Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isBelgíska liðið Anderlecht hefur áhuga á Indriða Sigurðssyni/B1 Njarðvík og Keflavík með góða stöðu í úrslitum körfunnar/B2 4 SÍÐUR Sérblöð í dag Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Ótrúlega ódýrt“ frá Plúsferðum. Blaðinu verður dreift um allt land. ÓRÓI er meðal heilsugæslulækna vegna breytinga á greiðslufyrir- komulagi fyrir læknisvottorð að sögn Þóris B. Kolbeinssonar, for- manns Félags íslenskra heimilis- lækna. Hann segir marga heim- ilislækna hafa tjáð sér að þeir myndu ekki vinna við vottorð og þeir telji að sú kjaraskerðing sem þeir hafi orðið fyrir vegna breyt- inganna jafngildi uppsögn. Segir hann nokkra lækna hafa íhugað al- varlega að segja upp. Kjaranefnd hefur fellt þann úr- skurð að vinna heilsugæslulækna við útgáfu læknisvottorða teljist hluti af aðalstarfi þeirra og þeim sé því ekki heimilt að taka sér- staka þóknun fyrir þau umfram það sem kjaranefnd ákveður. Stjórn Læknafélags Íslands hef- ur samþykkt ályktun þar sem mót- mælt er „þeirri gríðarlegu kjara- skerðingu sem í niðurstöðu kjaranefndar felst að óbreyttu sem og þeirri truflun og afkastaskerð- ingu sem verður fyrirsjáanlega í starfi heilsugæslulækna með því að unnið verði að þessum vott- orðum í venjulegum vinnutíma“, segir í ályktuninni. Ekki vitað hvenær úrskurður kjaranefndar liggur fyrir Þórir B. Kolbeinsson segir að fulltrúar FÍH hafi átt fund með kjaranefnd og fengið vilyrði fyrir því að kjaraskerðing verði bætt. Sagði hann kjaranefnd hafa beint þeim tilmælum til læknanna að þeir sinntu vottorðagerð þar til úr- skurður lægi fyrir. Ekki er vitað hvenær að því kemur. Þórir sagði sína menn ekki hafa tekið vel í þessa beiðni og margir hefðu tjáð sér að þeir myndu ekki sinna vinnu við vottorð að svo stöddu. Vottorð lækna eru annars vegar fyrir opinbera aðila og fyrir þá sem njóta stuðnings almanna- trygginga eða félagslegrar aðstoð- ar. Greiddi Tryggingastofnun rík- isins fyrir þau þar til heilbrigðisráðherra breytti þeirri framkvæmd og verða sjúklingar nú sjálfir að greiða fyrir sum vott- orðin. Hins vegar gefa læknar út vottorð vegna einstakra sjúkdóma eða heilbrigðis skjólstæðinga sinna og segir Þórir langa hefð fyrir því að læknar fái greitt fyrir þau frá viðkomandi einstaklingum. Vænlegri kjör fyrir lækna með sérgrein Síðustu tíu ár hafa tuttugu heimilislæknar horfið frá sérgrein sinni að sögn Þóris. Segir hann þessa lækna suma hverja hafa tek- ið upp annað sérnám þar sem kjör séu vænlegri. Segir hann þá kjara- skerðingu sem heilsugæslulæknar hafi orðið fyrir með þessum að- gerðum ekki bæta stöðuna í stétt heimilislækna eða vera til þess að laða unga lækna í þessa sérgrein. Heilsugæslu- læknar íhuga uppsagnir Formaður FÍH segir óróa meðal heilsugæslulækna vegna breytinga á vottorðagreiðslum LETTI, sem nýlega var framseldur til heima- lands síns eftir að Hæstiréttur úrskurðaði að það væri heimilt, hefur játað á sig fimm rán- morð. Hann er jafnframt talinn hafa haft ástæðu til að fremja morð hérlendis til að fá dóm sam- kvæmt íslenskum lögum og komast þannig und- an refsingu í heimalandi sínu. Áður hafði verið talið að morðin væru þrjú en í skeyti sem Alþjóðadeild ríkislögreglustjórans hefur borist frá Interpol í Riga, kemur fram að morðin eru fimm. Maðurinn, Jurijs Eglitis, var handtekinn í nóvember síðastliðnum að ósk lög- regluyfirvalda í Riga en hann var grunaður um að vera valdur að dauða þriggja manna í Lett- landi á árunum 1997 til 2000. Eins og Morg- unblaðið hefur greint frá var einn mannanna myrtur með exi árið 1997. Hin morðin voru framin árið 2000 og árið 2001 og voru bæði fórn- arlömbin skotin til bana. Allir voru myrtir eftir að hafa komið að þjófum við innbrot. Héraðsdómur hafnaði framsalskröfu en Hæstiréttur úrskurðaði síðar að heimilt væri að framselja manninn. Að sögn Smára Sigurðssonar, yfirmanns Al- þjóðadeildar ríkislögreglustjórans, er málið enn í rannsókn ytra og hefur maðurinn nú játað á sig fimm ránmorð. „Framsali á honum var hafnað vegna þess að talið var að ekki væri búið að af- nema dauðarefsingu,“ segir hann. „En til að eyða öllum misskilningi þá var það gert í febr- úar sl. í lettneska þinginu. Þannig að hann á slíkt ekki yfir höfði sér þótt maður skyldi halda að hann fengi ansi langan dóm.