Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ✝ Ólafur AgnarBenediktsson Schram fæddist í Hafnarfirði 12. des- ember 1908. Hann lést í hjúkrunar- heimilinu Eir í Reykjavík 3. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Benedikt Friðriks- son Schram, sjómað- ur á Sauðárkróki, sonur Carls Friðriks Schram, bónda á Kornsá og (síðar) Bakka í Vatnsdal, sonur Christians Gynthers Schram, kaupmanns á Skaga- strönd er dó 1839. Móðir Ólafs var Signý Guðríður Ólafsdóttir Guðmundssonar frá Brandagili í Hrútafirði og Agnesar Jóhannes- dóttur Ólafssonar frá Brekkulæk henni átti hann fimm syni: 1) Garðar Sæberg kennari, f. 19. febrúar 1932, d. 19. júlí 1999. Kona hans er Þóra Gunnarsdóttir frá Hofsósi. Börn þeirra eru Gunnar Ólafur, kvæntur Ástu Hartmannsdóttur, og Stefanía, sambýlismaður Birgir Guðnason. 2) Haukur Benedikt bifreiðasmið- ur, f. 12. júní 1934. Kona hans er Helga Valdimarsdóttir. Börn þeirra eru Ólafur Stefán, sam- býliskona hans Jórunn Hilmars- dóttir, og María Linda, gift And- ers Lidén. Guðrúnu Rögnu átti Helga áður. 3) Magnús Stefán markaðsstjóri, f. 18. janúar 1937. Kona hans er Gunnhildur Schram. Börn þeirra eru Ásta Bryndís, gift Keith Reed, Stefán, Berglind Anna og Kristinn Helgi, kvæntur Kötlu Kjartansdóttur. 4) Friðrik, dó ungur 5) Friðrik Agn- ar safnaðarprestur. Kona hans er Vilborg R. Schram og þeirra börn Sigríður, Ragnar og Ólafur. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskapellu á morgun, mánudag- inn 11. mars, og hefst athöfnin klukkan 15. í Miðfirði. Níu ára gamall fór Ólafur í fóstur til Magnúsar Ólafssonar móður- bróður síns á Ytri- Torfustöðum í Mið- firði. Á unglingsárum var hann um tíma hjá föður sínum á Sauð- árkróki. Á Ytri- Torfustöðum var Ólafur til 18 ára ald- urs er hann fór til Reykjavíkur til að læra húsgagnasmíði. Hann tók sveinspróf í þeirri iðn árið 1932 og vann við húsgagnasmíði sam- fellt í 43 ár hér í Reykjavík. Árið 1931 kvæntist Ólafur Stef- aníu Þuríði Lárusdóttur, ættaðri úr Húnavatnssýslu, f. 4. mars 1906, d. 1. nóvember 1994. Þau bjuggu alla tíð í Reykjavík. Með Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast fær aldregi eilífð aðskilið. (Jónas Hallgrímsson.) Það hljóta að teljast forréttindi að geta kvatt ástvini sína á ævi- kvöldi þeirra. Sú var að minnsta kosti hugsun mín þegar mér var tjáð hvert stefndi nú á dögunum: að afi ætti ekki marga daga ólifaða. Og nú þegar allt er um garð gengið er sorgin einhvern veginn ekki eins þungbær vegna þeirrar vissu að hann hafi lifað löngu og innihalds- ríku lífi. Þegar sterkbyggt hjartað hans afa hætti að lokum að slá, hafði hann lifað yfir níutíu og þrjú ár, sextíu og þrjú þeirra í kærleiksríku hjónabandi og eignast þrjátíu og átta afkomendur. En síðustu árin fór ellin og þreytan að segja til sín enda hafði hann á síðustu æviárun- um þurft að horfa á bæði eiginkonu sína og frumburðinn hverfa af sjón- arsviðinu. Ekki verður heldur sagt að hann hafi kviðið vistaskiptunum enda lét hann eitt sinn þau orð falla að hann væri nú meira en tilbúinn „til að prófa eitthvað nýtt,“ eins og hann orðaði það. Það var augljóst að þó að þar færi maður sem var sadd- ur lífdaga hafði hann ekki glatað þeirri miklu en hárfínu kímnigáfu sem fylgdi honum allt til loka. Þessi létta lund var annars ein- kenni hans. Hann var ljúfur í við- móti og mun sjaldan hafa skipt skapi. Það verður seint sagt um hann afa minn að hann hafi verið langorður maður eða sérstaklega mælskur. Líkt og í öðru sem hann tók sér fyrir hendur var hann hóg- vær, hnitmiðaður og hófsamur. Þó er það nú svo að þessa