Morgunblaðið - 10.03.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 10.03.2002, Síða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 39 Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is ✝ Guðný Einars-dóttir fæddist á Morastöðum í Kjós 15. mars 1916. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson, bóndi á Morastöðum, f. 1876, d. 1956, og Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir, f. 1870, d. 1946. Bræður Guð- nýjar voru Gunnar, Kristján og Páll, og eru þeir látnir. Guðný átti einnig tvö uppeldissystkini; Júlíönu Einarsdóttur, sem er látin, og Hauk Jónsson, sem búsettur er í Reykjavík. Eftirlifandi eiginmaður Guðnýj- ar er Þórður Jónsson, f. 28. ágúst 1916. Foreldrar hans voru Jón Kristinn Ingimundur Jóhannesson, bóndi á Ystu-Tungu í Tálknafirði, f. 1895, d. 1973, og Guðbjörg Bjarnveig Jóhannesdóttir, hús- móðir, f. 1887, d. 1962. Dætur Þórðar og Guðnýjar eru: 1) Erna Hallbera Ólafsdóttir, f. 1. janúar 1938. Eig- inmaður hennar er Jón Magnús Jóhanns- son, f. 2. desember 1935. Börn þeirra eru: Einar, f. 1955; Gunnar Jóhann, f. 1957; Guðrún, f. 1959; Guðný, f. 1961; María, f. 1964; og Bjarki Páll, f. 1969. 2) Björg Þórðardótt- ir, f. 5. júní 1941. Eig- inmaður hennar var Einar Einarsson, f. 18. október 1935, d. 4. janúar 1997. Börn þeirra eru Þórður Guðni Hansen, f. 1958; og Ólafía Sólveig Einarsdóttir, f. 1978. Guðný átti tuttugu barna- barnabörn þegar hún lést. Guðný lauk hefðbundnu barna- skólaprófi og vann ýmis störf um ævina, en þó lengst af sem sauma- kona hjá Sjóklæðagerð Íslands. Útför Guðnýjar fer fram frá Grafarvogskirkju á morgun, mánudaginn 11. mars, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er með söknuði sem ég kveð Guðnýju ömmu, en jafnframt með miklu þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman í gegnum tíðina. Amma var kát og hress kona og hvenær sem mann bar að garði hjá ömmu og afa voru mót- tökurnar ávallt jafn hlýjar. Amma bakaði heimsins bestu „pönnsur“ eft- ir uppskrift sem hún geymdi í koll- inum og engum tókst að leika eftir – jafnvel ekki með hennar leiðsögn. Það fór enginn svangur úr heimsókn frá þeim og gætti amma þess vel að allir fengju nægju sína af krásum og oftar en ekki gott betur en það. Þrátt fyrir að síðustu æviárin hafi heilsu hennar hrakað mikið var alltaf stutt í glettnina hjá henni og andlit hennar ljómaði þegar maður kom og heilsaði upp á hana. Þannig á minn- ing hennar eftir að lifa í huga mínum um ókomna tíð. Um leið og ég bið Guð að styrkja afa í sorginni vil ég ljúka þessari stuttu kveðju á bæn sem amma fór oft með fyrir mig þeg- ar ég var barn: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Ólafía Sólveig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma Guðný, þegar ég fékk fréttirnar um að þú hefðir loksins fengið hvíldina fór hugurinn á flug. Myndbrot frá okkar fjörutíu ára samleið fór leifturhratt í gegnum huga mér. Efst í huga mér þegar ég kveð þig er þakklæti, já, þakklæti fyrir allt sem þú varst mér. Í þér átti ég verndara og vin, umhyggja þín í minn garð var ætíð til staðar. Amma var í mínum huga konan sem gat nánast allt. Hún var hörku- dugleg og ósérhlífin, hún vann bæði úti sem saumakona, saumaði fyrir utan vinnutíma, aðstoðaði fjölskyld- ur dætra sinna og hafði alltaf tíma til að taka á móti barnabörnunum. Amma var sjálfstæð, stolt og alltaf trú sinni sannfæringu, hún var hrein og bein og ekkert að pakka hlutunum inn. Ótal mörgum sinnum fékk ég að gista hjá þeim ömmu og afa því þar var gott að vera. Þar var öryggi, ró- legheit og nægur tími til að spjalla og lesa. Amma átti alltaf einhver dýrð- arhnoss sem hún gaf okkur svo ríku- lega af. Á ævintýralegan hátt renndi hún efnum í gegnum saumavélina og út- koman varð alltaf einstök – kjólar, kápur og búningar fyrir hin ýmsu tækifæri. Amma kom oft í heimsókn í Álfta- mýrina og þá var slegið upp veislu – ýmislegt kom upp úr töskunum hennar – alltaf var það eitthvert góð- gæti sem féll í góðan jarðveg. Amma