Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 45 skeið, fyrst sem fulltrúi hans og síðar sem framkvæmdastjóri þróunar- deildar Sambandsins og stjórnarfor- maður Samvinnusjóðs Íslands. Í þeim störfum kynntist ég athafna- manninum og manninum Erlendi Einarssyni. Kynni okkar þróuðust í persónulega vináttu okkar og fjöl- skyldna okkar sem varaði allt til hans hinstu stundar. Það var mjög ánægjulegt að vinna með Erlendi Einarssyni síðustu árin á starfsævi hans. Í samstarfi okkar kynntist ég vel vinnusemi Erlendar, og hvernig hann helgaði sig, jafnt í starfi sem frítíma, hagsmunum og velgengni Sambandsins. Það sem mér fannst ef til vill eftirtektarverðast í fari Er- lendar var framsýni hans og hversu opinn hann var fyrir nýjungum, líkt og hann skynjaði að Ísland stæði á þröskuldi nýrra tíma og nýrra tæki- færa sem Samvinnuhreyfingin yrði að vera með í til að treysta efnahags- lega framtíð þjóðarinnar. Í þessu efni skar hann sig úr hópi annarra forystumanna Sambandsins af hans kynslóð. Þegar velt er fyrir sér í hverju leiðtogahæfileikar Erlendar fólust kemur upp í hugann hin mikla skyldurækni hans gagnvart starfi sínu sem og hinn mikli metnaður sem hann bar í brjósti fyrir hönd Sambandsins og samvinnufélaganna og það viðhorf til framtíðar að Ís- lendingar gætu og ættu að byggja upp atvinnulíf sem fyllilega stæðist samanburð við önnur lönd. Það var í bjargfastri og meðfæddri trú hans á getu og framtak Íslendinga og sá eldmóður sem hann hafði til að bera til að hrífa aðra með sér til góðra verka sem trúlega gerði Erlend Ein- arsson að þeim forystumanni og leið- toga sem hann var. Það var því engin tilviljun að á þessum árum skyldi fyrir atbeina Erlendar ráðist í einhver umfangs- mestu nýsköpunarverkefni í sögu Samvinnuhreyfingarinnar. Má þar nefna stofnun Samvinnusjóðs Ís- lands hf., stofnun Marel hf. og stofn- un Íslandslax hf, sem varð braut- ryðjandafyrirtæki á Íslandi í strandeldi á laxi. Þá má nefna þátt- töku í stofnun Steinullarverksmiðj- unnar á Sauðárkróki sem aldrei hefði verið stofnuð án aðildar Sam- bandsins, eignaleigufyrirtækið Lind hf. sem síðar var selt Landsbanka Íslands, stofnun Icecon hf. í sam- starfi við Sölumiðstöðina og SÍF og raunar einnig stofnun Þróunar- félagsins en Sambandið hafði frum- kvæði að stofnun þess í náinni sam- vinnu við sjóði, banka og stærri fyrirtæki. Mörg þessara fyrirtækja hafa skilað miklum verðmætum í ís- lenskt þjóðarbú. Líkt og við var að búast urðu áföll enda áhætta tölu- verð en á heildina litið var brotið blað í nýsköpun atvinnulífs. Þessi verkefni sýndu einnig að Er- lendur skirrðist aldrei við að vinna með fulltrúum hins opinbera eða einkaframtaksins að málum sem horfðu til framfara á Íslandi. Með sama hætti var Erlendur ávallt tals- maður frjáls atvinnurekstrar, án íþyngjandi afskipta ríkisvaldsins og lét sér mjög annt um starfsskilyrði fyrirtækja og atvinnuvega. Það gleymist stundum í um- ræðunni um Sambandið að á árleg- um aðalfundum þess, sem á sátu kjörnir fulltrúar kaupfélaganna, var oft ágreiningur sem taka þurfti tillit til við afgreiðslu mála. Á þeim fund- um voru ekki allir viðhlæjendur vin- ir, og oft