Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingvar Aðal-steinn Jóhanns- son fæddist í Reykja- vík 26. maí 1931. Hann lést á heimili sínu að Árskógum 8 í Reykjavík 18. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Oddur Jóhann Jóns- son, f. 21. febrúar 1892 í Gíslabæ við Bræðraborgarstíg í Reykjavík, d. 20. ágúst 1968, vélstjóri, og Þuríður Dalrós Hallbjörnsdóttir, f. 22. febrúar 1905 á Bakka í Tálknafirði, d. 19. mars 1996. Föðurforeldrar Ingvars voru Jón Oddsson fiskmatsmaður, f. 26. okt. 1851 á Þórkötlustöðum í Grindavík, d. 5. apríl 1913, og kona hans Hólmfríður Jónasdóttir, f. 8. des. 1853 á Hliði á Álftanesi, d. 10. febr. 1941. Móðurforeldrar Ingvars voru Hallbjörn Eðvarð Oddsson kennari, f. 29. júní 1867 á Langeyj- arnesi á Skarðsströnd, d. 16. júní 1953, og kona hans Sigrún Sigurð- ardóttir, f. 28. júní 1861 á Hofsstöð- um á Barðaströnd, d. 9. febrúar 1934. Systkini Ingvars eru Helga, f. 9. ágúst 1918; Guðmundur, f. 6. nóv. 1929; og Ásthildur, f. 23. febr. 1937. Ingvar kvæntist 16. júní 1953 tók þátt í stofnun Keflavíkurverk- taka 1957 og varð þá framkvæmda- stjóri Járniðnaðar- og pípulagn- ingaverktaka Keflavíkur hf., einnig Plastgerðar Suðurnesja frá 1966. Ingvar tók fljótt virkan þátt í sveitarstjórnarmálum og stjórn- málum á landsvísu og öðrum fé- lagsmálum. Hann sat í hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps 1967–70; varam. 1974–76; fyrsti forseti bæjarstjórn- ar Njarðvíkur 1976; form. fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfél. í Gullbringus. 1965–69; í stjórn Sjálfstæðisfél. Njarðvíkings frá 1970, í stjórn Landssamb. iðnaðarm. 1958–67; í skipulagsnefnd Njarðvíkur, Kefla- víkur og Keflavíkurflugv. frá 1969; varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi 1971–78 og tók sæti á þingi 1971 og 1976. Hann sat í stjórn útflutnngsmið- stöðvar iðnaðarins frá 1971. Ingvar var stofnfélagi í Lionsklúbbi Njarð- víkur og var einnig virkur í JC- hreyfingunni. Hann var skeleggur baráttumaður fyrir ýmsum fram- faramálum og skrifaði fjölmargar greinar í blöð og tímarit máli sínu til stuðnings. Ingvar og Halla hófu búskap sinn í Miðtúni 5 í Reykjavík hjá foreldrum Ingvars en innrétt- uðu fljótlega íbúð á Hólagötu 41 í Njarðvík. Þau byggðu síðan ein- býlishús á Hlíðarvegi 3 í Njarðvík. Árið 1995 fluttu þau svo að Árskóg- um 8 í Reykjavík og hafa búið þar síðan. Útför Ingvars fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Sigríði Höllu Einars- dóttur hárgreiðslu- meistara, f. 9. okt. 1932 í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Einar Eggertsson, kaf- ari og verkstjóri, f. 15. okt. 1902 í Steinsholti í Reykjavík, og kona hans Sveinbjörg Árna- dóttir, f. 31. des. 1909 í Reykjavík. Ingvar og Halla eignuðust fjórar dætur. Þær eru: Auð- ur, f. 6. apríl 1953, gift Snorra Gestssyni; Hildur, f. 19. júní 1955, gift Leifi V. Eiríkssyni; Björg, f. 21. júní 1958, gift Snæbirni Sigurðssyni; Rósa, f. 8. júní 1960, gift Ólafi Björnssyni. Barnabörnin eru 11 og barna- barnabörnin eru þrjú. Ingvar ólst upp í Reykjavík. Hann gekk í barnaskóla Austurbæj- ar og útskrifaðist frá Gagnfræða- skóla Austurbæjar (Ingimarsskóla) 1951. Lærði vélvirkjun í vélsmiðj- unni Hamri og