síðustu daga sem hann lifði komu ótal myndir fram í huga mér sem sprottið hafa úr sögum sem hann lét frá sér fara á undanförnum árum, blindur og jafnvel rúmfastur. Þau eru ófá skiptin sem við feðgarnir, mamma og systkinin sátum á Dalbrautinni, drukkum kaffi og ræddum saman háum hljóðum enda heyrnin, eins og sjónin, farin að dofna. Stundum vorum það við sem spurðum enda- lausra spurninga eða sögðum fréttir sem oft vöktu nokkuð sérstök við- brögð hans, sem oftar en ekki var hlátur eða undrun, nema hvort tveggja væri. Dýrmætastar þessara stunda voru þegar hann leyfði sér að hverfa langt aftur í þá tíma þeg- ar hann var að alast upp, læra til smiðs, kynnast ömmu og koma und- ir sig fótunum. Þeim fjölgaði þess- um stundum, eftir að amma dó, og afi sat einn fyrir svörum. Það var honum þungbært að kveðja hana, bæði þegar hann varð sjálfur of hrumur til þess að hjúkra henni og þegar hún að lokum skildi við. Leit- un var að samlyndari og kærleiks- ríkari hjónum. Eitt sinn þegar hann var spurður að því hvort þau hjónin hefðu deilt mikið svaraði hann því til að jú, það var eins og hann minnti að það hefði nú einhvern tíman gerst að þau hefðu byrst sig eitt- hvað, að minnsta kosti einu sinni. Á frekari misklíð kunni hann ekki skil í sextíu og þriggja ára hjónabandi. Afi þurfti nú reyndar að taka á sig nokkurn krók áður en leiðir hans og ömmu lágu saman. Fæddur í Hafnafirði 1908 fluttist hann korn- ungur til Reykjavíkur og taldi sig því ekki geta kallað sig sannan „gaflara“. En Reykjavíkurbarn var hann til 9 ára aldurs á heimili móður sinnar Signýjar Ólafsdóttur og eig- inmanns hennar sem þar stundaði verkamannastörf. Var það erfitt líf í sjávarþorpi sem smátt og smátt var að breytast í borg. Þar braut hann upp hversdagsleikann með kirkju- ferðum í Dómkirkjuna á sunnudög- um með stjúpa sínum Gunnari, sem söng í kórnum. Á virkum dögum fór hann oft í sendiferðir fyrir mömmu sína með nesti til stjúpa sem þá vann við hafnargerð. Ekki var nú sérstaklega erfitt að rata í þá tíð og fylgdi hann jafnan járnbrautartein- unum sem lágu frá Öskjuhlíð, þaðan sem grjótið var flutt í hafnargerð- ina, og niður að sjó. Það þurfti þó að gæta sín vel að vera ekki að flækj- ast á milli teinanna þegar vagninn fór hjá. Stjúpi fékk að venju sitt brauð og kaffiflösku sem reynt var að halda á hita með því að klæða hana í lopasokk. Stundum var þó vikið frá öruggri leið heim aftur og gengið meðfram sjónum í austur að Rauðará, að vatnsþrónni nálægt þeim stað þar sem nú er Hlemmur eða þá jafnvel alla leið inn að Tungu við Suðurlandsbraut þar sem nóg var af góðum og gæfum hestum sem þáðu brauðbita úr litlum lófa. Árin liðu og á tíunda ári var hann, vegna erfiðra aðstæðna, sendur til móðurbróður síns Magnúsar Ólafs- sonar að Ytri-Torfustöðum í Mið- firði. Er faðir minn skírður í höfuð á honum en hann mun hafa reynst afa vel og miklir kærleikar verið á með þeim. Þrátt fyrir það og alla velvild Torfustaðafólksins við nýbakaða sveitamanninn fannst honum hann passa illa inn í hópinn enda óvanur sveitastörfum. Þá reyndist hann líka vera sundurgerðarmaður í klæðaburði, í spánnýjum útlenskum leðurskóm en hinn börnin í heima- búnum skinnskóm. Þá segir uppeld- isbróðir hans, Ingþór Sigurbjörns- son, í afmælisgrein um afa fimm- tugan, að öllum að óvörum hafi borgardrengurinn verið síður en svo merkilegur með sig: „freknótt- ur rétt eins og við og ekki síður feiminn við okkur, en við við hann.