Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt
tækifæri á síðustu sætunum til Benidorm 27. mars í 2 vikur á einn
vinsælasta sólarstaðinn við Miðjarðarhafið. Þú bókar núna og 3
dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu
nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Síðustu 17 sætin
Stökktu til
Benidorm
um páskana
frá kr. 49.862
Verð á kr. 59.950
Verð p.mann miðað við 2 í íbúð,
2 vikur, flug, gisting, skattar.
Verð á kr. 49.862
Verð p.mann miðað við hjón
með 2 börn, 2 – 11 ára, flug,
gisting, skattar, 27. mars, 2 vikur
NEIL Gaiman skrifaði mynda-
söguseríuna Sandman fyrir nokkr-
um árum. Auk þess að setja mynda-
sögum nýja og hærri gæðastaðla
með þeirri sögu ruddi hann brautina
fyrir fleiri sögur sem áttu sér upphaf
í Sandman.
Meðal þeirra persóna sem þá öðl-
uðust endurnýjun lífdaga í mynda-
sögum voru martröðin Corinthian
(eitt af sköpunarverkum Morpheus-
ar, aðalsöguhetju Sandman), Dauði
(systir Morpheusar) og Lúsifer
Morgunstjarna eða djöfullinn, eins
og hann er kallaður í daglegu tali.
Samskipti þeirra enduðu með þeim
hætti að Lúsifer ákvað að yfirgefa
helvíti vegna starfsleiða og lét Morp-
heusi í té lykilinn að ríki sínu til að
nota eins og honum sýndist. Að sjálf-
sögðu var hér um bjarnargreiða að
ræða frá hinum Illa enda kom á dag-
inn að sú atburðarás sem hófst í kjöl-
far gjafarinnar leiddi að endingu til
dauða Morpheusar. Lúsifer á hinn
bóginn settist að í borg englanna,
Los Angeles, klæddi sig upp í smók-
ing og stofnaði þar næturklúbb.
Children and Monsters er annað
bindið í sögu Lúsifers eftir að hann
yfirgefur helvíti. Þrátt fyrir að vera
sestur í helgan stein virðast örlögin
ekki geta látið hann í friði. Honum
hefur áskotnast hinn dýrmætasti
hlutur; hliðið að hinu óskapaða tómi,
stað sem gefur endalausa möguleika
á sköpun nýrra heima án pirrandi
íhlutunar Guðs almáttugs og hans
siðferðisviðmiða. Það er því til mikils
að vinna að halda þessu hliði opnu og
í sinni eigu. Það reynist hins vegar
ekki auðvelt því aðrir ásælast hliðið
góða og fara þar fremstir í flokki her-
skarar himins; englar sem vilja sölsa
undir sig tómið og bæta við ríki Guðs.
Lúsifer leggur því í ferðalag til að
auka vald sitt svo hann geti haldið
hliðinu. Fyrsti áfangastaðurinn er
Eftirheimurinn þar sem Izanami rík-
ir en hún geymir vængina sem Lús-
ifer varð að láta af hendi þegar hann
gaf eftir stjórnvölinn í helvíti. Maður
hefði nú haldið að persóna/guð eins
og Lúsifer fengi sínu framgengt
nokkuð auðveldlega en samkvæmt
Carey hefur guðabransinn sínar
reglur og sína pólitík sem verður að
fylgja. Já, stundum er það að vera al-
máttugur bara ekki nóg í baráttunni
við skriffinnskuna. Eins og persón-
unni sæmir sýnir Lúsifer mikla út-
sjónarsemi og býr svo um hnútana að
lokum að hann stendur
einn gegn englum him-
ins til varnar hliðinu.
Í mismunandi mynd-
um hefur Djöfullinn ver-
ið nokkuð vinsæl auka-
persóna í myndasögum í
gegn um tíðina og má
þar nefna sögur á borð
við Spawn, Dardevil og
Hellblazer svo ekki sé
nú talað um þjóðsögurn-
ar þar sem hann virðist
nánast daglegur gestur.
Ég verð þó að segja að
þessi eini andstæðingur
Guðs almáttugs hefur
aldrei beinlínis borið
með sér neina tiltölu-
lega ógn í þessum blöð-
um og sögum. Menn af holdi og blóði
hafa ávallt getað snúið á þennan
mikla vágest með merkilega léttum
leik.
Í þessari bók færir Carey söguna á
annað plan þar sem frumforsendur
góðs og ills takast á og gerir hann
það mun betur en ég hef séð gert
hingað til í myndasögum (fyrir utan
meðferð Neil Gaimans á Lúsifer sem
er sönn snilld). Sögufléttan er ákaf-
lega skemmtileg og það flókin að
bókin krefst tveggja lesninga til að
lesandinn nái „plottinu“ almennilega.
Mönnum ber að varast að sjá söguna
sem annað en hreina fantasíu því
annars gæti svo farið að síðhærðir
englar með mittislinda og spjót verði
svolítið hjákátlegir. Lusifer:Children
and Monsters hefur ekki að geyma
neina djöfladýrkun heldur einungis
skemmtilegt ævintýri um eina
áhugaverðustu sögupersónu heims-
bókmentanna.
MYNDASAGA
VIKUNNAR
Guðabransinn
Myndasaga vikunnar er Lucifer: Children
and Monsters eftir Mike Carey (texti) og
Peter Gross, Ryan Kelly og Dean Orm-
ston (teikningar). Vertigo gefur út, 2001.
Bókin fæst í myndasöguversluninni Nex-
us.
Andskotinn sjálfur.
Heimir Snorrason
heimirs@mbl.is
alltaf á föstudögum