tók sveinspróf 1951. Ingvar úrskrifaðist frá Vélskóla Ís- lands 1954 sem vélfræðingur. Hann stundaði framhaldsnám í dísilvél- um 1955 í Bandaríkjunum og starf- aði sem vélaeftirlitsmaður hjá Sam- einuðum verktökum og Íslenskum aðalverktökum 1955–1957. Hann Ástkær bróðir minn er látinn rétt áður en páskahátíðin gengur í garð. Páskahátíðin er tákn sorgar og gleði. Er það ekki táknrænt að Ingvar bróðir minn deyr sama daginn og Ingvar sonur minn (hann heitir eftir Ingvari) eignast dóttur. Kynslóðir koma. Kynslóðir fara. Þótt við vitum að eitt sinn skal hver deyja, þá er allt- af jafn sárt að missa maka, náinn ætt- ingja eða góðan vin. Hið forna spak- mæli er okkur nokkur huggun: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Ingvar hefur með lífi sínu og at- höfnum sýnt að hann er verðugur slíkra eftirmæla. Þegar ég lít til baka til æskuáranna okkar um og fyrir síð- asta stríð og þar á eftir þá er margs að minnast. Þetta voru hættulegir tímar og erfiðir fyrir okkur því pabbi var á togara og sigldi hvern túr í stríðinu. Mörg börn þekktum við sem misstu pabba sinn í þeim hildarleik. Við vorum því alltaf hrædd um hann. Því var gleðin mikil þegar við tókum á móti honum niðri á bryggju þegar hann kom af sjónum heill á húfi. Það var eins og við hefðum heimt hann úr helju. Þessir tímar þjöppuðu fjöl- skyldunni mikið saman. Göturnar, hálfbyggð húsin í Norðurmýrinni og hitaveitulagerinn við Sundhöllina voru aðalleiksvæðin okkar í þá daga enda bjuggum við lengst af neðst á Bergþórugötunni. Skemmtilegustu stundirnar sem ég man eftir frá þess- um tíma var þegar við krakkarnir stökktum hernum á flótta. Rauði krossinn rak þá skemmtistað á horni Eiríksgötu og Hringbrautar (nú Snorrabraut). Þegar hermennirnir og vinkonar þeirra streymdu þangað létum við oft skæðadrífu af snjóbolt- um dynja á þeim ofan af þakinu á gömlu mjólkurstöðinni. Þótt ljótt sé að segja það var óborganlegt að sjá þau tvístrast í allar áttir. Ingvar var tápmikill og lífsglaður drengur sem lét ógjarnan hlut sinn fyrir neinum og var alltaf til í tuskið. Ævintýrin virtust fylgja honum alla tíð. Ingvar var ákaflega skemmtileg- ur og vinmargur strax sem krakki. Hann kaus að fara verknámsleiðina í námi og útskrifaðist sem vélstjóri eins og pabbi. Ingvar var áræðinn og fylginn sér og valdist fljótt til stjórn- unarstarfa. Fyrst varð hann verk- stjóri yfir ýmsum verkstæðum og vélavinnu við framkvæmdir á Kefla- víkurflugvelli. Þegar Keflavíkur- verktakar voru stofnaðir varð hann framkvæmdastjóri Járniðnaðar og pípulagningaverktaka Keflavíkur hf. sem varð hans ævistarf. Ingvar lét félagsmál og stjórnmál fljótt til sín taka enda ágætur ræðu- maður og gæddur ótvíræðum for- ystuhæfileikum. Eftir að hann settist í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn Njarðvíkur hafði hann forgöngu um mörg merk mál sem of langt yrði að telja upp hér. Þó held ég að það megi segja með nokkurri sanngirni að það var mest fyrir hans atbeina að hafist var handa um að steypa göturnar og setja rafmagn í jörð í Njarðvík á sín- um tíma. Einnig var framlag hans til stofnunar hitaveitunnar og að Reykjanesbrautin var steypt alla leið ómetanlegt. Ég hef hér aðeins nefnt fátt eitt á gifturíkum