Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ 4.995 frostþol -10 C Nitestar 250 svefnpoki Þriggja manna með himni og fortjaldi APACHE kúlutjald 50+10 lítrar, með stillanlegu baki þyngd aðeins 2,34 kg Ferðabakpoki 0 kr. 13.995 kr. 8.995 kr. tilboð Fermingar- Sími 525 3000 • www.husa.is Nei, nei, hr. Bondevik, Dóri litli er bara að blása sápukúlur. FÓLK sem veiktist af kamfýlóbakt- ersýkli eftir að hafa borðað kjúk- lingalæri frá Reykjagarði á ekki rétt á skaðabótum þar sem Hæstiréttur taldi að ekki hefði tekist að sýna fram á að varan hefði verið haldin ágalla í merkingu laga um skað- semisábyrgð. Með þessu staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðs- dóms Reykjavíkur. Á umbúðum kjúklingalæranna voru leiðbeiningar um að kjötið ætti annaðhvort að gegnumsteikja eða sjóða. Fólkið hélt því fram að Reykja- garði hefði verið kunnugt um sýk- inguna og því hafi merkingar á vör- unni verið ófullnægjandi. Hæsti- réttur taldi að ekki hefði verið leitt nægjanlega í ljós fyrir dómnum að Reykjagarður hefði mátt vita að mikill hluti framleiðslunnar væri sýktur í apríl 1999 og að fyrirtækinu hafi borið að vara sérstaklega við og skora á þá að fylgja leiðbeiningum fast eftir. Var því Reykjagarður sýknaður. Hvor aðili ber málskostnað. Gest- ur Jónsson, hrl. flutti málið f.h. Reykjagarð en Jón Magnússon f.h. fólksins sem veiktist. Engar bæt- ur vegna sýktra kjúklinga ♦ ♦ ♦ SEX hross drápust þegar þau urðu fyrir vöruflutningabíl skammt vest- an Langár á Mýrum aðfaranótt mánudags. Hrossin drápust samstundis en ökumann sakaði ekki. Að sögn lög- reglunnar í Borgarnesi er talið að hrossin hafi sloppið út úr girðingu skömmu áður en þau lentu fyrir bíln- um. Ummerki bentu til þess að hrossin hafi stokkið á hlið og slitið það niður. Talsverðar skemmdir urðu á bíln- um sem er um 20–30 tonn að þyngd. Sex hross urðu fyrir vöru- flutningabíl Fossberg 75 ára í dag Á mér raunar ýmsa drauma SJÖTÍU og fimm áreru langur tími ísögu fyrirtækis á Íslandi, það er ekki svo ýkja langt síðan að þjóðin skreið út úr torfkofunum. Eflaust hefur á ýmsu gengið hjá hérlendu fyrir- tæki með slíkan starfsald- ur, en eitt er víst að slíkt fyrirtæki hefur skapað sér sess sem einn af föstu punktunum í atvinnulífinu og -sögunni. Fyrirtækið Fossberg er einmitt 75 ára um þessar mundir og af því tilefni svaraði Einar Örn Thorlacius nokkrum spurningum Morgun- blaðsins um fortíð, nútíð og framtíð fyrirtækisins. Rektu aðeins söguna, hver stofnaði Fossberg, hvenær og í hvaða mynd? „Það var Gunnlaugur Jónsson Fossberg vél- stjóri, móðurafi minn, sem fór í land á 3. áratug síðustu aldar og stofnaði vélaverslun 27. mars 1927. Hann kenndi hana við sjálf- an sig og nefndi hana G J Foss- berg vélaverslun. Hann verslaði með nauðsynjar fyrir vélstjóra sem hann flutti aðallega inn frá Danmörku. Verslunin hóf starf- semi sína í Hafnarstræti 18 en 1935 var flutt á Vesturgötu 3. 1965 var flutt á Skúlagötu 63 en í árslok 1999 á Suðurlandsbraut 14 þar sem verslunin er nú til húsa. Við notuðum þá tækifærið og styttum nafnið í Fossberg ehf. sem er þjálla, enda hafa við- skiptavinirnir aldrei talað um annað en Fossberg.