“ Þá hafi hann líka kunnað að „skoppa gjörð“ en það höfðu krakk- arnir á Torfustöðum ekki séð áður. Ekki leið á löngu þar til krakkarnir fóru saman í útreiðartúra eða renndu fyrir silung þegar tóm gafst frá sumarstörfum eða í skíða- og skautaferðir að vetri, með tillagaða tunnustafi fyrir skíði og hrossaleggi fyrir skauta. Upp úr þessum bernskudraum- um komst Ólafur á unglingsár og áður en hann náði átján ára aldri kynnist hann ástinni sinni, Stefaníu Lárusdóttur, fæddri á Hofi í Vatns- dal, ömmu minni. Þau felldu svo hugi saman, hann og þessi vinnu- sama stúlka sem elskaði hesta og var víða eftirsótt til vistar. Svo fór að hún var kölluð til starfa suður til Reykjavíkur en faðir afa míns Benedikt Schram, vildi fá hann til sín til Sauðárkróks þar sem honum yrði komið í læri í húsasmíði. Svo fór að þau voru skilin að en ekki áð- ur en þau opinberuðu trúlofun sína fyrir Guði og mönnum. Það orð fór af afa að hann væri efni í góðan smið. En þótt faðir hans tæki honum vel og vildi syninum allt hið besta fór það nú svo að húsa- smíðin hentaði honum ekki. Kaus hann heldur fíngerðari smíði en hann þótti líka mjög handlaginn og glöggur á form hluta. En afi lærði á ýmislegt annað þar fyrir norðan því þótt ungur væri varð hann leikinn harmonikkuleikari. Spilaði hann á skemmtunum í sveitinni og eins þegar hann var í vegavinnu sem hann stundaði á sumrin, ásamt sveitastörfunum, og spilaði þá fyrir tjaldbúa. Harmonikkuna sína keypti hann í verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga og var þar í reikningi hjá honum. Eitthvað gekk honum seint að borga hana en í afa ríkti slíkur heiðarleiki að hann mátti hvergi vamm sitt vita og hvergi skulda. Svo fór að í ellinni, þegar hugurinn tók að reika og hann leiddi hugann að liðnum tíma, ásótti sú hugsun hann að enn væri hann í skuld. „Skyldi ég vera búinn að borga nikkuna,“ sagði hann þá og var þetta honum mikið áhyggjuefni. Tæplega tvítugur fór afi svo suð- ur í nám hjá Kristjóni Ólafssyni húsgagnasmiði, hitti þar ömmu þar sem hún var í vist og tóku þau upp þráðinn að nýju þar sem frá var horfið að norðan. Fljótlega eftir að námi lauk var afi orðinn eftirsóttur smiður því að hann var bæði vinnu- samur, duglegur og iðinn. Var hann iðulega settur til að stjórna ýmsum vandasömum verkefnum sem vinnuveitendur hans tóku að sér. Átti hann ekki eftir að hætta smíð- um fyrr en hann var orðinn slitinn og sjóndapur en síðustu starfsárin vann hann léttari vinnu. Nokkru áður en afi lauk náminu giftust hann og amma og byrjuðu að búa. Barneignir hófu þau svo mitt í kreppunni og oft var erfitt að láta enda ná saman. Frá 1932 til 1946 eignuðust þau fimm syni. Af þeim náðu fjórir fullorðins aldri en son sinn Friðrik misstu þau tveggja ára gamlan, rétt fyrir jólin 1943, úr líf- himnubólgu og var það þeim mikið áfall. Í kjölfar þess sorgaratburðar kom sú mikla gleði að þeim fæddist fimmti sonurinn og var hann einnig skírður Friðrik. Það mætti kannski ætla að ömmu væri farið að leiðast biðin eftir stúlkubörnum og vel tók hún á móti væntanlegum tengda- dætrum þegar þær fóru að sýna sig á heimilinu mörgum árum seinna. Á uppeldisárum þeirra bræðra voru verkalýðsfélögin ekki sterk og réttindi launamanna mun lakari en í dag. Fyrir kom að farið var í verk- fall og þegar þau stóðu jafnvel vik- um saman voru góð ráð dýr. Með Guðs hjálp og góðra manna gekk þetta þó allt saman og þau hjónin stóðu saman í nægjuseminni. Beitti afi sér hart fyrir því að láta heimilið ekki skorta neitt og að synirnir fjór- ir gætu notið þess að búa við öryggi. Fór svo að þeim gafst færi á að menntast eins og aðstæður leyfðu og áhugi stóð til. Afi var heimakær maður og hafði fá áhugamál utan heimilisins. Á milli fimmtugs