æviferli Ingv- ars, það sem snýr að hinum ytra heimi. Það sem mér finnst þó mest til koma og sýna hve góðan dreng Ingv- ar hafði að geyma, er hve vel hann annaðist um sína nánustu sem eiga nú um sárt að binda. Halla hefur staðið eins og klettur með manni sín- um í lífsbaráttunni. Saman reistu þau sér yndislegt heimili í Njarðvík og síðar í Reykjavík svo ekki sé minnst á dýrðarstaðinn í Grímsnesi við Álfta- vatni. Ingvar var afskaplega frænd- rækinn og tryggur vinur vina sinna og þar verður hans sárt saknað. Með Ingvari hef ég misst minn besta vin. Milli okkar ríkti fullt trúnaðartraust. Við bárum oft saman bækurnar um menn og málefni og hjálpuðum hvor öðrum ef með þurfti. Við systkinin Helga, Ásthildur og ég sem og fjöl- skyldur okkar þökkum einlæglega samfylgdina og vottum Höllu, dætr- um og fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum innilega samúð okkar. Guðmundur Jóhannsson. Látinn er Ingvar Jóhannsson, áð- ur forstjóri Járn- og pípulagninga- verktaka Keflavíkur hf, JPK. Ég kynntist Ingvari er ég vorið 1960 réðst til starfa hjá Sparisjóðn- um í Keflavík, að námi loknu. Þar höfðu vaxandi viðskipti fjögur at- hyglisverð verktakafyrirtæki. Þau byggðu smám saman upp umtals- verða starfsemi sem byggingaverk- takar fyrir Varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli og Atlantshafsbandalagið. Þar var unnið frumkvöðlastarf því fáum árum áður voru einungis bandarísk fyrirtæki ráðin til slíkra verkefna, enda gjörólíkar aðferðir hér og vestra. Fyrirtæki Ingvars og félaga hans var eitt þessara fjögurra og meðal þess sem athygli vakti var mikið samstarf þeirra og það að vinna við erlenda mælikvarða. Ingvar var mikill athafnamaður í góðri merkingu þess orðs. Þær fram- kvæmdir sem hann stóð fyrir á veg- um JPK, bæði sem verktaka og í þágu fyrirtækisins sjálfs sýna stór- hug hans í verki og þá sterku trú sem hann hafði á framtíð Keflavíkur og Njarðvíkur, á framtíð fólks og at- vinnulífs hér suður með sjó. Þær sýna líka óvenjulega hugkvæmni og þrotlausa elju í leit að nýjum sókn- arfærum fyrir atvinnulíf á Suður- nesjum. Með tíð og tíma urðu samskipti okkar Ingvars meiri og við kynnt- umst betur. Í félagsmálum vil ég nefna JC Suðurnes, sem var árang- ursrík tilraun til að ná saman í einu félagi ungum mönnum sem vildu ræða framfaramál byggðarlaganna burtséð frá bæjarmörkum og leggja drög að verkefnum er slíkt félag gæti hrundið af stað eða fengið framgengt af öflugri aðilum svo sem sveitar- stjórnum, jafnvel með samstarfi þeirra. Þar áttum við Ingvar góða og skemmtilega daga í fjörlegum hópi áhugasamra og kraftmikilla manna. Félagsreynsla Ingvars kom hinu nýja félagi að miklu gagni, ásamt miklum áhuga hans á öllum þjóð- þrifa- og framfaramálum. Síðar var hann af félaginu útnefndur Senator JC hreyfingarinnar, sem er æðsta viðurkenning sem hún getur veitt fé- lagsmönnum. Við Ingvar áttum ævinlega sam- leið í afstöðu til Sjálfstæðisflokksins, sem hann studdi með ráðum og dáð. Á vegum Sjálfstæðisflokksins starf- aði Ingvar um árabil í bæjarstjórn Njarðvíkur og sem varamaður þing- manna flokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Hann kaus að ljúka bæjar- málaferlinum þegar hæst stóð og gaf ekki kost á