Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Erlendur Ein-arsson fæddist í
Vík í Mýrdal 30.
mars 1921. Hann lést
á Landakotsspítala
mánudaginn 18.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Einar Erlendsson
skrifstofumaður frá
Engigarði í Mýrdal,
f. 1. febrúar 1895, d.
13. mars 1987, og
Þorgerður Jónsdótt-
ir frá Höfðabrekku í
Hvammshreppi,
Vestur-Skaftafells-
sýslu, f 21. janúar 1897, d. 22. júní
1991. Systur Erlendar eru Stein-
unn, f. 29. desember 1924, gift Al-
bert Fink lækni, búsett í Kaliforn-
íu, og Erla, f. 4. mars 1930, gift
Gísla Felixsyni, fyrrv. rekstrar-
stjóra hjá Vegagerð ríkisins, bú-
sett á Sauðárkróki. Uppeldisbróð-
ir Erlendar var Björn Bergsteinn
Björnsson, f. 3. október 1918, d.
26. nóvember 1986, en þeir voru
einnig bræðrasynir. Björn var
kvæntur Ólöfu Helgadóttur frá
Seglbúðum í Landbroti.
Erlendur kvæntist 13. apríl
1946 Margréti Helgadóttur frá
Seglbúðum í Landbroti, f 13. ágúst
1922. Foreldrar Margrétar voru
Helgi Jónsson, bóndi í Seglbúðum,
f. 29. apríl 1894, d. 22. maí 1949,
og Gyðríður Pálsdóttir frá
Þykkvabæ í Landbroti, f. 12. mars
1897, d. 15. maí 1994. Erlendur og
Margrét eiga þrjú börn: 1) Helga
meinatæknir, f. 5. desember 1949,
gift Sigurði Árnasyni lækni, f. 10
apríl 1949, búsett í Reykjavík.
Börn þeirra eru: Þorgerður, f. 19.
desember 1971, sambýlismaður
Sveinbjörn Dagnýjarson, f. 15.
janúar 1970, og eiga þau einn son,
Einar Tómas, f. 14. september
1999; Árni, f. 7. janúar 1977, sam-
býliskona Ína Ólöf Sigurðardóttir,
f. 15. október 1976; og Margrét
Ágústa, f. 16. nóvember 1983. 2)
Edda píanóleikari, f. 31. desember
1950, gift Olivier Manoury tónlist-
armanni, f. 13. júlí 1953, búsett í
París. Þau eiga einn son, Tómas, f.
23. ágúst 1979. 3) Einar ljós-
myndafræðingur, f. 15. maí 1954,
kvæntur Ástu Halldórsdóttur
fatahönnuði, f. 6. mars 1955, bú-
sett í Reykjavík. Dætur þeirra eru:
Margrét Rós, f. 19. febrúar 1975,
sambýlismaður Hjörtur Fjeldsted,
f. 4. apríl 1975, og eiga þau tvær
dætur, Emblu Líf, f. 1. febrúar
1955 til 1986. Stjórnarformaður
Iceland Seafood Ltd í Bretlandi
frá stofnun 1980 til 1987. Beitti
sér fyrir stofnun Samvinnuferða
1975 og var þar formaður stjórnar
við stofnun og síðan í stjórn Sam-
vinnuferða-Landsýnar frá samein-
ingu þessara félaga til 1987. Í
stjórn Bréfaskóla SÍS og ASÍ, þar
til skólinn varð eign fleiri aðila.
