Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 39
hans aldrei bundinn við viðfangsefni
þess, heldur horfði hann til framtíðar
af góðri yfirsýn og hafði jafnræði
keppinauta í samkeppni að leiðarljósi.
Forsjárhyggja, miðstýring og einok-
un voru honum ekki að skapi, slíkt
fyrirkomulag taldi hann ekki til þess
fallið að draga fram bestu kosti
mannsins og þess vegna mannlegu
samfélagi hvorki samboðið né til góðs.
Ingvar gerði sér ekki far um að
vera óvenjulegur maður, en það var
hann á sinn hátt. Áhugamál hans
spönnuðu mjög vítt svið, frá fé-
lagsstörfum og þjóðmálum til list-
greina og atvinnuþróunar, frá verald-
legum málefnum til huglægra
viðfangsefna. Hann var frjálslegur og
hispurslaus í fasi, hafði skýra afstöðu
til viðfangsefna líðandi stundar, var
óvenju gestrisinn heim að sækja og
naut þess að taka móti gestum. Ágæt-
ir mannkostir Ingvars nýttust vel í er-
ilsömum störfum sem honum voru fal-
in af fyrirtæki hans og íbúum í
Njarðvík og Reykjaneskjördæmi. Ég
vil nota þetta tækifæri til að færa
Ingvari Jóhannssyni þakkir fyrir vin-
áttu, traust og gott samstarf, fórnfýsi
og alúð við þau mörgu störf sem hann
leysti af hendi á vegum Sjálfstæðis-
flokksins.
Ingvar Jóhannsson reyndist þeim
vel sem til hans leituðu. Hann kærði
sig ekki um að gefa gyllivonir eða vil-
yrði um nokkurt það sem hann var
ekki viss um að geta uppfyllt, en hann
vann af ósérhlífni að framgangi þeirra
málefna og erinda sem hann tók að
sér að koma fram. Hann var góður fé-
lagi, ærlegur og vænn maður sem
ávann sér virðingu samferðamanna
sinna. Að leiðarlokum flyt ég honum
þakkir fyrir hreinskilni og sanngirni,
fórnfýsi og dyggan stuðning við sam-
eiginlegan málstað okkar, og góðan
stuðning, tiltrú og trúnað við mig.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu
Ingvars, Höllu Einarsdóttur, dætrum
þeirra og fjölskyldu allri samúð og
virðingu. Algóður guð veiti þeim
huggun í harmi og honum góðar við-
tökur í ríki hins hæsta.
Árni Ragnar Árnason alþm.
Fyrir nokkru átti ég samtal við vin
minn Ingvar Jóhannsson. Ég gat ekki
heyrt að neitt fararsnið væri á honum.
En nú er hann snögglega allur og við
sem höldum lífsgöngunni áfram höf-
um verið minnt á það að enginn ræður
sínum næturstað.
Ingvar Jóhannsson var fæddur
Reykvíkingur og þar ólst hann upp í
foreldrahúsum og hóf ungur vél-
stjóranám. Skömmu eftir að hann út-
skrifaðist sem vélfræðingur frá Vél-
skólanum í Reykjavík 1954 fluttist
hann ásamt eiginkonu sinni Sigríði
Höllu Einarsdóttur hárgreiðslumeist-
ara suður til Njarðvíkur og þar syðra
var síðan fjölþættur starfsvettvangur
hans. Þar gerðist hann einn af stofn-
endum Keflavíkurverktaka og var í
forystu þess fyrirtækis til skamms
tíma og framkvæmdastjóri fagdeildar
sinnar, JPK, til ársins 1999.
Ingvar var mikill félagsmálamaður
og kom víða við á vegum samtaka iðn-
aðarmanna. Hann var og mikill
áhugamaður um sveitarstjórnarmál
og landsmálin lét hann til sín taka.
Hann var fljótt kominn í forystusveit
sjálfstæðismanna þar syðra og þar
lágu leiðir okkar saman þegar mér
voru falin trúnaðarstörf af hálfu sjálf-
stæðismanna í Reykjaneskjördæmi
til setu á Alþingi haustið 1959.
Í hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps
var Ingvar kosinn 1966–70 og aftur
1974, í síðustu hreppsnefndina sem
undirbjó og vann að lögfestingu kaup-
staðarréttinda fyrir Njarðvík 1975.
