Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TILLÖGUR um alhliða sjó-
minjasafn í Reykjavík, þar
sem áhersla er á söfnun, sýn-
ingar og rannsóknir á öllum
þáttum sjávarsögu borgar-
innar, voru kynntar og sam-
þykktar í borgarráði í gær.
Tillögurnar voru unnar af
starfshópi sem skipaður var
af borgarráði í júní á síðasta
ári til að meta hugmyndir um
stofnun sjóminjasafns í
Reykjavík. Ýmsar hugmyndir
eru uppi um staðsetningu
safnsins en allir nefndarmenn
eru sammála um að hafa það
á hafnarsvæðinu. Einnig hef-
ur varðskipið Óðinn verið
nefnt til sögunnar sem fljót-
andi sjóminjasafn. Í tillögun-
um kemur fram að Reykja-
víkurhöfn getur boðið
upphitaða geymslu í Faxa-
skála fyrir muni meðan á
söfnun þeirra stendur fyrir
fyrirhugað sjóminjasafn.
Löngu tímabært að opna
sjóminjasafn í borginni
„Næsta skref er að ráða
starfsmann og fara að safna í
geymsluna munum sem til
eru. Starfsmaðurinn mun
jafnframt vinna með nefnd-
inni ásamt þeim embættis-
mönnum sem hafa unnið með
okkur hingað til,“ segir Sig-
rún Magnúsdóttir borgar-
fulltrúi sem er formaður
nefndarinnar. „Samþykktin
felur í sér að við erum að
setja á fót safnvísi. Til að
byrja með verður það hluti af
Árbæjarsafni, en við sjáum
fyrir okkur að þetta verði al-
hliða safn.“
Starfshópurinn hefur feng-
ið heimsóknir og átt samstarf
við margvíslega hagsmuna-
aðila. „Það hafa alveg ótelj-
andi hugmyndir komið fram,“
sagði Sigrún. „Nú er spurn-
ing hvar við eigum að tak-
marka okkur.“ Nefndi hún
sem dæmi hugmyndir varð-
andi sjóminja- og sædýrasafn
við Reykjavíkurhöfn frá List
og sögu ehf.
Í álitsgerð hópsins sem
lögð var fyrir borgarráð í gær
segir að allir þeir sem komið
hafa að málinu á einn eða
annan hátt frá því nefndin tók
til starfa telji löngu tímabært
að stofna sjóminjasafn í
Reykjavík og „þó að margt
hefði að sjálfsögðu glatast í
tímans rás eru víða til munir
sem þyrfti að skrá og varð-
veita, í sjóminjasafni eða
gætu komið þar til sýningar
þótt varðveisla væri hjá öðr-
um svo sem hjá Landhelgis-
gæslu, Eimskip og jafnvel
einkaaðilum.“
Að sögn Sigrúnar hefur um
skeið verið starfrækt nefnd á
vegum Þjóðminjasafnsins um
varðveislu og söfnun sjóm-
inja. Hugmyndir þeirrar
nefndar falla vel að hugmynd-
um Reykjavíkur um sjó-
minjasafn. „Hugmyndir
þeirra eru að hvert sveitarfé-
lag gæti verið með sitt sjó-
minjasafn, hvert með sína
sérstöðu,“ sagði Sigrún. „Sjó-
minjasafn Íslands yrði þá
nokkurs konar hattur yfir
þessi sértæku söfn. Safn þarf
ekki endilega allt að vera á
sama stað.“
Nefndi hún dæmi um
skemmtileg sjóminjasöfn á
Siglufirði, í Bolungarvík, á
Eskifirði, Suðurnesjum og
Suðurlandi.
„Á Siglufirði er safnið sett
upp út frá síldarævintýrinu.
Reykjavík er höfuðborg og
hingað kom fyrsti landnáms-
maðurinn. Reykjavík er
helsta viðskipta- og þjónustu-
höfn landins. Við gætum jafn-
vel gert eitthvað sérstaklega
út frá viðskiptasögunni. Við
eigum eftir að finna út við
hvað við tengjum okkur í
framtíðinni.“
Deildarstjórar Árbæjar-
safnsins unnu skýrslu fyrir
starfshópinn um sjóminjar í
Reykjavík. Þar kemur fram
að lítið hafi verið gert í
Reykjavík til söfnunar sjó-
minja. Þó var gert átak árið
1939 og fór afrakstur þess á
Þjóðminjasafnið. Þar má því
finna elstu reykvísku sjóminj-
arnar sem til eru. Þá hefur
Þjóðminjasafnið safnað ýms-
um sjóminjum. Átak var einn-
ig gert í söfnun sjóminja í
Minjasafni Reykjavíkur á
sjötta og sjöunda áratugnum.
