Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEISTARINN.IS páskana Um Útgáfudögum Morgunblaðsins verður fjölgað nú um páskana og kemur blaðið út sunnudaginn 31. mars og þriðjudaginn 2. apríl. Áskriftardeildin verður opin á skírdag kl. 6–14, á páskadag kl. 8–14 og opnar kl. 6 á þriðjudagsmorgninum. Hægt er að hafa samband í síma 569 1122 eða með því að senda póst á askrift@mbl.is. BANDARÍSKUR stálframleiðandi hefur sýnt áhuga á að koma upp stálpípugerð við Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ. Eigendur fyrirtæk- isins hafa átt í könnunarviðræðum við fulltrúa stjórnvalda og bæjaryf- irvalda og er reiknað með að hægt verði að ljúka samningum á síðari hluta ársins. Verði þessar hug- myndir að veruleika munu 250 starfsmenn vinna við að framleiða 150 til 200 þúsund tonn af stálpíp- um á ári í upphafi. Bandarískt stálfyrirtæki hefur verið að leita fyrir sér um aðstöðu fyrir stálpípuverksmiðju í Evrópu, meðal annars í Noregi og Svíþjóð. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að fulltrúar fyrirtækisins hafi haft samband við Pétur Jóhannsson, hafnarstjóra hjá Hafnasamlagi Suðurnesja, til að kanna möguleika á slíkri aðstöðu í Helguvík. Þar sé einmitt gert ráð fyrir þungaiðnaði og hafnarstjórinn hafi því svarað erindinu jákvætt. Þurfa ekki sérlög Tóku fulltrúar fyrirtækisins upp könnunarviðræður við fulltrúa frá Fjárfestingarstofunni, Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanes- bæjar og Hafnasamlagi Suðurnesja, og síðar komu til skjalanna fulltrú- ar iðnaðarráðuneytisins og lögmað- ur Reykjanesbæjar. Hefur verið farið í gegn um óskir bandaríska fyrirtækisins og hvað í boði er í Helguvík. Samkvæmt upplýsingum Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, er ekki gert ráð fyrir sérstakri aðkomu ís- lenskra stjórnvalda að byggingu verksmiðjunnar eða rekstri hennar umfram þá aðstoð sem iðnaðarráðu- neytið og Fjárfestingarstofan hafa veitt Suðurnesjamönnum í samn- ingaviðræðunum. Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdin kalli á breyt- ingar á lögum eða að leggja þurfi fram sérlög vegna hennar. Hafna- samlagið og Reykjanesbær muni semja beint við erlenda fyrirtækið um hafnargjöld og fasteignagjöld. Falla undir tollahagræði EES Hugmyndir bandaríska stálfyrir- tækisins ganga út á það að reisa stálpípuverksmiðju í Helguvík. Í upphafi er stefnt að framleiðslu á 150–200 þúsund tonnum af pípum til útflutnings á Evrópumarkað og jafnvel á markað í Norður-Evrópu, að sögn Inga G. Ingasonar, fram- kvæmdastjóra á almennu sviði Fjárfestingarstofu. Að sögn Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Markaðs- og atvinnumálskrifstofu Reykjanesbæjar, er um að ræða há- gæða stálpípur sem meðal annars eru ætlaðar til nota í sérstökum iðnaði. Reiknað er með að stálið verði flutt inn frá Austur-Evrópu, meðal annars frá verksmiðjum fyr- irtækisins í Eystrasaltslöndunum, en einnig víðar að. Framleiðsluferl- ið er ekki orkufrekt. Ingi segir að með því að framleiða pípurnar hér njóti framleiðslan tollahagræðis á Evrópumarkaði, í samræmi við EES-samninginn. Áætlað er að stofnkostnaður stál- pípugerðarinnar verði um 4 millj- arðar króna. Þar verða störf fyrir um 250 manns. Bandaríska fyrirtækið leitaði að aðstöðu þar sem hægt væri að koma fyrir hafnsækinni stóriðju við höfn sem öruggt væri að lokaðist ekki vegna ísa. Þá vildu fulltrúar þess finna stað nálægt alþjóðlegum siglingaleiðum fragtskipa sem fyr- irtækið hyggst nýta sér. Ellert Ei- ríksson bæjarstjóri segir að ákjós- anlegar aðstæður séu í Helguvík fyrir starfsemi af þessu tagi. Að vísu geri fyrirtækið kröfu um að geta byggt verksmiðju sína við sjálfa höfnina og þurfi að sprengja lóðina niður í hæð hafnarinnar. Bæjarstjórinn er bjartsýnn Ellert líst vel á verkefnið, segir að þetta fyrirtæki muni skapa mikla vinnu, ef það verður að veruleika, og yrði góður greiðandi fasteigna- gjalda. Þá yrði tilkoma verksmiðj- unnar mikil lyftistöng fyrir Hafna- samlagið sem verið hefur í fjárhagsvandræðum undanfarin ár. Höfnin gæti nú farið að standa und- ir sér sjálf, þótt ekkert annað kæmi til. Og Ellert er bjartsýnn á að verksmiðjan muni rísa, segir að bú- ið sé að leggja mikla vinnu í málið og ekkert hafi komið fram sem bendir til annars