Hann sat síðan í bæjarstjórn Njarð-
víkur til 1982 og var kjörinn fyrsti for-
seti bæjarstjórnarinnar 1976. Til liðs
við okkur sjálfstæðismenn sem á Al-
þingi sátum fyrir kjördæmið kom
hann 1971 til 1978 og gegndi tvívegis
þingmennsku á þeim tíma sem vara-
þingmaður. Þakka sjálfstæðismenn
störf hans öll nú að leiðarlokum.
Samstarf okkar Ingvars leiddi til
vináttu okkar í milli sem var mér mik-
ils virði. Hreinskiptni hans og heið-
arleika var viðbrugðið og ávallt var
hann reiðubúinn til að aðstoða og gefa
góð ráð. Ég fann það vel að hann naut
ávallt aðstoðar konu sinnar Höllu í öll-
um störfum sínum og félagsmálum.
Þau voru mjög samhent og nutu þess
að rækta saman garðinn sinn, hvort
heldur það voru dæturnar fjórar og
fjölskyldur þeirra eða umhverfið við
sumarhúsið þeirra fyrir austan fjall.
Þegar Ingvar Jóhannsson nú er
genginn kveðjum við Sigrún og fjöl-
skylda okkar góðan vin með virðingu
og þakklæti. Við sendum Höllu, dætr-
unum og fjölskyldum þeirra samúðar-
kveðjur og biðjum Ingvari Guðs
blessunar á landi lifenda.
Matthías Á. Mathiesen.
Ég var með Ingvari á lionsfundi í
Lionsklúbbi Njarðvíkum fyrir tveim-
um vikum. Það geislaði af honum já-
kvæðnin eins og ævinlega og ekki að
sjá að kveðjustundin væri svo nærri.
Hann var einn af stofnfélögum Lions-
klúbbs Njarðvíkur og ötull félagi sem
aldrei lét sitt eftir liggja. Þegar við
Sóley og dætur okkar fluttumst til
Njarðvíkur var það eitt það fyrsta
sem við gerðum að þiggja heimboð
hjá þeim Ingvari og Höllu. Þau voru
miklir höfðingjar heim að sækja og
veittu ævinlega af fádæma örlæti.
Ingvar var afskaplega frændrækinn
maður og lá hvergi á liði sínu ef hann
gat rétt frændfólki sínu hjálparhönd.
Hann var mikill Njarðvíkingur og
hafði gaman af því að geta rakið ættir
sínar til þeirra andans manna sem
bjuggu í Innri-Njarðvík á öldum áður,
Sveinbjarnar Egilssonar og fleiri. Það
var honum því kærkomið að vera í
forystu um að reist yrði minnismerki
um þann merkismann í Innri Njarð-
vík. Ingvar var óvenju athafnasamur
maður og óhræddur að taka áhættu í
viðskiptum og mikill frumkvöðull.
Hans fjárfestingar voru hugsaðar til
að styrkja atvinnulífið á Suðurnesj-
um. Eitt það síðasta sem hann kom
nærri var að fá fjármagn í nýtt fyr-
irtæki í lífefnaiðnaði. Ingvar sá mikla
möguleika í lífefnaiðnaðinum og taldi
hann kjöraðstæður fyrir slíka starf-
semi einmitt á Suðurnesjum.
Störf Ingvars á hinum pólitíska
vettvangi fyrir Njarðvík og Sjálfstæð-
isflokkinn voru einnig mikil og farsæl,
bæði í bæjarstjórn en hann sat einnig
sem varamaður á Alþingi.
Fyrir mig hefur verið ómetanlegt
að eiga Ingvar að, hans jákvæða af-
staða til mála og mikil reynsla hefur
skipt þar miklu.
Það er því skarð fyrir skildi þegar
Ingvars nýtur ekki lengur við. Þar fer
einn af arkitektum uppbyggingarinn-
ar á Suðurnesjum, maður sem gaf líf-
inu lit. Ég og fjölskylda mín þökkum
samfylgdina og vottum þér, Halla
mín, og fjölskyldu þinni okkar dýpstu
samúð. Blessuð sé minning Ingvars
Jóhannssonar.
Kristján Pálsson.