vottaði fyrir djúpri póli- tískri undiröldu sem hafði veruleg áhrif á gang mála. Oft var um að ræða ágreining sem átti sér hug- myndafræðilegar rætur sem að hluta til fór eftir flokkspólitískum línum fulltrúa á þinginu en sem síðan endurspeglaðist í kjöri til Sam- bandsstjórnar og í viðhorfum til hug- mynda um breytingar á rekstri Sam- bandsins og jafnvel á rekstrarformi samvinnufélaganna. Trúlega hafði þessi ágreiningur eftir á að hyggja meiri áhrif á framtíð Sambandsins en margan grunaði. Segja má að þar eigi upptök sín þau sögulegu mistök að ekki tókst að breyta samvinnufélagsforminu þannig að kaupfélögin gætu fjár- magnað sig með áhættufé og þannig keppt við hlutafélagaformið. Ég veit að til þess stóð hugur Erlendar. Á aðalfundi Sambandsins árið 1971 kynnti Erlendur hugmyndir um svo- kölluð stofnbréf í samvinnufélögum sem félagsmenn í samvinnufélögum gætu keypt og fengið arð af líkt og af hlutafé, en þó með skertum atkvæð- isrétti. Þessar hugmyndir fengu ekki hljómgrunn sem varð til þess að hann treysti sér ekki til að fara af stað með slíkar hugmyndir á aðal- fundi Sambandsins aftur. Honum var þó æ síðan tíðrætt um nauðsyn slíkra breytinga. Síðustu árin í rekstri Sambands- ins undir forystu Erlendar var rekst- ur þess erfiður. Á aðalfundum Sam- bandsins varaði hann ítrekað við því að núllrekstur Sambandsins myndi koma rekstri þess í óefni þegar fram liðu stundir og umtalsverðar breyt- ingar yrði að gera í rekstri og skipu- lagi þess. Þegar Erlendur lét af störfum var eiginfjárstaða Sam- bandsins ennþá sterk og var hann ásamt nánustu samstarfsmönnum sínum búinn að leggja drög að við- snúningi í rekstri þess. Þær tillögur biðu framkvæmda er hann lét af störfum. Það var gæfa að kynnast Erlendi Einarssyni. Hann var aristókrat af guðs náð, var glæsimenni í klæða- burði, heilsteyptur, umtalsfrómur og góðgjarn, með skemmtilegt skop- skyn og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hóp. Í fasi hans og framkomu birtist ákveðin fágun sem fáir menn hafa til að bera. Hann skeytti ekki oft skapi þótt það kæmi fyrir, en hafði sitt fram með yfirveguðum málflutningi og góðum undirbúningi ákvarðana í samráði við samstarfs- menn sína. Þegar honum fannst mik- ið liggja við gat honum hlaupið kapp í kinn. Ef hann beitti sér í máli gat hann verið ákveðinn og þá réð hans afstaða. Hann treysti yfirleitt sam- starfsmönnum sínum til góðra ráða, kunni illa smjaðri og var ekki um smámunasemi eða málalengingar gefið. Hann treysti ungu fólki. Erlendur var mikill listunnandi sem heimili þeirra hjóna ber vitni um og lét hann sig menningarmál og góðgerðarstörf miklu varða sem þátttaka hans í ýmsum samtökum og styrktarfélögum var til marks um. Í störfum sínum hafði Erlendur samskipti við aragrúa fólks um allt land sem og erlendis og oft var þröngt setinn bekkurinn á biðstofu forstjóra þegar fólk hvaðanæva af landinu óskaði eftir viðtölum. Ég minnist þess þegar þáverandi forstjóri General Motors og stjórn- arformaður, Roger B. Smith, kom eitt sinn í heimsókn til Íslands. Mar- grét og Erlendur héldu kvöldverð- arboð honum til heiðurs. Eins og alltaf var það haldið heima hjá þeim