Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 35 STEFNUMÖRKUN Sam-bands íslenskra sveitarfé-laga í byggðamálum varkynnt í gær. Sambandið leggur til að unnið verði að fram- gangi byggðamála með það að markmiði að búsetuskilyrði í land- inu verði sem fjölbreytilegust og standist á hverjum tíma samkeppni um fólk við nálæg lönd og að byggð dreifist sem víðast um landið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður sambandsins, segir að vissu- lega hafi ýmis viðkvæm mál verið rædd í tengslum við tillögugerðina en það sé þó ákaflega mikils vert að tillögurnar hafi verið samþykktar samhljóða þannig að sveitarfélögin séu einhuga í stefnumörkuninni. „Ég hef sagt að það sé mjög mik- ilvægt að sveitarstjórnarmenn hafi ákveðnar skoðanir á framvindu mála sem með einum eða öðrum hætti munu hafa áhrif á þróun byggðamála og sveitarstjórnarstig- ið í landinu. Ég tel að þeir eigi að vera í forystusveit þeirra sem taka slíkar ákvarðanir en eigi ekki bara að bíða eftir því sem aðrir leggja fram, með fullri virðingu fyrir slík- um tillögum. Það tókst að ná góðri sátt um stefnumörkun í byggða- málum og þessi stefnumörkun er að mínu viti bæði trúverðug og raunhæf.“ Sameiningarmálin verði tekin föstum tökum Í tillögunum er m.a. tekið á sam- einingarmálum sveitarfélaga og segir þar að stefnt skuli að stækk- un og eflingu þeirra. Unnið skuli að því á fyrri hluta næsta kjörtímabils að stækka sveitarfélögin með frjálsum sameiningum og í þeirri vinnu verði við það miðað að stærð þeirra nái að minnsta kosti yfir heildstæð atvinnu- og þjónustu- svæði. Í tillögunni segir að náist þetta markmið ekki á þeim tíma skuli Samband sveitarfélaga beita sér fyrir því, í samráði við ríkis- valdið, að leitað verði annarra leiða til þess að markmiðið náist fyrir lok kjörtímabilsins 2006, þ.e. að sveitarfélögin verði á bilinu 30–50 talsins. Vihjálmur segir að náðst hafi mikill árangur í þessum efn- um, sveitarfélögin hafi verið 204 árið 1990 en verði 105 í vor. Það þurfi þó að gera enn betur og ljúka þessu verkefni. Hann segir að vissulega hafi verið nokkur styr um þetta atriði en menn verði að hugsa um hagsmuni heildarinnar. Mark- miðinu megi t.d. ná með því að hækka ákvæði um lágmarksíbúa- tölu í sveitarfélagi með lögum frá Alþingi. Það séu þó til fleiri en ein leið en mestu máli skipti að þetta náist fram í sem mestri sátt. Vil- hjálmur tók fram að reynsla manna af sameiningu sveitarfélaga til þessa væri góð þótt ekki hefði hún alltaf fallið öllum í geð. Uppbygging kjarna á Ísafjarð- arsvæðinu og Mið-Austurlandi Þá er lagt til að skattalegum að- gerðum verði beitt til þess að hafa áhrif á byggðaþróun, s.s. í gegnum tekju-, eigna- eða þungaskatt. Slíkt þekkist í öðrum löndum í Evrópu sem þó hafi ekki orð á sér fyrir að brjóta gegn jafnræði á milli þegn- anna. Vilhjálmur tekur fram að þarna sé vissulega um viðkvæmt mál að ræða en full ástæða sé til þess að skoða þessa möguleika. Lagt er til að byggt verði upp öflugt þjónustu- og vaxtarsvæði á Eyjarfjarðarsvæðinu sem valkost við höfuðborgarsvæðið en í öðrum landshlutum verði byggð upp öflug þjónustu- og vaxtarsvæði, lands- hlutakjarnar. Vegna stöðunnar í búferlaflutningum innanlands verði fyrst í stað lögð áhersla á uppbygg- ingu slíkra kjarna á Ísafjarðar- svæðinu og Mið-Austurlandi en fólksflótti sé mestur þaðan. Vilhjálmur segir mikilvægt að tryggja samkeppnisgetu höfuð- borgarsvæðisins gagnvart útlönd- um þannig að þar geti þróast öflugt alþjóðlegt atvinnu- og efnahagsum- hverfi. Fyrir landið í heild sé mjög mikilvægt að tryggja öflugt höfuð- borgarsvæði. Tekið skuli fram að skilgreining Sambandsins á áhrifa- svæði höfuðborgar sé Reykjanes, Vesturland og Suðurland þótt áhrifa höfuðborgarsvæðisins gæti mismunandi mikið eftir fjarlægð. Stefnt að betri nýtingu fjármuna Samband sveitarfélaga leggur til að endurskoðun á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga verði hraðað og samstarfsverkefnum fækkað á sem flestum sviðum, svo sem í mál- efnum fatlaðra, heilbrigðisþjón- ustu, framhaldsskólum, tónlistar- námi og húsnæðismálum. Þá er lagt til að atvinnuþróun- arstarf á landsbyggðinni verði end- urskipulagt