Í dag kveð ég vin minn og heið-
ursmanninn Ingvar Jóhannsson,
Ingvar fæddist í Reykjavík 26. maí
1931, þar ólst hann upp og menntaði
sig. Ingvar flutti til Njarðvíkur um 25
ára aldur og þar bjó hann öll sín bestu
ár og var samgróinn Njarðvík og
Njarðvíkingum. Hann stofnaði ásamt
öðrum iðnaðarmönnum á Suðurnesj-
um Keflavíkurverktaka 1957 og varð
framkvæmdastjóri JPK og var það til
ársins 1999. Auk starfa sinna við fyr-
irtækið var Ingvar kappsamur og
áhrifamikill í alls konar félagsmálum.
Hann var snemma meðal fremstu for-
ustumanna Sjálfstæðisflokksins í
Njarðvík, þar gegndi hann fjölda
starfa, í stjórn sjálfstæðisfélagsins,
formaður fulltrúaráðs Gullbringu-
sýslu. Ingvar var um árabil í hrepps-
nefnd Njarðvíkur og var oddviti
hreppsins 1974 til 1976 og þegar
Njarðvík fékk kaupstaðarréttindi 1.
janúar 1976, varð Ingvar fyrsti forseti
bæjarstjórnar. Ingvar gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum, m.a. í byggingar-
nefnd, einnig var hann fulltrúi Njarð-
víkur í samstarfsnefnd um skipulag
fyrir Njarðvík, Keflavík og Keflavík-
urflugvöll. Ingvar var í framboði til
Alþingis í Reykjaneskjördæmi 1971
og sat varamaður á alþingi 1971 og
1976.
Ingvar var um árabil í stjórn Iðn-
aðamannafélags Suðurnesja og í
stjórn Landssambands iðnaðar-
manna 1967 til 1973, hann var einnig í
stjórn Útflutningsmiðstöðvarinnar
frá 1971.
Ingvar var einn af stofnendum
Lionsklúbbs Njarðvíkur 1958 og hef-
ur allar götur síðan verið með árvökr-
ustu og duglegustu félögum í klúbbn-
um og hann missti ekki úr marga
fundi á þessum 44 árum.
Ingvar var ávallt ákaflega hug-
myndaríkur og eftirtektarsamur. Það
var t.d. Ingvar Jóhannsson, sem vakti
fyrstur manna athygli á olíumengun á
Keflavíkurflugvelli og gæti verið
hættulegt fyrir vatnsbólin fyrir
Njarðvík og Keflavík. Ingvar fylgdi
þessu máli vel eftir og varð til þess að
málin voru brotin til mergjar þótt það
tæki nokkur ár. Lok þessara mála eru
nú kunn, olíutankar voru aflagðir á
Keflavíkurflugvelli, olíuhöfn og tank-
ar í Helguvík, ný vatnsveita komin í
Njarðvík, Keflavík og Keflavíkurflug-
völl og nú einnig í Sandgerði. Sá veld-
ur miklu sem upphafinu veldur.
Invar var einstakur drengskapar-
maður, vinátta okkar, samstarf og
samvinna varði nær 40 ár. Allan þenn-
an tíma heyrði ég Ingvar aldrei halla
á nokkurn mann og hann var alltaf
umtalsgóður um alla menn, hvort
heldur var um almenna borgara eða
stjórnmálaandstæðinga.
Síðast þegar við hittumst fyrir ör-
fáum dögum þá ræddum við um ýmsa
hluti og náttúrlega pólitík. Þá kom
fram hjá Ingvari vini mínum, að hann
gladdist mikið yfir því, að Rósa, dóttir
hans hafði gefið kost á sér til fram-
boðs í Reykjanesbæ. Ég samgladdist
vini mínum og taldi þarna hafa vel til
tekist.
Þegar ég nú kveð vin minn, viljum
við Sigga senda þér, elsku Halla,
dætrunum og öðrum ættingjum inni-
legar samúðarkveðjur.
Sé góðs manns getið, munum við
Ingvar Jóhannsson.
Guð blessi ykkur öll.
Albert K. Sanders.
Enginn veit sína ævina fyrr en öll
er. Það þyrmdi yfir mig þegar mér
barst sú fregn að góður vinur minn
væri látinn. Erfitt er að trúa því að við
eigum ekki eftir að sjást aftur í þessu
lífi.
