Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 27
Sýning á ráðstefnu- miðstöð í Slunkaríki EINAR Ólafsson arkitekt FAÍ opnar sýningu í Slunkaríki á Ísafirði í dag, miðvikudag, kl. 16. Þetta er fyrsta einkasýning Einars og mun hann sýna lokaverkefni sitt, ráðstefnumið- stöð og tónleikasal úr meist- aranámi í arkitektúr sem hann lauk í desember á síðasta ári. Að auki mun Einar sýna hæg- indastólinn „Dropa“ sem hefur hlotið hönnunarviðurkenningu og er núna í framleiðslu og sölu á Íslandi. Einar mun einnig sýna verk á tölvuskjá sem hafa verið unnin í tölvu á undanförn- um árum, meðal annars eru hreyfimyndir og aðrar þrívíðar myndir af verkum hans. Einar hóf nám í arkitektúr ár- ið 1989 við Arizona State Uni- versity í Phoenix í Arizona fylki í Bandaríkjunum. Hann lauk BS-gráðu með láði frá þeim skóla 1984. Hann vann síðan á ýmsum hönnunarstofum frá 1984–2000 eða þangað til hann fór í meistaranám í arkitektúr við University of Miami í Flor- ida í Bandaríkjunum. Hann út- skrifaðist þaðan með hæstu ein- kunn útskriftarnema í desember 2001. Einar vinnur nú á arki- tektastofunni Arkís í Reykjavík. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá 16–18 og stendur til 14. apríl. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 27 ÞEGAR vetrarþreytan er farin að verða helst til langvinn og vorið virðist enn allt of langt í burtu, er fátt betra en að setjast á tónleika þar sem maður nýtur í senn þess að andanum er lyft í hæðir og manni er skemmt í þokkabót. Þannig voru tónleikar Caput á laugardaginn – gefandi og skemmtilegir. Fyrst er þar að nefna þrjú verk eftir færeyska tónskáldið Sunleif Rasmussen sem Caput er að hljóð- rita til útgáfu um þessar mundir. Verkin þrjú voru Mozaik – Miniat- ure, Arktis og Tileignelse. Tón- skáldið kynnti sjálft verkin og sagði Mozaik byggt á brotum úr hans fyrstu sinfóníu. Þetta reyndist prýðisgott verk, og þótt það væri fremur hefðbundið var yfir því glaðlegur ferskleiki. Guðni Franz- son, Kolbeinn Bjarnason, Auður Hafsteinsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson léku og gerðu það hreint dæmalaust vel. Þau tvö verk Rasmussens sem eftir voru, eru bæði samin við ljóð eftir William Heinesen úr síðustu ljóðabók skáldsins, þar sem við- fangsefnið er ellin, minningin um æskudaga og eilífiðin. Ljóðin eru óhemju falleg og ríma vel við eina bestu bók skáldsins, Turninn á heimsenda sem kom út á svipuðum tíma og ljóðin voru samin. Helene Gjerris söng gríðarlega vel mjúkri og stilltri mezzórödd og Caput var uppá sitt allra besta. Verkið var stórbrotið, mikill skáldskapur fullur af andagift og músíkölsku innsæi, ekki síður en skrif Heinesens. Til- eignelse var einnig afar ljúft verk, ekki eins kyrrlátt og íhugult, meiri átök, klukkur og gong voru tákn tímans og forgengileika mannsins í honum, en friðsæll endir sagði það sem segja þurfti í fallega líðandi decrescendo. Söngur Helene Gjerr- it var magnaður og leikur Caput stórkostlegur. Tónskáldinu var vel fagnað og gott er til þess að vita að Sunleif skuli ætla að tónsetja allan ljóðabálkinn, níu ljóð. Þeir sem heyrðu þessi tvö munu örugglega bíða spenntir eftir restinni. Slagverkshópurinn Benda, Egg- ert Pálsson, Steef van Oosterhout, Frank Aarnik og Snorri Sigfús Birgisson rifu upp mikið glens í verki Johns Cage, Credo in Us – Ég trúi á okkur. Verkið er samið fyrir píanó, málmdollur af ýmsu tagi, trommur, dyrabjöllu (eða raf- hljóð sem spilað er á með takka), liggjandi málmgjöll og útvarpstæki og er sjónarspil út af fyrir sig. Hárnákvæmur og afar rytmískur leikur hópsins skapaði frábæran flutning sem lengi verður í minnum hafður. Snorri Sigfús átti sennilega erfiðasta slaginn í flóknum píanó- parti, en munaði þó ekki um að vippa sér yfir á trommu þar sem með þurfti, og Steef og Frank, sem léku á dósir, málmgjöll og dyra- bjöllu, náðu upp feiknagóðu sam- spili við Snorra Sigfús. Eggert Pálsson var á útvarpstæknu – hækkaði og lækkaði eftir fyrirmæl- um tónskáldsins. Einn elsti þáttur Ríkisútvarpsins, Íslenskt mál, var í útvarpinu akkúrat þá – auðþekkj- anlegur þáttur, og komu setningar og setningabrot eins og „…barst þættinum bréf frá konu í Húna- vatnssýslu…“, „…kannast við þetta orðalag…“, en best var hittnin og samstilling útvarps við aðstæður þegar upp kom í mikilfenglegasta kafla verksins: „...