Þá var Sjóminjasafn Íslands
opnað í Hafnarfirði árið 1986
og má þar finna einhverja
muni frá Reykjavík. Er þá
ógetið Sjóminjasafn Jósafats
Hinrikssonar sem starfaði í
Reykjavík.
Fornminjar
um alla borg
Í skýrslunni kemur fram að
ýmislegt bendi til að talsvert
mikið af sjóminjum sé í fórum
einstaklinga í Reykjavík. Þá
eiga ýmis fyrirtæki og stofn-
anir, t.d. Landhelgisgæslan,
Landsbjörg, Eimskip og
Reykjavíkurhöfn, eitthvað af
sjóminjum.
Auk ýmissa muna er margt
um fornleifar í Reykjavík sem
tengjast sjósókn á einhvern
hátt. Má þar nefna Sunda-
bakka á austurhluta Viðeyjar,
áletranir, t.d. við Örfirisey, ís-
bryggjuna við Tjörnina og
Bæjarbryggjuna sem er
nyrst í Pósthússtræti. Ýmis
mannvirki önnur í höfuð-
staðnum tengjast sjóminjum.
Má þar nefna Íshús Ísfélags
Faxaflóa við Tjarnargötu, þar
sem Tjarnarbíó var síðar til
húsa og er nú kallað Tjarn-
arbær. Ísfélagið byggði þar
ísgeymsluhús árið 1913. Bæj-
arstjórn keypti húsið árið
1935 og leigði það út næstu
árin og Háskóli Íslands lét
breyta húsinu í kvikmynda-
hús árið 1941. Þá segir í
skýrslunni að gamli vestur-
bærinn sé meira og minna
byggður upp af sjómönnum
og útvegsmönnum og við
ýmsar götur standi stæðileg
hús á síns tíma mælikvarða
sem minnisvarði þeirra.
„Verkefnið er mjög víð-
feðmt og stórt en aðalatriðið
er að við glötum ekki meiru
fyrst við erum komin fram á
þessa öld,“ sagði Sigrún.
„Þetta er mikil nauðsyn og
óplægður akur. “
Hugmyndir um alhliða sjóminjasafn í borginni kynntar í borgarráði
Reykjavík
Varðskipið Óðinn gæti
orðið fljótandi safn
Ljósmynd/Magnús Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Fjölbreytt mannlíf á hafnarbakkanum í Reykjavík. Myndin er tekin um 1919 á fisksölutorgi
á svipuðum slóðum og Bæjarins bestu eru í dag.
AUGLÝST er eftir upplýs-
ingum frá almenningi um
reykvískar sjóminjar í eigu
einstaklinga, félaga, fyrir-
tækja eða stofnana. Upplýs-
ingar geta tengst hvort sem
er báta- og skipaútgerð, sam-
göngum á sjó, kaupsigling-
um, vita- og hafnarmálum,
sjóbjörgun, landhelgisgæslu
og öðru sem tengist sjónum.
Verið er að leita upplýsinga
bæði um muni, myndir og
skjöl. Þeir sem geta aðstoðað
eru vinsamlega beðnir að
hafa samband við Helga M.
Sigurðsson á Árbæjarsafni
eða Berg Þorleifsson hjá
Reykjavíkurhöfn.
Veist þú um
sjóminjar?
ÓNAFNGREINDUR ung-
lingur sem lögum samkvæmt
er of ungur til að kaupa tóbak,
fór í allar verslanir sem hafa
söluleyfi á tóbaki í Hafnarfirði
og óskaði eftir því að kaupa
sígarettur. Honum tókst það í
68% tilvika.
Unglingurinn var á vegum
æskulýðs- og tómstundaráðs
Hafnarfjarðar og fylgdu hon-
um í innkaupaferðinni tveir
fulltúar ráðsins sem skráðu
„árangur“ heimsókna hans
sem fram fór í febrúar.
„Þetta kom alveg hörmu-
lega út og niðurstaðan er al-
gerlega óviðunandi,“ sagði
Árni Guðmundsson, æskulýðs-
og tómstundafulltrúi Hafnar-
fjarðarbæjar. Ráðið hefur gert
kannanir sem þessar allt frá
árinu 1996. Síðasta könnun var
gerð í október á síðasta ári og
var niðurstaða hennar sú að
35% verslana seldu unglingum
undir aldri tóbak. „Niðurstaða
nýjustu könnunarinnar er sú
lakasta um langa hríð,“ segir
Árni. „Könnunin sýnir að tvær
af hverjum þremur verslunum
eru að selja unglingum undir
aldri tóbak.“
Allar verslanir í Hafnarfirði
sem hafa söluleyfi á tóbaki
voru heimsóttar og eru þær
rúmlega 30 talsins. Segir Árni
að um þriðjungur verslana sé
farinn að standa sig mjög vel
og selji unglingum undir aldri
aldrei tóbak. Þá sé hópur
verslana sem ýmist selji ung-
lingum eða ekki. „Svo er því
miður einhver hluti verslana
sem virða lögin algjörlega að
vettugi og hafa gert það alla
tíð hvað þetta varðar“.