Það eru ekki nema nokkrir dagar
síðan við vorum að spjalla saman og
hann sagði mér áhugasamur frá fram-
tíðaráformum, hitaveituframkvæmd-
um í sumarbústað og fleiru. Hann
sagði að þau hjónin hefðu verið þar
nokkra daga nýlega og áréttaði að
vetrardvöl væri ekki síður yndisleg en
sumardvöl. Með mikilli vinnu hafa
þau skapað sér sannkallaðan drauma-
stað við Álftavatn.
Ingvar kom víða við á lífsleiðinni.
Hann var vélfræðingur að mennt og
vann við það á yngri árum þar til hann
gerðist stofnandi og framkvæmda-
stjóri Járniðnar- og pípulagninga-
verktaka Keflavíkur sem hann stjórn-
aði mestan hluta ævi sinnar.
Stjórnmál voru honum hugleikin
og var hann í forystusveit sjálfstæð-
ismanna í Njaðvíkum. Einnig starfaði
hann í mörgum félögum á Suðurnesj-
um og var ætíð í fararbroddi og sterk-
ur liðsmaður. Hin margvíslegu störf
hans í bæjar- og félagsmálum Njarð-
víkinga og það hugarþel sem hann bar
til bæjarins sýndi glöggt að hann vildi
veg Njarðvíkinga sem mestan, enda
hafði hann gaman af því að geta rakið
ættir sínar til Egils ríka í Njarðvík.
Ingvar hafði mikinn áhuga á hvers
konar framförum og nýsköpun, og því
að láta eitthvað gott af sér leiða. Ég
minnist þess að á hans yngri árum
gerði hann út, ásamt öðrum, frysti-
flutningabíl sem var nefndur ,,Jói“.
Einnig stóð hann að fiskútflutningi
með flugi ásamt plastkassafram-
leiðslu til þeirra nota. Hann var einnig
með kanínurækt og stofnaði Kanínu-
miðstöðina ásamt félögum sínum.
Hann var ætíð óhræddur við að leggja
á nýjar brautir.
Ingvar byggði sér glæsilegt ein-
býlishús á Hlíðarvegi 3 í Ytri-Njarð-
vík. Þar átti hann fallegt heimili og
bjó þar mestan hluta ævinnar í faðmi
fjölskyldunnar. Vegna starfa Ingvars
var oft fjölmennt á heimilinu. Hjónin
voru gestrisin, með gott hjartalag,
enda alltaf reiðubúin að hjálpa öðrum.
Ingvar sagði oft við mig að gæfa sín
hefði verið að hann eignaðist yndis-
lega konu, enda er ekki hægt að minn-
ast hans án Höllu, svo náin voru þau.
Þau eignuðust fjórar elskulegar dæt-
ur sem nú eru vel giftar og eiga mörg
börn sem Ingvari þótti mjög vænt um.
Ég þakka langa vináttu sem aldrei
féll skuggi á og bið guð að styrkja
Höllu og afkomendur þeirra.
Áki Gränz.
Vinur okkar, Ingvar Jóhannsson,
er látinn. Hann og Halla, kona hans,
voru meðal þeirra fyrstu sem við
kynntumst er við fluttum á Suðurnes
þegar Fjölbrautaskóli Suðurnesja
var stofnaður haustið 1976.
Ingvar var þá einn fremsti forystu-
maður í málefnum Njarðvíkur, var
síðasti oddviti hreppsins og fyrsti
forseti bæjarstjórnar en jafnframt
drifkraftur á öðrum sviðum fé-
lagslífs.
Hann var fulltrúi Njarðvíkinga í
fyrstu skólanefnd Fjölbrautaskólans
sem var mjög samhent og metnaðar-
full. Í málefnum skólans var Ingvar
áhugasamur og þróttmikill, fram-
sýnn og tillögugóður. Fyrirtæki hans
gaf skólanum margar stórgjafir,
einkum tækjabúnað til verklegrar
kennslu í málmiðngreinum.
Undrun og aðdáun margra vakti
að ágreiningur virtist hvergi spilla
samstöðu í velferðarmálum Suður-
nesjamanna. Ingvar var í fremstu röð
í farsælum leiðtogaflokki manna með
ólíkar stjórnmálaskoðanir sem ein-
huga gekk fram og enginn níddi ann-
an. Öll voru þau fyrst og fremst Ís-
lendingar í hug og hjarta.
