Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
hefur að fengnu áliti Páls Hreinsson-
ar lagaprófessors um dóm Hæsta-
réttar í máli Öryrkjabandalagsins
um aðgang að minnisblaði, gefið út
svonefnt umburðarbréf til allra
ráðuneyta um meðferð gagna sem
undirbúin eru fyrir ríkisstjórnina og
miðlun upplýsinga af fundum henn-
ar. Jafnframt hefur verið tekin
ákvörðun um að hefja á ný útgáfu til-
kynninga til fjölmiðla um dagskrá
ríkisstjórnarinnar að loknum fund-
um hennar.
Páll Hreinsson segir í álitsgerð
sinni að með dómi sínum hafi Hæsti-
réttur mótað nýjar reglur sem
höggvi skarð í þá löggjafarstefnu
sem mörkuð hafi verið með upplýs-
ingalögunum.
Dómurinn talinn marka
þáttaskil í meðferð gagna
Í umburðarbréfi forsætisráðherra
segir að dómurinn marki þáttaskil í
meðferð gagna, sem undirbúin eru
fyrir ríkisstjórnina, og framkvæmd
upplýsingalaga m.t.t. þeirra.
,,Í ljósi þeirra ályktana sem af
dómnum verða dregnar og hjálagðs
álits á fordæmisgildi hans er því hér
með beint til ráðuneytanna að gæta
að eftirtöldum atriðum við meðferð
gagna sem undirbúin eru fyrir rík-
isstjórn eða fundi tveggja eða fleiri
ráðherra:
Áritun gagna sem undirbúin eru
fyrir ríkisstjórn eða fundi tveggja
eða fleiri ráðherra. Þegar gögn, sem
undirbúin hafa verið fyrir ríkisstjórn
eða fundi tveggja eða fleiri ráðherra,
eru send stjórnvöldum utan stjórn-
arráðsins til frekari vinnslu í þágu
stjórnarstefnunnar, skulu þau árituð
um trúnað skv. 1. tölul. 4. gr. upplýs-
ingalaga, ef ástæða er til að undan-
þiggja þau aðgangi á þeim grund-
velli. Slíka áritun má t.d. færa með
svohljóðandi stimplun: Undanþegið
aðgangi skv. 1. tölul. 4. gr. uppl.,“
segir í umburðarbréfi forsætisráð-
herra.
Þar segir einnig um hlutverk
nefnda, sem skipaðar eru til að und-
irbúa stefnumótun í þágu ríkis-
stjórnarinnar, að þegar utanaðkom-
andi gagna er aflað, „sem ætla má að
lögð verði til grundvallar við póli-
tíska stefnumörkun af hálfu ráð-
herra eða ríkisstjórnar, er ástæða til
að þess sé getið sérstaklega í skip-
unarbréfum nefnda, sem falið er
slíkt hlutverk. Sama á við um erind-
isbréf til sérfræðinga, sem til er leit-
að í sama skyni.“
Slá skjaldborg um pólitíska
umfjöllun og stefnumótun
Í álitsgerð sinni segir Páll Hreins-
son að finna megi svipaðar eða sam-
bærilegar undanþágur frá upplýs-
ingarétti almennings í öllum
Evrópuríkjum og fram komi í um-
ræddu undanþáguákvæði 1. töluliðar
4. gr. upplýsingalaganna.
Skjöl, sem útbúin eru fyrir fundi
ráðherra og ríkisstjórnar, hafi oft að
geyma vangaveltur, álit, stöðumat
eða tillögur, sem síðan er byggt á við
pólitíska stefnumörkun. Slík undan-
þáguákvæði séu almennt studd þeim
rökum að nauðsyn beri til að slá
skjaldborg um pólitíska umfjöllun og
stefnumótun ríkisstjórnar.