Áfellisdómur
yfir versluninni
Fyrsta árið sem könnunin
var gerð seldu 90–94% versl-
ana unglingum undir aldri tób-
ak. „Það er sérstakt að versl-
anir komist upp með þetta
svona lengi, algjörlega óáreitt-
ar,“ segir Árni. Niðurstöður
könnunarinnar verða sendar
heilbrigðiseftirliti.
Árni sagði erfitt að gera sér
grein fyrir ástæðu þess að
mun fleiri verslanir selji ung-
lingum tóbak nú en var fyrir
nokkrum mánuðum. Hann tel-
ur að vel megi vera að þar sem
stutt sé milli kannana að þessu
sinni, en þær eru iðulega gerð-
ar með óreglulegu millibili,
hafi verslunarfólk ekki verið
undirbúið fyrir heimsóknina.
„Í Reykjavík sýndi sambæri-
leg nýleg könnun að 14%
verslana selji unglingum tób-
ak,“ segir Árni.
„Ég hef sett þetta í það sam-
hengi að frumvarp um áfeng-
issölu í matvöruverslunum er
út úr kortinu í ljósi þessara
niðurstaðna. Þetta er áfellis-
dómur fyrir verslunina. Þær
þurfa að taka sig saman í and-
litinu.“
68% verslana
seldu unglingum
undir aldri tóbak
Hafnarfjörður HAFIN er vinna við mat á
umhverfisáhrifum Skarfa-
garðs og Skarfabakka sem
eru fyrirhuguð hafnarmann-
virki, skjólgarður og hafnar-
bakki, á Klettasvæði í Sunda-
höfn í Reykjavík.
Klettasvæðið liggur austur
af Laugarnesinu til móts við
Viðey og er nyrsti hluti hafn-
arsvæðis Sundahafnar.
Framkvæmdaaðili er
Reykjavíkurhöfn sem einnig
hefur hannað garðinn og
unnið að frumhönnun hafn-
arbakkans. Bygging Skarfa-
garðs og Skarfabakka er
framkvæmd sem lengi hefur
verið á áætlun hjá Reykja-
víkurhöfn og er í samræmi
við aðalskipulag Reykjavík-
ur, segir m.a. í inngangi til-
lögu matsáætlunarinnar sem
hægt er að nálgast á heima-
síðu Reykjavíkurhafnar,
www.reykjavikurhofn.is.
Aðgengi stórra
skipa batnar
Í tillögunni segir ennfrem-
ur að hlutverk Skarfagarðs
sé að skýla ytri hluta Sunda-
hafnar fyrir ágangi öldu og
þó sérstaklega Skarfabakka
sem ráðgert er að hefja
byggingu á samhliða bygg-
ingu skjólgarðsins.
Skarfabakki er hugsaður
sem opinn fjölnota bakki en
þau hafnarmannvirki sem
þegar eru til staðar við
Sundahöfn, fyrir utan Korn-
garð og innsta hluta Voga-
bakka, eru lokuð inni á svæð-
um skipafélaganna.
Við Skarfabakka verður
dýpi 12 m og því hægt að
koma að bakka stórum og
djúpristum skipum, t.d.
skemmtiferðaskipum, er-
lendum herskipum og frysti-
togurum sem erfitt hefur
verið hingað til. Þá er gert
ráð fyrir að aðstaða fyrir Við-
eyjarferju verði komið fyrir í
kverkinni næst Skarfagarð-
inum og styttist þá sigling-
arleiðin út í Viðey lítið eitt.
Skarfagarður verður 320 m
langur grjótgarður. Allur
frágangur garðsins mun mið-
ast við að hann tengist fyr-
irhugaðri gönguleið um
Laugarnes. Á enda garðsins
mun í framtíðinni koma viti
og verður hann því einhvers
konar lokapunktur á þessari
gönguleið.
Þegar jákvæður úrskurður
Skipulagsstofnunar liggur
fyrir svo og framkvæmda-
leyfi Reykjavíkurborgar
verður hægt að hefja bygg-
ingu Skarfagarðs og Skarfa-
bakka í áföngum. Miðað er
við að fullri lengd Skarfa-
garðs verði náð á 3–4 árum.
Þá er gert ráð fyrir að fyrri
hluti Skarfabakka verði í
byggingu árin 2002–2004.
Stefnt er að því að ákvörð-
un Skipulagsstofnunnar um
tillögu framkvæmdaraðila að
matasáætlun muni liggja fyr-
ir 15. apríl næstkomandi. At-
hugasemdafrestur vegna til-
lagnanna rennur út 3. apríl.
Fyrirhuguð hafnarmannvirki
á Klettasvæði í Sundahöfn
Laugarnes