Ingvar var drengur góður, alltaf
fljótur að rétta fram hjálparhönd
þegar þurfti, tryggur, vinfastur og
hlýr. Hann hvatti og studdi son okk-
ar, Böðvar, dyggilega þegar hann
steig sín fyrstu skref í pólitík og var
ætíð metnaðargjarn fyrir hans hönd.
Ingvar var mikill fjölskyldumaður.
Halla var svo mikill hluti af lífi hans
að vart er unnt að tala um annað
þeirra án þess að hitt nafnið fylgi. Við
minnumst margra ánægjustunda
með þeim hjónum þótt þeim hafi
fækkað eftir að leið okkar allra lá á
heimaslóðir í Reykjavík. En við
fylgdumst með högum þessa vina-
fólks. Í hvert sinn sem við heyrðum
þau eða sáum komu okkur Njarðvík-
urárin í hug. Svo nátengdur var
Ingvar því byggðarlagi. Hann verður
í dag jarðsettur í kirkjugarðinum í
Innri-Njarðvík.
Við sendum Höllu, dætrum þeirra
fjórum og öðrum vandamönnum hug-
heilar samúðarkveðjur.
Guðrún Erla Björgvinsdóttir,
Jón Böðvarsson.
Athafnamaðurinn, félagi minn og
vinur, Ingvar Jóhannsson, er látinn.
Þegar hringt var í mig og mér tjáð að
Ingvar hefði orðið bráðkvaddur á
heimili sínu kom fram í hugann, þeg-
ar ég hafði hitt Ingvar síðast. Það var
á síðasta Lionsfundi, þegar honum
var afhent 70 ára afmælisgjöf frá
Lionsfélögum. Þá sagði hann við okk-
ur félagana, að heilsan væri góð og
hann ætlaði að njóta lífsins þangað til
yfir lyki. Enginn veit hvenær kallið
kemur, en svo mikið er víst að Ingv-
ari er ætlað stórt hlutverk hjá Guði
föður okkar.
Þegar Ingvar og Halla fluttu til
Njarðvíkur fór Ingvar strax að starfa
í forustusveit Sjálfstæðisflokksins
enda mjög kraftmikið og víðsýnt leið-
togaefni á ferðinni. Það var mikill
fengur fyrir okkur sjálfstæðismenn í
Njarðvík að fá þennan duglega liðs-
mann í okkar raðir. Hann var strax
valinn í fulltrúaráð flokksins. Þá var
hann einnig formaður Sjálfstæðis-
félags Njarðvíkur, formaður kjör-
dæmaráðs og varaþingmaður. Hann
var kjörinn í sveitarstjórn Njarðvík-
ur og síðar í bæjarstjórn Njarðvíkur.
Ingvar var fyrsti forseti bæjarstjórn-
ar Njarðvíkur eftir að Njarðvík fékk
kaupstaðarréttindi. Hann var mjög
duglegur og framsýnn bæjarfulltrúi
og lét verkin tala.
Fyrir hönd okkar sjálfstæðis-
manna vil ég nota tækifærið og
þakka Ingvari á þessari kveðjustund
fyrir allt hans fórnfúsa starf í þágu
flokksins hér í Njarðvík og víðar.
Ingvari verður seint þakkaður stuðn-
ingurinn við endurbæturnar á Sjálf-
stæðishúsinu í Njarðvík. Við viljum
votta Höllu og fjölskyldu innilega
samúð á þessari erfiðu kveðjustund.
Megi góður Guð styrkja ykkur á
þessari sorgarstund. Minningin um
góðan eiginmann, föður, félaga og vin
mun lifa með okkur um aldur og ævi.
Hvíl í friði, kæri vinur og félagi.
Ingólfur Bárðarson,
formaður Sjálfstæðisfélagsins
Njarðvíkings.
Mig langar að minnast Ingvars Jó-
hannssonar fyrir hönd föður míns,
Guðmundar Einarssonar.
Vinátta Ingvars og föður míns
spannar um hálfa öld en þeir kynnt-
ust er þeir störfuðu báðir hjá Sam-
einuðum verktökum á Keflavíkur-
flugvelli í byrjun sjötta áratugarins.