hjónum á Selvogsgrunni 27. General Motors var þá stærsta fyrirtæki heims með um 750.000 starfsmenn. Mér er það í fersku minni að ég hugsaði með sjálfum mér þetta kvöld að hefði ég ekki vitað deili á mönn- unum sem sátu í öndvegi hefði ég tví- mælalaust haldið að Erlendur væri forstjóri hins bandaríska stórfyrir- tækis. Þannig var persóna Erlendar enda naut hann virðingar hvar sem hann kom bæði hjá háum sem lágum. En það var ekki aðeins á heimili sínu sem Erlendur og Margrét voru óþreytandi gestgjafar fyrir við- skiptavini Sambandsins og sam- starfsfólk heldur buðu þau reglulega gestum jafnt innlendum sem útlend- um í sumarbústað sinn í Hraunbúð- um í Landbroti. Þar sá Margrét ein og óstudd um allan undirbúning, matseld og gistingu fyrir allt að 8–10 gesti í einu, oft á sumri, og stundum í marga daga í einu, og leit á það sem ólaunaða þegnskylduvinnu fyrir Sambandið. Á meðan var Erlendur hrókur alls fagnaðar og hélt mönn- um að veiðiskap þar sem menn gátu veitt lax, urriða, sjóbirting og bleikju allt eftir því hvað guð gaf. Veit ég til þess að erlendum gestum sem boðið var í Hraunbúðir leið þessi gestrisni aldrei úr minni. Nú er runnin upp kveðjustund. Eigi má sköpum renna. En mikil saga er að baki sem síðar verður skráð þegar tíminn hefur gefið okk- ur þá dýpt og þá fjarlægð sem þarf til að meta söguna. Örninn er floginn á vit feðra sinna. Við horfum á eftir honum er hann flytur sig um set með þungum vængjatökum á vit fegurri og friðsælli heima. Þorsteinn Ólafsson. Erlendur Einarsson markaði djúp spor í samtíð sína. Hann var ungur að árum þegar hann skipaði sér í for- ystusveit samvinnumanna á Íslandi. Hann var foringi þeirra um margra áratuga skeið. Sem forstjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga stýrði hann stærsta fyrirtæki lands- ins og var jafnframt samstarfsmaður og ráðgjafi samvinnufélaga um allt land. Hann var í forystu á miklum umbreytingar- og uppbyggingar- tíma samvinnuhreyfingarinnar og samfélagsins alls. Samvinnufélagsformið hentaði ákaflega vel fyrir Íslendinga við að móta framtíð sína eftir lýðveldis- stofnunina, enda byggt á samtaka- mætti fjöldans. – Erlendur var glæsilegur foringi í því starfi. Samvinnufélögin voru jafnframt brjóstvörn byggðanna um allt land. Með sameiginlegu átaki Sambands- ins, kaupfélaganna og fyrirtækja þeirra voru stigin mikil framfara- spor í landinu. Mér finnst ég hafa þekkt Erlend Einarsson allt mitt líf. Í bernsku heyrði ég talað um þennan unga og vaska mann sem naut mikils álits og trausts og sóknarhugur var mikill í samvinnumönnum um allt land undir hans forystu. Seinna kynntist ég Erlendi vel og upplifði af eigin raun hæfileika hans til að sækja fram og láta gott af sér leiða. Á 75 ára afmæli Sambandsins sagði Erlendur m.a. í ræðu sinni „til að láta hugsjónir rætast þarf fram- tak, atorku og manndóm“. Erlendur sá hugsjónir rætast og hafði það til að bera sem þurfti. En hann sá líka hugsjónir sínar verða fyrir áföllum sem voru honum mikil vonbrigði. Breyttir tímar, aðrar lausnir og ný nálgun ásamt breyttum þörfum sam- félagsins gerðu endurskipulagningu á samvinnufélögum nauðsynlega. Breytt viðskiptaumhverfi