“ Myrða samfanga sína til að fá dóma í dvalarlandinu Dómsmálaráðuneytið lagði áherslu á að Lett- anum yrði komið úr landi sem fyrst, í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir lágu um þau alvar- legu brot sem hann var sakaður um. Hann var hafður undir sérstöku eftirliti á meðan hann sætti gæsluvarðhaldi í fangelsinu að Litla- Hrauni til að fyrirbyggja að hann myrti sam- fanga sína eða skaðaði fangaverði. Þekkt er að menn, sem eiga yfir höfði sér framsal til heima- landa sinna, t.d. í Eystrasaltsríkjunum þar sem ástand í fangelsismálum er lakara en á Norð- urlöndum, fremji það alvarleg afbrot í dvalar- landinu, að þeir verði ekki framseldir strax. Nokkuð mun hafa kveðið að þessu í Svíþjóð, að erlendir menn, grunaðir um alvarleg brot í heimalandi sínu, hafi framið morð í þeim til- gangi að fá fangelsisdóm í Svíþjóð, vitandi að ekki kæmi til framsals meðan þeir væru í af- plánun. Dómsmálaráðuneytið hafði upplýsingar um þessa þróun mála og lagði m.a. af þeim sök- um áherslu á framsal Lettans héðan. Stefán Eiríksson skrifstofustjóri í dómsmála- ráðuneytinu segir, spurður hvort Lettinn hafi í ljósi alls þessa verið hættulegur meðan hann dvaldi á Dalvík, þ.e. áður en upp um hann komst, að ekki sé óeðlilegt að velta fyrir sér hvort hann hefði hugsanlega gengið til verks þá þegar. Þó hafi hættan aukist eftir að hann var handtekinn og mátti gera sér ljóst að hans biði hugsanlega ævilangt fangelsi í Lettlandi. Letti játar fimm ránmorð Var talinn hafa haft ástæðu til að fremja morð hérlendis ÞAÐ ERU fleiri en ferming- arbörnin sem þurfa á snyrtingu að halda og hann Sesar virtist láta sér vel líka að fá páskaklipp- ingu hjá Sóleyju Möller hunda- hársnyrti. Hún segir brjálað að gera fyrir páskana og það hafi verið að aukast frekar en hitt og hún vinni langt fram eftir kvöld- um: „Það má eiginlega segja að ég sé að nótt sem nýtan dag fyrir páskana. Fólk tekur hundana sína með í veislurnar og jafnvel fermingarmyndatökur líka og vill því auðvitað að þeir séu vel til hafðir.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Margir í ferming- arklippingu BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins lögðu í gær fram í borg- arráði tillögu um að fundin yrði leið til að sinna reglubundnu og sjálf- stæðu eftirliti með fjárreiðum borg- arsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Er lagt til að borgarritara, borgar- lögmanni og borgarendurskoðanda verði falið að leggja tillögur um þetta efni fyrir borgarráð. Afgreiðslu tillögunnar var frestað í borgarráði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, einn borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, tjáði Morgunblaðinu að mikilvægt væri að standa að reglulegu og sjálfstæðu eftirliti með öllum fjárreiðum borgarsjóðs og stofnana og fyrirtækja borgarinnar þar sem eignarhlutdeild væri yfir 50%. Hann sagði uppákomuna hjá Strætó bs. sýna nauðsyn þess að borgin hefði yfir að ráða mjög virku eftirlitskerfi. Kvaðst hann sjá fyrir sér svipað starf og Ríkisendurskoðun sinnir fyrir ríkið. Einnig að hægt væri að fá stjórnsýsluendurskoðun til að skapa sem mest aðhald. Þetta væri gott fyr- ir stofnanir borgarinnar og gott fyrir borgarfulltrúa að geta gengið að hlutlausum upplýsingum um stöðu fyrirtækja og sjóða borgarinnar. Sjálfstæðismenn í borgarráði Vilja styrkja endur- skoðun á fjárreiðum MAÐURINN sem lést eftir að hafa hlotið alvarlega áverka af völdum hnífstungu hinn 6. mars sl. hét Steindór Kristinsson, til heimilis á Grettisgötu 19a í Reykjavík. Steindór var fimmtugur, fæddur 26. apríl 1952. Konan sem grunuð er um að hafa stungið Steindór á heimili hans situr enn í gæsluvarðhaldi. Hún hefur ekki játað á sig árásina en vitni voru að atburðum. Stein- dór gekkst undir aðgerð á Landspítala – háskólasjúkra- húsi og var talinn á góðum batavegi. Honum hrakaði nokkrum dögum síðar og lést á sunnudagsmorgun. Lést eftir hníf- stungu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.