Nauðsynlegt sé að gefa ráðherr-
um færi á að láta undirbúa mál fyrir
ríkisstjórnarfundi þar sem kostir
þeirra og gallar eru ræddir opinskátt
og grundvöllur lagður að sátt um
pólitíska stefnu ríkisstjórnar á
hverjum tíma. Slík undanþágu-
ákvæði séu vafalítið einnig byggð á
þeim raunsæisviðhorfum að ef þau
væru ekki sett ,,væri hætt við að
pólitísk stefnumótun myndi flytj-
ast út af fundum ríkisstjórnar yfir í
,,reykfyllt bakherbergi úti í bæ“ þar
sem upplýsingalögin gilda ekki,“
segir í álitsgerð Páls.
Þrengri skýring og
óvænt niðurstaða
Fram kemur að umrætt ákvæði á
sér fyrirmynd í dönsku upplýsinga-
lögunum. Páll telur að niðurstaða
meirihluta Hæstaréttar feli í sér
þrengri skýringu á efnisinntaki 1.
töluliðar 4. greinar upplýsingalag-
anna en dæmi séu um hér á landi og
einnig ef borið sé saman við túlkun á
sambærilegu ákvæði dönsku lag-
anna. Dómur Hæstaréttar byggist
þannig á þrengri skýringu en búast
hafi mátt við, að mati hans.
,,Þegar virtir eru þeir varnaglar,
sem slegnir eru í forsendum dóms-
ins, blasir á hinn bóginn við sú
óvænta niðurstaða að stjórnvöld
virðast hafa það í hendi sér með
merkingu fyrirvara á skjöl að við-
halda nánast óbreyttri stjórnsýslu-
framkvæmd. [...] er slíkt fyrirkomu-
lag ekki í samræmi við þá
löggjafarstefnu sem upplýsingalögin
eru byggð á,“ segir í álitsgerðinni.
Hann segir einnig að forsendur
dómsins séu ekki aðeins sérstæðar
fyrir þá sök að með þeim búi Hæsti-
réttur til nýja reglu um afmörkun
undanþáguákvæðisins heldur séu
þær einstæðar sökum þess að hin
nýja regla gangi þvert á þá löggjaf-
arstefnu, sem mörkuð hafi verið með
upplýsingalögunum.
Dönsku upplýsingalögin hafi verið
byggð á því viðhorfi að það væru
ákvæði laganna og heimfærsla
efnis og eðlis skjalanna til þeirra,
sem réði því hvort skjal félli undir
undanþáguákvæðin en ekki merk-
ingar stjórnvalda á skjölum. ,,Þess-
ari löggjafarstefnu var fylgt við gerð
frumvarps til upplýsingalaga, sem
varð að lögum nr. 50/1996. Í sam-
ræmi við þessa löggjafarstefnu segir
því t.d. í athugasemdum við 2. gr.
frumvarpsins að fyrirmæli yfir-
manns til undirmanns um að gæta
þagmælsku um tilteknar upplýsing-
ar geti ekki takmarkað aðgang að
upplýsingum samkvæmt 1. mgr.
3. gr. og 9. gr. frumvarpsins nema
fyrirmælin eigi sér skýra stoð í sér-
ákvæði laga um þagnarskyldu. Þar
sem reynslan sýnir að ávallt er hætt
við að stjórnvöld fari offari við merk-
ingar á skjölum og undanþiggi þá
fleiri skjöl en heimilt er, hefur fram-
angreind löggjafarstefna verið talin
til einkenna á þróaðri upplýsingalög-
gjöf. Með þeim nýju reglum, sem
Hæstiréttur hefur mótað á þessu
sviði, er höggvið skarð í þessa
stefnu,“ segir í álitsgerð Páls
Hreinssonar lagaprófessors.
Forsætisráðherra sendir ráðuneytum umburðarbréf um
meðferð gagna vegna dóms Hæstaréttar
Gögn vegna undirbún-
ings ríkisstjórnarfunda
skulu árituð um trúnað
Á AÐALFUNDI Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur, mánudaginn 25.
mars 2002, tók Gunnar Páll Pálsson,
hagfræðingur, við formennsku í fé-
laginu af Magnúsi L. Sveinssyni. Á
fundinum voru einnig samþykktar
breytingar á lögum félagsins.
