Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 41 ✝ Kristjana Aðal-heiður Lindquist fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1924. Hún lést á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Franklín Lindquist, f. í Kaup- mannahöfn 12. ágúst 1897, d. 29. júní 1972, og Guðrún Jónsdótt- ir, f. á Hrauni í Dýra- firði 30. nóv. 1891, d. 24. jan. 1986. Krist- jana var elst þriggja barna þeirra hjóna. Hinn 7. nóv. 1942 giftist Krist- jana Brynjólfi Kr. Björnssyni, f. 29. des. 1917, d. 1. jan. 1975. Börn þeirra eru: 1) Franklín, f. 29. ágúst 1942, d. 22. okt. 1987. Ekkja Jenný Lind Þórðar- dóttir. 2) Guðrún, f. 1. apríl 1944. 3) Björn, f. 18. maí 1946, maki Úndína Bergmann. 4) Alma, f. 29. maí 1948, maki Jónas Ragnarsson. 5) Inga, f. 11. mars 1956, sambýlismað- ur Viðar Jónsson. 6) Kristinn, f. 27. okt. 1957, maki Anna Lilja Reimarsdóttir. Kristjana var hús- móðir fram að frá- falli Brynjólfs en starfaði síðan lengst af hjá Íþróttafélaginu Gerplu í Kópa- vogi. Ömmubörn Kristjönu eru 16 talsins og langömmubörnin níu. Útför Kristjönu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ættingjum, barnabörn, bregður nú við. Amma er horfin heim; hér veitti lið. Móðir og kona kær, kveðjunnar þýði blær, fylgi þér fagurskær, framtíð sem nær. (Ók. höf.) Kveðja. Ástvinir. Elsku amma mín. Mig langaði að segja þér hversu vænt mér þykir um að hafa fengið að eiga þessar góðu stundir saman sem við áttum. Tíminn sem við áttum saman um jólin, þegar öll fjölskyldan kom alltaf saman heima hjá þér og við borðuð- um bestu purusteikina sem þú varst vön að elda. Og þegar við vorum að spila spurningaspilið og þú svaraðir alltaf þegar það var ekki verið að spyrja þig. Eins þegar við komum í heimsókn til þín og vorum að skoða gamlar myndir af fjölskyldunni, það vorum fyndnar og skemmtilegar stundir og við áttum fullt af þeim. En það er mjög gott að vita það að stuttu áður en þú kvaddir okkur áttir þú skemmtilega tíma með fjölskyld- unni. En nú ertu farin frá okkur, samt finnst mér þú vera hjá mér. Mér fannst svo gott að sjá þig eftir að þú kvaddir okkur, þér leið svo vel og ert eflaust ánægð þar sem þú ert núna. Megir þú hvíla í friði, elsku amma mín. Ég elska þig. Nanna Björnsdóttir. Kveðja frá íþróttafélaginu Gerplu í Kópavogi Miðvikudaginn 27. mars verður Kristjana Lindqvist til grafar borin. Kristjana var í hópi þeirra kvenna sem voru frumkvöðlar að stofnun íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi árið 1971. Þá voru tækifæri til íþrótta- og tómstundaiðkana ekki eins fjölbreytt og nú er. Þar sem þá skorti aðstöðu í Kópavoginum til iðk- unar fimleika, var einfaldlega drifið í því að bæta þar úr, með stofnun fé- lags og að koma upp félags- og íþróttaaðstöðu. Fyrstu árin byggðu á ómældri vinnu fjölmargra sjálfboða- liða og það vill stundum gleymast svo löngu síðar, að sú elja og atorka sem frumkvöðlarnir bjuggu yfir, er sú undirstaða sem árangur og vel- gengni iðkendanna í dag byggir á. Frumkvöðlarnir skilja eftir sig arf- leifð. Sjaldan er það þó eins afger- andi eins og lýsir sér í kaupum og breytingum á húsnæði því sem nú er íþróttahús Gerplu á Skemmuvegin- um í Kópavogi, nema ef væri sú breyting sem stofnun félagsins hafði í för með sér fyrir fimleikaiðkun á Ís- landi. Kristjana