Þeim varð fljótt vel til vina og reynd-
ist Ingvar föður mínum alla tíð ein-
hver besti og traustasti vinur sem
hann hefur átt. Djúp virðing og ein-
læg vinátta einkenndi samskipti
þeirra alla tíð og þó langur tími gæti
liðið á milli þess að þeir töluðu saman
var ávallt eins og þeir hefðu hist í
gær. Það þarf sterk vinabönd til að
viðhalda samskiptum yfir svo langan
tíma. Þó leiðir þeirra hafi fljótlega
skilið atvinnulega séð þá störfuðu
þeir saman um árabil í stjórn JPK, en
fyrirtækið naut farsællar stjórnar
Ingvars sem framkvæmdastjóra í
áratugi. Sjálfur minnist ég Ingvars
sem hlýlegs og viðkunnanlegs manns
sem ávallt var gaman að hitta og
spjalla við.
Hann bar hagsmuni JPK ávallt
fyrir brjósti en jafnframt voru hon-
um atvinnumál á Suðurnesjum hug-
leikin. Ingvar átti þátt í ýmsum
merkum verkefnum sem lutu að ný-
sköpun atvinnulífs. Hann var óragur
að taka áhættu og hafði þann hæfi-
leika að geta hugsað eins og frum-
kvöðull, jafnframt því að stýra JPK
farsællega í daglegum rekstri.
Ég veit að faðir minn vill þakka
Ingvari og Höllu margar góðar
stundir og minningar, þau hafa verið
góðir félagar og fyrir það er hann
þakklátur.
Fyrir hönd hans og fjölskyldunnar
votta ég Höllu og fjölskyldu, einlæga
samúð. Megi minningin um góðan
dreng styrkja ykkur í sorginni.
Blessuð sé minning Ingvars Jó-
hannssonar.
Guðmundur Guðmundsson.
Sumir hafa þann eiginleika að taka
forystu hvort heldur í orði eða verki,
verða alls staðar leiðandi og ráðandi.
Þannig var Ingvar Jóhannsson.
Hann kom mér ávallt fyrir sjónir sem
staðfastur og ákveðinn, sannfærður
um það sem hann var að gera. En
hann var jafnframt sanngjarn og
réttsýnn og því tilbúinn að hlusta á
aðrar skoðanir og taka ákvarðanir –
jafnvel breyta ákvörðunum – ef rök
sem fyrir máli voru færð voru bæði
haldgóð og sterk.
Ingvar var einn þeirra sem börð-
ust fyrir stofnun Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, þá sem fyrsti forseti
bæjarstjórnar Njarðvíkur. Fyrir
hans tilstuðlan og annarra var faðir
minn ráðinn til skólans, sem varð til
þess að fjölskylda mín flutti til Njarð-
víkur 1976. Ég minnist Ingvars frá
þeim árum vegna vinatengsla þeirra
hjóna við foreldra mína. Síðar rædd-
um við oft saman vegna sameigin-
legra skoðana okkar í pólitík og var
hann ætíð tilbúinn til slíkra umræðna
þrátt fyrir að beinum afskiptum hans
af bæjarmálum hafi lokið nokkrum
árum áður en ég fór að gefa þeim
málum gaum.
Árið 1993 var hann svo einn nokk-
urra úr hópi eldri meistaranna í
flokknum sem hvöttu mig eindregið
til framboðs í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Njarðvík. Stuðningur
Ingvars og hvatning skiptu miklu í
þeirri ákvörðunartöku enda var sá
stuðningur ótvíræður og eindreginn
– bæði í orði og verki.
Alloft ræddum við saman meðan
ég var að stíga mín fyrstu skref á
sviði sveitarstjórnamála og var hann
ávallt fús að miðla af reynslu sinni og
þekkingu á því sviði. Samskipti okkar
voru þó lítil hin síðustu ár eftir að þau
hjón fluttust til Reykjavíkur.
Með Ingvari er genginn harðdug-
legur maður, ákveðinn og fylginn sér.
Að slíkum mönnum er alltaf sjónar-
sviptir.
Höllu, dætrum og fjölskyldum
þeirra sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Böðvar Jónsson.