og al- þjóðavæðing kallaði á umbyltingu, en grunnurinn sem þetta starf lagði stendur enn og á honum hefur verið byggt. Erlendur hikaði aldrei við að tak- ast á við stór mál og erfið verkefni. Hann hafði eðli skaftfellsku vatna- mannanna sem lögðu óhræddir út í stórfljót, en gengu samt fram af var- færni og virðingu fyrir því afli sem í þeim leyndist. Nú er lífsferð þessa góða og mæta manns á enda og eftir lifir minningin um góðan dreng sem skilur eftir sig óvenjudrjúgt dagsverk. Hann starfaði allt sitt líf á vett- vangi Framsóknarflokksins og gegndi þar fjölda trúnaðarstarfa. Hann tók virkan þátt í störfum flokksins og lagði mikið af mörkum á sviði þjóðmála og fyrir þau störf vil ég þakka sérstaklega. Það er ómet- anlegt að njóta reynslu slíkra manna á vettvangi stjórnmálanna. En Er- lendur var ekki einn, hann átti marga góða og trausta samstarfs- menn, en þéttast af öllum stóð Mar- grét kona hans við hlið hans og var honum styrkur í vandasömum verk- efnum. Það var ógleymanlegt að koma á heimili þeirra þar sem ríkti mikil gestrisni og gleði. Samstarf þeirra var einstakt og farsælt í einu og öllu. Ég vil fyrir hönd Framsóknar- flokksins þakka, á þessari kveðju- stund, mikilvæg störf í þágu lands og þjóðar. Við Sigurjóna og Guðrún, móðir mín, færum Margréti og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja hana um alla framtíð. Einar Benediktsson segir í kvæð- inu Morgunn: Hvert augnablikskast, hvert æðaslag er eilífðarbrot. Þú ert krafinn til starfa. Hvað vannstu drottins veröld til þarfa, þess verðurðu spurður um sólarlag. Erlendi verður ekki svara vant við sitt sólarlag. Guð blessi minningu Erlendar Einarssonar. Halldór Ásgrímsson. Það fór ekki hjá því að við, sem vorum nýliðar í Sambandi íslenskra samvinnufélaga um og upp úr miðri síðustu öld, litum aðdáunaraugum til þess unga og vaska manns sem á þessum árum var að gera Samvinnu- tryggingar að stærsta og öflugasta tryggingafélagi landsins. Við vissum að hann hét Erlendur Einarsson, var ættaður úr Vík í Mýrdal og átti að baki sér nám í banka- og trygginga- fræðum í Bandaríkjunum og á Bret- landi. Hann var aðeins 25 ára að aldri þegar hann stofnsetti Sam- vinnutryggingar af þeirri atorku og þeim dugnaði, sem einkenndu hann alla ævi, og að sjálfsögðu var við- skiptavild Sambandsins og kaup- félaganna þáttur í þeim meðbyr sem fylgdi þessu fyrsta stórvirki hans á vettvangi samvinnustarfsins. Það var ekkert launungarmál að Erlendur var handgenginn Vilhjálmi Þór, þáverandi forstjóra Sambands- ins, sem á þessum tíma stóð á hátindi framkvæmdaferils síns. Það var Vil- hjálmur sem hafði fengið Erlend til að vinna að stofnun Samvinnutrygg- inga og stýra félaginu fyrstu átta ár- in. Þegar Vilhjálmur lét af forstjóra- starfinu í árslok 1954, var Erlendur ráðinn til að taka við því starfi – þá aðeins 33ja ára að aldri. Erlendur var forstjóri Sambandsins í tæplega þriðjung aldar – til 1. september 1986 – en þá lét hann af því starfi fyr- ir aldurs sakir. Á þeirra tíma mælikvarða var Sambandið orðið öflugt fyrirtæki þegar Erlendur tók þar við stjórn- artaumum. Undir forystu hans átti fyrir því að liggja að eflast