með það að markmiði að þeir fjármunir sem til þess er varið nýtist betur en nú er. Einnig verði samvinna opinberra sjóða sem vinna að eflingu atvinnulífs aukin og kostir þess skoðaðir að sameina þá í einn deildaskiptan sjóð sem veiti fjármagni til ráð- gjafar og hlutafjárþátttöku og marki ákveðna stefnu um upp- byggingu ákveðinna atvinnuþátta. Morgunblaðið/Golli Sigurgeir Sigurðsson, formaður nefndarinnar um byggðamál, og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nauðsynlegt að ljúka sameiningu sveitarfélaganna Samband íslenskra sveitarfélaga hefur kynnt stefnumörkun í byggðamálum þar sem m.a. var tekið á viðkvæmum málum eins og sameiningu sveitarfélaganna, upp- byggingu landshlutakjarna og skattamálum. atvinnu- kvarðanir ingar bú- r það svo, r réttlæti kannski ð harðast óðina inn í ð komum rir að at- og þannig að vaxta- bankans? alvöru að ru í evru- ið það að t í löndum ðu hentað u sem við höfum háð að undanförnu við þensluna? Ég held ekki. Þvert á móti sýnir reynsla okkar Íslend- inga nú svo ekki verður um villst að sveigjanleiki í hagstjórn er grund- vallaratriði ef takast á að verja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinn- ar,“ sagði Davíð. Hafa tryggt mjúka lendingu efnahagslífsins Forsætisráðherra fjallaði einnig um reynsluna af auknu sjálfstæði Seðlabankans og forræði bankans á vaxtaákvörðunum og sagði ekki fara á milli mála að þeir sem um vaxtamál véluðu innan bankans teldu að hér hefði allt verið fyrir löngu farið í bál og brand ef stýri- vextir bankans væru þeir sömu og stýrivextir Evrópska seðlabank- ans. „Sú ákvörðun að auka sjálf- stæði bankans, setja honum verð- bólgumarkmið og fela honum forræði yfir vaxtaákvörðunum var einmitt byggð á þeirri forsendu að þar með væri best tryggt að stefn- an í peningamálum þjóðarinnar væri í samræmi við efnahagsað- stæður bæði í bráð og lengd. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar, peningamálastefnan og ábyrg af- staða aðila vinnumarkaðarins hafa nú tryggt mjúka lendingu efna- hagslífsins. Dregið hefur úr spennu á vinnumarkaði, umskipti hafa orðið á viðskiptajöfnuðinum, gengi íslensku krónunar hefur styrkst og haldist stöðugt og verð- bólga nálgast nú óðfluga það mark sem bankanum var sett að halda henni innan. Það er því eðlilegt að síðustu vikur og mánuði hafi mjög verið horft til Seðlabankans og vaxtaákvarðana hans. Þétt taum- hald bankans var óumdeilanlega nauðsynlegt á meðan hallaði undan fæti. Nú er jafnara undir og því ber að fagna að bankinn meti það svo að vaxtalækkunarferill geti nú haf- ist í þeim tilgangi að íslenskt efna- hagslíf fái betra svigrúm til að vaxa og dafna. Eins og fram kom hjá formanni bankastjórnar hér áðan mun bankinn þó fara að öllu með gát, eins og honum er auðvitað bæði rétt og skylt,“ sagði Davíð Oddsson í ræðu sinni. kkun stýrivaxta Seðlabankans í ræðu á ársfundi bankans nvægi er að í hagkerfinu ði á ársfundi Seðlabankans að gott jafnvægi væri að í að bankinn mæti það svo að vaxtalækkunarferill það þyrfti yfirgripsmikið þekkingarleysi til að kom- æti nokkru sinni endurspeglað íslenskan veruleika. Morgunblaðið/Þorkell na. Seðla- umhverfi, og Efna- Evrópu, um geng- stundum í æri sú að ru sjálfum i og geng- il áhrif á etur hins orfa fram áhrif sem g. Tregða vexti síð- st áhyggj- nnar. Þótt muni líkast oka þessa anfarinna æmt fyrir og hefur ðustu vik- numarkaði valdið því að þessi skammtímasjónarmið hafa vegið þyngra en ella í afstöðu Seðla- bankans. Bankinn hefur talið það af- ar mikilvægt að stuðla að því að rauðu strikin haldi. Þá er það einnig ljóst af þeim tölum sem hafa verið að berast úr hagkerfinu allt til þessa, að öldufaldur þenslu og spennu í efna- hagslífinu reis hærra en áður var tal- ið og hefur hnigið hægar og minna en reiknað var með,“ sagði Birgir Ís- leifur Gunnarsson. Viðburðaríkt ár í fyrra Birgir Ísleifur sagði í ræðu sinni á ársfundinum að árið 2001 hefði verið viðburðaríkt í sögu Seðlabankans. Ný lög um bankann hefðu tekið gildi og breytingar hefðu verið gerðar á undirstöðum peningastefnunnar. Hann sagði að með hinum nýju lög- um hefði bankanum verið tryggt fullt sjálfstæði til þess að