Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ A D S L I N T E R N E T G S M H E I M A S Í M I Verslun Kringlunni Nokia 3310 Einfaldur og þægilegur sími sem er læstur á farsímakerfi Íslandssíma. Fermingar fjölskyldunnar í Kringlunni tilboð ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 73 25 03 /2 00 2 Sagem MW 936 Nettur og ódýr WAP sími sem er læstur á farsímakerfi Íslandssíma. 6.000 kr. inneign STRAX 5.900 kr. MegADSL 256 Kb/s / 100 MB Verð 2.900 kr. 600 MB inneign í 3 mánuði 200 MB inneign á mánuði 1 2 15.900 kr. 6.000 kr. inneign STRAX 50% afsláttur af stofngjaldi 3 LÍKLEGA eru þau fá leikritin sem geta státað af lengri titli en þetta en hvort hann er bein þýðing eða hugarsmíð þýðandans kemur ekki fram í leikskrá. Reyndar er þess ekki getið í leikskrá hver er þýðandi verksins og verður að gera ráð fyrir að hann og höfundur leik- gerðar séu einn og sami maðurinn. Ekki kemur heldur fram í hverju leikgerðin er fólgin nema átt sé við lauslega staðfærslu og er þá frjáls- lega farið með „leikgerð“ ef svo er. Einn koss enn er hefðbundinn misskilningsfarsi, þar sem aðalper- sónan Jónatan hefur komið sér upp því hentuga skipulagi í kvennamál- um að halda við þrjár flugfreyjur sem allar fljúga hver sína áætlunina og Jónatan nýtur þess að hafa alltaf eina þeirra undir sænginni meðan hinar eru á flugi erlendis. En þetta tekur enda þegar leikritið hefst þar sem nýjar hraðfleygari þotur eru teknar í notkun og áætlanir raskast og þær eru að lenda í tíma og ótíma hver ofan í aðra. Vinur Jónatans, Róbert, kemur í heimsókn og er fljótur að átta sig á aðstæðum og gerir sitt besta til að hjálpa Jónatan úr klípunni. Önnur hjálparhella er Dísa, ráðskonan hans Jónatans, sem er þó við það að fá sig fullsadda af öllu saman. Þetta er skemmtilegt leikrit og leikhópurinn gerir úr þessu bráð- skemmtilega sýningu undir mark- vissri leikstjórn Rósu Guðnýjar. Yf- irbragð sýningarinnar er raunsætt en leikstíll nokkru ýktari, hraðinn er góður en sérstaka athygli vakti hversu skýr framsögn allra leikenda var og skilaði sér nánast hvert ein- asta orð textans. Þarna sannaðist hið augljósa að hraði í leik er tækni- legt fyrirbrigði og þarf ekki að bitna á framsögninni. Er greinilegt að reynsla Rósu Guðnýjar af gaman- leik hefur skilað sér til leikhópsins með afgerandi hætti. Enn má telja til hróss hversu skýrt mótaðar persónur leiksins eru þrátt fyrir að persónusköpun höf- undar bjóði ekki upp á mikla köfun í sálardjúpin. Jónatan var ofur- spenntur á barmi taugaáfalls allan tímann án þess þó að Egill Pálsson missti tökin og Guðmundur Karl Ellertsson hélt vel utan um glæsi- mennið Róbert sem vissi vel af sér þótt hann væri engin sérstök mann- vitsbrekka. Soffía Fransiska Rafns- dóttir, Kristjana Emma Kristjáns- dóttir og Anna Margrét Val- geirsdóttir gerðu flugfreyjunum þremur góð skil og tókst að gera þær furðu ólíkar innbyrðis í hegðun og töktum þrátt fyrir að segja megi að um eitt og sama hlutverkið sé að ræða, lítill munur á þeim af hálfu höfundarins en því mikilvægara að leikendur finni sér eitthvað til sem greinir þær hverja frá annarri. Þar hefur leikstjórinn örugglega lagt þeim sitthvað til. Loks verður að nefna Margréti Sigurðardóttur í hlutverki Dísu ráðskonu en hún „átti salinn“ á köflum og var vel að því komin þar sem hún sýndi vel hugsaðan og útfærðan gamanleik. Af sýningu leikfélags Blönduóss mega bæjarbúar og nærsveitamenn hafa góða skemmtun um páskana og vafalaust eitthvað fram eftir apríl- mánuði. LEIKLIST Leikfélag Blönduóss Höfundur: Marc Camelotti. Leikgerð: Sig- urður Atlason. Leikstjóri: Rósa Guðný Þórsdóttir. EINN KOSS ENN OG ÉG SEGI EKKI ORÐ VIÐ JÓNATAN Með þrjár í takinu Hávar Sigurjónsson RÉTTINDASTOFA Eddu – miðl- unar og útgáfu hefur gengið frá samningum við Harvill Press um útgáfu á Atómstöðinni eftir Halldór Laxness í Englandi. Þá hefur verið samið við Editoro Globo um að gefa út Sjálfstætt fólk í Brasilíu, auk þess sem sú bók kom nýverið á markað í Hollandi og hefur hún nú þegar verið endurprentuð. Gefur einnig út verk Saramagos og Nootebooms Atómstöðin kom fyrst út í Bret- landi árið 1961 í innbundnu formi og í kilju. Magnús Magnússon þýddi verkið. Sagan hefur verið ófáanleg undanfarna fjóra áratugi í Eng- landi en árið 1982 kom hún út hjá litlu forlagi í Bandaríkjunum. Harvill Press er meðal virtustu bókaforlaga í hinum ensku- mælandi heimi og gefur út verk eftir marga af helstu höfundum samtímans, bæði austan hafs og vestan. Má þar nefna Jose Saramago sem fékk bók- menntaverðlaun Nóbels 1998 og Cees Nooteboom sem hlotið hefur bókmenntaverðlaun Evrópu. Áður hefur forlagið gefið út Sjálfstætt fólk og Brekkukotsannál. Sjálfstætt fólk í Brasilíu Sjálfstætt fólk kemur út á portú- gölsku í Brasilíu hjá Editora Globo en síðast var gefið út verk eftir Halldór Laxness í því landi árið 1970 og var það Atómstöðin. Út- gáfufyrirtækið Editoro Globo stendur á gömlum merg en það var stofnað árið 1883. Það gefur út bækur, dagblöð, tímarit, myndbönd og DVD-diska en meðal erlendra höfunda á útgáfulista forlagsins eru Marcel Proust, Sommerset Maugham, George Orwell og Balz- ac. Seldist upp á skömmum tíma Sjálfstætt fólk gengur nú í end- urnýjun lífdaga út um víða veröld. Bókin kom út í Hollandi í febrúar sl. en þar hefur hún ekki verið fáanleg síðan fyrir síðari heimsstyrjöld. Fyrsta prentun seldist upp á skömmum tíma og er önnur prent- un nú á leið í verslanir. Þá er þess skemmst að minnast að nýlega var greint frá því að Gyldendal hefði keypt útgáfurétt- inn á Sjálfstæðu fólki í Danmörku. Sagan verður í fyrsta sinn gefin út í einu bindi þar í landi á afmælisdegi Halldórs Laxness, 23. apríl næst- komandi, með formála eftir Uffe Ellemann-Jensen fyrrverandi utan- ríkisráðherra Dana. Atómstöðin kemur út í Englandi Hefur verið ófáanleg í fjörutíu ár Halldór Laxness
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.