Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Björn Björnsson Nægur snjór hefur verið í vetur á skíðasvæðinu í Tindastóli. Í VESTANVERÐUM Tindastóli liggur hið nýja skíðasvæði Skag- firðinga, aðeins tíu mínútna akstur frá Sauðárkróki. Umsjónarmaður svæðisins, Viggó Jónsson, gerði ráð fyrir að um páskana mundi fjöldi gesta koma til þess að bregða sér á skíði, enda um nýjan stað að ræða, en aðeins þrjú ár eru síðan svæðið var fyrst tekið í notkun og margir hefðu haft sam- band til þess að kanna hvenær yrði opið um hátíðarnar. Viggó sagði að um páskana yrði mikið um að vera, nægur snjór og troðnar brekkur og skíðaleiðir við allra hæfi, hvort sem um byrjendur væri að ræða eða þá sem sýndu meistarataktana. Togbrautin, sem er tæplega tólfhundruð metra löng, skilar skíðafólkinu síðan í rúmlega sjö hundruð metra hæð og þá er snertispölur á topp Tindastóls. Þá sagði hann að snjóbretta- kappar hefðu góðar brekkur fyrir sig og benti á að um hátíðirnar færi fram brettakeppni, en einnig yrði keppt í svigi og fleiri greinum svo sem göngu, en skíðagöngufólk hef- ur í æ ríkara mæli sótt á svæðið enda um mjög fjölbreyttar göngu- leiðir að ræða, sem njóta vaxandi vinsælda og geta má þess einnig að Tindastólsgangan sem fram fer um páskana gefur stig til Íslandsmeist- ara. Á páskadag verður helgistund í fjallinu, en hana annast sr. Guð- björg Jóhannesdóttir sóknar- prestur á Sauðárkróki. Að aflokinni dvöl í fjallinu sagði Viggó að aðeins væri tíu mínútna akstur í sundlaugina á Króknum, þar sem fólk gæti legið í góðum nuddpottum eða í gufubaði til þess að ná úr sér þreytunni. Nægur snjór á skíða- svæði Skagfirðinga Sauðárkrókur LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 19 Í snertingu vi› flig og páskana Me› öllum seldum GSM-símum er hægt a› velja á milli eftirfarandi*: Símafrelsisstartpakki og 1.500 kr. inneign Aukahlutapakki (ver›mæti 1.980 kr.) 2.000 kr. inneign í Símafrelsi G S M 1.250 kr. næstu 12 mánu›i. Færist á símreikning. Nokia 3310 Léttkaupsútborgun Ver›: 16.980 kr. Léttkaup Ver› á›ur: 18.001 kr. fiú sparar: 1.021 kr. kr.1.980 1.250 kr. næstu 12 mánu›i. Færist á símreikning. Motorola T191 Léttkaupsútborgun Ver›: 16.980 kr. Léttkaup Ver› á›ur: 20.980 kr. fiú sparar: 4.000 kr. kr.1.980 *Á me›an birg›ir endast. Tilbo›in gilda til 30. apríl í verslunum Símans um allt land N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 5 8 4 7 • s ia .i s MAGNÚS Magnússon, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum, af- henti Tónskóla Ólafsfjarðar flygil að gjöf frá Minningarsjóði um Magnús Magnússon við hátíðlega athöfn í Ólafsfjarðarkirkju nýlega. Flygillinn er af gerðinni Yamaha Conservator- ium og kostaði 1,6 milljónir króna. Jakub Kolosowski, skólastjóri Tónskóla Ólafsfjarðar, þakkaði hina veglegu gjöf, og nokkrir nemendur skólans léku á hljóðfærið. Minningarsjóður um Magnús Magnússon var stofnaður eftir að Magnús féll frá árið 1980 af eigin- konu hans, Sigríði Kristinsdóttur í Garðshorni, og börnum þeirra hjóna, Helgu, póstafgreiðslumanni í Ólafs- firði, sem nú er látin; Magnúsi, sem var fyrsti skólastjóri Tónskóla Ólafs- fjarðar en er nú skólastjóri Tónlist- arskólans á Egilsstöðum; Sigur- sveini, skólastjóra Tónskóla Sigur- sveins í Reykjavík, og Erni, píanó- leikara og kennara við Tónskóla Sigursveins. Markmið sjóðsins er að styrkja skóla í Ólafsfirði til kaupa á kennslu- tækjum. Magnús bar mjög fyrir brjósti skóla- og menningarmál í bænum og vann ötullega að þeim. Hann hafði einhvern tíma látið þau orð falla innan fjölskyldunnar að hann vildi heldur að sín yrði minnst á annan hátt þegar hann félli frá en með því að setja stein á leiðið. Við þeirri ósk hefur Garðshornsfjöl- skyldan orðið á myndarlegan máta. Eftir athöfnina var boðið til kaffi- samsætis í gamla safnaðarheimilinu. Þar þakkaði Aðalbjörg Jónsdóttir fyrir hönd nemenda Tónskólans og Anna María Elíasdóttir fyrir hönd Ólafsfjarðarbæjar. Óskar Þór Sigur- björnsson kvaddi sér einnig hljóðs og vakti athygli á fágætri ræktarsemi Garðshornsfjölskyldunnar við Ólafs- fjörð og hversu dýrmætt það er bæj- arbúum að eiga slíka að, ekki aðeins vegna efnislegra gjafa heldur einnig þeirra sem ekki verða beinlínis metn- ar til fjár. Þar nefndi hann til dæmis Berjadaga, þar sem listamenn úr fremstu röð hafa undanfarin þrjú ár veitt bæjarbúum hlutdeild í list sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bæj- arbúar njóta góðs af tilvist Minning- arsjóðs um Magnús Magnússon. Hinn 30. janúar 1987 barst sjóðnum bréf frá Tónskóla Ólafsfjarðar þar sem farið var fram á styrk til kaupa á hljóðfæri og veitti sjóðurinn skólan- um þá fyrsta framlag sitt, 40.000 kr. Hinn 4. júlí 1991 samþykkti stjórn sjóðsins að kaupa Petroff-flygil og gefa hann gagnfræðaskólanum. Hljóðfærið afhenti síðan Helga Magnúsdóttir við hátíðlega athöfn í skólanum hinn 18. ágúst 1991. Á eftir hélt Örn Magnússon tónleika á nýja flygilinn og var efnisskráin eingöngu íslensk píanóverk. Tónskóla Ólafsfjarð- ar gefinn flygill Morgunblaðið/Helgi Jónsson Minningarsjóður Magnúsar Magnússonar hefur gefið Tón- skóla Ólafsfjarðar flygil að gjöf. Á myndinni eru Magnús Magn- ússon, Lidia Kolosowska og Jak- ub Kolosowski. Ólafsfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.