tók virkan þátt í félags- og í þróttastarfi Gerplu á upphafs- árunum og fljótlega eftir að íþrótta- húsið opnaði, tók hún við baðvarð- arstarfi í húsinu og gengdi því með miklum sóma til starfsloka. Hún var ötull þátttakandi og skipuleggjandi hinna ýmsu ferðalaga Gerplu á upp- hafsárunum og átti ríkan þátt í skipulagningu keppna og sýninga sem félagið stóð fyrir. Þar lagði hún ríka áherslu á aðbúnað starfsfólks, dómara og þjálfara sem oft þurftu að dvelja á keppnisstað heilu helgarnar. Fimleikar eru fyrst og fremst íþrótt og líkamsrækt barna og unglinga. Til þess að ná árangri á fullorðinsárum þarf hins vegar slíka ástundun að vart er á færi nema atvinnumanna. Aðbúnaður og umsjón hinna ungu þátttakanda er því mikilvæg blanda af aga og ástúð, hvatningu og hugg- unar allra þeirra sem að málum koma. Í baðvarðarhlutverkinu naut Kristjana því sín til fullnustu, þar sem þrengslin í Gerpluhúsinu gerðu það að verkum að nauðsynlegt var að beita nærgætni og athygli, vera allt- af nálæg án þess að vera áberandi eða yfirþyrmandi. Áhrifa Kristjönu gætir því víða í lífshlaupi þeirra fjölda Gerplufélaga sem fóru í gegn- um þennan tíma og nutu hjálpar hennar og leiðsagnar. Kristjana varð heiðursfélagi Gerplu á 20 ára afmæli félagsins 1991. Starfsemi og rekstur íþróttafélaga hefur breyst mikið á þessum tíma. Hraði og fjölbreyttni samtímans gera það sífellt erfiðara að fá sjálf- boðaliða til starfa. Án þeirra ganga hins vegar íþróttafélögin ekki. Það er því mikilvægt að missa ekki sjónar af þeim sem hafa skapað undirstöðu þess sem er í dag. Við í Gerplu höfum notið þess að frumkvöðlarnir hafa verið sýnilegir þeim sem nú hafa tek- ið við og sýnt þeim hvað er mikilvægt og hvað er til fyrirmyndar. Íþróttir þurfa að rækta saman líkamlega og mannlega eiginleika. Gerpla býr að framlagi Kristjönu að því verkefni og verður það seint þakkað. Gerpla sendir öllum ástvinum Kristjönu hugheilar samúðarkveðjur. Kristján Erlendsson formaður. Þegar horft er til baka sést vel að Gerpluárin voru meira en æfingar og þjálfun. Félagsþátturinn var ekki síður mikilvægur, hvað það var gaman að koma á æfingar og hitta alla, að koma í Gerpluhúsið var eins og að ganga inn í sérstakan heim þar sem hver hafði sitt mikilvæga hlut- verk. Kristjana var baðvörður í Gerpluhúsinu þegar við vorum að æfa þar. Segja má að æfingarnar hafi bæði byrjað og endað inni í bað- varðarklefanum. Nú ef illa gekk á æfingu var gott að koma til Krist- jönu og fá kælipoka, plástur eða bara nokkur huggunarorð frá henni. Í baðvarðarklefanum gekk oft mikið á. Þangað fórum við til að spjalla og voru umræðurnar oft líf- legar. Stundum var líka gott að koma bara til að sitja og þegja í ör- ygginu hjá Kristjönu. Hún skamm- aði okkur líka þegar þess var þörf og oftar en ekki var það þegar við vorum of seinar að losa salinn fyrir fótboltann. En Kristjana gegndi fleiri hlut- verkum í Gerplu því hún tók virkan þátt í félagslífinu og fór með okkur í ferðalög innan lands sem utan. Alltaf var hún boðin og búin að aðstoða með veitingar fyrir samkomur, hvort heldur þær væru inni í Gerpluhúsi eða mót og sýningar á vegum Fim- leikasambandsins. Þá stóð hún sína vakt niðri í kjall- ara Laugardalshallarinnar og beið með heitt á könnunni og sitt ógleym- anlega salat þegar við komum