Magnús hafði gegnt starfi for-
manns félagsins í 22 ár en starfað
hjá félaginu alls í 42 ár. Hann til-
kynnti fyrr á árinu að hann myndi
ekki gefa kost á sér til áframhald-
andi setu sem formaður. Ný stjórn
félagsins samþykkti einróma að
leggja til að Gunnar Páll Pálsson
yrði formaður og var það einnig
einróma samþykkt í trúnaðar-
mannaráði félagsins.
Ljósmynd/Erling Aðalsteinsson
Gunnar Páll Pálsson og Magnús L. Sveinsson.
Formannsskipti hjá VR
ÖLL sveitarfélög á Vestfjörðum
ásamt aðilum úr atvinnu-, mennta- og
menningarlífi standa að byggðaáætl-
un fyrir Vestfirði sem lögð hefur verið
fram til stuðnings við þingsályktun-
artillögu um stefnu í byggðamálum
2002 til 2005 sem nú liggur fyrir Al-
þingi. „Verkefni í áætluninni eru yfir
áttatíu sem undirstrikar þá trú sem
Vestfirðingar hafa sjálfir á nýsköpun
atvinnulífsins á sínu svæði og þá
möguleika sem Vestfirðir hafa til
virkilegrar eflingar atvinnulífsins,“
segir í frétt frá sveitarfélögunum.
Í byggðaáætlun fyrir Vestfirði er
markmiðið að fólki fjölgi á svæðinu í
svipuðu hlutfalli og á landsvísu. Lögð
er áhersla á að sambærilegar aðstæð-
ur séu fyrir atvinnulíf sem íbúa án til-
lits til hvar á landinu þeir búa og segir
í fréttinni að þetta sé í samræmi við
þingsályktun um stefnu í byggðamál-
um. Í áætluninni er sjávarútvegur sá-
grunnur sem tillögur byggjast á.
Áætlunin hefur verið kynnt ráð-
herra byggðamála og þingmönnum
Vestfirðinga og iðnaðarnefnd Alþing-
is. Er það von sveitarfélaganna að þau
jákvæðu viðbrögð sem þar fengust
skili sér inn í endanlega byggðaáætl-
un 2002 til 2005 fyrir landið í heild.
Kynntu eig-
in byggða-
áætlun
netin úr Agli Halldórssyni og skip-
verjar komnir í páskafrí. Egill Hall-
dórsson er 100 tonna stálskip, smíð-
eru uppi um að sjór hafi komist inn
um lensikerfið,“ sagði Jón Þór í gær.
Á mánudag var lokið við að taka
EKKI mátti miklu muna að netabát-
urinn Egill Halldórsson SH 2 sykki í
höfninni í Ólafsvík í gærmorgun.
„Það mátti ekki tæpara standa.
Við héldum satt að segja að við vær-
um að missa bátinn niður,“ sagði Jón
Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri í
Ólafsvík, í samtali við Morgunblaðið.
Það tók slökkviliðsmenn um tvær
klukkustundir að dæla úr bátnum og
koma honum á réttan kjöl, en 45°
halli var kominn á hann í morgun.
Slökkviliðið var kallað út klukkan
hálfátta í morgun til að dæla úr
bátnum. Hófst það þegar handa við
að dæla úr skipinu. Síðar bættist við
aðstoð frá slökkviliðinu á Grundar-
firði, sem kom með aukadælur. Nú
er búið að rétta skipið af en ekki er
ljóst hvað olli lekanum, en sjór var
kominn í vélarrúm og lestin var orð-
in full þegar slökkviliðsmenn komu
að.
„Báturinn var orðinn fullur af sjó
og hékk nánast í landfestunum. Það
er vitað að allt var í lagi með bátinn í
gærkvöldi þannig að hann hefur fyllt
sig á skömmum tíma í nótt. Ekki er
vitað hvað olli lekanum en getgátur
að á Seyðisfirði árið 1976. Áður
hefur skipið borið nöfnin Ársæll SH,
Farsæll SH og Langanes ÞH.
Næstum
sokkinn í
höfninni
Morgunblaðið/Alfons
Egill Halldórsson SH hallaðist á tímabili um 45° og ekki mátti miklu muna að hann sykki.