en að það geti gengið. Samkvæmt upplýsingum Páls Magnússonar eru samningaviðræð- ur við bandaríska stálfyrirtækið komnar það langt að það hefur ráð- ið sér íslenkt lögfræðifirma til að vera sér innan handar við lúklingu samninga. Að þeim loknum verði drög að samningum lögð fyrir fjár- mögnunaraðila verksmiðjunnar og reikna megi með því að endanlegir samningar gætu legið fyrir á síðari hluta ársins. Bandarískt stálfyrirtæki hefur áhuga á stórri verksmiðjulóð Hyggjast framleiða pípur til útflutnings AP Hráefnið kemur í stórum rúllum og verður stálið valsað í pípur. Helguvík „SÝNINGARNAR eru alltaf að verða betri og betri. Nú mega þeir í Versló fara að vara sig,“ sagði Gígja Eyjólfsdóttir, formaður Nem- endafélags Grunnskólans í Grinda- vík, en sýningar á stóru leikriti sem unglingar í efstu bekkjum skólans sjá um eru alltaf að verða betri og betri. Bergur Ingólfsson er leikstjóri og handritshöfundur að „Gula flamingóinum“ sem nú var settur upp. Verkið byggist að nokkru leyti á lögum og textum eftir Bubba Morthens. Í upphafsatriði leikritsins mæta leikarar á sviðið með frystihúsasvuntur og syngja 1.000 þorskar á færibandi þokast nær, lína sem einhverjir kannast við úr textum Bubba. Annars er söguþráðurinn í stuttu máli á þá leið að hér greinir frá reiðum ung- um manni að nafni Þór sem búinn er að fá nóg af grámyglunni í litlu sjávarþorpi þar sem hann býr. Draumarnir snúast um að fara út í heim og verða frægur. Guli flam- ingóinn er skemmtistaður sem sagður er stökkpallur upp í stjörnuhimininn og þangað liggur leið Þórs. Moldar-Gnúpur enn á ferð Auk þessa stóra leikrits voru mörg góð atriði hjá miðstiginu en yngri börnin voru með sína árshá- tíð í síðustu viku með hefðbundinni kökuveislu. Meðal atriða hjá mið- stiginu var leikrit samið af einum kennara skólans, Jóni Gröndal, og byggist á sögu Moldar-Gnúps, ætt- föður Grindvíkinga. „Sagan styðst við brot úr sögu Grindvíkinga og aðdragandinn segir meðal annars frá því þegar þeir Moldar-Gnúpur Hrólfsson og æskuvinur hans, Þórir haustmyrk- ur Vígbjóðsson, voru reknir frá Noregi fyrir morð og rán. Fóru ránshendi um bæi á Íslandi en voru reknir frá Álftaverum fyrir að drepa nokkra þræla og stela dóttur eins bóndans. Þeir eru sem sagt á ferð vestur með ströndinni með allt sitt fólk, geitur, þræla og annað sem búslóð fylgdi í þá daga. Við grípum á þekktum þáttum en tök- um okkur líka skáldaleyfi á köflum. Mér finnst krakkarnir skila þessu ljómandi vel,“ sagði Jón Gröndal. Nú má Versló fara að vara sig Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Þau léku í leikritinu um Moldar-Gnúp, f.v. Þorsteinn Finnbogason sem sögupersónan, Erla B. Jensdóttir sem ambáttin Melkorka og Eiríkur M. Reynisson sem lék Þóri haustmyrkur Vígbjóðsson. Grindavík HÚSAFRIÐUNARNEFND hefur ákveðið að veita Reykjanesbæ 250 þúsund króna styrk vegna endur- bóta á Fisherbúð í Keflavík og jafn háa fjárhæð til endurbóta á Gömlu búð sem einnig er í elsta hluta Keflavíkur. Greint var frá ákvörðun Húsa- friðunarnefndar á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrir skömmu. Þar kom einnig fram að nefndin hefur samþykkt að Arinbjörn Vilhjálms- son arkitekt annist ráðgjöf og eft- irlit vegna endurbóta beggja húsanna. Ellert Eiríksson bæjarstjóri seg- ir ánægjulegt að fá viðurkenningu Húsafriðunarnefndar fyrir gildi þessarra húsa. Hann segir að pen- ingarnir verði notaðir til að und- irbúa endurbygginguna, segir jafn- framt ljóst að þeir dugi skammt en vonast væri eftir frekari styrkjum á næstu árum. Einnig hefur komið fram að Húsafriðunarnefnd styrki ekki end- urgerð Duusgötu 2-4 þar sem það verk hafi fengið framlög á fjár- lögum. Styrkur til endurbóta á gömlum húsum Keflavík TÓNLEIKAR til styrktar óp- erufélaginu Norðurópi verða haldnir í Safnaðarheimili Kefla- víkurkirkju föstudaginn langa, klukkan 20. Fluttar verða aríur úr ýms- um óperum og fram koma söngvararnir Dagný Jónsdótt- ir, Elín Halldórsdóttir, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Hrólfur Sæ- mundsson, Jóhann Smári Sæv- arsson og Manfreð Lemke. Þá leikur Anne Champert píanó- leikari og tónlistarstjóri við rík- isóperuna í Saarbrücken. Tónleikar til styrkt- ar Norð- urópi Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.