eftir mótin, þá orðnar dómarar og hættar að keppa sjálfar. Eftir að við urðum þjálfarar sótt- um við áfram inn í baðvarðarklefa til Kristjönu en nú var það frekar til að fá kaffi og ræða málin. Og við vissum að nemendur okkar fengju hlýtt við- mót þegar þær kæmu fram í leit að hárteygju, plástri eða einhverju slíku. Við hugsum með söknuði til þess- ara skemmtilegu ára. Fyrir hönd stelpnanna í Gerplu Hrund Þorgeirsdóttir. KRISTJANA AÐAL- HEIÐUR LINDQUIST ✝ Ólafur Sigurðs-son fæddist í Vestmannaeyjum 17. nóvember 1909. Hann lést á Drop- laugarstöðum 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Gunnars- son, f. 17. sept. 1883, d. 1917, og k.h. Guð- björg Jónsdóttir, f. 12. feb. 1879, d. 1946. Bróðir Ólafs var Sigurður, f. 21. apríl 1914, d. 1982. Kona Ólafs var Anna Karlsdóttir, f. 11. júní 1916, d. 28. feb. 1980. Foreldrar hennar voru Karl Magnússon, f. 4. des. 1891, d. 1983, og k.h. Anna Frið- riksdóttir, f. 13. júní 1895, d. 1980. Börn Ólafs og Önnu eru: 1) Brynj- ar, f. 3. júní 1937, d. 26. ág. 1981. Hann var kvæntur Rósu Ámunda- dóttur, f. 6. ág. 1941. Börn þeirra eru: a) Anna Ragnheiður, f. 24. apr. 1964, maður hennar er ur, f. 10. okt. 1974, þau eiga þrjú börn. 4) Katrín, f. 4.jan. 1947, maður hennar er Hreinn Hall- dórsson, f. 5. jan. 1945. Börn þeirra eru : a) Hilmir Þór, f. 13. jan. 1971, í sambúð með Kristínu Elfu Axelsdóttur, f. 7. sept. 1979, þau eiga einn son. b) Íris Anna, f. 27. maí 1973, hún á einn son. c) Harpa Sif, f. 12. apríl 1978, hún á einn son. 5) Hólmfríður Björg, f. 10. apríl 1954, maður hennar er Helgi Sveinbjörnsson, f. 30. jan. 1949. Björg á dótturina Gunni Ösp Jónsdóttur, f. 3. okt. 1980, hún er í sambúð með Matthíasi Líndal Jónssyni, f. 31. jan. 1980. Helgi á soninn Ívar Örn, f. 15. des. 1978. Börn Bjargar og Helga : a) Egill Óli, f. 3. apríl, 1996, b) Rann- veig Góa, f. 22. júní 1998. Ólafur fluttist ungur frá Vest- mannaeyjum að Hólmum í Land- eyjum. Hann fór snemma að vinna ýmis störf til sjós og lands. Hann bjó á Siglufirði frá 1935–1955, en þá fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Akraness og þaðan til Reykjavíkur árið1959. Þar bjó Ólafur til dánardags. Hann vann hjá Símanum þar til hann komst á eftirlaunaaldur. Útför Ólafs fór fram frá Foss- vogskirkju 26. mars. Björgvin Lárusson, f. 1. maí 1965, þau eiga fjögur börn. b) Ólafur Karl, f. 1. jan.1966, kona hans er Guðríð- ur Einarsdóttir, f. 15. maí 1968, þau eiga tvö börn. c) Brynja, f. 5. sept. 1967, maður hennar er Árni Pét- ursson, f. 26. apríl, 1966, þau eiga tvö börn. d) Halldóra, f. 28. feb. 1970, maður hennar er Freyr Bragason, f. 20. nóv. 1969, þau eiga tvö börn. 2) Guðbjörg, f. 17. júní 1941. Dóttir hennar er Linda Björk Árnadóttir, f. 7. mars 1968, hún á eina dóttur, 3) Gunnar, f. 20. júní 1943, d. í jan. 1980. Hann var kvæntur Nönnu Guðmannsdóttur, f. 31. ág. 1951. Þau skildu. Börn þeirra eru a) Bylgja Mist, f. 10. des. 1972, hún á tvö börn. b) Ómar Örn, f. 11. jan. 1975, hann er í sambúð með Evu Guðbrandsdótt- …Nú molnar úr því sem Ísland fyrrum var. Með hinum látnu hverfur fjall og fjall. Ég held um þína hönd og finn að bráðum ganga mér úr greipum nokkrar aldir. Nú hverfa þau sem áttu líf með landi og landinu gáfu alla sína daga. Þau sem aldrei þáðu neitt og gáfu þjóðinni