Stjórnarformaður eignarleigu-
félagsins Lindar hf. frá stofnun
1986 til 1989. Í miðstjórn Fram-
sóknarflokksins frá 1955 til 1986
og í framkv.stjórn til 1985. Í stjórn
Krabbameinsfélags Íslands (KÍ) í
30 ár til 1990, þá kjörinn í stjórn
Vísindaráðs KÍ og formaður
stjórnar Rannsóknar- og tækni-
sjóðs leitarsviðs KÍ. Í stjórnar-
nefnd INGEBA, Alþjóðasamvinnu-
bankans í Basel frá 1984–1988. Í
Eftirlitsnefnd Alþjóðasamvinnu-
sambandsins 1984 til 1993. Í stjórn
Íslandsnefndar Alþjóðaverslunar-
ráðsins (ICC) frá stofnun 1983 til
1990. Í nefnd um aukna efnahags-
samvinnu á Norðurlöndum (Gyll-
enhammars-nefndin) 1984–1985
og í stjórn Norrænu iðnþróunar-
stofnunarinnar frá stofnun 1986–
1993. Fulltrúi íslensku samvinnu-
hreyfingarinnar á öllum þingum
Alþjóðasamvinnusambandsins
(ICA) frá 1948–1993. Varaformað-
ur fiskimálanefndar ICA frá
1976–1993. Í stjórn Almenna
bókafélagsins um árabil til 1989
og þá kjörinn endurskoðandi fé-
lagsins. Í stjórn Landakotsspítala
1976–1992. Fulltrúi á Internatio-
nal Industrial Conference í San
Francisco 1977–1985. Í fulltrúa-
ráði Samtaka um byggingu tón-
listarhúss frá stofnun og í stjórn
samtakanna sem varaformaður
um árabil. Varaforseti á fyrstu
Fiskimálaráðstefnu samvinnu-
félaga í Tókýó 1975. Fulltrúi ís-
lensku ríkisstjórnarinnar við sjálf-
stæðistöku Ghana 1957.
Forgöngumaður um stofnun JC-
hreyfingarinnar á Íslandi 1960.
Fulltrúi samvinnuhreyfingarinnar
í nefnd til undirbúnings minning-
ar um 100 ára afmæli frjálsrar
verslunar á Íslandi 1955. Í stjórn
Þróunarfélags Íslands 1989–1991.
Erlendur ritaði fjölmargar grein-
ar í íslensk og erlend dagblöð og
tímarit. Æviminningar Erlendar,
„Staðið í ströngu“, voru gefnar út
árið 1991 af bókaútgáfunni Fróða.
Þær eru ritaðar af Kjartani Stef-
ánssyni. Heiðursmerki: Stórridd-
arakross íslensku fálkaorðunnar,
Riddarakross með stjörnu finnsku
Lejonorðunnar, Heiðursmerki
Íþróttasambands Íslands.
Útför Erlendar verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
1997, og Apríl Mist, f.
13. febrúar 2000;
Edda Ýrr, f. 7. mars
1983; Brynja, f. 15.
október 1986; og Íris,
f. 23. janúar 1993.
Erlendur ólst upp í
Vík í Mýrdal til tví-
tugs. Hann stundaði
nám við Barnaskól-
ann í Vík og síðan í
unglingaskóla þar í
tvo vetur. Nám í Sam-
vinnuskólanum í
Reykjavík 1939–1941.
Bankanám í New
York 1944 til 1945, í
National Citybank of NY (nú Citi-
bank) og American Institute of
Banking. Vátryggingarnám hjá
CIS í Manchester og Lloyds í
London 1946. Nám í Harvard Bus-
iness School í Bandaríkjunum
1952. Á árunum 1936 til 1941
starfaði hann hjá Kaupfélagi
Skaftfellinga í Vík og hjá Lands-
banka Íslands 1942–1946. Hóf
störf hjá Sambandi ísl. samvinnu-
félaga 1. maí 1946, þar sem hann
vann að stofnun Samvinnutrygg-
inga og varð fyrsti framkvæmda-
stjóri þeirra um haustið sama ár
til ársloka 1954. Erlendur var ráð-
inn forstjóri SÍS í ársbyrjun 1955
og gegndi því starfi í yfir þrjá ára-
tugi til 1. september 1986 er hann
hætti fyrir aldurs sakir. Hann var
stjórnarformaður Samvinnu-
trygginga frá 1. janúar 1955 til 29.
apríl 1988. Fulltrúi í miðstjórn Al-
þjóðasamvinnusambandsins frá
1955–1993. Stjórnarformaður Líf-
eyrissjóðs SÍS (síðar Samvinnulíf-
eyrissjóðsins) frá 1. janúar 1955 til
1. september 1986. Stjórnarfor-
maður Regins hf. frá 1955 til 1986.