fylgdist vel með niðjum sín- um og ættingjum. Þau afi áttu stórt myndasafn sem gaman var að skoða. Þegar langömmubörnin komu í heimsókn varð amma glöð og þeim stillt upp í myndatöku. Alltaf var boðið upp á „afa skonsur“ eða klein- ur sem runnu ljúflega niður. Síðustu ár hafði amma ekki gengið heil til skógar, veikindin ágerðust hægt og bítandi en nú hefur hún fengið hvíldina. Elsku afi, þú hefur verið vakinn og sofinn að hugsa um velferð hennar og átt nú um sárt að binda. Ég bið Guð að blessa þig og vaka yfir þér um leið og ég kveð nöfnu mína. Ég og fjölskylda mín þökkum ömmu samfylgdina og biðjum Guð að blessa dætur hennar og fjölskyldur þeirra. Guðný Jónsdóttir. GUÐNÝ EINARSDÓTTIR Elsku amma. Það var falleg og friðsæl stund sem við systkinin og fjölskyldan áttum sam- an við rúmstokk þinn er við kvöddum þig í hinsta sinn. Það var sárt að kveðja en þjáningar þínar eru nú á enda og þeirri hetjulegu baráttu sem þú háðir við krabbameinið allt til síðasta dags er nú lokið. Hvers vegna þú þurftir að kljást við þennan ill- skæða sjúkdóm eftir að hafa lifað hóf- semdar- og heilsusamlegu lífi fáum við ekki svör við en við vitum að Guð hefur tekið þér opnum örmum og hlú- ir vel að þér líkt og þú hlúðir að okkur í gegnum árin. Ást þín og kærleikur í okkar garð var mikill og í huga okkar lifa margar góðar minningar um þær fjölmörgu stundir er áttum við sam- an. Ávallt vorum við velkomin á hið notalega heimili ykkar afa og þeir voru ófáir sunnudagarnir sem fjöl- skyldan sameinaðist í eftirmiðdags- kaffi í Brekkugerðinu og hin síðari ár á Sléttuveginum þar sem þú barst á borð hvern veisluréttinn á eftir öðr- um. Ekki var síðra að koma til þín í ömmu-kjötsúpu eða fiskibollur sem var uppáhald okkar allra. En þótt matseldin hafi leikið í höndum þér var það fyrst og fremst hlýjan og alúðin sem við fundum í návist þinni sem SIGRÍÐUR V. KARVELSDÓTTIR ✝ Sigríður Vikt-oría Karvelsdótt- ir fæddist í Hnífsdal 27. júní 1920. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 15. febrúar. gerði þig að einstakri konu. Alltaf hugsaðir þú fyrst um aðra og síðast um sjálfa þig og sælla þótti þér að gefa en þiggja. Skýrt dæmi um það sem okkur er ákaf- lega minnisstætt er þegar við fjölskyldan sátum saman á Sléttu- veginum og þú baðst föður okkar að taka við af þér við að senda fimmtán hundruð krón- ur á mánuði til munað- arlausa drengsins í Afr- íku er þú féllir frá. Hans framtíð var þér efst í huga meðan þú barðist fyrir eigin lífi. Það gladdi þig mikið að fá sent frá honum bréf og jólakort og þér þótti vænt um að sjá að þú gætir veitt þeim aðstoð sem minna mega sín og búa ekki við sömu lífsgæði og við. Þetta þótti okkur ákaflega fallegt og undirstrikaði hvaða manneskju þú hafðir að geyma. Mikið lagðir þú upp úr fallegum gildum; ást, tryggð og heiðarleika, og hófsemd þín og lítillæti bar af öðru svo ekki sé minnst á nýtnina. Aldrei var matarafgöngum hent á þínu heimili og allt var nýtt til hins ýtrasta eins og mjólkurflaskan frá 1964, sem enn er í notkun, ber glöggt vitni. Þér þótti meira til einfaldleika lífsins koma en veraldlegra gæða og ávallt var þér umhugað um gengi okkar í námi, farsæld og hamingju. Elsku amma. Þú hefur kennt okkur margt gott og fallegt í gegnum árin og við kveðjum þig með söknuði. Við vit- um þó að góður Guð hefur búið um þig í faðmi sínum og mun varðveita þig um ókomin ár. – Minningar um þig munum við varðveita alla ævi. Þín einlæg Ragna Sif, Óttar og Jóhann Örn.                                           !  "!    #$ " % &  '( "!  !  #$ " % ' $ "!  )$ #$ " %*                                  !!" #       $    %   %  &  !  "#$ %  &' (                                      !" # $% &  '( ()  * () %)   +  ,%%'(   * '(   , -  ()  + '( ()   #).)   '( '(  %                                   !"    #  $        %  "& '(     %                                                 !             ! "#       #      $ %     "# $$ %&  '#$!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.