og sextugs fór þó trúarlíf að vera fyrirferðarmeira hjá hjónunum og eftir því sem heils- an entist sóttust þau eftir því að vera þar sem guðsorð var haft um hönd. Áttu þau um árabil sín „föstu sæti“ í Hallgrímskirkju en þau til- heyrðu þeim söfnuði. Það var þeim síðar mikið fagnaðarefni að yngsti sonur þeirra Friðrik skyldi vígjast til prests. Sjálfur var ég aðeins barn þegar þau amma og afi fluttu af heimili sínu við Bragagötu í þjónustuíbúðir á Dalbraut. Á Dalbrautinni nutu þau mikillar og góðrar hjálpar og sama má segja um dvöl afa míns í Eiri nú undanfarin ár. Eiga starfs- menn þessara stofnana allar hinar bestu þakkir skildar. Á Dalbraut- arárunum voru amma og afi mér og mínum eins elskuleg og hægt er að hugsa sér og á ég margar góðar minningar frá þessum tíma. Það sem stendur mér hvað skýrast fyrir hugskotssjónum er hins vegar ekki beinlínis minning mín heldur sú mynd sem afa tókst að koma kirfi- lega fyrir í huga mér. Þar sitja þau amma og hann, ung og ástfangin á hestum sínum í Miðfirðinum. Þau eru að setja upp trúlofunarhringana og horfa út á hafið. Þessa mynd mun ég ávallt hafa af ömmu og afa og áfram mun ég velta því fyrir mér hvort þau hafi órað fyrir allri þeirri arfleifð sem nú eftir þau liggur. Megi Guð sameina það sem eilífð fær aldrei að skilið. Kristinn H.M. Schram. Í morgun verður borinn til grafar elskulegur afi minn, Ólafur A. Schram. Fyrstu minningar mínar af honum eru af Bragagötunni þar sem þau amma bjuggu þegar við systkinin vorum börn. Þessar bernskuminningar mínar um afa eru af ljúfum og yndislegum manni, léttum í lund, ríkum af börnum og barnabörnum sem nutu þess að heimsækja hann. Þegar ég komst til vits og ára gerði ég mér betur grein fyrir lífs- hlaupi hans og mannkostum. Hann talaði stundum um atvik úr bernsku sinni, sérstaklega sumardvöl í Eng- ey og tímann hjá frænda sínum á Ytri-Torfustöðum. Það var einmitt þar sem hann kynntist ömmu og með þeim tókust kærleikar til ævi- loka. Þau voru samferða til Reykja- víkur á 3. áratug síðstu aldar þar sem þau stofnuðu heimili og eign- uðust syni sína fimm. Pabbi var yngstur þeirra og dekurdrengur foreldra sinna. Líf afa og ömmu var eins og margra annarra á þessum tíma sem fluttu á mölina, í þröngt leiguhúsnæði, en alltaf pláss fyrir ættingja og vini. Samanborið við líf nútímafólks var þeirra fábrotið og ég hugsa oft um brúðkaupsdaginn þeirra sem er svo ólíkur því sem nú gerist. Presturinn gaf þau saman heima hjá sér og þau einu sem voru viðstödd voru prestshjónin sem einnig voru svaramenn. Prestsfrúin bauð svo upp á kaffi og pönnukökur og eftir það leiddust þau nýgift heim aftur. Mér finnst þessi dagur lýsa látleysi þeirra og hógværð, nægjusemi og hamingju sem ég kynntist í fari þeirra. Þau voru bestu vinir og á milli þeirra ríkti einstök virðing og ást. Framkoma hans við ömmu, þegar hún síðustu ár sín þjáðist af Alzheimer, var mér dýrmætur lærdómur. Virðing hans fyrir henni þvarr aldrei og þegar hún spurði hann um sama hlutinn í tíunda skiptið svaraði hann alltaf eins og hún væri að spyrja í fyrsta skiptið. Guð gaf afa mikið þegar hann gaf honum þá léttu lund sem hann hafði og létti honum lífið á erf- iðum stundum. Nú hefur hann kvatt, saddur lífdaga, sáttur við skapara sinn og samferðarfólk. Guð blessi minningu hans. Sigríður Schram. ÓLAFUR AGNAR SCHRAM                                !" # $ " %&'  "()! # *&+  "'' %&' , -'.#"''+   ()!'.#%&' / 0" , '  1 +  & ('(!'#                                         ! ! "  ! !   #  $% &  '(     ! !    "%  &   ! 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.