framboði að nýju eftir að flokkurinn missti naumlega af hrein- um meirihluta undir forystu hans. Í Sjálfstæðisflokknum fann Ingvar farveg grundvallarskoðun sinni og lífsviðhorfi, að frelsi einstaklingsins skuli vera leiðarljós þeirra sem fara með stjórn samfélagslegra málefna. Frelsi hvers manns til orðs og æðis, til frumkvæðis og athafna á sviði at- vinnu- og viðskiptalífs, til að leita sér menntunar og hamingju. Þessi taldi hann dýrmætust mannlegra verð- mæta. Hann áleit fámennt samfélag okkar þarfnast þess að þau fengju að njóta sín, því þannig mundi hver og einn hljóta ríkulega hvatningu og þannig best geta lagt sitt fram til bættra lífskjara og betra samfélags. Um stjórnsýslu, stjórnarhætti, leik- reglur og starfsumhverfi atvinnu- vega okkar var fróðlegt og uppörv- andi að eiga samræður við Ingvar. Þó fyrirtækið sem hann stýrði hafi veri umsvifamikið var sjóndeildarhringur INGVAR A. JÓHANNSSON A lltaf finnst mér þessi árstími sérstakur. Þegar krókusarnir fara að gægjast upp úr sköflunum; þegar farið er að lesa Passíusálmana í útvarpinu, þegar lyktin úti fer að mýkjast og minna meira á mold en ís, þá er eitthvað á leiðinni. Múmínmamma beið með óþreyju eftir því að jólin kæmu – hún hafði aldrei séð þau, enda jafnan í dvala yfir veturinn. Hún hélt að jólin væru einhvers konar lifandi fyrirbæri sem bankaði upp á hjá henni þegar þar að kæmi. Ég hef alltaf öfundað múmínmömmu af því að eiga sér þessa dæmalausu tilhlökkun í sér. Ég hef kannski einhvern snert af henni, því það er einmitt þannig sem ég bíð eftir vorinu. Það sem virðist svo ótrúlegt að geti gerst þegar snjórinn og vetrarmyrkrið hafa heltekið sálina, – það gerist, og meir að segja aftur og aftur, ár eftir ár. Fyrsti vorboðinn er lestur Passíusálmanna í útvarp- inu. Það er einkennilegt að ekki trúaðri manneskja en ég er skuli fagna þessum hluta vorsins ár eftir ár. Líklega er það amma sem ber ábyrgð á þessu. Ég var rétt farin að þekkja stafina þegar hún fékk mér bókina í hönd og lét mér í hendur það ábyrgðarmikla hlutverk að fylgjast með því hvort karlinn í útvarpinu færi rétt með þetta. Og samvisku- samlega gerði ég það þessi ár sem það tók mig að verða hrað- læs. Ég áttaði mig ekki á uppeld- is- og kennslugildi þessarar hug- myndar ömmu fyrr en ég sjálf var orðin harðfullorðin. En það urðu mér gífurleg vonbrigði þeg- ar ég fór að geta lesið Pass- íusálmana mér til gagns. Mér var ómögulegt að skilja hvers vegna þessi skáldskapur var mærður svo sem raunin var. Engin til- finning fyrir hrynjandi orðanna og hrynjandi hendinganna; rímið klúðurslegt og áherslur vægast sagt skrítnar. Og titlar kvæð- anna: „Um Kristí kunningja sem stóðu langt frá.“ Ætli mér hafi ekki hreinlega þótt þetta jafnast á við leirburð þótt ég vogaði mér ekki að láta þá skoðun í ljósi þá. Í dag skil ég að þrátt fyrir form- galla og það sem er ekki slétt og fellt og reglunum samkvæmt, þá er meira að finna í skáldskap en form og reglur, og ég hef löngu fyrirgefið Hallgrími að ríma sam- an: Margur, og víst það maklegt er mjög þessum skálkum formælir Það er ekki bara rímið sem er undarlegt – heldur líka að áhersla skuli sett á lokaatkvæði orðsins formælir. En hvað um það, sennilega hefur Hallgrímur