“ Á hvaða hátt hefur fyrirtækið helst þróast í gegn um tíðina? „Það sem gerir Fossberg kannski dálítið merkilegt fyrir- tæki er hvað það hefur haldið fast við upphafið. Fossberg er enn að mestu leyti í eigu Foss- berg-fjölskyldunnar og selur enn nauðsynjar fyrir vélstjóra! En auðvitað hefur margt breyst. Starfsemin byrjaði í litlu húsnæði en nú erum við með verslun, vörugeymslu, vélasýningarsal og skrifstofur á 1550 fermetrum hér á Suðurlandsbrautinni þar sem B&L var áður. Og vöruúrvalið hefur náttúrlega aukist gríðar- lega. Þess má geta að hér hafa einungis verið tveir forstjórar á eftir stofnandanum, Bjarni R. Jónsson sem stýrði fyrirtækinu af mikilli reisn í 40 ár og svo ég.“ Fyrir hvað stendur Fossberg í dag, hverjar eru helstu áhersl- urnar? „Við köllum okkur „stórmark- að iðnaðarmannsins“, eða kannski „sérverslun iðnaðar- mannsins“. Þótt auðvitað séu all- ir velkomnir til okkar þá eru það málmiðnaðarmennirnir sem hafa verið okkar menn öll þessi ár en eftir að við fluttum á Suðurlands- brautina og keyptum allar eignir og vörubirgðir Iselco árið 2000 höfum við verið að bæta við okk- ur trésmíðavélum og trésmíðavörum. En stærstu vöruflokkarn- ir eru handverkfæri, slípivörur, skurðverk- færi, skrúfboltar, járn- smíðavélar, öryggisvörur og margt fleira.“ Er Fossberg ern öldungur? „Já, ég tel okkur vera það. Við erum í alveg frábæru húsnæði hér á Suðurlandsbrautinni og með gott starfsfólk, en margt af því hefur starfað hjá okkur í nokkra áratugi. Fossberg var að fá fyrir nokkrum vikum einkaum- boð fyrir Metabo-rafmagnsverk- færi sem við erum ákaflega stolt- ir af og flestir þekkja og fyrir nokkrum vikum fengum við sömuleiðis einkaumboð fyrir Opt- imum-járnsmíðavélar með þeim árangri að við höfum aldrei fyrr haft fyrirliggjandi jafnmikið úr- val af vélum.“ Hvernig stendur fyrirtæki á þessu sviði af sér sveiflur í efna- hagslífinu? „Mér finnst nú oft að við séum með fingurinn á púlsi efna- hagslífsins. Við finnum afskap- lega fljótt ef þrengir að og und- anfarin misseri hafa verið frekar dauf fyrir innflytjendur. Mér finnst þó á allra síðustu dögum að efnahagslífið sé að taka ein- hvern kipp og nokkrar stórar söl- ur í gangi hjá okkur. En við höf- um staðið af okkur sveiflur í 75 ár og ég held að við ættum að geta það áfram.“ Eftir önnur 75 ár, hvar verður Fossberg þá? „Fossberg byrjaði smátt og hefur vaxið hægt og rólega. Ég held að Fossberg hafi alla burði til þess í góðu húsnæði með gott starfsfólk og gott vöruúrval, að halda áfram að standa við bakið á íslenskum iðnaði. Ég á mér raun- ar ýmsa drauma um framtíð Fossbergs en eigum við ekki bara að láta verkin tala?“ Hvað á að gera til hátíðar- brigða? „Við bjóðum öllum viðskiptavinum upp á kaffi og konfekt á af- mælisdaginn, þ.e. í dag miðvikudag. Við höfum opið frá 8 til 18 og bjóðum menn innilega velkomna. Við verðum með „sprengitilboð“ í gangi á Darex-borbrýnivélum, 35% af- sláttur, aðeins í dag. Svo eru auð- vitað önnur tilboð í gangi. Annars fer starfsfólkið til Parísar um páskana og þar verður sérstakur hátíðarkvöldverður á laugardag- inn kemur. Við hlökkum mikið til.“ Einar Örn Thorlacius  Einar Örn Thorlacius er fædd- ur í Reykjavík árið 1958. Lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1983. Var varaformaður Vöku, sat í stúdentaráði og var vara- maður í háskólaráði á náms- árunum. Að loknu prófi var Ein- ar ráðinn til Fossbergs og varð þar forstjóri 1989. Hann sat um skeið í stjórn Neytendasamtak- anna. Maki Einars er Sophie Schoonjans, hörpuleikari frá Belgíu, og eiga þau synina Bjart og Magnús. Frá fyrra hjónabandi á Einar eina dóttur, Sigríði. …og hefur vaxið hægt og rólega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.