Gegndi stjórnarstarfi í Norræna
samvinnusambandinu og Nor-
ræna útflutningssambandinu,
1955 til 1987. Varaformaður
stjórnar Norræna samvinnusam-
bandsins frá 1983 til 1986. Einn af
frumkvöðlum að stofnun Sam-
vinnusparisjóðsins 1954. Í stjórn
hans frá stofnun og stjórnarfor-
maður frá 1. janúar 1955. Beitti
sér fyrir stofnun Samvinnubank-
ans og stjórnarformaður hans frá
1962 til 1987. Beitti sér fyrir stofn-
un Osta- og smjörsölunnar 1958
og stjórnarformaður frá stofnun
til 1988. Hvatamaður að stofnun
Samvinnusjóðsins hf. árið 1982.
Stjórnarformaður Iceland Sea-
food Corporation (áður Iceland
Products Inc.) í Bandaríkjunum
„Mamma, mamma jólasveinninn
er ekki til, þetta er afi Erlendur!“ Ég
var sex ára gömul og nýflutt til Sví-
þjóðar og var að skoða myndir frá
jólunum á Íslandi.
Jólin í Selvogsgrunninum hjá afa
og ömmu voru heilög. Þar vorum við
öll; afi og amma, mamma og pabbi,
Edda og Olli, Einar og Ásta og öll
barnabörnin. Alltaf sami jólamatur-
inn, rjúpur og hamborgarhryggur,
hrísgrjónagrautur með rúsínum og
einni möndlu sem amma laumaði
alltaf til yngsta barnabarnsins. Allt-
af setið eins til borðs, jólatréð
skreytt misstórum rauðum kúlum og
litlum skrautfuglum sem afi hafði
keypt. Afi lék alltaf jólasveininn í
ameríska jólasveinabúningnum sem
tók hann hálftíma að klæðast. Við
börnin biðum með eftirvæntingu við
stóra stofugluggann og fullorðna
fólkið ekki síður.
Nú er ég enn á ný flutt til Svíþjóð-
ar en núna á ég engan afa lengur.
Amma mín og afi áttu heima í fal-
legasta húsi í heimi. Stærsta og
besta húsi sem til var. Dyrabjallan
spilaði sama lag og Big Ben í Lond-
on. Hús með búri fullu af sælgæti
sem ekki mátti borða, rifsberjasultu
og gulrótarmarmelaði og hitakompu
þar sem afi geymdi alltaf frescað sitt
og hún var aldrei læst.
Stórar stofur með ótrúlegu plássi
til að leika sér og rauður dregill á
stiganum eins og í ævintýrabókun-
um. Fallegast þótti mér svefnher-
bergi ömmu og afa, með blómarúm-
teppi og blómagardínum og
innangengu bleiku baðherbergi. Afi
minn átti ljósbláa fataskápa og
amma bleika, svona skápa ætlaði ég
að eignast þegar ég yrði stór, svona
hús. Og búr fullt af smartís keyptu í
fjarlægum löndum.
Amma mín og afi voru samrýnd
hjón og ég heyrði þau aldrei rífast
enda töluðu þau alltaf hlýlega hvort
til annars. Virðing og ást, eru þau
orð sem koma manni upp í hugann
þegar maður hugsar um hjónaband
afa og ömmu. Þau voru ástfangin frá
því þau kynntust á fermingaraldri
þar til hann dó.
Það má eiginlega segja að amma
mín hafi spillt afa mínum, en hún
gerði það af ást og umhyggju. Hún
straujaði af honum og eldaði handa
honum besta mat í heimi, færði hon-
um kaffi og nýbakaðar jólakökur og
hélt dýrindis veislur fyrir gullhamra
og generala. Maturinn hennar ömmu
hefur alltaf verið bestur, soðnu kart-
öflurnar hennar, vöfflurnar, graflax-
inn, og síldin hennar. Konur eins og
amma mín eru varla til lengur.
