni til mynda- töku. Ég hef fyrir framan mig tvær myndir af þeim systkinum. Önnur er tekin í garðinum að húsabaki á Vest- urgötu 57 einhvern tíma fyrir 1960 og hin á heimili foreldra minna upp úr 1970. Ég kynntist og ólst upp í nábýli við systkinin sem bjuggu í Reykjavík en sambandið var stopulla við norðan- fólkið. Faðir minn og Einar föður- bróðir minn höfðu það fyrir fasta venju að heimsækja Gísla þegar þeir komu við á Akureyri í ferðum sínum og Gísli endurgalt þessar heimsóknir þegar störf hans skiluðu honum til Reykjavíkur. Þannig rofnaði aldrei þráðurinn á milli þeirra systkinanna og við, börn þeirra, náðum einnig að kynnast með aldrinum. Mér fannst alltaf sjálfsagt að leggja leið mína til Gísla og Bubbu þegar ég átti leið um Akureyri. Heim- ilið stóð mér opið og ég fann að þang- að var ég alltaf velkominn. Eftir fráfall Bubbu hélt Gísli heim- ili einn. Hann naut í ríkum mæli samskipta við börn sín og barnabörn eftir að hann var alkominn í land. Hann var stoltur af afkomendum sínum og mátti líka vera það. Ég sá hann síðast í ágústmánuði sl. þegar við hjónin heimsóttum hann. Þá var ekki við annað komandi en að fara í ökuferð að Brúnum í heim- sókn til Einars og Hugrúnar. Veður var með besta móti og ég minnist Gísla þar sem hann stóð í túnfætinum og virti fyrir sér Eyjafjörðinn þar sem hann hafði kosið að eyða ævi sinni. Gísli kom nokkrum sinnum suður eftir lát konu sinnar. Ég hafði gaman af því að hitta hann. Við fengum okkur gjarnan ökuferð um vesturbæinn og hafnarsvæðið og þar var hann á heimavelli. Þá voru rifjaðar upp skemmilegar sögur úr barnæsku. Hann þekkti sig vel og fannst umhverfið hafa breyst ótrú- lega frá því hann sleit þar barnsskón- um. Mér voru þessar stundir með frænda mínum kærar því þá tengdust saman fortíð og nútíð. Hann var gefandinn og ég þiggj- andinn. Að lokum vil ég þakka skemmtileg og góð kynni á liðnum áratugum. Við hjónin biðjum börnum hans og fjölskyldum guðs blessunar um leið og við kveðjum góðan mann. Einar Magnússon. GÍSLI EINARSSON ✝ Sverrir MagnúsGíslason fæddist í Reykjavík 6. septem- ber 1929. Hann lést á gjörgæsludeild Land- spítalans 28. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Magnea Sigríður Magnúsdótt- ir frá Kolsholshelli í Flóa, f. 25.11. 1895, d. 18.3. 1980, og Gísli Arason frá Ragnheið- arstöðum í Flóa, f. 17.11. 1895, d. 25.6. 1986. Hann var yngst- ur fimm systkina. Þau voru Har- aldur, f. 21.10. 1917, d. 20.10. 1999, Guðríður Eiríka, f. 7.10. 1922, Ari, f. 25.10. 1925, d. 11.12. 1993, Erla Hjördís, f. 17.9. 1927, d. 16.11. 1983. Sverrir kvæntist Kristínu L. Hrafnfjörð 25.11. 1951 og eignuð- ust þau fjórar dætur. Þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru: 1) Sigríður Erna, leikskólakennari, f. 6.4. 1955, gift Torfa Ólafssyni tón- listarmanni, börn þeirra eru Guð- ríður Erla, Ólafur Magnús, Sverrir Baldur og Berglind Rún. 2) Erla Björk, hjúkrunarfræð- ingur, f. 18.7. 1956, dætur hennar eru Katrín Sif, Elín Edda og Sara Guðrún. 3) Magnea Guðríður, leik- skólakennari, f. 26.5. 1958, gift Guðmundi Hafberg verkfræðingi, börn þeirra eru Harpa Guðný, Hildur Ösp og Birkir Már. 4) Sigur- laug Hrefna, hársnyrt- ir, f. 19.5. 1964, gift Bjarna Arnarsyni vél- virkja, börn þeirra eru Egill Örn, Elva Björk og Arnar. Sverrir hóf nám í Litrófi hjá Ey- mundi Magnússyni 1945 og lauk námi í prentmyndasmíði 1949 og fékk meistarabréf í mars 1966. Ár- ið 1959 stofnaði hann ásamt Har- aldi bróður sínum o.fl. samferða- mönnum Prentmót og vann þar til langs tíma. Sverrir var meðlimur í Frímúr- arareglunni frá 1987. Útför Sverris fer fram frá Bú- staðakirkju á morgun, mánudag- inn 11. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi, kveðjustundin er runnin upp. Að sitja við hlið þér þínar síðustu stundir var allt í senn þungbært, friðsælt, sorglegt og á sinn hátt gleðilegt. Þrautagöngu þinni var að ljúka. Þegar kallið kom, þá kom það snöggt. Með því síðasta sem þú sagðir var að þú vildir heim. Þú ert svo sannarlega kominn heim, í faðm ástvina sem á undan eru gengnir, umvafinn umhyggju. Elsku pabbi minn, ég vil í þess- um fáu orðum mínum til þín þakka þér. Þakka þér fyrir að fá að vera dóttir þín. Þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Þakka þér fyrir það veganesti sem þú gafst mér í gegnum lífið. Megir þú ganga á Guðs vegum. Þín dóttir, Sigurlaug. Það var á vordögum 1978 að ég fór að leggja leið mína inn á Soga- veg til að eltast við eina af stelp- unum hans Mansa eins og tengda- faðir minn var kallaður. Nú er langri sjúkdómsbaráttu lokið hjá Sverri og við tekur nýtt líf eða það gáfu bókastaflarnir til kynna sem skrifaðir hafa verið um þessi málefni og tengdafaðir minn gjarnan las og hafði dálæti og trú á. Það er ekki laust við að fleiri hafi þennan áhuga eins og tengdafaðir minn eftir að hafa gluggað í þessa bókaflóru hans. Sverrir var glæsimaður á velli og minnti mann á leikaramyndirnar af frægu stjörnunum í útlöndum. Inn á Sogaveg var gott að koma, Sverr- ir og dæturnar, afinn og amman á efri hæðinni, frænkan við hliðina, stórmerkilegt samfélag með kröft- ugu og skemmtilegu fólki sem lá ekki á skoðunum sínum og gaman var að eiga samskipti við. Það sem rís hæst í huga mínum á þessum tímamótum er þakklæti til tengdaföður míns fyrir þá velvild og þolinmæði sem hann ávallt sýndi mér. Þótt mikið gengi á inni á Sogavegi í útgáfumálunum og öðru tengdu tónlistinni, þar sem sett var upp skrifstofa og mikið hringt, aldrei sást Sverri bregða við það. Þegar fyrsta platan kom út með mynd af þjóðskáldinu góða vann Sverrir prentverkið fyrir mig þar sem hann vann að iðn sinni. Ekki einu sinni, heldur tvisvar allt upp- lagið, af því að við þurftum að laga smávegis sem við tókum eftir. Nú skilur leiðir um sinn og verð- ur fróðlegt að sjá þegar fram líða stundir hvernig þetta lítur út í þessum lendum, hjá þeim sem á undan eru komin. Hvíl í friði, minn kæri. Torfi Ólafsson. SVERRIR MAGNÚS GÍSLASON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.