enn frek- ar á mörgum sviðum og er þá vísað bæði til starfsemi Sambandsins sjálfs og fyrirtækja sem voru í meiri- hlutaeigu þess. Mun óhætt að full- yrða að á þeim áratugum sem Er- lendur var í forstjórastarfi hjá Sambandinu hafi naumast verið um að ræða annað starf viðameira í ís- lensku viðskiptalífi. Sambandið með deildum sínum var á þeim tíma jafn- an talið stærsta fyrirtæki landsins og sinnti verkefnum á fjölmörgum sviðum. Í forstjóratíð Erlends voru við- skiptadeildir Sambandsins lengst af sex og stýrði sérstakur fram- kvæmdastjóri hverri. Þetta voru bú- vörudeild, sjávarafurðadeild, inn- flutningsdeild (síðar nefnd verslunardeild), véladeild, iðnaðar- deild og skipadeild. Um 1970 var skipulags- og fræðsludeild sett á laggirnar og tæpum áratug síðar fjármáladeild. Starfsemi tveggja síð- astnefndu deildanna átti sér að sjálf- sögðu langa sögu innan Sambands- ins en með þessari breytingu voru þessum tveim deildum settir sér- stakir framkvæmdastjórar. Fram- kvæmdastjórarnir átta, ásamt for- stjóra, mynduðu framkvæmdastjórn Sambandsins sem kom saman til fundar einu sinni í viku undir forsæti Erlends. Innan vébanda Sambandsins fór fram margvísleg starfsemi, sem ekki var á viðskiptasviðinu en gegndi engu að síður þýðingarmiklu hlut- verki á vettvangi samvinnustarfsins. Sem dæmi um þetta má nefna hina viðamiklu fræðslustarfsemi en á hennar vegum voru Samvinnuskól- inn að Bifröst, Bréfaskólinn og tíma- ritið Samvinnan. Enn má nefna teiknistofu í Reykjavík, skrifstofu- hald í Kaupmannahöfn, Leith, Lond- on og Hamborg og margt fleira. Fyrir utan það að vaka yfir þessu starfi öllu í góðri samvinnu við fram- kvæmdastjóra og forstöðumenn kom það í hlut Erlends að gæta hags- muna Sambandsins í stjórnum fjöl- margra dóttur- og samstarfsfyrir- tækja – innan lands og utan – að jafnaði sem stjórnarformaður. Eru flest þessara fyrirtækja talin upp í inngangskafla þessara minningar- orða. Þar kemur líka fram að Er- lendur átti stóran hlut að alþjóðlegu samvinnustarfi sem stjórnarmaður í Alþjóðasamvinnusambandinu (ICA) frá 1955 til 1993 og í stjórn Norræna Samvinnusambandsins (NAF) frá 1955 til 1986. Hann sagði mér ein- hvern tíma að enginn hefði setið jafnlengi honum í stjórn ICA. Í hita óvandaðrar fjölmiðlaum- ræðu heyrir maður því stundum haldið fram að hin viðamiklu við- skipti Sambandsins séu rokin út í veður og vind og sjái þeirra nú hvergi stað í íslensku atvinnulífi. Þetta er hinn mesti misskilningur. Meginþættir þeirra viðskipta, sem áttu sér stað í deildum Sambandsins og í helstu dótturfélögum þess, lifa áfram sínu lífi, ýmist í félögum sem enn bera nokkurn veginn sama heiti og á „Sambandstímanum“ (Olíufé- lagið, Samskip, Iceland Seafood Corporation, Iceland Seafood Ltd) eða þá í nýjum félögum, sem orðið hafa til við samruna við nýja sam- starfsaðila (Vátryggingafélag Ís- lands, SÍF, Búr). Ég veit að Erlendi var það mikið gleðiefni að „Samband of Iceland“, vörumerki Sambandsins fyrir fryst- ar sjávarafurðir, skyldi halda áfram Erlendur ásamt Margréti fyrir utan sumarbústað þeirra í Landbroti eftir ánægjulega veiðiferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.