Einu sinni átti afi að passa mig,
amma skrapp í lagningu og við afi
vorum ein heima. Ég fór strax að spá
í hvað yrði um hádegismatinn okkar
fyrst að amma væri ekki heima en afi
var hinn rólegasti og sagðist ætla að
búa til spes salat sem hann hafði
sjálfur „fundið upp“, hann skrældi
agúrku, skar niður í þunnar sneiðar
og sykraði, og þar með var hádeg-
ismaturinn tilbúinn. Þetta var í
fyrsta og eina skiptið sem ég sá afa
minn útbúa mat. Ég hef heldur ekki,
hvorki fyrr né síðar, borðað sykraðar
gúrkur.
Afi minn og amma voru glæsileg
hjón, ung sem gömul, hún í síðkjól-
um sem hann keypti á hana á ferðum
sínum erlendis og hann í sérsaum-
uðum teinóttum jakkafötum frá
Sauville Road.
Svo glæsileg að þegar þau komu
og heimsóttu mig í skólann minn í
Svíþjóð héldu krakkarnir að þarna
væru komin konungshjónin af Ís-
landi.
Með afa mínum veiddi ég minn
fyrsta fisk, í Grenlæk við Hraunbúð-
ir, á maðk. Stund sem ég mun aldrei
gleyma og við rifjuðum oft upp sam-
an. Ég hafi lærði að veiða af meist-
aranum, afi minn var ótrúlegur veiði-
maður, að sjá hann kasta flugu var
eins og að horfa á listaverk, og jafn-
vel þegar hann var orðinn alvarlega
heilabilaður kastaði hann flugu eins
og hann réði á einhvern óskiljanleg-
an hátt yfir náttúruöflunum. Því
miður náði ég aldrei jafngóðri færni
og afi á fluguna en hann kenndi Árna
bróður mínum aðferðina sína og
kastar Árni flugunni eins og hann.
Því miður veiktist afi minn langt
fyrir aldur fram af alvarlegri heila-
bilun. Amma mín annaðist hann sjálf
fram til dauðadags. Ást hennar til
hans, kraftur og þrautseigja gerðu
henni það kleift. Fyrir það á hún
Fálkaorðuna skilið. Hann hélt áfram
þrátt fyrir sjúkdóm sinn að tala til
hennar með jafn mikilli hlýju og ást
og þakkaði Guði fyrir það á hverju
kvöldi hvað hann væri heppinn mað-
ur.
Nú er hann lagður af stað til
Nangijala, þangað sem allir góðir
menn fara og ég veit að þau taka á
móti honum með opnum faðmi,
langamma Þorgerður og langafi Ein-
ar, Bjössi Bangsi og Ólöf Bjössa
Bangsa.
Ég votta ömmu minni mína dýpstu
samúð, því hennar er missirinn
mestur.
Þorgerður Sigurðardóttir
og fjölskylda, Svíþjóð.
Elsku afi. Takk fyrir allar góðu
stundirnar sem þú gafst okkur.
Þú varst og munt allaf verða fyr-
irmynd okkar. Það var svo margt
sem þú kenndir okkur.
Þegar við frændsystkinin rifjum
upp allar skemmtilegu stundirnar
sem við áttum með þér og ömmu
Margréti komu sumarbústaðaferð-
irnar fyrst upp í hugann. Sérstak-
lega munum við eftir tíkallaleiknum,
sem var frábær leið til að kenna okk-
ur landafræði. Fyrir hvern stað, fjöll
eða á, sem við gátum nefnt með nafni
á leiðinni austur í Hraunbúðir, feng-
um við 10 krónur fyrir. Einnig er
okkur ofarlega í huga frábæru veiði-
ferðirnar með þér í Grenlæk, þar
sem þú hjálpaðir okkur að setja í sil-
unga og ekki talandi um þegar við
fengum að sitja hjá þér undir stýri
niðri á fjöru, þar sem ekki var hægt
að keyra á neitt.
Þú hafðir alltaf áhuga á því sem
við höfðum fyrir stafni í skóla og leik.
Það var okkur mikils virði.
Við vorum ófáa daga í Selvogs-
grunninum hjá þér og ömmu. Kom-
um alltaf eftir skóla til þess að borða
og læra.