Pétursson ekki verið mjög mús- íkalskur maður, þótt hann hafi verið margra maki að guðlegu andríki. Eftir nokkur ár verð ég örugglega ekki bara búin að fyr- irgefa Hallgrími, heldur líka hætt að taka eftir þessu og láta það pirra mig inn við beinið. En það er vorið. Nú er vorlykt- in komin – þessi næstum erótíska lykt af frjórri mold sem er meir en tilbúin til að taka við sáð- mönnum vorsins, sem lúra á hnjám sér í beðum og runnum með bleika gúmmíhanska og klórur; krafsa burt eftirhreytur vetrarins og gera allt klárt fyrir það að blóm og runnar geti skart- að sínu fegursta þegar þar að kemur og sírenurnar fari að ilma. Þær gera það nefnilega líka á Ís- landi, rétt eins og í útlöndum. Mikið hlakka ég til. Vorið er al- veg að koma, ég hef það á tilfinn- ingunni að þetta gerist bara núna alveg næstu daga. Vitið til. En þótt mér þyki alltaf best heima og sumarið hvergi eins un- aðslegt og hér er ég loksins að komast á þann aldur, að mig langar að upplifa það einhvers staðar annars staðar líka. Ég hélt lengi að útþráin tilheyrði bara unga fólkinu, en það er þá senni- lega eitthvað bogið við mig, því mér finnst þessi þrá vaxa með aldrinum. Ég hef tekið eftir því nokkur síðustu ár, að um leið og þetta dásamlega vor fer að gera vart við sig langar mig í enn meira vor – enn meira sumar. Meðan ég lá í flensu um daginn lét ég útvega mér alla mögulega og ómögulega ferðapésa – alla bæklinga sem hönd á festi svo framarlega sem á þeim var mynd af sól. Pésana svalg ég í mig af áfergju og reyndi að finna draumum mínum um mikið sum- ar farveg í tilhugsun um pakka- ferðir, borgarferðir, sveitaferðir og sérferðir. Ég fann ekki alveg það sem mig langaði mest í. Ég held að það sem mig langar í sé kytra fyrir mig og mína hjá óþekktum bónda suður í Úmbríu. Þessi bóndi ræktar ólífur, epli og vín og er með svolítinn sundlaug- arpoll í garðinum, þar sem ég get látið sólina smjúga í merg og bein milli þess sem ég skoða mik- ilfenglegar menningarminjar og teyga í mig stemningu ítalskra miðaldaborga. Ég veit annars ekkert um þetta – hégómlegir draumar. Það er verra að það er orðið svo erfitt að komast í burtu. Það kostar of fjár að heimsækja aðrar þjóðir, og eftir að flug- félagið Go treystir sér ekki leng- ur til að bera okkur í burtu á skikkanlegum prís þverr vonin um að komast einhvern tíma til bóndans góða, ekki síst ef far- gjaldið fyrir einn kostar hátt í sjötíu þúsund krónur. Þegar ég var að huga að málsháttum í páskaeggin sem ég ætla kannski að búa til ef ég nenni rakst ég al- veg óvart í Hávamál: Sá einn veit er víða ratar og hefir fjöld um farið hverju geði stýrir gumna hver, sá er vitandi er vits. Mér fannst þetta vísbending – já næstum sönnun þess að mér væri ætlað að komast út í sumar; hér væru vitsmunir mínir í húfi. Í gær var vorfiðringurinn alveg að fara með mig, en dvínandi von um að ég fengi nokkurn tíma að sjá eplin í Úmbríu skyggðu óþægilega á ólgandi vorþrána. Ætl’ann fari ekki bara að snjóa. Vorfiðr- ingur Meðan ég lá í flensu um daginn lét ég útvega mér alla mögulega og ómögulega ferðapésa – alla bæklinga sem hönd á festi svo framarlega sem á þeim var mynd af sól. VIÐHORF Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.