beita stjórntækjum sínum í þágu verð- bólgumarkmiðs og að það væri lík- lega mikilvægasta nýmælið í lögun- um. Þá sagði hann að þáttaskil hefðu orðið í sögu gengismála og fram- kvæmd peningastefnu á Íslandi þeg- ar formlegt verðbólgumarkmið var tekið upp á síðasta ári og horfið var frá því að nota stöðugt gengi sem millimarkmið og akkeri peninga- stefnunnar. Stöðugt gengi hefði ver- ið kjölfesta peningastefnunnar með einhverju móti nánast alla tíð frá því að krónan varð til sem sjálfstæður gjaldmiðill, þótt sveigjanleikinn hefði stundum verið svo mikill að jaðraði við flot. Um verðbólguhorfur sagði Birgir Ísleifur að líkur hefðu aukist á að síð- asta verðbólguspá Seðlabankans frá því í byrjun febrúar mundi standast. Sú staðreynd að gengi íslensku krónunnar hefði lækkað um 2,32% síðan verðbólguspáin var gerð yki líkurnar á því að markmiðið um 2,5% verðbólgu næðist á árinu 2003. sfundi bankans í gær ngis- undir- ðbólga ið/Þorkell i á árs- að verð- ars þess a. FORSVARSMENN fjár- málastofnana, sem Morg- unblaðið hafði samband við, lýstu yfir ánægju með boðaða lækkun á stýrivöxtum Seðlabank- ans í gær. „Okkur líst afar vel á ákvörðun Seðlabankans um að lækka stýrivexti um 0,5%, og teljum hana hafa verið afar vel rök- studda á ársfundi bank- ans og tímabæra, eins og fram hefur komið áður,“ segir Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands hf. „Ég vil lýsa mikilli ánægju með að ferill vaxtalækkana er hafinn.“ Hann segir að Lands- bankinn muni tilkynna frekari vaxtalækkanir í dag, sem í aðalatriðum muni taka mið af því sem Seðlabankinn hefur gert. Árni Tómasson, banka- stjóri Búnaðarbanka Ís- lands hf., segir vaxta- lækkun Seðlabankans í samræmi við það sem Búnaðarbankinn hafi ver- ið búinn að leggja mat á og hafi fylgt fram með til- kynningu um lækkun vaxta í síðustu viku. Svo sé að sjá sem Seðlabank- inn hafi metið stöðuna með hliðstæðum hætti. „Við höfum í hyggju að fylgja eftir þessari lækk- un, að svo miklu leyti sem hún var ekki þegar komin fram, í fyrri ákvörðunum okkar. Þegar á heildina er litið munum við fylgja ákvörðun Seðlabankans eftir í öllum meginatriðum. Inn- lánsvextir munu sennilega ekki lækka eins mikið en vaxtalækk- uninni verður fylgt eftir að fullu í öllu því sem máli skiptir varðandi útlánin,“ segir Árni Tómasson. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka hf., segist fagna þessu skrefi Seðlabankans, að lækka vaxtastigið í landinu. Það hafi að mati Íslandsbanka verið tímabært í nokkurn tíma. „Mikilvægt er að vextir á peningamarkaði fylgi eftir og lækki að sama skapi,“ segir Bjarni. „Það hefur ekki gerst í síðustu tveimur vaxtalækkunum Seðlabankans. Því hlýtur það að vera Seðlabank- anum keppikefli að búa svo um hnútana að svo verði nú. Leiðir til þess snúa að því að auka pen- ingamagnið í umferð.“ Bjarni segir að Seðla- bankinn ákvarði vaxta- stigið í landinu. Íslands- banki muni fylgja Seðlabankanum í vaxta- lækkun hans. Ákvarðanir um nákvæma útfærslu á því verði væntanlega teknar í dag. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir að með vaxtalækkun Seðlabankans sé komin heilsteypt vaxtastefna, þar sem allir aðilar vinni að sama marki. Hann segir ljóst að við- skiptabankarnir hafi stig- ið ákveðið skref í síðustu viku er þeir tilkynntu fyr- irhugaða vaxtalækkun sína og nú styðji Seðla- bankinn við þá viðleitni þeirra. Þar með sé ljóst að sparisjóðirnir muni fylgja sömu línu. Vonandi verði þetta til þess að framhald verði á því að menn taki höndum saman um að ná niður verðbólgunni. „Ég held að það skref sem Seðlabankinn er að stíga sé mjög raunsætt,“ segir Guðmundur. „Það hefur náðst mikill árangur í að ná niður verðbólgunni og ég tel að það sé mikilvægt að allir gangi í takt. Ég held að þetta sé viðleitni til að skapa þá festu sem menn vilja ná.“ Guðmundur segir að sparisjóð- irnir muni lækka vexti með svip- uðum hætti og á sama tíma og við- skiptabankarnir, um næstkomandi mánaðamót. Árni Tómasson Halldór J. Kristjánsson Bjarni Ármannsson Guðmundur Hauksson Forsvarsmenn fjármálastofnana Vaxtalækkun mun taka mið af ákvörðun Seðlabankans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.