Þú varst með flottari öfum sem
hægt var að eiga, svo myndarlegur,
virðulegur og mikill heimsmaður.
Þú varst mikill listunnandi. Það
var ekki ósjaldan sem Beethoven,
háttstilltur, tók á móti okkur í Sel-
vogsgrunninum. Svo er það okkur
sérstaklega minnisstætt hvað þú
hafðir gaman af því að tala frönsku
við okkur, bonjour mademoiselle, s’il
vous plait…
Elsku afi. Þrátt fyrir veikindin þín
síðustu árin varst þú alltaf jafnmikið
glæsimenni, glaður í lund og svo
hlýr.
Allt þetta og svo ótalmargar aðrar
yndislegar minningar munum við
geyma í hjarta okkar þegar þín er
minnst og við vitum að þú vakir yfir
okkur. Merci beaucoup pour tout
notre pépé.
Margrét Rós, Edda Ýrr,
Margrét Ágústa, Brynja og Íris.
Með Erlendi Einarssyni er geng-
inn einn af merkustu athafnamönn-
um á Íslandi á tuttugustu öld. Hann
markaði djúp spor í samtíð sína.
Erfitt er að gera ævi Erlendar skil
í stuttri kveðju svo samtvinnuð var
ævi hans og lífsstarf íslenskri þjóð-
ar- og atvinnusögu á síðustu öld.
Saga Erlendar er í vissum skiln-
ingi aldarspegill. Hún er saga far-
sæls leiðtoga og baráttumanns, saga
mikilla landvinninga þar sem kaup-
félögin með Sambandið í broddi fylk-
ingar lyftu Grettistaki í íslensku at-
vinnulífi. Jafnframt er hún saga
átaka og vonbrigða þegar samvinnu-
reksturinn varð að láta undan síga á
síðasta áratug aldarinnar. Hún er
saga athafnamanns með djúpar ræt-
ur í lífi og lífsbaráttu íslenskrar al-
þýðu, en jafnframt heimsborgara
sem aldrei gleymdi uppruna sínum í
Vík í Mýrdal og helgaði líf sitt fé-
lagsrekstri samvinnufélaganna.
Erlendur starfaði fyrir samvinnu-
hreyfinguna í 40 ár. Hann tók við
starfi forstjóra Sambandsins í árs-
byrjun 1955 aðeins 33 ára að aldri og
gegndi því til ársins 1986, er hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir. Mér er
Ísland aðeins í barnsminni þegar Er-
lendur tekur ungur maður við stjórn
Sambandsins en mér var jafnljóst
þegar hann lét af störfum að hann
hafði unnið þrekvirki fyrir sam-
vinnuhreyfinguna og íslenskt þjóð-
félag og átt umtalsverðan þátt í því
að bæta lífskjör þjóðarinnar.
Á árinu 1946 kvæntist Erlendur
Margréti Helgadóttur, eftirlifandi
eiginkonu sinni, og varð þeim
þriggja barna auðið. Á því er enginn
vafi að það var heilladrýgsta ákvörð-
un sem Erlendur tók í sínu lífi en
hjónaband þeirra var alla tíð ein-
staklega náið og hamingjuríkt. Mar-
grét veitti Erlendi ómetanlegan
stuðning öll þau ár sem hann gegndi
störfum sínum fyrir Sambandið með
sterkri skaphöfn sinni, mikilli ljúf-
mennsku og einstakri gestrisni. Í
veikindum Erlendar hin síðari ár
veitti hún honum alla þá ástúð og
umönnun sem hugsast gat.