sínar bestu næturstundir. Þau sem aldrei þrýstu á aðrar kröfur en þær að fá að leggja harðar að sér. Þau sem létu mótlætið mýkja lund og mættu af auðmýkt hverri vinnustund… (Hallgrímur Helgason.) Afi er dáinn og mig langar að minn- ast hans nokkrum orðum. Hann var fulltrúi þeirrar dugmiklu kynslóðar sem lagði af stað út í lífið í upphafi síð- ustu aldar. Afi hafði ekki nema fjög- urra mánaða menntun í farteskinu; hafði fengið tilsögn í lestri, skrift og reikningi. Þrátt fyrir það sóttist hon- um ferðin vel, bæði á tímum mótvinda og byrja, enda var hann vel búinn til fararinnar. Hann hafði besta vega- nesti sem hugsast gat, óbilandi já- kvæði og trú á lífið sem entist honum alla leið. Afi fæddist í Vestmannaeyjum og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar með for- eldrum sínum. Faðir hans drukknaði í höfninni þar þegar afi var á áttunda ári. Þá var hann sendur til föðurfólks síns í Landeyjum, þar sem hann var fram á unglingsár. Hann fór snemma að vinna fyrir sér og sjá um sig sjálf- ur. Og það þurfti að hafa fyrir lífinu í þá daga. Hann sagði mér einu sinni hvað hann hefði verið glaður, þegar hann sem unglingur gat keypt sér skó fyrir kaupið sitt, því að þeir sem hann átti fyrir hefðu verið lekir og honum búið að vera kalt á fótunum lengi. Þessi harða lífsbarátta unglingsins hefur líklega mótað hann og hert, gert hann að þeim manni sem hann var. Hann var harður af sér, heiðar- legur, duglegur og hlífði sér hvergi. En afi var ekki harður við neinn nema sjálfan sig. Ástvinum sínum sýndi hann hlýju. Ég var svo heppin að fá að njóta hennar í uppvextinum, þar sem ég bjó lengi í sama húsi og hann. Afi bjó einn síðustu árin. Ég leit stundum í heimsókn og oftar en ekki sat hann í stólnum sínum inni í stofu þegar mig bar að. Hann gerði það gjarnan, var hættur að geta lesið eða farið mikið um því að hann hafði að mestu misst sjónina, en var alltaf jafnjákvæður. Ég kom ávallt léttari í skapi úr heimsóknum til afa. Hann hafði lag á því að sjá björtu hliðarnar á öllum málum og samtölin við hann voru mér oftast lærdómsrík. Stund- um sagði hann mér frá atvikum úr æsku sinni, stundum frá því hvernig vinnu hann stundaði sem ungur mað- ur og hvað hann hafði lagt á sig til að koma þaki yfir fjölskyldu sína. Það sem afi sagði mér hljómaði stundum ótrúlega, þar sem sú lífsbarátta sem menn háðu hér fyrr á öldinni er svo fjarlæg nú á tímum allsnægta. En það snerti mig og lærdómurinn sem ég dró af því sem afi sagði og því hvernig afi var, var að vera þakklát fyrir að vera hraust og eiga góða að. Nú hefur afi tekist á hendur ferðalag yfir í annan heim. Það er öruggt að líf- ið þar mun sækjast honum vel. Hann var ferðbúinn, það hafði hann sagt mér fyrir nokkru. Reiðubúinn að hitta þá sem voru farnir á undan honum. Ég kveð afa með söknuði, virðingu og þakklæti fyrir samfylgdina. Linda. ÓLAFUR SIGURÐSSON !"#  !-.  /  "0 " "  "$  %        &' (' )        "*    *        +     "#  %  ! *        1      &,! "   ! $% (   '2        (   3  3, ) -       "    "  "   4 !5 - !5 /  +,"66            7  ( +   8   + 4' + 9   !    + 3&, 4'    2$( 5$ +(  4'   4'    4'   3  3,   ) MORGUNBLAÐIÐ tekur minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Birting minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.