það er allt í upp- námi hér...“ Hrein snilld, og lýsandi fyrir það hvert hugmyndaauðgi tón- skáldsins getur leitt gráan hvers- dagsleikann í músíklegum tilviljun- um. Malamelodia eftir Atla Ingólfsson er vægast sagt óvenjulegt verk, og nafnið má túlka á ýmsa vegu eins og kom fram þegar verkið var frumflutt á tónleikum Caput í des- ember. Vonda lagið; Hvað með lag- línuna; hvernig sem við viljum túlka það, þá var verkið rapsódísk og rómantísk píanómúsík í anda Chop- ins og Liszts með brotnum hljóm- um í bassa undir meitlaðri hljóma- fantasíu – og laglínu. Snorri Sigfús spilaði firna vel. The Elve’s Accent var þó betra, fjörlegur álfadans, þar sem snarpar áherslur og snaggar- leg tvígrip í strengjum mótuðu hið músíkalska tónmál. Þetta glaðlega brotaspil var afburða vel spilað. Caput hefur á löngum ferli skap- að sér nafn hér heima, en ekki síð- ur erlendis sem einn besti mús- íkhópur sem völ er á. Áhersla á samtímatónlist skapar Caput sér- stöðu og feiknargóðir hljóðfæraleik- arar hópsins hafa haft langan tíma til að spila sig saman og móta leik sinn í hópnum. Guðni Franzson og Kolbeinn Bjarnason forsprakkar hópsins hafa unnið þrekvirki með því að halda hópnum – ekki bara lifandi, heldur líka gangandi með þeim rífandi gangi og ferskleika sem einkennir hópinn. Tónleikarnir í Borgarleikhúsinu á laugardag voru afbragðsgóðir. Áhrifamikil og sterk verk Sunleifs Rasmussens stóðu uppúr, verk Atla allt öðruvísi en líka spennandi, og Cage sjálfum sér líkur, kómískur og bráð- skemmtilegur. „Það er allt í uppnámi hér“ Bergþóra Jónsdóttir TÓNLIST Borgarleikhúsið Caput lék þrjú verk eftir færeyska tón- skáldið Sunleif Rasmussen og tvö eftir Atla Ingólfsson og slagverkshópurinn Benda lék Credo in Us eftir John Cage. Einsöngvari í tveimur verkum Rasmus- sens var danska sópransöngkonan Hel- ene Gjerris. Stjórnendur voru Guðni Franzson og Snorri Sigfús Birgisson. Laugardag kl. 15.15. KAMMERTÓNLIST ÖNNU Margrétar Magnúsdótt- ur semballeikara og tónlistarfræð- ings, sem lézt 17. ágúst í fyrra, var minnzt með vönduðum og vel sótt- um tónleikum í Salnum á sunnu- dag. Byrjað og endað var með verki eftir eftirlætistónskáld Önnu, J. S. Bach, þ.e. I. og XIV. contrapuncto úr Fúgulistinni í meðförum Elínar Guðmundsdóttur og Helgu Ingólfsdóttur á tvo sembala. Þorsteinn Gylfason heim- spekiprófessor kynnti verkin og meðfylgjandi skyggnumyndir af handriti Bachs og olíumálverkum eftir Zurbarán, Rembrandt, de Mura og Vermeer um tónræn við- fangsefni, auk þess sem hann minntist á fræðistörf Önnu og af- stöðu til fagurfræði í tónlist, heim- speki og myndlist. Þess má geta að Anna Magnúsdóttir hafði áhuga á tilfinningalegri merkingarbærni tónlistar og fjallaði í doktorsrit- gerð sinni frá 1985 um eðli merk- ingar í tónlist; rannsóknarefni sem öðru hverju hefur skotið upp í tón- fræði og sem sumir tónfræðingar 18. aldar leituðust t.d. við að flokka og skilgreina á vettvangi svokallaðrar „Affektenlehre“ og út frá tákngildum stakra tónfruma. Fúgulist Bachs hefur alltaf minnt undirritaðan á Snorraeddu, einkum Skáldskaparmál og Hátta- tal. Hvort var á sinn hátt framlag snillings og fræðimanns handa komandi kynslóðum til varðveizlu deyjandi listgreinar. Jafnvel þótt fúgusmíð dæi að vísu ekki með öllu út eftir fráfall Bachs, horfði kynslóð hans samt upp á stórfellda hnignun hennar með breyttri tízku, eins og íslenzkir bókmenntafrömuðir 13. aldar með drótt- kvæða ljóðlist víkinga- aldar. Túlkun þeirra Helgu og Elínar á CP I var virðuleg og ná- kvæm og í viðeigandi samræmi við tilefnið. Japanska tónskáldið Kazuo Fukushima (f. 1930) er m.a. þekkt fyrir nokkur einleiks- flautuverk sem þegar hafa náð klassískri stöðu. Kolbeinn Bjarna- son hefur verið frumkynnir þeirra hér á landi, og hið náttúruljóðræna Mei, lýst samnefndu japönsku myndleturstákni á skyggnutjaldi, sem merkir „dimmur, fölur, ósnertanlegur“, hélzt í ófölskv- uðum anda frumupplifunar frá því í sal Listasafnsins fyrir fimm ár- um: „Væri Pan uppi í dag, léki hann ekki á syrinx, heldur á sjakúhatsjí“. Kolbeinn miðlaði óviðjafnanlegum trega verksins á nútíma Böhm-flautu af sömu snilld og fyrr, þrátt fyrir aðeins of þurra akústík. Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Snorri Örn Snorrason og Guðrún Óskarsdóttir léku á gömbu, erki- lútuna þjorbu og sembal verk gömbusnillingsins Marins Marais, La reveuse („Dreymandi stúlka“) sem sumir kunna að muna eftir úr kvikmyndinni Öllum heimsins morgnum frá því h.u.b. tíu árum um námsár Marins hjá gömbuöld- ungnum St. Colombe. Gott ef ekki þetta verk, með hnígandi arpeggj- aðri hljómaröð, var sjálft inntöku- prófstykki hins efnilega 17 ára unglings. Eftir myndinni að dæma fylgdu að vísu engin meðleiks- hljóðfæri eins og nú, og skal eng- um getum að leitt hvort væru upp- runaleg. En ef rétt er munað, kveikti það hins veg- ar strax hugarþel elztu dóttur læriföð- ursins í garð nem- andans unga, sem átti síðar eftir að skilja við bæði hana og meinláta íhugun- arlífernið hjá St. Col- ombe fyrir glæsiver- öld Versalahirðar Loðvíks XIV. Vel og snyrtilega var leikið, en varla alveg af sömu blæðandi til- finningu og í mynd- inni í hljóðútfærslu Jordis Savall. Helga Ingólfsdótt- ir frumflutti þar næst einleiks- sembalverk eftir Oliver Kentish, Lamento. Það kom fyrir sem íhug- ult, hægferðugt og fremur seintek- ið verk, töluvert mótað af þrás- tefjatækni og margteknum smá- frumum, sem sennilega næði ekki fullum áhrifum fyrr en eftir ítrek- aða hlustun. Sónata elzta Bach- sonarins Wilhelms Friedemanns fyrir tvær flautur heyrðist ekki fyrir margt löngu í Fríkirkjunni í meðförum sama flautudúós og nú, hjónanna Martials Nardeau og Guðrúnar Birgsdóttur, og bauð af sér góðan þokka, þótt aðeins vant- aði herzluneistann, þrátt fyrir betri hljómburð. Eftir brezka Orf- eifinn Henry Purcell lék Guðrún Óskarsdóttir afar vel mótaða passacaglíu, A New Ground, á sembal, og við undirleik hennar og Snorra Arnar söng Marta G. Hall- dórsdóttir Shakespeare-tónsetn- inga hans If music be the food of love og Now that the sun has veil- ed his light af innilegri mýkt. Loks léku sem fyrr sagði þær Elín og Helga kanon um tíund úr Fúgulist Bachs af sömu vandvirkni og í upphafi, og lauk þar með fal- legum minningartónleikum um mikla hæfileikakonu sem frá féll þegar í blóma lífsins. Anna Margrét Magnúsdóttir TÓNLIST Salurinn Minningartónleikar um Önnu Margréti Magnúsdóttur. Verk eftir J. S. Bach, Fuk- ushima, Marais, Oliver Kentish, W. F. Bach og Purcell. Marta Guðrún Halldórs- dóttir sópran; Snorri Örn Snorrason, lúta; Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, gamba; Kol- beinn Bjarnason, Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau, flauta; Elín Guð- mundsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Helga Ingólfsdóttir, semball. Kynnir: Þor- steinn Gylfason heimspekingur. Sunnu- daginn 24. marz kl. 17. KAMMERTÓNLEIKAR Í minningu hæfileikakonu Ríkarður Ö. Pálsson Gréta S. Guðjónsdóttir hlaut þriðju verðlaun. Myndin er tekin í sundlauginni á Húsafelli og heitir Gaukur. Vetur í Laugardalslaug. Myndin er tekin af Inger Helene Boasson í Laug- ardalslaug í febrúar sl. og hlaut önnur verðlaun. ÞRJÁR myndir fengu verð- laun í keppni sem Ljósmynd- arafélags Íslands efndi til í tilefni af sýningu sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Þær eru eftir Arnald Hall- dórsson, sem hlaut fyrstu verðlaun, Inger Helene Boas- son og Grétu S. Guðjóns- dóttur. Blaðaljósmyndara- félag Íslands er einnig aðili að sýningunni sem lýkur 30. mars næstkomandi. Verð- launa- myndir Verðlaunamynd Arnaldar Halldórssonar. Myndin er af auga sem er speglað og sett saman í tölvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.