Lífsskoðun Erlendar Einarssonar
var sú að samvinnuhreyfingin gæti
stuðlað að auknu fjárhagslegu lýð-
ræði meðal þjóðarinnar. Þar varðaði
mestu að í samvinnufélögum færi
einn maður með eitt atkvæði. Aðals-
merki samvinnuhreyfingarinnar
væri að setja einstaklinginn ofar
fjármagninu og í hugsjónum hennar
fælist innbyggð samhjálp. Þetta lífs-
viðhorf Erlendar kom fram með
mjög eftirminnilegum hætti í yfir-
gripsmiklu og merku viðtali ritstjór-
anna Matthíasar Johannessen og
Styrmis Gunnarssonar við Erlend í
Morgunblaðinu hinn 15. september
1981. Í lok viðtalsins segir Erlendur
að af afrekum samvinnuhreyfingar-
innar í eitt hundrað ára sögu hennar
væri það ef til vill mest áberandi hve
hreyfingin hefði hjálpað mörgum að
verða bjargálna menn. Þessi orð lýsa
ef til vill betur en flest önnur hug-
sjónamanninum á bak við athafna-
manninn Erlend Einarsson.
Á starfsferli Erlendar sem for-
stjóra Sambandsins var oft á tíðum
harðvítug samkeppni milli sam-
vinnufyrirtækja og einkarekstrar-
ins. Þessi samkeppni endurspeglað-
ist síðan í stjórnmálabaráttu
aldarinnar í ýfingum og átökum milli
Framsóknarflokksins sem með dag-
blaðið Tímann að vopni studdi sam-
vinnuframtak í landinu og Sjálfstæð-
isflokksins sem með atbeina Vísis og
Morgunblaðsins var málsvari einka-
reksturs. Úr þeirra röðum andaði yf-
irleitt mjög köldu til kaupfélaganna
og Sambandsins. Stundum var þar
vegið hart á báðar hendur og hvorki
spöruð stóru orðin né hin breiðu
spjótin. Yngsta kynslóðin á Íslandi
man ekki þessa tíma og ætti í dag
bágt með að skilja þungann í þessum
átökum og þá tortryggni milli aðila
sem þau leiddu af sér.
Sem dæmi mætti nefna harða
gagnrýni Morgunblaðsins á Sam-
bandið í forstjóratíð Erlendar þegar
það gerðist styrktaraðili KSÍ
snemma á níunda áratugnum með
myndarlegum fjárframlögum. Um
svipað leyti sá blaðið ofsjónum yfir
því markmiði samvinnumanna að ná
25% markaðshlutdeild í matvöru-
verslun á Reykjavíkursvæðinu og yf-
ir vaxandi fjárfestingum Sambands-
ins og kaupfélaganna í sjávarútvegi
vítt um land og kallaði útþenslu-
stefnu Sambandsins. Voru þau mál
m.a. tilefni þess viðtals sem fyrr er
vitnað til.
Nú er öldin önnur. Styrkir stór-
fyrirtækja til íþróttahreyfingarinnar
eru daglegt brauð, einn aðili ræður
yfir 50–60 prósent af matvöruversl-
uninni í landinu og aukin samþjöpp-
un fyrirtækja í sjávarútvegi er talin
hagkvæm. Hagsmunátökin í at-
vinnulífinu hafa færst til og baráttan
geisar á nýjum vígstöðvum.
Undir stjórn Erlendar réðst Sam-
bandið í ýmis stórvirki í atvinnumál-
um, og má þar nefna stofnun Iceland
Seafood í Bandaríkjunum, stofnun
Osta- og smjörsölunnar þar sem
hann var stjórnarformaður allan
sinn forstjóraferil, stofnun Sam-
vinnubankans, uppbyggingu Sam-
bandsins í iðnrekstri á Akureyri
bæði í ullar- og skinnaiðnaði, upp-
byggingu á aðstöðu Sambandsins í
Holtagörðum fyrir verslunardeild
Sambandsins og síðar skipadeild
þess, uppbyggingu Kjötiðnaðar
Sambandsins, síðar Goða, öfluga
uppbyggingu sjávarafurðadeildar
Sambandsins og svo mætti áfram
telja. Undir hans stjórn varð Sam-
band íslenskra samvinnufélaga
stærsta og öflugasta fyrirtæki lands-
ins og vegur þess reis hæst í sögu
þess.
Ég kynntist Erlendi fyrst árið
1970. Síðar átti ég því láni að fagna
að vinna náið með honum um 6 ára
ERLENDUR
EINARSSON